Morgunblaðið - 06.12.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.12.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017 ✝ Jón H. Hann-esson fæddist í Vestmannaeyjum 20. júní 1912. Hann andaðist á Land- spítalanum 26. nóvember 2017 eft- ir stutta sjúkdóms- legu. Foreldrar Jóns voru hjónin Hannes Sigurðsson, f. 16.8. 1881, d. 14.2. 1981, og Guðrún Jónsdóttir, f. 24.5. 1884, d. 5.5. 1976, frá Brimhól- um í Vestmannaeyjum. Systkini hans voru: 1) Guðný Marta, f. 28.7. 1913, d. 15.7. 2011. 2) Hálfdán, f. 4.10. 1914, d. 12.2. 2011. 3) Ragnheiður, f. 12.10. 1915, d. 5.3. 2015. 4) Elínborg, f. 23.8. 1917, d. 19.5. 2010. 5) Þóra, f. 2.6. 1919, d. 6.2. 2000. 5) Sigurður, f. 28.4. 1922, d. í maí 1922. Jón kvæntist á sumardaginn fyrsta 1955 Halldóru Brynjólfs- dóttur frá Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, f. 7.11. 1922, d. 2.8. 2008. Börn þeirra eru: 1) Eiríksson, f. 24.10. 1956, eiga þau tvíburasystkinin Margréti og Þórð, f. 1996. 4) Soffía, f. 14.6. 1963, eiginmaður hennar er Björn L. Bergsson, f. 4.3. 1964, þau eiga dæturnar Ingi- björgu, f. 1993, Dóru, f. 1999, og Birnu, f. 2006. Jón sleit barnsskónum á Hjalla við Vestmannabraut en flutti ungur að Steinstöðum, sunnarlega á Heimaey. Þaðan flutti svo fjölskyldan að Brim- hólum þar sem foreldrarnir stofnuðu nýbýli. Jón tók vélstjóranámskeið í Vestmannaeyjum 1930. Hann vann eftir það sem vélstjóri, lengst af í Hraðfrystistöðinni en skipti um starfsvettvang um 1960. Þá fór hann að vinna sem rafvirki. Samhliða vinnunni fór hann í Iðnskóla til að öðlast réttindi í greininni. Nokkrum árum síðar hóf hann svo eigin rekstur og vann sem sjálf- stæður raf- og rafvélavirki í Vestmanneyjum fram að gosi. Eftir gos vann hann hjá vél- smiðjunni Héðni þar til hann fór á eftirlaun. Jón verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag, 6. des- ember 2017, klukkan 13.. Brynjólfur, f. 17.9. 1955, kona hans er Kristín Hanna Siggeirsdóttir, f. 10.6. 1960. Börn: a) Siggeir Fannar, f. 8.1. 1980, sam- býliskona er Berg- lind Ósk Einars- dóttir, f. 26.1. 1979, börn þeirra eru Krista Ýr, f. 2007, og Styrmir, f. 2011. b) Jón Hjalti, f. 12.1. 1984, sambýliskona hans er Sigríður Ósk Hannesdóttir, f. 20.11. 1987, dóttir þeirra er Kristín Hanna, f. 2017. c) Ragnheiður Dóra, f. 2.12. 1985, eiginmaður hennar er Sæ- mundur Óskar Haraldsson, f. 30.6. 1981. Börn þeirra eru Guðný Birna, f. 2007 og Brynj- ólfur Kristinn, f. 2009. 2) Hann- es Rúnar. f. 11.8. 1958, eigin- kona hans er Beatriz Ramires Martinez, f. 19.11. 1984, kjör- dóttirin Claudia, f. 2005. 3) Guðrún, f. 22.12. 1959, eigin- maður hennar er Eiríkur Ingi Með því síðasta sem Jón tengdafaðir minn sagði fyrir and- látið var: „Ég dó vel.“ Góð loka- orð að lokinni viðburðaríkri far- sælli ævi í 105 ár rúm. Lífshlaup Jóns var um margt dæmigert fyrir hans kynslóð sem byggði Ís- land upp úr búskaparhokri og harðri lífsbaráttu í það vel- sældarþjóðfélag sem nú er. Hann ólst upp í fátækt í Vestmannaeyj- um en komst með elju mikilli og dugnaði til þeirra efna að geta séð börnum sínum og foreldrum farborða þegar þurfti og gat svo sjálfur staðið straum af þeirri þjónustu sem hann þurfti þegar heilsan brást honum um páska á þessu ári. Íslenska heilbrigðis- kerfið hafði aldrei þyngsli af Jóni enda þurfti hann nánast aldrei fyrr að ónáða heilbrigðisstofnan- ir. Jón var um margt einstakur. Seigla var honum ríkulega í blóð borin. Bæði lífsseigla sem lýsti sér í því að honum varð hvorki misdægurt þegar hann sem barn svaf í sama rúmi og berklaveikur afi hans né fékk einu sinni kvef á sama tíma og móðir hans og syst- ur lágu mánuðum saman milli heims og helju í spænsku veikinni 1918. Svo mikil var þessi lífs- seigla að læknavísindin munu hafa þurft að endurskoða skil- greiningu á dauða eftir drukknun þegar tókst að blása í hann lífi langri stundu eftir að hann datt í sjóinn 12 ára að aldri. Tilefni þess að hann datt lýsir svo lífsbarátt- unni; hann var að reyna að ná girnilegri þorsklifur sem fallið hafði í höfnina við löndun. Al- menn seigla var honum líka í blóð borin. Lífsbaráttan var oft ströng á síðustu öld en aldrei lét Jón neinn eiga hjá sér heldur bjarg- aði sér og sínum sjálfur. Hvort sem var með því að söðla um fimmtugur og hætta sem vél- stjóri í frystihúsi og nema raf- virkjun og gerast sjálfstætt starf- andi rafvirki eða byrja upp á nýtt á fastalandinu eftir Vestmanna- eyjagosið þegar hann stóð á sex- tugu. Jafnerfitt sem það reyndist lýsti hann því síðar sem mesta happi lífs síns, þar með gafst hon- um færi á að styðja öll fjögur börn sín til háskólanáms. Jón bjó að sterkri skapgerð og synti á móti þeim straumum sem sannfæring hans bauð honum. Slóst sem kommúnisti við nasista í Eyjum á fjórða áratugnum og kaus að flytja ekki til Vestmanna- eyja á ný eftir gos er honum mis- bauð hversu misskipt var gæðun- um í styrkjum og stuðningi eftir því hver velþóknun yfirvalda væri á mönnum eftir stétt og stöðu. Til Vestmannaeyja kom hann vart á ný fyrr en 2011. Þótt hann settist að með fölskyldu sína í Kópavogi var Jón þó í eðli sínu Vestmannaeyingur enda bjó hann að persónueinkennum sem við Eyjamenn eru oft tengdir, léttur gat hann vel verið í lund og stríðinn vel. Þá leiddist honum ekki að þrátta um pólitík og þá helst alltaf ögra skoðunum við- mælandans jafnvel með öfgafull- um málatilbúnaði, stutt var þá í glettnisglampann í augum. Að langlífi og góðri heilsu er dýrmætt að búa, þessa hvors tveggja naut Jón vel. Hann var líka gæfumaður í kvonfangi og naut líka góðs barnaláns. Fyrr hafði hann verið börnum sínum stoð og stytta og þau reyndust honum síðan vel síðustu árin. Ánægður var hann og stoltur af afkomendunum öllum og sáttur við farinn veg að ævilokum. Því hann dó ekki bara vel, hann lifði vel. Björn L. Bergsson. Kær tengdafaðir minn, Jón Hannesson, 105 ára gamall, hefur kvatt. Hans er sárt saknað, enda var hann stórbrotinn kærleiks- ríkur maður og skilur eftir skarð sem erfitt verður að fylla. Minningar sækja á hugann. Sautján ára stelpa gengur lötur- hægt upp að húsi Jóns og Dóru heitinnar, eiginkonu hans. Komin til að hitta næstum því kærasta sinn. Kvíðir einhver ósköp fyrir því að hringja bjöllunni og grufl- ar yfir því hvað eigi að segja ef þessi eða hinn kemur til dyra. Í því hún lítur upp að eldhúsglugga hússins sér hún Jón kíkja út um gluggann, og örstuttu síðar geng- ur hann niður stigann í átt að úti- dyrunum. Hún þurfti ekki að hringja bjöllunni. Hann opnaði dyrnar og sagði: „Stína mín, ertu komin að hitta Brynjólf. Vertu velkomin.“ Hlýtt bros á andliti. Augnablik sem þessi gleymast ekki. Gæfa að fá að njóta návista Jóns. Tengdapabbi með stórt hjarta, sem hann reyndi á köflum að fela, en fljótur til hjálpar, strax og þörf kom upp. Gætti vel sinna. Maður um nírætt keyrði til Vífilsstaða á hverjum degi í mörg ár til að sjá um að vel færi um eig- inkonu sína í hvívetna. Fylgst var með öllu af kostgæfni. Næmur maður, skarpur á umhverfi sitt og miðlaði ósjaldan af visku og reynslu til okkar hinna, enda hafði hann upplifað tvær heims- styrjaldir, spænsku veikina, kreppuna miklu, kalda stríðið, Heimaeyjargosið, sem gróf heim- ili hans í ösku, og svo hrunið, sem hann taldi vera það léttvægasta af þessu öllu. Eitt af mörgum góðum ráðum: „Þú verður aldrei hlunnfarin af þeim sem þú álítur illmenni. Þú passar þig á þeim. Hins vegar þeir sem þú telur vera góðmenni, þeir geta reynst varasamir.“ Minnið brást ekki. Undrum sætti þegar hann um nírætt þuldi upp reglur Tryggingastofnunar og bætti við að hann ætlaði ekki að láta kerfið græða á sér, passa að lifa nógu lengi, og hló dátt. Afinn fór létt með að bregða á leik með barna- og langafabörn- unum. Gefa þeim „selbita“ eins og kallað var, spóla þau upp og hlæja dátt. Jón skildi gildi menntunar. Lagði mikið á sig við að koma börnunum til mennta, enda sjálfur afburðavel gefinn. Börnin fjögur launuðu vel fyrir sig. Samband þeirra við föður sinn var einstakt. Alla sunnudaga komu þau sem gátu í kaffi til Jóns. Eftir að heilsu hans hrakaði kom ekki annað til greina en að skiptast á um að sjá um hann og gista hjá honum, þannig að hann gæti búið áfram heima, þar sem honum leið best. Ekkert þeirra lét sitt eftir liggja. Öll sem einn maður. Kærleikurinn réði. Fylgst var vel með gangi heimsmála jafnt á erlendum sem innlendum vettvangi. Hjartað sló alltaf með lítilmagnanum, enda kynntist Jón af eigin raun mis- mun og óréttlæti, bognaði en reis upp eins og fjöður jafnharðan. Það sannaðist best í Vestmanna- eyjagosinu. Jón var með ólíkindum hraust- ur. Fór upp á þak húss síns til að dytta að því 100 ára gamall og keyrði að Skógasafni með gjafir. Heimsótti Vatíkanið, eða Páfa- garð, með fjölskyldu sinni 101 árs. Kveðjustundin var friðsæl. Ern fram í það síðasta. Alla nán- ustu kvaddi hann með hlýju og innilegu þakklæti, sáttur við allt og alla. Kristín Siggeirsdóttir. Elskulegur afi okkar er látinn. Það reynist okkur erfitt og mun taka sinn tíma að átta okkur á því. Við systkinin horfum yfir far- inn veg og minnumst þeirra góðu stunda sem við áttum saman með afa okkar. Að borða saman grjónagraut- inn hennar ömmu, fjársjóðsleit á haugunum, súrmjólk með safti, að tefla í stofunni og smíða saman í bílskúrnum hans, þar sem allt var til alls. Fáir hafa verið jafn útsjónar- samir og miklir vinnuþjarkar og afi okkar. Hann var alltaf að dunda eitthvað, eins og að lag- færa tæki sem aðrir höfðu dæmt ónýt. Óteljandi skemmtilegar minn- ingar fara um huga okkar á þess- ari stundu. Eins og þegar hann hélt einn á stórum ísskáp upp tröppurnar í Hrauntungunni, var prílandi uppi á þaki 100 ára og kenndi okkur að drekka lýsi með tilþrifum. Afi kom okkur sífellt á óvart. Hristi af sér veikindi eins og ekk- ert væri og hélt ótrauður áfram. Ekki geta margir sagt að afi þeirra hafi verið rúntandi um Kópavoginn 103 ára en honum fannst það ekkert tiltökumál. Alltaf var notalegt að koma í heimsókn til afa, mæta breiða brosinu og hlýjunni. Hann naut þess að fá fólkið sitt í heimsókn, eins og hann orðaði það oft. Föst vikuleg venja var að hittast í sunnudagskaffi klukkan þrjú heima hjá afa. Erfitt er að hugsa til þess að nú breytist sú venja eins og margt annað. Samtímis og við minnumst þessa alls þökkum við með auð- mýkt fyrir allar góðar stundir og þau forréttindi að börnin okkar fengu að kynnast þessum ein- staka góða langafa sínum. Siggeir Fannar, Jón Hjalti og Heiða Dóra. Minning þín er mér ei gleymd mína sál þú gladdir innst í hjarta hún er geymd þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Með þakklæti fyrir góðar stundir saman, Krista Ýr Siggeirsdóttir og Styrmir Siggeirsson. Fallinn er frá vinur og félagi í hárri elli, Jón Hannesson. Jón átti fáa sína líka, og bar aldurinn einstaklega vel að öllu leyti. Hann ók eigin bíl fram yfir 101 árs og sá um sig sjálfur í sinni íbúð fram undir það síðasta. Meðan við rákum Heimavík á Smiðjuveginum kom hann nær daglega og rakti í netanálar hjá okkur í nokkur ár ásamt ýmsu öðru. Hann talaði um að þetta væri sín líkamsrækt og hann þyrfti ekki að borga krónu fyrir. Hann kvartaði stundum yfir að það væru ansi fáar nálar tómar. Það var fastur liður hjá honum að fara í verslunina Kost á mið- vikudögum og kaupa kjúklinga á tilboðsverði og fór ég oft með honum. Það mátti fá tvo kjúk- linga, en Jón mátti fá þrjú stykki sem hann svo skipti niður í mál- tíðir fyrir sig og geymdi í frysti. Jón var einstaklega minnugur og mundi öll húsanöfn í Vestmannaeyjum, þar sem hann hafði alist upp og búið, og mundi nöfn fólksins sem bjó í þessum húsum, en Jón flutti með fjöl- skyldu sína úr Eyjum í Heima- eyjargosinu og örlögin höguðu því þannig að hann fór ekki aftur eftir gos til Eyja eins og hugur hans stóð til. Jón var á árum áður vélstjóri hjá Hraðfrystistöð Vestmanna- eyja, hjá Einari Sigurðssyni, og sá um vélar landvinnslunnar. Seinna fór hann í Iðnskólann í Vestmannaeyjum og lærði raf- virkjun hjá Haraldi Eiríkssyni, þar sem hann vann lengi. Hann tók að sér viðgerðir heima hjá sér á Helgafellsbraut- inni í Eyjum í mörg ár á ýmsum raftækjum, kæliskápum og frystikistum. Jón var hafsjór af reynslu, og var fróðlegt að heyra hann segja frá verkalýðsbaráttu fyrri ára, þar sem hann tók virkan þátt og barðist fyrir réttlæti og bættum kjörum fólks. Þessar frásagnir úr lífshlaupi Jóns eru eftirminnileg- ar og margar ótrúlegar í dag. Á hundrað ára afmæli sínu ók hann einn síns liðs austur að Skógum til vinar síns Þórðar Tómassonar til að færa honum hluti frá gamalli tíð á safnið í Skógum. Við hjá Heimavík minnumst Jóns með hlýhug og virðingu og margir, sem hittu hann hjá okkur hafa haft samband og minnast góðra samvista við hann. Við vottum aðstandendum samúða okkar, Jóna Andrésdóttir og Sigurður Ingi Ingólfsson. Jón Hannesson Morgunblaðið/RAX Jón Hannesson var elstur íslenskra karla. Myndin var tekin í tilefni af 100 ára afmælinu, en hann keyrði til 103 ára aldurs. Elskulegur faðir minn, sonur, bróðir og afi, BJARNI HARÐARSON sem lést í Danmörku 15. nóvember, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 8. desember klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Ingunn Bjarnadóttir Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför hjartkærs föður míns, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS ÓLASONAR húsgagnabólstrara frá Siglufirði, Lækjasmára 6, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær hjartadeild Landspítalans fyrir góða umönnun. Þuríður Pálsdóttir Knútur Kristinsson Súsanna Kristín Knútsdóttir Auðunn Jónsson Hólmfríður Knútsdóttir Ingólfur Finnbogason Páll Óli Knútsson Knútur Þór, Agnes Lind, Friðrik Óli, Soffía og Finnbogi Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTBJARGAR MARÍU JÓNSDÓTTUR kennara. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir einstaka umönnun og hlýju. Jón Agnar Ármannsson Gunnar Skúli Ármannsson Helga Þórðardóttir Óskar Ármannsson Bára Elíasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar kæri, GUÐLAUGUR JÚLÍUS BREIÐFJÖRÐ, lést á Landspítala í Fossvogi að kvöldi 19. nóvember. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Ásgeir Þorsteinsson og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.