Morgunblaðið - 06.12.2017, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Rúmur fjórðungur starfsmanna hjá
tölvuleikjaframleiðandanum CCP
veiktist af veirusýkingu og rann-
sakar sóttvarnalæknir hver möguleg
upptök sýkingarinnar gætu verið.
„Þetta er nú bara eitt af okkar
ábyrgðarhlutverkum; að aðstoða
þegar upp koma svona hópsýkingar.
Við notum þá stöðluð vinnubrögð við
að reyna komast að því hver orsaka-
valdurinn er og hvort við getum
ræktað einhverjar bakteríur og
fundið veirur,“ segir Þórólfur
Guðnason, sóttvarnalæknir hjá emb-
ætti landlæknis. Hann staðfestir að
25-30% starfsmanna fyrirtækisins
hafi veikst með uppköstum, niður-
gangi og hita.
Tóku sýni úr starfsmönnum
„Við gerðum svokallaða hóp-
rannsókn til að finna út hvað fólk
hefði borðað, hvort það væri hægt að
greina hvaðan þetta kæmi og úr
hvaða matvælum. Við tókum sýni en
það hefur ekki verið staðfest hver
orsakavaldurinn er,“ segir Þórólfur
en sex starfsmenn gáfu sýni til sótt-
varnalæknis og eru þau síðustu í
vinnslu.
Spurður hvort þetta gæti verið
nóróveira segir Þórólfur að engin
ummerki um slíkt hafi fundist í sýn-
um starfsmanna. Að hans sögn hefur
fyrirtækið ráðist í hreinlætis-
aðgerðir að ráðleggingum embættis-
ins og ef ekkert finnst í síðustu sýn-
unum verði ekki ráðist í frekari
aðgerðir af hálfu sóttvarnalæknis.
Fjórðungur starfsmanna
CCP fékk veirusýkingu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
EVE Sýndarveruleikatölvuleik-
urinn EVE Valkyrie er frá CCP.
Sóttvarnalæknir
rannsakar orsök
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Brotist var inn í tvo bíla í sömu inn-
keyrslunni í Norðlingaholti aðfara-
nótt mánudags án sjáanlegra um-
merkja. Þetta var fyrir utan heimili
Tómasar Inga Tómassonar. Hann á
annan bílinn en
hinn var í
geymslu þar á
meðan eigandinn
var í útlöndum.
Tómas segist vita
um einn bíl til við-
bótar í götunni
sem var farið inn
í. „Við erum 100%
viss um að við
læstum bílnum
okkar og hinn
bíllinn var læstur þegar eigandinn
fór og ég var meira að segja búinn að
athuga það fyrir hann. Bílarnir voru
báðir opnaðir og rótað í öllu í þeim,
það sést samt ekkert á þeim,“ segir
Tómas.
Bílarnir eru báðir með þráðlausa
lykla og hægt er að opna þá þegar
þeir skynja að lyklarnir eru í ákveð-
inni nálægð. „Í kjölfarið á þessu var
mér bent á að ef bíllyklarnir lægju
nálægt útidyrahurð og bílnum væri
lagt þar ekki langt frá væri hægt að
spegla lykilinn með einhverri tækni
og komast þannig inn í bílinn,“ segir
Tómas.
Mikið um innbrot í bíla
Um er að ræða nýja tækni til inn-
brota í bíla sem fjallað hefur verið
nokkuð um í erlendum miðlum und-
anfarið og Félag Íslenskra bifreiða-
eigenda (FÍB) gerir að umfjöllunar-
efni á heimasíðu sinni nýverið. Þar
segir að grunur sé um að farið sé að
nýta ákveðna tækni við innbrot hér á
landi sem felst í því að merki frá
lyklum bifreiða með lyklalaust að-
gengi er notað til að opna þá. Svo
virðist sem þessir tæknivæddu þjóf-
ar noti merki, þó veik séu, frá bíl-
lyklum sem eru inni í húsum til að
komast inn í bíla, segir í umfjöllun
FÍB. Samkvæmt erlendum fréttum
má kaupa búnað til slíkra innbrota á
um ellefu þúsund krónur á netinu.
Valgarður Valgarðsson aðalvarð-
stjóri á lögreglustöð 4 hjá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu segir að
mikið hafi verið farið inn í bíla á hans
svæði, sem er Árbær, Grafarholt,
Grafarvogur, Norðlingaholt, Mos-
fellsbær, Kjósahreppur og Kjalar-
nes, að undanförnu og í raun á höf-
uðborgarsvæðinu öllu. „Við höfum
ekkert í hendi í þeim málum, sem við
erum að skoða, um að þessi tækni sé
notuð,“ segir Valgarður. „Í sumum
tilfellum eru ekki sjáanleg ummerki
á bílunum, hvort sem fólk gleymir að
læsa, ýtir óvart á takkann eða það er
einhver svona tækni notuð.“
Lögreglan beinir því til fólks að
skilja ekki verðmæti eftir í bílum. Í
umfjöllun FÍB segir að litlar líkur
séu á að bíleigendur fái tjón af slíku
innbroti í bíla bætt því ummerki séu
lítil sem engin. Tryggingafélögin líta
svo á að ummerki um innbrot þurfi
að vera til staðar svo eigendur
bílanna fái tjón sín bætt.
Tómas segir að þau hafi verið með
lítil verðmæti í bílnum en sárast hafi
verið fyrir son hans að tapa síman-
um sínum sem hann gleymdi úti í bíl
í þetta fyrsta og eina skipti. „Við er-
um búin að fá okkar þennan forláta
Royal lyftidufts-stálkassa til að setja
bíllyklana í. Það er helvíti hart að
þurfa að læra svona en maður gerir
ekki sömu mistökin tvisvar,“ segir
Tómas. Bestu leiðirnar til að forðast
að lenda í að þessi nýja tækni sé not-
uð til að komast inn í bíla er að
geyma bíllyklana fjarri forstofunni,
inni í álpappir eða ofan í áldós svo
ekki sé hægt að nema geislana frá
þeim.
Ummerkjalaus
innbrot í bíla
með nýrri tækni
Merki frá lyklum bifreiða með lykla-
laust aðgengi er notað til að opna þá
Morgunblaðið/Steinn Vignir
Innbrot Sérstakur skynjari nemur
geisla frá lyklunum gegnum hurð.
Í gærmorgun hófust starfsmenn
Vegagerðarinnar og Kurls-Vegsög-
unar ehf. handa við að taka niður ör-
yggisgirðingar milli vegriða á aust-
anverðri Miklubraut og í Ártúns-
brekku í Reykjavík. Girðingarnar
hafa aðskilið akstursstefnur en
ákveðið var að taka þær niður eftir
að maður lést þegar hann kastaðist
á girðinguna í bílslysi 25. nóvember
sl. Það var við brúna yfir Miklu-
braut sem tengir saman Skeiðarvog
og Réttarholtsveg. Girðingin, sem
er nokkuð á annan metra á hæð og á
eyju milli vegriða frá Grensásvegi
og upp að Vesturlandsvegi, verður
fjarlægð og ætla menn að ljúka því
verki á morgun, fimmtudag. Girð-
ingar við sambærilegar aðstæður og
á Miklubrautinni verða teknar niður
á næstunni, segir G. Pétur Matt-
híasson, upplýsingafulltúi Vega-
gerðarinnar. Slíkar eru til dæmis á
Hringbraut, á tveimur stöðum við
Sæbraut, Breiðholtsbraut og á
Reykjanesbraut við Fífuna í Kópa-
vogi svo nokkrir staðir á höfuðborg-
arsvæðinu séu nefndir.
Alvarlegar afleiðingar
„Þessar girðingar eru hættulegar,
ég hef oft séð hve afleiðingarnar eru
alvarlegar þegar árekstrar og slys
verða og bílarnir lenda á þeim,“ seg-
ir Birgir Ingvason hjá Kurli-Veg-
sögun við Morgunblaðið. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Girðingar fjarlægðar Byrjað var að taka niður girðingar í Ártúnsbrekku í gær og svo verður haldið áfram víðar.
Fjarlægja girðingar
við fjölfarnar götur
Allt fyrir öryggið Tekið niður víða á höfuðborgarsvæði
Tómas Ingi
Tómasson
Aldrei hefur meira verið notað af
vatni úr hitaveitu Veitna á höfuð-
borgarsvæðinu í nóvembermánuði
en nú í ár. Mánuðurinn var enda
frekar kaldur og stormasamur undir
lokin. Um 90% af heita vatninu fer til
húshitunar og í nóvember runnu
tæpir níu milljarðar lítra af heitu
vatni inn í hús frá Hafnarfirði í suðri
til Mosfellsbæjar í norðri. Það er
15% meira magn en sama mánuð í
fyrra. Þetta kemur fram í frétt frá
Veitum. Bent er á að meðalhiti í
Reykjavík mældist 0,2 stig, -0,9 stig-
um neðan meðallags áranna 1961 til
1990 og -2,6 stigum neðan meðallags
síðustu tíu ára. Augljóst samhengi
sé því á milli tíðarfarsins og heita-
vatnsnotkunarinnar.
Í frétt Veitna segir ennfremur að
verð á húshitun sé lágt í Reykjavík
og langt undir meðaltali höfuðborga
grannríkjanna á Norðurlöndunum.
Fimmfalt dýrara sé fyrir íbúa í Hels-
inki að hita húsið sitt en íbúa í
Reykjavík. Borgarbúar hiti heimili
sín vel en verji hlutfallslega minnstu
af ráðstöfunartekjum sínum í það.
Árlegur kostnaður við að hita heimili
íbúa á höfuðborgarsvæðinu sé 88
þúsund krónur á ári. Íbúi í Helsinki
þurfi að borga 440 þúsund krónur, í
Stokkhólmi tæplega 300 þúsund
krónur, í Kaupmannahöfn 272 þús-
und krónur og í Osló tæplega 247
þúsund krónur á ári.
Met í heitavatnsnotkun
Aldrei meira notað af heitu vatni í nóvembermánuði