Morgunblaðið - 06.12.2017, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Tugir milljóna í biðlaun
Fráfarandi aðstoðarmenn ráðherra fá biðlaun í 3 mánuði Með 1,2 m.kr. á mán.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Fimm ráðherrar hurfu úr ríkisstjórn í kjölfar
stjórnarskipta og með þeim hverfa úr starfi níu
aðstoðarmenn. Benedikt Jóhannesson, fyrrver-
andi fjármála- og efnahagsráðherra, var með
einn aðstoðarmann, Gylfa Ólafsson. Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra, var með tvo að-
stoðarmenn, þá Guðmund Kristjón Jónsson og
Pál Rafnar Þorsteinsson. Þorsteinn Víglunds-
son, fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráð-
herra, var einnig með tvo aðstoðarmenn, þau
Karl Pétur Jónsson og Þorgbjörgu Sigríði
Gunnlaugsdóttur. Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi
umhverfis- og auðlindaráðherra, var með tvo
aðstoðarmenn, þau Steinar Kaldal og Þórunni
Pétursdóttur. Síðast en ekki síst var Óttarr
Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, með
tvo aðstoðarmenn, þau Sigrúnu Gunnarsdóttur
og Unnstein Jóhannsson.
Biðlaun upp á 32,4 m.kr.
Aðstoðarmaður ráðherra á rétt á biðlaunum í
þrjá mánuði eftir að hann lætur af starfi, sam-
kvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands. Hafi að-
stoðarmaður áður verið ríkisstarfsmaður á
hann rétt á að hverfa aftur til fyrra starfs síns
eða annars starfs en þó ekki á lakari kjörum.
Þiggi fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra laun
vegna annarra starfa á því tímabili sem hann á
rétt á biðlaunum vegna fyrri starfa sinna sem
aðstoðarmaður skerðast biðlaunin sem nemur
þeim launum er þeir víkja úr starfi. Fráfarandi
aðstoðarmenn eiga því rétt á biðlaunum út
febrúar á næsta ári ef miðað er við að ný rík-
isstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks tók við völdum þann 30. nóv-
ember.
Laun aðstoðarmanna ráðherra eru ákvörðuð
samkvæmt ákvörðun kjararáðs um kjör skrif-
stofustjóra í ráðuneyti. Miðað við síðustu
hækkun kjararáðs á þeim launum fá aðstoð-
armenn ráðherra tæpar 1,2 milljónir króna í
mánaðarlaun. Launakostnaður ríkisins vegna
biðlauna nemur því rúmum 32 milljónum króna
auk almenns launakostnaðar.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Fleiri fyrirtæki veita upplýsingar
um símanúmer en 1818 og 1819. Fyr-
irtækið Miðlun rekur einnig upplýs-
ingaveitu í símanúmerinu 1800.
Andri Árnason, framkvæmda-
stjóri Miðlunar, segir að fyrirtækið
bjóði viðskiptavinum eitt fast verð
óháð lengd símtala og því hvaða
símafyrirtæki viðskiptavinurinn er í
viðskiptum hjá.
„Við seljum okkar þjónustu á 320
krónur óháð lengd símtalsins, inni í
þessari upphæð eru þóknanir sem
símafyrirtækin taka. Í samningi okk-
ar við símafyrirtækin tryggjum við
að neytendur borgi einungis 320
krónur sem þeir sjá í verðskránni
hjá okkur,“ segir Andri. Hann bætir
við að 1800 nái að bjóða upp á þetta
verð með því að vera einungis með
upplýsingaþjónustu í síma. Ekki sé
boðið upp á smáforrit né á leit á net-
inu og afgreiðslutíminn sé frá 8 til 20
alla daga.
„Við reynum að haga okkar mód-
eli þannig að kostnaður neytenda sé
sýnilegur og í lágmarki. Þannig
náum við lægsta verðinu á markaðn-
um.“
Dýr leið fyrir eldri borgara
Andri segir að þeim fækki sem
nýti sér að hringja í upplýsingaveit-
ur. Það sé frekar eldra en yngra fólk
sem noti þjónustuna og hann telur að
verðvitund fólks sé almennt ekki
mikil varðandi upplýsingaveitur.
Ellert Schram, formaður félags
eldri borgara í Reykjavík og ná-
grenni, segir að full ástæða sé til
þess að skoða betur aðgang eldra
fólks að upplýsingum.
„Ég hef það á tilfinningunni að
eldra fólk sé ekki eins tæknilegt og
það yngra. Það þurfi því margir eldri
borgarar að nýta sér dýrar leiðir til
þess að finna símanúmer eftir að
hætt var að prenta símaskrána.“
Samkvæmt verðkönnun Morgun-
blaðsins er ódýrast að nýta sér þjón-
ustu 1800 og greiða 320 krónur í fast
gjald fyrir hvert símtal, óháð lengd
símtalsins og því hjá hvaða símafyr-
irtæki viðkomandi er.
Þjónusta 1800 ódýrust
Eina leið þeirra sem ekki hafa aðgang að tölvu til að finna
símanúmer er að hringja í upplýsingaþjónustur
Flugfreyjufélag
Íslands skrifaði
undir samning
við flugfélagið
WOW air í gær.
Samningar
höfðu þá verið
lausir í 14 mán-
uði.
Orri Þrastar-
son, varafor-
maður Flug-
freyjufélags Íslands, sagðist
virkilega ánægður með að hafa náð
samningum við WOW air.
Orri vildi ekki gefa upp hvað
samningurinn felur í sér fyrr en búið
væri að kynna hann félagsmönnum.
Hann segir samninginn til tveggja
ára og hann verði kynntur félags-
mönnum þegar form atkvæða-
greiðslu liggur fyrir.
Starfsmenn WOW air boðuðu til
stofnunar nýs stéttarfélags, Sam-
bands íslenskra flugliða, í nóvember
en frestuðu fljótlega stofnun félags-
ins þegar Flugfreyjufélag Íslands
hóf vinnu við að deildaskipta félag-
inu að ósk flugliða WOW air.
Erla Pálsdóttir, forsvarsmaður
starfsmanna WOW air, segir hags-
munaárekstra ástæðu þess að fyr-
irhugað var að stofna nýtt stétt-
arfélag.
„Við gefum Flugfreyjufélaginu
svigrúm til þess að vinna að því að
deildaskipta félaginu. Ef það gengur
ekki eftir þá tökum við upp þráðinn
að nýju og vinnum að stofnun nýs
stéttarfélags.“ ge@mbl.is
Flugfreyj-
ur semja
við WOW
Flugfreyjur Samn-
ingar undirritaðir
Samið til 2 ára
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
óskar eftir vitnum að alvarlegu um-
ferðarslysi sem átti sér stað á Bitru-
hálsi á móts við Bæjarháls mánu-
daginn 4. desember.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá lögreglunni en tilkynnt var um
slysið klukkan 10:09. Karlmaður um
þrítugt varð þar fyrir bifreið sem ek-
ið var austur Bæjarháls og síðan
beygt norður Bitruháls með þessum
afleiðingum.
Lögreglan biður þá sem kunna að
hafa orðið vitni að slysinu að hafa
samband í síma 444-1000, en einnig
má senda upplýsingar í tölvupósti á
netfangið sverrir.pall@lrh.is eða í
einkaskilaboðum á Facebook-síðu
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögregla ósk-
ar eftir vitnum
Rústirnar einar eru eftir af Íslandsbankahúsinu við Lækjargötu en lóðin á
sér merka sögu. Fyrir utan fornminjar sem fundist hafa á lóðinni stóð lengi
á henni timburhús þar sem Jón Hermannsson lögreglustjóri átti heima. Á
bílastæði lóðarinnar, þ.e. horni Vonarstrætis og Lækjargötu, stóðu lengi
fræg timburhús er brunnu árið 1967. Í öðru húsinu bjó sr. Bjarni Jónsson,
vígslubiskup og dómkirkjuprestur í Reykjavík, en hitt húsið átti Flosi Sig-
urðsson en hann átti hina svokölluðu Flosaskúra við Sölvhólsgötu þar sem
hann rak Rúllu- og hleragerðina. Afabarn hans var Flosi Ólafsson leikari.
Þá var Ragnar Bjarnason söngvari fæddur í húsinu. Nú stendur til að
byggja nýtt og glæsilegt hús á þessari sögufrægu lóð í miðbænum.
Sögufrægur reitur fær nýtt hlutverk
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mannanafnanefnd hefur kveðið
upp úrskurð sinn um að leyfa for-
eldrum að nefna börn sín eftirfar-
andi nöfnum. Eiginnafnið Ævi
(kvk.) er samþykkt, eiginnafnið
Hrafnynja (kvk.) er samþykkt,
eiginnafnið Dóróþea (kvk.) er
samþykkt og eiginnafnið Kamilus
(kk.) er samþykkt og skulu öll
þessi nöfn færð í mannanafnaskrá.
Á grundvelli 3. mgr. 6. gr. laga nr.
45/1996 um mannanöfn var fallist
á beiðni aðila við sérstakar að-
stæður um að taka upp millinafnið
Gasta. Millinafnið fer ekki á
mannanafnaskrá. Beiðni um eigin-
nafnið Indra (kk.) og eiginnafnið
Theadór (kk.) var hafnað en til að
hægt sé að sam-
þykkja nýtt eig-
innafn á manna-
nafnaskrá þarf
að uppfylla þrjú
skilyrði. Þau
eru: (1) Eig-
innafn skal geta
tekið íslenska
eignarfallsend-
ingu eða hafa
unnið sér hefð í
íslensku máli. (2) Nafnið má ekki
brjóta í bága við íslenskt málkerfi.
(3) Nafnið skal ritað í samræmi
við almennar ritreglur íslensks
máls nema hefð sé fyrir öðrum rit-
hætti þess.
Dóróþea og Ævi
nú íslensk nöfn
Mannanafnanefnd úrskurðar
Nöfn Leyfðum
nöfnum fjölgar