Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.2017, Blaðsíða 4
er vinnuþjarkur sem njóta mun sín á óhefðbundnum veg- arslóðum. 2019 Suzuki Jimny Ljósmyndir af Suzuki Jimny láku út á netið í ágústmánuði og ollu tals- verðu umtali í aðdraganda sýningarinnar í Tókýó. Þyk- ir athyglisvert hvað Suzuki legg- ur áfram mikla áherslu á að þróa þennan litla bíl sem þykir dugleg- ur utanvegar. Næsta kynslóð Jimny er væntanleg 2019 en jepp- inn knái hefur verið að vaxa að vinsældum. Honda Sports EV Spyrja má sig hvers vegna Honda er ekki löngu búið að smíða þennan bíl. Orðrómur segir að hér sé um að ræða arftaka annaðhvort S2000-bílsins eða Honda Prelude. Hvort sem verður þá er hér um að ræða lítinn, skemmtilegan og kná- an sportbíl svo fremi sem hann fær ögn af innspýtingu frá Civic Type-R við útfærsluna. agas@mbl.is A lþjóðlega og árlega bíla- sýningin í Tókýó er á næstu grösum, hefst í næstu viku og þar munu 14 japanskir bílaframleiðendur láta ljós sitt skína. Yfirskrift sýning- arinnar í ár er „eftir daga vél- arinnar“ og munu bílsmiðir freista þess að svara spurningunni um hvernig farartæki framtíðarinnar í ört vaxandi stafrænni samgöngu- veröld verða. Tvinnaflrásir í Tókýó Að undanförnu hafa fyrirtæki eins og Honda, Toyota og Subaru verið að mjatla út upplýsingum um hvað þau muni koma með til sýn- ingarinnar. Mikið er rætt um tvin- naflrásir í því sambandi. Þær eru ekki lengur væskilslegar og til marks um það hafa bílsmiðir hálf- vegis verið að fela skilvirka og öfl- uga tvinntækni í sportbílum og farartækjum þar sem snöggt snún- ingsvægið frá rafgeymunum kem- ur að góðum notum. Því eru spennandi tímar fram undan og víst þykir að Tókýó-sýningin muni veita bestu innsýn í bílaframtíðina til þessa. Eftirfarandi bílar eru meðal nokkurra spennandi far- artækja sem þar verða á sýning- arpöllum. Subaru Viziv Subaru Viziv Performance- tilraunabíllinn gæti verið vísbend- ing um næstu kynslóð WRX en hann er ekki væntanlegur á göt- una fyrr en 2020. Það er raunhæft þar sem núverandi kynslóð bílsins kom til sögunnar í fyrra. Það sem Subaru vill fyrst og fremst sýna með Viziv er þróun hönnunar bíls- ins og hjálpartækni hvers konar sem ökumaður nýtur góðs af. Toyota GR HV Sports Það sem þessi bíll boðar fyrst og fremst er að hann er kraftbirtingarform þeirrar stefnu sem Toyota ætlar að taka í smíði sportbíla. Við hönnunina nutu hug- myndafræðingar japanska bíl- smiðsins innblásturs frá Le Mans- kappakstursbílnum, svo sem varð- andi aðalljósin, loftaflsfleti og að sjálfsögðu nýjustu útgáfu tvinn- aflrásarinnar svo fátt eitt sé nefnt. Deila má um útlitið en ekki af- kastagetu bílsins. Toyota TJ Cruiser Ævintýralegir bílar hafa verið að festa rætur á almennum bíla- markaði og hyggst Toyota ekki láta það fram hjá sér fara, heldur vera þátttakandi í þessari þróun. Býður fyrirtækið fram TJ Cruiser- hugmyndabílinn; nokkuð hrjúfan fák að sjá en hið sama verður sagt um t.d. Land Rover Defender og Jeep Wrangler. Framlag Toyota Toyota TJ Cruiser er nokkuð grófur að út- liti og vöxtum. Subaru Viziv er tilvísun til framtíðar. Fimm vænlegir á Tókýó-sýningunni Lítill en knár Honda Sports EV Concept verð- ur frumsýndur í Tókýó. Ný kynslóð Suzuki Jimny er vænt- anleg 2019. Toyota GR HV Sports vísar til þess hvernig sportbílar japanska bílrisans munu þróast í framtíðinni. 4 | MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.