Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2018, Page 30

Ægir - 01.01.2018, Page 30
30 „Þetta er búið að vera algert æv- intýri á Kleifaberginu undanfarin ár. Þegar ég byrjaði vorum við mikið að veiða í landhelgi Rússa í Barentshafinu, bæði úr kvóta Brims og úr leigukvóta. Ég kom um borð sumarið 2014, en skip- ið var þarna uppfrá frá því í maí og fram í lok ágúst. Þá voru tvær áhafnir til skiptis á skipinu og við lönduðum alltaf í Noregi. Þetta var mjög gott sumar í Rússasjónum,“ segir Stefán Sig- urðsson, stýrimaður á Kleifa- berginu og í áhöfn Árna Gunn- ólfssonar. Hann var á Arnari HU áður. „Ég er búinn að vera mikið á togurum og var á ísfisktogur- um ÚA á árum áður, bæði stýri- maður og skipstjóri og var þar síðast með ísfisktogarann Árbak. Við höfum verið í Rússasjó á vorin og fram á sumar, en einnig stundum seint á haustin. Í febrú- ar og mars höfum við verið á veiðum við Noreg en þess á milli hér heima. Eins og þetta var á síðasta ári, fórum við til Noregs eftir verkfall, síðan einn túr heima og síðan upp til Rúss- lands og vorum þar fram að sjó- mannadegi. Ætli aflinn úr Bar- entshafinu hafi ekki verið um 2.800 tonn með ýsu og öllu saman. Það var leigður kvóti á skipið í Rússasjónum 2014 og 2015, og var aflinn sem við veiddum í Barentshafi 2014, við Noreg og Rússland, 5.500 tonn. Þessi leiga hefur náttúrulega aukið aflann og verðmætin,“ segir Stefán. Skipið hefur verið að fiska yf- ir 10.000 tonn undanfarin 5-6 ár og farið mest í 11.500 tonn. Allt bolfiskur, ekkert verið farið á makríl í nokkur ár. En hver er lykill að svona góðum árangri? „Þetta er erfið spurning. Það fer saman heppni og reynsla og stundum hæfileik- ar. Síðan veiðist greinilega mjög vel á skipið og það þarf líka hörku mannskap til að ná svona góðum árangri. Mesta sem hef- ur farið hér í gegn sem ég veit um var norður í Barentshafi í nóvember 2015, þegar við tók- um 300 tonn á þremur dögum. Þetta var alveg „dræ“ þorskur, góð stærð, og hann var flakaður og frystur með beini og gang- urinn var alveg ævintýralegur. Þegar verið er í blönduðum afla verða afköstin töluvert minni vegna þess að þá þarf að skipta á milli tegunda í meira mæli.“ Hvað er það sem takmarkar magnið, mannskapurinn eða frystigetan? „Það er oft frystigetan eins og til dæmis í karfanum. Skipið er frekar þröngt og við höfum ekki meira pláss til að auka af- köstin með því að fjölga frysti- tækjum. Samt sem áður er búið að gera alveg ótrúlega hluti hér um borð og allir hafa lagst á eitt að gera vel. Á undanförnum ár- um hafa verið litlar breytingar á áhöfnum skipsins og það munar mjög miklu til dæmis í sam- bandi við afköstin í vinnslunni. Stærsta túrinn á skipinu á Víðir Jónsson og áhöfn hans. Það var í maí 2015 í rússneskri landhelgi, sem aflaverðmætið varð um 700 milljónir króna. Þeir fylltu skipið og fóru og milli- lönduðu og fylltu aftur. Mest var þetta þorskur. Það var líka stærsta árið á skipinu. Ég held það hafi verið 3,7 milljarðar afla- verðmætið. Undanfarin ár höf- um við alltaf verið með yfir tvo milljarða í afaverðmæti á ári, en gengið lækkaði síðan mikið eftir 2015 og þá fór aflaverðmætið allt niður á við. Þetta hefur gengið vel enda segja tölurnar þá sögu. En skipið er orðið gamalt og það er kom- inn tími á breytingar. Það er í raun og veru ótrúlegt að elsta frystiskipið í flotanum hafi náð þessum árangri undanfarin ár,“ segir Stefán. Stefán Sigurðsson, stýrimaður, í brúnni á Kleifaberginu. Mynd: Þorgeir Baldursson Stefán Sigurðsson, stýrimaður á Kleifabergi Ótrúlegur árangur hjá elsta frystiskipi flotans

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue: 1. tölublað (01.01.2018)
https://timarit.is/issue/397927

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað (01.01.2018)

Actions: