Morgunblaðið - 06.12.2017, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Vertu viðbúinn vetrinum
LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR
SNJÓKEÐJUR
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Glenda Jackson vann til verðlauna
sem besta leikkonan fyrir túlkun
sína á Lé konungi eftir William
Shakespeare þegar London Evening
Standard-leiklistarverðlaunin voru
afhent í 63. sinn á sunnudag.
Athygli vakti þegar Jackson, þá
rúmlega áttræð, sneri aftur á svið
síðla hausts 2016 í hlutverkinu sem
Lér konungur í uppfærslu Old Vic á
samnefndu verki, en þá hafði hún
ekki leikið á sviði í 25 ár enda helgað
líf sitt stjórnmálum. Áður en Jack-
son var kosin á þing fyrir Verka-
mannaflokkinn 1992 hafði hún verið
ein vinsælasta og virtasta leikkona
Bretlands. Óbeit hennar á stefnu
Margrétar Thatcher var kveikjan að
stjórnmálaþátttöku hennar.
Breskir gagnrýnendur jusu Jack-
son lofi fyrir túlkun hennar á Lé,
sem upphaflega var skrifað fyrir
karlkyns leikara. Sem dæmi skrifaði
Susannah Clapp, rýnir Observer, að
Jackson væri „einn áhrifaríkasti
Lér“ sem hún hefði séð. Dómnefnd
Evening Standard-leiklistarverð-
launanna var greinilega sammála því
hún veitti Jackson einnig sérstök
heiðursverðlaun sem kennd eru við
leikkonuna Natöshu Richardson.
Alls voru veitt níu verðlaun. Þrenn
féllu í skaut The Ferryman eftir Jez
Butterworth, en verkið var valið
besta leikritið, Sam Mendes var val-
inn besti leikstjóri fyrir uppfærsluna
og leikarinn Tom Glynn-Carney
besti nýliðinn. Besti leikarinn var
valinn Andrew Garfield fyrir túlkun
sína á alnæmisveikum manni í Engl-
um í Ameríku eftir Tony Kushner.
Glenda Jackson verð-
launuð fyrir Lé konung
Töff Glenda Jackson hafði ekki leik-
ið á sviði í 25 ár þegar hún sneri aft-
ur sem Lér konungur, þá áttræð.
Ljósmynd/Frá Old Vic
Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna,
bókmenntaverðlauna kvenna, voru
kynntar í Borgarbókasafninu í
Tryggvagötu í gær. Alls eru níu bæk-
ur tilnefndar til verðlaunanna, þrjár í
hverjum flokki, en flokkarnir skiptast
í barna- og unglingabókmenntir,
fagurbókmenntir og fræðibækur og
rit almenns eðlis. Verðlaunin verða
afhent við hátíðlega athöfn í Höfða
15. janúar 2018.
Aukið úrval lesefnis
Í flokki barna- og unglingabók-
mennta eru tilnefndar Lang-elstur í
bekknum eftir Bergrúnu Írisi Sæv-
arsdóttur; Gulbrandur Snati og
nammisjúku njósnararnir eftir Bryn-
hildi Þórarinsdóttur og Vertu ósýni-
legur, flóttasaga Ishmaels eftir Krist-
ínu Helgu Gunnarsdóttur. Dómnefnd
skipuðu: Arnþrúður Einarsdóttir,
Sigrún Birna Björnsdóttir og Þor-
björg Karlsdóttir.
Í umsögn segir að allar eigi til-
nefndu bækurnar það sameiginlegt
að „vera skrifaðar á blæbrigðaríku og
fallegu máli en um leið fá þær les-
endur til að efla málvitund og auka
lesskilning sinn. Fjölbreytni þeirra
gefur fögur fyrirheit um aukið úrval
lesefnis fyrir aldurshópinn sem til-
heyrir barna- og ungmennabókum.“
Um Langelstur í bekknum segir:
„Sagan kennir okkur að samvinna og
það að þora aðeins út fyrir þæg-
indarammann skiptir oft máli til að
auka lífsgæði okkar. Frásögnin af
skólasystkinunum er einkar
skemmtileg og fyndin og ekki
skemma myndir höfundarins fyrir
sem gæða söguna lífi. Bókin er létt-
lestrarbók með þægilegu letri, stutt-
um köflum og hentar byrjendum og
öllum þeim sem þurfa að æfa sig í
lestri.“
Um Gulbrandur Snati og nammi-
sjúku njósnararnir segir: „Frásögnin
er lipur, myndræn og vel byggð, per-
sónusköpun er lifandi og eru börnin
dregin skýrum dráttum þar sem
sumarfríið reynist þeim þroskandi og
er lesandi ekki frá því að tognað hafi
ærlega úr þeim eftir ævintýrin. Börn-
in tvö eru aðalpersónurnar og kast-
ljósinu beint að þeirra hugðarefnum.
Um Vertu ósýnilegur, flóttasaga
Ishmaels segir: „Sagan er þroska-
saga þar sem Ishmael upplifir æði-
margt á skömmum tíma en hann lær-
ir líka að þekkja tilfinningar sínar og
treysta innsæinu. Persónur eru raun-
sæjar þannig að auðvelt er fyrir les-
anda að finna til samhygðar. Upp-
bygging bókarinnar er einstök þar
sem hver kafli er afmarkaður af ljós-
mynd og klausu úr Mannréttinda-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem
tengist umfjöllunarefninu og er
óhætt að segja að það hafi talsverð
áhrif á upplifun lesandans.“
Sterk stílbrögð
Í flokki fagurbókmennta eru til-
nefndar Flórída eftir Bergþóru Snæ-
björnsdóttur; Slitförin eftir Fríðu Ís-
berg og Elín, ýmislegt eftir Kristínu
Eiríksdóttur. Dómnefnd skipuðu:
Bergþóra Skarphéðinsdóttir, Guðrún
Lára Pétursdóttir og Salka Guð-
mundsdóttir.
Í umsögn um Elín, ýmislegt segir
að höfundir flétti „saman sögu
tveggja kvenna sem eru dregnar
sterkum og trúverðugum dráttum.
[…] Á einkar næman og áhrifaríkan
hátt er hér fjallað um skynjun mann-
eskjunnar á veruleikanum, um flótta-
leiðir hugans, einsemd, hið gleymda
og falda. Frásagnartæknin er í senn
úthugsuð og áreynslulaus […] Í takt
við leiðarstef bókarinnar skapar höf-
undur myndir sem höfða til allra
skynfæra og nýtir meðal annars
sterk tákn sem þó eru aldrei augljós
eða yfirborðskennd frekar en bókin
sjálf.“
Um Flórída segir: „Rétt eins og
hinar kenjóttu persónur bókarinnar
er Flórída verk sem víkur sér undan
einföldum skilgreiningum. Í knöpp-
um prósa höfundar er engu ofaukið.
[…] Höfundur skapar gróteska og
nánast yfirþyrmandi veröld þar sem
öll lögmál smám saman skekkjast, sí-
fellt þrengir að og hnignun aðal-
persónunnar verður óhjákvæmileg.
[…] Hér koma saman vel valið form,
magnað innihald og firnasterk stíl-
brögð og útkoman er ákaflega gott
skáldverk.“
Um Slitförin segir að um sé að
ræða afar vandaða „ljóðabók þar sem
í tæplega fjörutíu ljóðum eru dregnar
upp fjölmargar litlar myndir af
augnablikum úr tilverunni, mann-
legum samskiptum, brestum og til-
finningalegu ástandi. Skáldið segir þó
um leið mun stærri sögu af sam-
böndum og arfleifð kynslóðanna, víta-
hringjunum sem verða til upp úr erf-
iðu fjölskyldumynstri og hinni
vandrötuðu leið sem unglingsstúlka
þarf að feta til að öðlast sjálfstæða
vitund ungrar konu.“
Skemmtilega skrifað
Í flokki fræðibóka og rita almenns
eðlis eru tilnefndar Íslenska lopa-
peysan: Uppruni, saga og hönnun eft-
ir Ásdísi Jóelsdóttur; Leitin að
klaustrunum: Klausturhald á Íslandi
í fimm aldir eftir Steinunni Kristjáns-
dóttur og Undur Mývatns: Um fugla,
flugur, fiska og fólk eftir Unni Jökuls-
dóttur. Dómnefnd skipuðu: Helga
Haraldsdóttir, Sigurrós Erlingsdóttir
og Þórunn Blöndal.
Í umsögn um Íslenska lopapeysan:
Uppruni, saga og hönnun segir að
bókin sé „falleg og hlý“ auk þess að
geyma „feikimikinn fróðleik um prjón
og lopapeysur. Í bókinni rannsakar
Ásdís sögu og þróun íslensku lopa-
peysunnar og rannsóknin leiðir í ljós
athyglisverð tengsl samfélagsbreyt-
inga og iðnþróunar. […] Í bókinni
rekur Ásdís hvernig ullarvinnsla öðl-
ast vinsældir á ný á 20. öld með lopa-
peysunni og hvernig hönnuðir, og
aðrir skapandi einstaklingar, nýta
þennan efnivið.“
Um Leitin að klaustrunum. Klaust-
urhald á Íslandi í fimm aldir segir að
þetta sé: „voldugt rit og skemmtilega
skrifað. Lesandinn fær ekki einungis
góða innsýn í klausturhald á Íslandi í
kaþólskum sið heldur einnig í vinnu-
brögð fornleifafræðinga og annarra
sérfræðinga. […] höfundur bregður
upp áhugaverðum myndum úr
vinnunni við uppgröftinn, bæði í orð-
um og ljósmyndum sem sumar segja
meira en mörg orð.“
Um Undur Mývatns: Um fugla,
flugur, fiska og fólk segir að Unnur
lýsi „samlífi ólíkra lífvera á einkar
næmlegan hátt og fléttar saman
fræðilegar staðreyndir, munn-
mælasögur og örsögur úr eigin lífi í
þessari stórbrotnu náttúru. […] Nið-
urstaðan verður læsileg bók, skrifuð
af ástríðu og hrifningu, þar sem rétt
er farið með staðreyndir en þannig
um þær búið að allir geta haft af þeim
gagn og gaman.“
Níu bækur tilnefndar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höfundar Eðlilega ríkir mikil ánægja meðal kvennanna sem tilnefndar eru til Fjöruverðlaunanna í ár.
Fjöruverðlaunin verða afhent 15. janúar á nýju ári
Bókmenntaverðlaun kvenna fyrst veitt hérlendis 2007