Ægir - 01.01.2018, Side 38
38
K
rossg
á
ta
F
réttir
Árið 2017 var þokkalegt hjá
fiskimjölsverksmiðjum Síldar-
vinnslunnar hvað magn áhrærir
en verð á afurðum þeirra var
hins vegar lágt. Samtals tóku
verksmiðjurnar þrjár sem fyrir-
tækið rekur, þ.e. í Neskaupstað,
á Seyðisfirði og í Helguvík, á
móti 196.697 tonnum af hráefni
á árinu. Til samanburðar má
geta þess að á árinu 2016 tóku
þær á móti 131.460 tonnum,
259.394 tonnum árið 2015,
161.168 tonnum árið 2014 og
206.074 tonnum árið 2013. Það
eru ekki síst loðnuvertíðirnar
sem ráða því hve hráefni verk-
smiðjanna er mikið á ári hverju.
Sem dæmi má nefna að loðnu-
vertíðir áranna 2016 og 2014
voru lélegar og þá kom lítið í
hlut verksmiðjanna.
Eins og sjá má á meðfylgj-
andi töflu var langmestu landað
í verksmiðjuna í Neskaupstað,
eða 118.500 tonnum. Til saman-
burðar þá tók sú verksmiðja á
móti rösklega 91 þúsund tonn-
um árið 2016, verksmiðjan á
Seyðisfirði vann þá úr 28.500
tonnum og verksmiðjan í
Helguvík úr tæplega 12 þúsund
tonnum11.916 tonnum.
Þokkalegt ár hjá fiski-
mjölsverksmiðjum SVN
Staður Móttekið Framleitt Framleitt
magn hráefnis mjöl lýsi
Neskaupstaður 118523 24.684 7.944
Seyðisfjörður 59.420 12.235 1.607
Helguvík 18.754 3.325 1.457
Fiskimjölsverksmiðja SVN í Helguvík tók við tæplega 19 þúsund tonn-
um af hráefni í fyrra.