Ægir - 01.01.2018, Page 20
20
„Tíminn verður að leiða í ljós
hver afköstin verða en ég von-
ast til að við getum unnið 30
tonn af flökum á sólarhring
þegar allt verður búið að slípast
til,“ segir Sigurður Kristjánsson,
skipstjóri á frystitogaranum
Berlin NC-105 en hann var áður
skipstjóri á Baldvin NC hjá DFFU
og á að baki langan feril í skips-
stjórn. Skipstjóri á móti honum
er Sigurður Hörður Kristjánsson
en yfirvélstjórar eru þeir Kristó-
fer Kristjánsson og Sigurpáll
Hjörvar Árnason.
Sigurður segir spennandi að
fá nú þann möguleika inn í
vinnsluna um borð að skera
beinagarðinn úr flökunum og
flökin í bita, auk þess sem skipið
sé með fésvél til vinnslu á haus-
um og nýrri tækni til að vinna í
mjöl og lýsi. Þó flakafrystingin
sé um margt líkt vinnsluferli og
hefðbundið er á frystitogurum
þá sé sjálfvirknin meiri og aukn-
ir möguleikar til nýjunga í af-
urðum og nýtingu á hráefninu.
Nýr búnaður stærðarflokkar
„Síðan erum við með nýja út-
færslu á stærðarflokkun á fiskin-
um sem er búnaður frá Slippn-
um Akureyri og fyrstu prófanir
á þeim búnaði voru mjög já-
kvæðar. Þessi búnaður gróf-
flokkar fiskinn eftir hausun og
áður en hann fer inn á flökunar-
vélarnar. Þær koma frá Vélfagi í
Ólafsfirði og er önnur með sér-
staka áherslu á mjög stóran fisk.
Í raun eru þó notkunarsvið
vélanna mjög mikil þannig að
þær koma til með að vera báðar
Berlin NC -105.
Áhugaverðar nýjungar í
vinnslutækninni um borð
segir Sigurður Kristjánsson, skipstjóri á Berlin NC-105
Útfærslan er Berlin NC miðast við flakavinnslu. Í skipinu er FleXicut vatnsskurðarvél frá Marel, sem hér er í
forgrunni. Þetta er fyrsta FleXicut vélin sem Marel setur um borð í skip úti á sjó.
N
ý
fisk
isk
ip