Morgunblaðið - 06.12.2017, Page 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ferðaáætlanir og verkefni tengd út-
gáfu, fjölmiðlun og menntun breytast hugs-
anlega. Hafðu frumkvæði að þeim breyt-
ingum sem þú veist að eru til hins betra.
20. apríl - 20. maí
Naut Líttu á jákvæðu hliðina á erfiðum sam-
skiptum. Eitthvað gerist sem breytir sýn
þinni á veröldina. Aukin menntun eða færni
mun hjálpa þér á leið þinni að settu marki.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er nauðsynlegt að leyfa
barninu í sjálfum sér að blómstra. Kannski
eru væntingar þínar of miklar?
21. júní - 22. júlí
Krabbi Nú er heppilegur tími til að binda ný
vinabönd ef áhugi er fyrir hendi. Finndu ein-
hvern til að sjá um þín mál meðan þú ert í
burtu svo þú getir verið rólegur á meðan.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Aðkallandi verkefni skaltu reyna að
leysa sem fyrst en láta önnur veigaminni
sitja á hakanum á meðan. Leitaðu ráða hjá
þér reyndari mönnum, ef einhver efi leynist í
brjósti þér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert ótrúlega úrræðagóður. Inn-
blásturinn færðu í þínu nánasta umhverfi.
Skrifaðu þær niður þannig að þú getir íhug-
að þær betur síðar.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er ekki alltaf svo að hlutirnir fari
nákvæmlega eins og þeim er ætlað. Sköp-
unargleðin er ríkjandi hjá þér þessa dagana
og þú ert í aðgerðaham.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Peningum sem þú eyðir í dag til
að fegra heimilið er vel varið. Taktu þér tíma
til þess að hugsa um málið og helst leysa
það sem fyrst.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert forvitinn og hefur gaman
af að spjalla við aðra og skiptast á skoð-
unum. Byrjaðu á því að losa þig við þá til-
finningu, að þú eigir ekki skilið góða með-
ferð.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Einhverjir samstarfsmenn þínir
kunna að valda þér erfiðleikum. Leystu því
eigin vandamál áður en þú fæst við vanda
annarra.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Maður þarf að sleppa takinu af
því gamla, áður en eitthvað nýtt getur tekið
við. Leggðu þig allan fram og þá mun fram-
lag þitt verða mikils metið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Oft er það svo að þér finnst þú vera
eina manneskjan sem getur gert hlutina
rétt. En þú ert líka sjálfstæður og vilt ekki
biðja um hjálp.
Fyrr má nú vera!“ skrifaði Ólaf-ur Stefánsson, sem vel að
merkja átti þýðinguna á Mónu Lísu
og Málaranum í horni gærdagsins,
á Leir og bætti við:
Þeir kölluðu konuna Systu,
sem kát var og fjölmargir gistu.
Hún negld var af Bóa
Nonna og Jóa,
uns neglt var lokið á kistu.
Fía á Sandi hafði þetta til mál-
anna að leggja:
Sjaldan menn hrósuðu Hrefnu
sem hafði enga siðferðisstefnu.
Það er umtalað verst
sem menn ágirnast mest.
Það má ganga að slíku sem gefnu.
Ég hitti karlinn á Laugaveginum
og fór með þessar limrur fyrir
hann. Karlinn velti vöngum, klóraði
sér bak við eyrað og tautaði: „Það
nær auðvitað alls engri átt“. Hristi
síðan hausinn og sagði:
Það nær auðvitað alls engri stefnu
að eiga sér viðhalds nefnu
að halla sér að
þegar heima er það
sem ég venst að ganga að sem gefnu.
Á Boðnarmiði segist Hólmfríður
Bjartmarsdóttir (Fía á Sandi) ekki
muna, hvort hún hafi sent þessar
limrur áður:
Einar átti ekki eina
einustu krónuna neina.
Í happdrætti hann
þessi hálfviti vann
á miðann sem stal hann frá Steina.
Elli var útigangsróni
og yfirleitt hálfgerður dóni
en vorkvöldin löng
var hann ljúfur og söng
lof sínu farsældar fróni.
Elli var alltaf á róli
eða hímdi í skjóli.
Í febrúar fór
hann að finna sér bjór
og varð úti á Arnarhóli.
Í gær birtust í þrjú glerhús úr
ljóðadós Jóns Laxdals Halldórs-
sonar. Hér eru tvö til viðbótar:
Þótt móðir mín sofi hjá Hannesi P.
lætur pabbi sem ekkert sé.
Hann virðir alla þá höfunda
sem vert er að öfunda.
Fyrir milljónum ára
lagði náttúran drög að Jakob Smára.
Og allt fór að vonum, nema hans list-
ræni smekkur
var týndur hlekkur.
Hér er gömul vísa í lokin:
Dauðinn sótti sjávar drótt,
sog var ljótt í dröngum,
ekki er rótt að eiga nótt
undir Gróttutöngum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af siðferðisstefnu og ljóð úr dós
„GERÐU ÞAÐ, SETTU SÍMANN NIÐUR. VIÐ
HLJÓTUM AÐ GETA LEYST ÞETTA EINS
OG FULLORÐIÐ FÓLK“
„HANN ER AÐ REYNA AÐ GEFA FÍLNUM Í
SJÓNVARPINU HNETUR“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera enn í
faðmlögum eftir að
tónlistin þagnar.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
KOMDU
NÆR!
NÆR! ÞETTA ER
FULL NÁLÆGT
ÞEGAR ÉG ER
EINN TALA ÉG
VIÐ SJÁLFAN
MIG
OG UM HVAÐ SNÚAST
UMRÆÐUR ÞÍNAR VIÐ
SJÁLFAN ÞIG?
UM HVAÐ VIÐ
ERUM LÍKIR
Á að fara til Rússlands eða á ekki aðfara til Rússlands? Þannig hljóm-
ar tilvistarspurning dagsins. Víkverji
hefur frekar hallast að því að fara til
Rússlands og væru peningar auka-
atriði (sem þeir eru því miður ekki)
myndi hann einfaldlega þvælast þar
um í mánuð frá upphafsleik til úrslita-
leiks. Það er ekki inni í myndinni, en
hins vegar freistar að taka alla leikina
í riðlinum. Um leið væri hægt að
skoða Rússland og smakka rauðbeðu-
súpu og aðra þá vökva, sem boðið er
upp á þar í landi.
x x x
Þegar hefur vaknað ótti um að ekkiverði nóg til af miðum fyrir alla þá
Íslendinga sem hafa hug á að fara á
völlinn í Rússlandi. Þá munu ferða-
skrifstofur hafa tekið frá öll hótelher-
bergi í Rússlandi. Herbergin eru sem
sagt ekki farin, en þau eru í einhvers-
konar frátektarlimbói þannig að ekk-
ert er að hafa fyrir þá sem eins og Vík-
verji eru að velta fyrir sér að fara á
eigin vegum og vildu ekki bóka her-
bergi fyrr en þeir voru komnir með
miða.
x x x
Víkverji hefur mikið verið að veltafyrir sér styrkleikalista FIFA.
Listinn á að endurspegla getu liða, en
er um margt furðulegur. Til dæmis
vill svo undarlega til að lið sem var
fyrir neðan Ísland riðlinum í undan-
keppninni hafnaði fyrir ofan Ísland í
styrkleikaflokki þegar liðin sem kom-
ust á HM voru dregin í dilka. Víkverji
á hér við Króata. Þeir þurftu að fara í
umspil og komust vissulega áfram. Ís-
lendingar komust hins vegar á HM án
umspils. Ætti Ísland þá ekki að vera
ofar á styrkleikalistanum en Króatía?
x x x
Staða Íslands markast hins vegar afúrslitum æfingaleikja, sem iðu-
lega eru ómarktækir með öllu. Í æf-
ingaleikjum reyna þjálfarar sjaldnast
að tefla fram sínu sterkasta liði. Þeir
nota slíka leiki til að prófa leikaðferðir
og leikmenn sem ekki hafa fengið að
spreyta sig þegar eitthvað er í húfi, en
eiga skilið að fá að sýna hvað í þeim
býr. Og lenda fyrir vikið neðar á
styrkleikalista FIFA en Króatía.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Því að Drottinn Guð er sól og skjöldur,
náð og vegsemd veitir Drottinn og
synjar þeim engra gæða sem ganga í
grandvarleik.
(Sálm 84:12)
Bókaðu snemma til
að tryggja þér pláss
Við hvetjum alla sem hafa í hyggju að sigla
með Norrænu á næsta ári að bóka snemma
til að tryggja sér pláss
Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600
Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is