Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.2018, Qupperneq 12

Ægir - 01.01.2018, Qupperneq 12
12 Akurey AK 10 fór í sína fyrstu reynsluveiðiferð á dögunum eftir að komið var fyrir lestarkerfi og vinnslu- búnaði í skipið en það kom hingað til lands í júní á síðasta ári frá Tyrklandi þar sem það var smíðað. Ak- urey leysir af hólmi togarann Sturlaug H. Böðvarsson í fiskiskipaflota HB Granda hf. og segir Eiríkur að bæði hann og öll áhöfnin sé full tilhlökkunar að færa sig yfir á nýja skipið. Eiríkur hefur verið skipstjóri á Sturlaugi H. Böðvarssyni frá því 2009 en var áður stýrimaður. Hann segist njóta þeirra forréttinda að búa á Akranesi og hafa þannig getað fylgst mjög náið með framvindunni um borð í Akurey síðustu sjö mánuði en sem kunnugt er kemur búnaður í lest og á milliþilfar frá Skaganum 3X á Akranesi. „Ég hef verið mikið hér um borð síðustu mánuði og það er mjög gott að geta fylgst svona náið með uppsetningu á bún- aðinum og vita þannig hvernig þetta virkar allt saman. Þó þetta kunni að virðast mjög flókið fyr- ir marga þá finnst mér það ekki en vissulega er sjálfvirknin mjög mikil,“ segir Eiríkur í sam- tali við Ægi. Nýju togararnir þrír frá HB Granda marka þau tímamót á heimsvísu að vera með algjör- lega sjálfvirka lest, sem þýðir að sjálfvirkur búnaður færir tóm kör úr lestinni í hleðslustöðvar á milliþilfari og síðan staflast kör- in jafnóðum og þau eru fyllt í 5 kara stæður sem síðan færast sjálfvirkt til í lestinni eftir því sem á veiðiferðina líður. Og hitt stóra atriðið í þessari byltingu er að ekki er notaður ís til að Ný Akurey AK hefur veiðar „Ólýsanleg bylting í tækni“ segir Eiríkur Jónsson, skipstjóri Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akurey, segir mikla tilhlökkun hjá allri áhöfninni að hefja nú veiðar á þessu tæknivædda og stóra skipi. Viðbrigðin frá gamla togaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni verði mikil. F isk isk ip

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.