Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2018, Side 16

Ægir - 01.01.2018, Side 16
16 „Frystitogarinn Cuxhaven NC er meira hugsaður fyrir heilfrystingu, fyrst og fremst á karfa og grálúðu en er líka með flökunarlínu. Út- færslan á Berlin NC er aftur á móti meira hugsuð út frá flaka- vinnslu, m.a. með bitaskurðarvél frá Marel, þeirri fyrstu sem fyrir- tækið setur í vinnsluskip úti á sjó. Engu að síður getur Berlin líka farið á heilfrystingu þannig að skipin geta nýst í öll verkefni. En fyrst og fremst erum við að horfa til útgerðarformsins með þessum áherslum í uppsetningu skipanna. Cuxhaven kemur þannig til með að verða meira í verkefnum við Grænland en Berlin verður fyrst og fremst á flakavinnslu við Noreg og í Barentshafi,“ segir Óskar Ævarsson, útgerðarstjóri Deutche Fishfang Union, DFFU, dóttur- félags Samherja hf. í Cuxhaven í Þýskalandi um nýju frystitogarana tvo sem fyrirtækið hefur nú tekið í fullan rekstur. Cuxhaven NC-100 hóf veiðar í ágúst síðastliðnum en Berlin NC-105 fór í nokkurra daga reynslutúr skömmu fyrir jól. Nú um miðjan janúar var haldin mikil hátíð í Cuxhaven þar sem skipunum voru formlega gefin nöfn og komu til þeirrar athafnar um 400 boðsgestir frá 17 þjóðlöndum. Íslenskar tæknilausnir áberandi Skipin eru hönnun frá Rolls Royce og frá þeim framleið- anda eru einnig aðalvélar skip- anna. Þetta eru 81 metra langir frystitogarar, 16 metra breiðir. Kleven Myklebust skipasmiða- stöðin í Álasundi í Noregi hafði smíði skipanna með höndum en sjálfir skrokkarnir voru smíð- aðir í Póllandi. Mörg íslensk fyrirtæki komu að smíðinni, fyrst og fremst að vinnslubúnaði og tæknilausn- um. Þar má nefna siglinga- og fiskileitartæki frá Brimrún hf. í brú, frystikerfi og frystilagnir eru frá Kælismiðjunni Frost og Slippurinn Akureyri hafði með höndum hönnun og smíði á stórum hluta vinnslulínunnar á millidekki en hluti vinnslulín- unnar, vöruhótel og frystar eru frá Optimar. Flökunarvélar og hausarar í báðum skipum eru frá Vélfagi í Ólafsfirði og í Berlin NC er vél- búnaður frá Héðni hf. til að bræða bein og slóg í mjöl og lýsi. Eins og áður segir er FleXi- cut vatnsskurðarvél frá Marel í Berlin NC og Mesa fésvélar eru frá ÁM Sigurðssyni í báðum skipunum. Þá er háþrýsti- þvotta- og sápukerfi í skipun- um frá Skaganum 3X. Veiðar- færanemar í skipunum eru frá Marport. Vistarverur eru fyrir allt að 35 manns í áhöfn og allur að- búnaður fyrir áhöfn eins og best verður á kosið. Fjöldi í áhöfn verður þó breytilegur eft- ir verkefnum þeirra en að jafn- aði 26-30 í túr. Betri aðstaða fyrir áhafnirnar aðalatriðið Auk frystingarinnar er ætlunin að Cuxhaven geti einnig tekið ferskfisktúra og þá verður þeim Þann 12. janúar síðastliðinn var mikið um dýrðir í Cuxhaven þegar skipunum tveimur voru formlega gefin nöfn. Um 400 boðsgestir komu til athafn- arinnar og við það tækifæri fluttu bæði fulltrúi þýska landbúnaðarráðuneytisins og borgarstjóri Cuxhaven ræður. Hér eru gestir og forsvarsmenn DFFU og móðurfélagsins Samherja hf. við skipshlið við þetta tækifæri. Frá vinstri: Óskar Ævarsson útgerðarstjóri DFFU og eiginkona hans Andrea Vikarsdóttir, Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri Samherja og eiginkona hans Kolbrún Ingólfsdóttir, Dr. Ulrich Getsch, borgarstjóri Cuxhaven, Har- aldur Grétarsson framkvæmdastjóri DFFU og eiginkona hans Harpa Ágústsdóttir, Kai-Uwe Bielefeld héraðsstjóri Cuxhaven, Helga Steinunn Guð- mundsdóttir í stjórn í Samherja, Ståle Rasmussen forstjóri Kleven/Myklebust skipasmíðastöðvarinnar og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Sam- herja. Cuxhaven kemur til með að veiða ferskan fisk hluta úr sumri og landa á Íslandi. Hluti lestarinnar í því skipi getur því verið með kælingu þó á öðrum tímum ársins sé eingöngu fryst um borð. N ý fisk isk ip

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.