Morgunblaðið - 06.12.2017, Side 12

Morgunblaðið - 06.12.2017, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017 Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af gæðagleraugum fyrir krakka á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! Rock Star umgjarðir kr. 11.900,- Mestu mátar Ormarr og Nökkvi Fjalar horfa yfir Emirates Stadium, leik- vang Arsenal, sem er uppáhalds erlenda fótboltalið beggja. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Ein skærasta stjarnan ásamfélagsmiðlunum þessidægrin stóð ekki við stóruorðin fyrir tveimur árum þegar hann lýsti því yfir í vitna við- urvist í London að hann færi aldrei aftur til útlanda. Þó er Ormarr Snæ- björnsson grandvar maður og þekkt- ur fyrir að fara ekki með staðlausa stafi. En lái honum hver sem vill. Það er ekki á hverjum degi sem rúmlega sjötugum kennara á eftirlaunum er boðið að ferðast oft á ári til stórborga heims eða landa sem hann óskar sér. Hann er afinn og sá sem allt hverfist um í þáttunum Bucketlistinn hans afa á snapchat, instagram og öðrum samfélagsmiðlum Áttunnar. Og svo því sé haldið til haga er „buck- etlisti“ óskalisti yfir það sem mann langar til að gera eða fara. Á einu ári hefur Ormarr farið til níu borga: London, Berlínar, Búdapest, Barce- lona, Amsterdam, Brussel, Helsinki, Rómar og Betlehem í boði Áttunnar, sem Nökkvi Fjalar, sonarsonur hans, stofnaði ásamt Agli Ploder Ottóssyni og Róberti Úlfarssyni þegar þeir voru nýskriðnir úr Verslunarskól- anum fyrir fjórum árum. „Við Nökkvi vorum sem oftar að spjalla saman og hann sagðist ekkert skilja í því að afi og amma svo margra væru aldrei með í einu né neinu. Hann langaði til að breyta þessu og stakk upp á að búa til svona snapc- hatþætti og auglýsa afa sinn,“ segir Ormarr um upphaf ævintýrisins, þessa „samfellda gleðidans“ eins og hann kallar það. „Ég var svolítið rag- ur til að byrja með, skildi ekki al- mennilega hvernig þeir ætluðu að standa að þessu, en sló til eftir hálfs- mánaðar umhugsunarfrest, sem þeir gáfu mér. Svo hefur þetta þróast þannig að ég afhendi þeim bucketlist- ann og þeir reyna að uppfylla allar mínar óskir. Við tökum aldrei ákvarð- arnir um meira en tvær til þrjár ferð- ir fram í tímann, því þeir vilja ekki pína mig. Þótt ég sé við hestaheilsu er ég svolítið slæmur í fótunum og þoli ekki að ganga mikið, hvorki í flugstöðvarbyggingunum né á áfangastöðum. Svo finnst mér líka voðalega þreytandi að bíða eftir flugi,“ heldur hann áfram. Í ljósi þess að hann ætlaði aldrei aftur til útlanda kom hann sjálfum sér kannski mest á óvart með að sam- þykkja ferðalögin með strákunum. „Sonur minn og fjölskylda höfðu gef- ið mér ferð á fótboltaleik í London í sjötugsafmælisgjöf. Leiknum var síð- an seinkað um einn dag og því þurft- um við bókstaflega að taka á sprett yfir borgina til að ná fluginu heim. Ég var bara alveg að springa og þótti nóg komið,“ segir hann um afmælisferð- ina forðum. Tvíburabróðirinn þykist stundum vera afinn Uppátæki Nökkva og félaga, þeirra Egils, Orra Einarssonar og Arons Inga Davíðssonar, á Áttunni féllu strax vel í kramið, sérstaklega hjá unga fólkinu – og ekki síst þegar þeir hófu að flengjast með afann út um allar jarðir og sýna í beinni. Orm- arr er orðinn svo ofboðslega frægur að tvíburabróðir hans, sem er næst- um eins og hann, getur ekki um frjálst höfuð strokið í Kringlunni og víðar. „Unga fólkið heilsar mér á förnum vegi, kallar mig afa og fer að spjalla. Sama viðmót mætir tvíbura- bróður mínum, en hann lætur sér vel líka og læst bara vera afinn. Okkur finnst þetta allt saman mjög jákvætt og skemmtilegt.“ Ormarr þekkir tvö dæmi um að Afi á ferð og flugi í beinni Á einu ári hefur Ormarr Snæbjörnsson, rúmlega sjö- tugur kennari á eftirlaunum, farið til níu borga með fríðu föruneyti sem leggur sig í líma við að stjana við hann og gera honum til hæfis. Nökkvi Fjalar, sonar- sonur Ormars og einn forsprakka Áttunnar, fékk afa sinn til að vera aðalnúmerið í ferðaþáttunum Buck- etlistinn hans afa, sem eiga sér fjölda fylgjenda. List- inn hans Ormars er hvergi nærri tæmdur. Níu borgir á einu ári F.v. Ormarr ásamt Orra Einarssyni, t.v., Agli Ploder og Nökkva Fjalari í Leifsstöð.  Ormarr og Nökkvi glaðbeittir í Colosseum-hringleikahúsinu í Róm.  Nökkvi Fjalar hjólar með afa sinn við Brandenborgarhliðið í Berlín, ekki er allt sem sýnist á myndinni því stuttu eftir að hún var tekin gafst Nökkvi upp og þurfti að fá fagmann til að taka við stjórninni. Ormarr er orðinn svo ofboðslega frægur að tvíbura- bróðir hans, sem er næstum eins og hann, getur ekki um frjálst höfuð strokið í Kringl- unni. Verkstæðakvöld Listaháskóla Íslands verður haldið í fyrsta sinn kl. 20-22 í kvöld, miðvikudaginn 6. desember, í húsnæði skólans, Laugarnesvegi 91. Þar eru ljósmyndaver, prentverk- stæði, trésmíðaverkstæði, málm- smíðaverkstæði, mótunarverkstæði og vídeóver. Verkstæðin verða opin þetta eina kvöld og því verður ein- stakt tækifæri til að sjá verk nem- enda og starfandi listamanna í því samhengi sem þau spretta úr og kynnast þeim aðferðum sem notaðar eru við framleiðslu þeirra. Til að mynda sýna nemendur bók- verk sem unnin eru með nýrri prent- tækni sem skólinn býður upp á. Riso- graph er japönsk prenttækni og eitt hraðasta, ódýrasta og umhverfis- vænasta prent sem um getur. Silki- þrykkt veggspjöld David Horvitz unn- in fyrir Sequences-listahátíðina verða sýnd. Jóhann Ingi Skúlason sýnir inn- rauða skyggnusýningu sem aðeins er hægt að sjá í gegnum sérstakan filter með hjálp snjallsíma. Í vídeóveri skól- ans verða myndbandsverk fyrrver- andi og núverandi nemenda til sýnis. Elísabet Birta Sveinsdóttir flytur gjörninginn Skríðandi á málmsmíða- verkstæðinu. Nemendafélag Mynd- listardeildar býður upp á jólaglögg og piparkökur. Verkstæðakvöld Listaháskóla Íslands Skyggnst á bak við tjöldin Samhengið Á verkstæðunum má sjá listaverkin í því samhengi sem þau spretta úr og kynnast þeim aðferðum sem notaðar eru við framleiðslu þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.