Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2018, Síða 22

Ægir - 01.01.2018, Síða 22
22 í mikilli notkun. En þessi stærð- arflokkun á fiskinum skiptir miklu máli fyrir vinnsluferilinn í heild,“ segir Sigurður en skipið var prufukeyrt í nokkra daga við Noreg í desember og að því loknu voru nokkur atriði yfirfar- in áður en haldið var til Þýska- lands fyrir nafngiftahátíð skip- anna nú í janúar. Þann 18. janú- ar hélt svo Berlin NC á nýjan leik á miðin úti fyrir Noregsströnd- um. Stórt og öflugt skip „Mér fannst skipið koma mjög vel út í þessum prufutúr þó að ekki sé hægt að meta það til fulls fyrr en maður kynnist skip- inu þegar það er meira lestað. En þetta er mjög spennandi, skipið er stórt og öflugt. Ég reikna síðan með að við verð- um fyrst og fremst að veiðum við Noreg, það er að minnsta kosti lagt upp með þá verka- skiptingu milli skipanna en svo ráða auðvitað kvótastaða og aflabrögð miklu um þau verk- efni sem við erum í hverju sinni,“ segir Sigurður Kristjáns- son. Vinnuaðstaða skipstjórans í brúnni. Þar, líkt og víðar í skipunum, komu íslenskar tæknilausnir við sögu en fiskileitar- og siglingatæki eru frá fyrir- tækinu Brimrún. Slippurinn Akureyri hannaði og framleiddi stóran hluta af vinnslulín- unni og m.a. er í Berlin ný gerð af stærðarflokkara. Hér sjást færibönd og í flökunarvélarnar tvær. Aðalvélar skipanna eru frá Rolls Royce en það fyrirtæki hannaði skipin. Hausarar og flökunarvélar eru mikilvægir þættir í vinnslubúnaði á skip- um sem þessum. Tveir hausarar og tvær flökunarvélar eru í hvoru skipi, allt búnaður frá fiskivinnsluvélaframleiðandanum Vélfagi í Ólafsfirði. Hér sjást hausarnir.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.