Morgunblaðið - 06.12.2017, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Nýlöguð
humarsúpa
Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00
Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686
Glæný lúða
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði
fyrir þig til að taka með heim
Ný línuýsa
Klaustur-
bleikja
Sameinuðu þjóðirnar
hafa áorkað miklu í gerð
samninga gegn út-
breiðslu vopna. Mestu
varða samningarnir um
bann við útbreiðslu
kjarnavopna, sýkla- og
efnavopna en samningar
SÞ ná t.d. einnig til smá-
og léttvopna og klasa-
sprengja. Á síðustu tím-
um hefur internetið,
sem við þekkjum í daglegri notkun,
bæst í hópinn sem vettvangur ógnar.
Villandi upplýsingum dreift á netið til
að valda pólitískum óstöðugleika og
óvissu er gefið nafnið „vopnavæðing
upplýsinga“ (e. weaponized inform-
ation). Upplýsingahernaður getur
valdið niðurbroti stöðugleika þjóð-
félags rétt eins og beiting vopna, þótt
án sé eyðileggingar mannvirkja. Eng-
ar reglur gilda gegn því að hefðbundin
vopn séu notuð sem gagnráðstöfun við
upplýsingaárás. Án ein-
hvers regluverks er
heldur ekki hægt að
nota almennar þving-
unarráðstafanir gegn
aðila, sem grefur undan
þjóðfélagslegum stöð-
ugleika annarra með
upplýsingaárásum.
Nýr kafli í sögu áróð-
urs utanaðkomandi að-
ila varð í bandarísku
forsetakosningunni
2016. Hakkarar brutust
inn í tölvuver beggja
flokkanna, demókrata og repúblikana,
og náðu m.a. í trúnaðarlega tölvupósta
varðandi fjáröflun og forsetaframboð
Hillary Clinton. Þessi gögn tóku senn
að birtast á vefsíðum eins og Wiki-
Leaks. Demókratar bentu á að hakk-
ararnir væru tengdir rússneska hern-
um og leyniþjónustu þeirra, svo sem lá
fyrir af hálfu bandaríska innanríkis-
ráðuneytisins og alríkislögreglunnar
FBI. Fram hefur komið að löngu fyrir
þessar síðustu forsetakosningarnar
voru Rússar að verki í Evrópu með
áróður til að gera almenning eða þjóð-
félagshópa háða villandi upplýsinga-
streymi.
Leikið var á bresti þjóðfélaga vegna
flóttamannavandans í Evrópu, sem að
sögn þýskra fjölmiðla var hið gullna
tækifæri í augum Rússa. Sem dæmi
væru þær upplýsingar frá rúss-
neskum vefsíðum, að ofbeldi lítils
flóttamannhóps í Köln á gamlaárs-
kvöld 2016 hefði verið á vegum CIA og
að þýsk stjórnvöld hefðu mútað Face-
book og Twitter að ritskoða ummæli
um Þýskaland. Lygasaga um nauðgun
13 ára rússneskrar stúlku í Berlín af
flóttamönnum var borin til baka af
þýskum stjórnvöldum. Frægt er það
dæmi um víðtæka netárás í Eistlandi
2007 þegar fjarlægja skyldi minnis-
merki um hetjudáðir sovéskra hers-
ins, sem reist var í Tallinn 1947 þegar
landið var enn undir oki Rússa. Yfir-
hershöfðingi NATO, Philip Breedlove,
sagði áróður Kreml vegna innrásar-
innar á Krímskaga í kjölfar uppreisn-
arinnar í Úkraínu 2013, vera mestu
skyndárás – blitzkrieg – í sögu
áróðursstríðs. Síðar ráku Rússar mik-
ið áróðursstríð vegna átakanna í Don-
etsk í austurhluta Úkraínu.
Séu tölvuárásir taldar til hernaðar-
aðgerða, vaknar spurning um varnir
eða gagnráðstafanir. Bandaríkjamenn
eru þjóða fremstir á þessu sviði há-
tækni og má því ætla að viðbrögð
þeirra við tölvuárásum stuðli að
stefnumörkun hjá bandalagsríkjum
þeirra í NATO, bæði að því er varðar
áætlanir um varnir og gagnárásir. Þar
varðar mestu samhæft átak um að
koma streymi staðreynda á framfæri
til þeirra sem ekki njóta frjáls að-
gangs. Er ekki sannleikurinn er sá, að
valdhafar í Moskvu sem trufla vest-
ræna fjölmiðlun eru sjálfir uppvísir að
fáránlegu áróðursbragði í bandarísku
forsetakosningunum? Stolið efni, tekið
upp af fjölmiðlum, var átak til að
skapa óreiðu í umræðu hjá annarri
þjóð, sem NY Times orðaði svo að
rússneska tölvuveldið hefði gert inn-
rás í Bandaríkin.
Fullt tilefni er greinilega til að taka
þennan friðarspilli gerðan að vopni til
meðferðar á alþjóðavettvangi. En
samkomulag um friðsamlega stjórn á
notkun internetsins er allt annað en
áhlaupaverk. Þar kemur vonandi til
kasta Sameinuðu þjóðanna en á það
skal lögð áhersla við lesendur, að ekk-
ert ríki í því allsherjarsamfélagi þjóða,
jafnvel hin smáu og fátæku, telur eftir
sér setu í Öryggisráðinu, miðdepli
þeirra samtaka. Má þar nefna sem
dæmi Cabo Verde (Grænhöfðaeyjar)
styrkþega okkar, sem tóku sæti í Ör-
yggisráðinu 2003. Það er einmitt borg-
araleg skylda á alþjóðavísu, sem
utanríkisþjónustan er fullfær að mæta
bæði í framkvæmd og að því er varðar
mat á stöðu og virðingu íslensks þjóð-
félags. Dapurlegt er að fv. ritstjóri
Morgunblaðsins, Styrmir Gunnars-
son, skuli slá vindhögg í þessu máli,
eins og fram kemur í frásögn um bók-
arskrif hans í þessu blaði 30. nóv-
ember.
Vopnavæðing upplýsinga
Eftir Einar
Benediktsson »Upplýsingahernaður
getur valdið niður-
broti stöðugleika þjóð-
félags rétt eins og beit-
ing vopna, þótt án sé
eyðileggingar mann-
virkja.
Einar Benediktsson
Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Það er enginn al-
gildur mælikvarði til
sem gefur til kynna
hvaða störf eru verð-
mætari en önnur. Aft-
ur á móti hafa verið
þróuð ýmis verkfæri
til að reyna að raða
störfum eftir verð-
mæti, s.s. starfsmats-
kerfi og stofn-
anasamningar. Á
almennum markaði selja fé-
lagsmenn vöru eða þjónustu og
verðleggja vöruna þannig að ein-
hver vilji kaupa hana. Sérfræðingar
hjá hinu opinbera vinna oft þannig
störf að það kemur ekki beint end-
urgjald fyrir þá þjónustu, þeir
starfa hjá samfélaginu okkar, þeir
vinna oft ósýnileg en nauðsynleg
störf. Í FÍN starfa um 800 manns
hjá ríkinu, ríkið þarf á þessum sér-
fræðingum að halda til að geta sinnt
skyldu sinni í samfélagi okkar.
Stofnanir ríkisins þurfa á háskóla-
menntuðum starfsmönnum að halda
til að geta sinnt sinni skyldu.
En hver er sanngjörn launasetn-
ing fyrir sérfræðing sem hefur lokið
háskólanámi? Laun sérfræðinga á
almennum markaði eru hærri en hjá
hinu opinbera og munurinn hefur
verið 25-30%. Þessari skekkju í
launasetningu þarf að breyta og lof-
orð eru nú þegar til staðar hjá rík-
inu að leiðrétta mun milli markaða.
Háskólamenn koma seinna inn á
vinnumarkaðinn þar sem þeir taka
3-11 ár af sinni ævi til að mennta sig
og því hafa þeir færri ár til að afla
ævitekna. Verðmætustu stigin í
hinu aldurstengda lífeyriskerfi eru
verðmætust eftir því sem viðkom-
andi er yngri. Ævitekjur háskóla-
manna sem eru með lægri eða sömu
tekjur og sá sem ekki hefur sótt sér
háskólamenntun skilar lægri ævi-
tekjum til háskólamanna og lægri
ellilífeyri.
FÍN krefst þess að fyrstu skrefin
í leiðréttingum verði gerð í þessum
kjarasamningum, í þessari samn-
ingalotu. Skynsamlegasta leiðin er
að breyta launatöflunni. Taka fyrstu
skrefin í launaleiðréttingum með
þeim hætti að hækka lágmarkslaun
í launatöflu þannig að ekki sé hægt
fyrir neina stofnun ríkisins að
greiða lægri laun en
400.000 kr. fyrir þá sem
hafa lokið fyrstu há-
skólagráðu. FÍN krefst
þess að launahækkanir
sem fara heilt yfir
markaðinn komi þar til
viðbótar þessum hækk-
unum á launatöflum, al-
mennar launahækkanir
sem allir fá munu ekki
verða notaðar til að
leiðrétta launakjör
þeirra verst settu, það
fjármagn þarf að koma
til viðbótar, því við erum að leiðrétta
laun ákveðinna hópa.
Hvenær er hægt að fara í leiðrétt-
ingar á launum? Efnahagsástandið
er gott, verðbólga er lítil og því eru
bestu aðstæður til staðar í samfélagi
okkar til að leiðrétta laun hópa og
stétta. Við krefjumst þess að mennt-
un sé metin til launa og að fyrstu
skrefin í leiðréttingum verði tekin í
þessum kjaraviðræðum.
Hvað er að frétta?
Eftir Maríönnu
Hugrúnu
Helgadóttur
Maríanna Hugrún
Helgadóttir
» Stofnanir ríkisins
þurfa á háskóla-
menntuðum starfs-
mönnum að halda til að
geta sinnt skyldu sinni.
Höfundur er formaður Félags
íslenskra náttúrufræðinga.