Morgunblaðið - 06.12.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017
Leitar þú að traustu
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
Lífslíkur bílsins margfaldast
ef hugað er reglulega
að smurningu.ENGAR
tímapantanir
MÓTORSTILLING
fylgir fyrirmælum
bílaframleiðanda um
skipti á olíum og síum.
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
áreiðanlegur hitagjafi
10 ára ábyrgð
Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Nýr kafli er hafinn í blóðsúthelling-
unum í Jemen eftir að fyrrverandi
forseti landsins, Ali Abdullah Saleh,
beið bana í árás uppreisnarmanna úr
röðum Húta í fyrradag. Talið er lík-
legt að dauði hans verði til þess að
enn meiri harka færist í stríðið sem
er þáttur í baráttu stjórnvalda í
grannríkjunum Sádi-Arabíu og Íran
um áhrif í Mið-Austurlöndum.
Saleh hafði verið við völd í þrjá
áratugi þegar hann neyddist til að
segja af sér árið 2012 vegna upp-
reisnar sem hófst þegar arabíska
vorið svonefnda var í hámarki. Vara-
forseti landsins, Abedrabbo Manso-
ur Hadi, tók þá við völdunum.
Hútar eru vopnuð hreyfing svo-
nefndra zaída, sem eru allt að 40%
íbúa Jemen og tilheyra sjíum innan
íslams. Meirihluti íbúanna er hins
vegar úr röðum súnnímúslíma. Hút-
ar börðust gegn stjórn Saleh og
hundruð manna biðu bana í átökum
þeirra og stjórnarhersins á árunum
2004 til 2010.
Ótraust bandalag fallið
Eftir valdatöku Hadis myndaði
Saleh bandalag með Hútum, líklega í
von um að hann eða sonur hans
kæmust til valda í landinu. Þetta
bandalag var þó alltaf ótraust vegna
spennu milli Saleh, sem hafði lengi
verið í tengslum við stjórnvöld í
Sádi-Arabíu, og Húta sem hafa notið
stuðnings klerkastjórnarinnar í Ír-
an. Það kom því fáum á óvart þegar
Saleh tilkynnti á laugardaginn var að
hann hefði slitið samstarfinu við
Húta og vildi hefja viðræður við
stjórnvöld í Sádi-Arabíu sem hófu
umfangsmikinn hernað gegn Hútum
árið 2015 ásamt fleiri arabalöndum
þar sem súnnímúslímar eru við völd.
Markmiðið með hernaðinum gegn
Hútum er ekki aðeins að koma Hadi
til valda í öllu landinu, heldur einnig
að senda klerkastjórn sjíamúslíma í
Íran skilaboð, að sögn fréttaskýr-
enda tímaritsins The Economist.
Stríðið í Jemen er liður í baráttu
Sáda og Írana um áhrif í Mið--
Austurlöndum og hún hefur einnig
dregið dilk á eftir sér í Sýrlandi, Írak
og Líbanon.
Klerkastjórnin í Íran hefur séð
Hútum fyrir vopnum, m.a. flug-
skeytum, jarðsprengjum og bátum
sem uppreisnarmennirnir hafa notað
til sprengjuárása á herskip Sáda og
samstarfsríkja þeirra. Sádar hafa
notið stuðnings Bandaríkjanna og
Bretlands. Donald Trump Banda-
ríkjaforseti hrósaði Sádum nýlega
fyrir hernaðinn og lofaði að selja
þeim „falleg vopn“ að andvirði 110
milljarða dollara. Bretar hafa einnig
aukið sölu sína á flugskeytum og
sprengjum til Sádi-Arabíu.
Árásir á óbreytta borgara
Að minnsta kosti 8.700 manns hafa
beðið bana í átökunum en The Econ-
omist segir að miklu fleiri hafi látið
lífið af völdum skorts á matvælum og
lyfjum vegna stríðsins.
Herflugvélar Sáda og samstarfs-
ríkja þeirra hafa gert árásir á verk-
smiðjur og vöruhús þar sem matvæli
eru geymd og hernaðurinn hefur
torveldað flutninga á hjálpargögnum
á yfirráðasvæði uppreisnarmanna.
Mannréttindasamtökin Amnesty
International saka bandalagið undir
forystu Sáda um að hafa gert árásir
af ásettu ráði á óbreytta borgara,
sjúkrahús, skóla, útimarkaði og
moskur. Hútar og hermenn, sem
studdu Saleh, hafa einnig verið sak-
aðir um árásir á óbreytta borgara í
hafnarborginni Aden og fleiri byggð-
um á yfirráðasvæði stjórnarhers
Hadis. Þeir hafa ennfremur torveld-
að flutninga á hjálpargögnum.
Ekkert bendir til þess að blóðs-
úthellingunum linni í bráð því að
hvorug fylkinganna er nógu öflug til
að geta náð öllu landinu á sitt vald.
Útlit er því fyrir að neyðin aukist og
talið er að hungursneyð vofi yfir nær
sjö milljónum manna.
Óttast að neyðin í Jemen aukist
Talið að dauði fyrrverandi forseta verði til þess að átökin magnist Þúsundir manna hafa beðið bana
í árásum en miklu fleiri dáið vegna skorts á lyfjum og mat Hungursneyð vofir yfir milljónum manna
Hútar og liðsmenn Saleh
Áður en samstarfi Húta og Saleh var slitið
Uppreisn hófst gegn Ali Abdullah Saleh forseta sem hafði verið
við völd í þrjá áratugi
Hersveitir Hadis Hreyfing íslamista
Yfirráða-
svæði
2011
Saleh neyddist til að láta af embætti og víkja fyrir
varaforsetanum Abedrabbo Mansour Hadi
2012
Uppreisnarmenn úr röðum Húta hófu samstarf
við Saleh, sem var áður andstæðingur þeirra, og
náðu höfuðborginni Sanaa á sitt vald
2014
Hadi flúði til Aden, síðan Sádi-Arabíu. Bandalag ríkja
súnnímúslíma undir forystu Sáda* hóf stríð gegn
Hútum sem njóta stuðnings klerkastjórnar Írans
2015
Hreyfing íslamista sem tengist Al-Qaeda og
Ríki íslams notfærði sér glundroðann til
að ná landsvæðum á sitt vald
2016
Saleh sleit samstarfinu við Húta. Saleh féll í
árás Húta
2017
Átökin frá árinu 2015
SÁDI-ARABÍA
látnir særðir
8.750 58.600
Kólerufaraldur í ár
látnir taldir hafa smitast
*Sádi-Arabía, Barein, Egyptaland,
Jórdanía, Kúveit, Marokkó, Súdan,
Sameinuðu arabísku furstadæmin
2.200 914.000
27.4 millj. íbúa
skortir mat
17millj.
eiga á hættu að deyja úr hungri
6,8 millj.
100 km
SANAA
Átök í Jemen
Adenflói
Mukalla
Aden
Donald Trump Bandaríkjaforseti
ræddi við Mahmud Abbas, forseta
heimastjórnar Palestínumanna, í
síma í gær og skýrði honum frá því
að hann hygðist flytja bandaríska
sendiráðið í Ísrael frá Tel Aviv til
Jerúsalem. Áður höfðu leiðtogar
margra ríkja varað Trump við því að
slík ákvörðun gæti valdið mikilli ólgu
í löndum múslíma.
Abbas kvaðst hafa varað Trump
við „hættulegum afleiðingum slíkrar
ákvörðunar fyrir friðarumleitanir,
öryggi og stöðugleika í Mið-Austur-
löndum og öllum heiminum“. Áður
hafði heimastjórn Palestínumanna
sagt að ákvörðunin yrði til þess að
tilraunir Bandaríkjastjórnar til að
koma á friðarviðræðum milli Palest-
ínumanna og Ísraela færu út um þúf-
ur. Hamas-samtökin hafa hótað að
hefja nýja uppreisn á Gaza-svæðinu
verði sendiráðið flutt til Jerúsalem.
Trump hét því áður en hann varð
forseti að viðurkenna Jerúsalem sem
höfuðborg Ísraels og flytja sendiráð-
ið þangað. Gert var ráð fyrir því að
forsetinn tilkynnti ákvörðun sína í
málinu í fyrradag en hann frestaði
því vegna þrýstings frá leiðtogum
annarra ríkja sem hvöttu hann til að
flytja ekki sendiráðið, m.a. sam-
starfslanda Bandaríkjanna í Mið-
Austurlöndum. Einn leiðtoganna,
Recep Tayyip Erdogan, forseti
Tyrklands, sagði að landið kynni að
slíta stjórnmálasambandi við Ísrael
og beita sér fyrir hörðum viðbrögð-
um samstaka múslímalanda, OIC.
Ekkert ríki er með sendiráð í
Jerúsalem. Austurhluti borgarinnar
tilheyrði Jórdaníu þegar Ísrael var
stofnað árið 1948 en Ísraelar her-
námu borgarhlutann í sex daga
stríðinu 1967. Palestínumenn hafa
krafist þess að Austur-Jerúsalem
verði höfuðborg ríkis þeirra þegar
fram líða stundir. Bandarísk stjórn-
völd hafa lengi fylgt þeirri stefnu að
leysa eigi deiluna um Jerúsalem í
friðarviðræðum.
Trump hyggst flytja
sendiráðið til Jerúsalem
Varað við ólgu í múslímalöndum vegna flutningsins