Morgunblaðið - 06.12.2017, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017
„Mig hefur lengi langað í listaverk
eftir Huldu Hákon eða Steingrím
Eyfjörð en áttaði mig á því fyrir
nokkrum árum – eða réttara sagt,
sætti mig við þá staðreynd – að ég
gæti ekki leyft mér slíka fjárfest-
ingu, allavega ekki í nánustu fram-
tíð,“ segir María E. Panduro, stofn-
andi og listrænn stjórnandi
Reykjavík Print, sem fyrst var
kynnt á Hönnunarmars 2017 á
hönnunarstofunni Karousel.
„Ég hef unnið sem grafískur
hönnuður í prentgeiranum í nærri
20 ár og ákvað sl. sumar að láta
reyna á þann möguleika að gefa út, í
nánu samstarfi við listamennina,
vönduð prent af völdum verkum
þeirra. Þetta eru sem sagt ýmist
fjögurra eða fimm lita prent valinna
listaverka, í flestum tilfellum seldra
verka og þar af leiðandi er nær
ómögulegt að eignast þau nema í
þessu formi. Hugmyndin er sú að
fleiri geti notið þessara verka í formi
verðmætra prenta – og án þess að
skerða verðmæti orginalsins á nokk-
urn hátt. Eiginlega þvert á móti.“
Reykjavík Print selur þrjú verk
eftir Huldu annars vegar og Stein-
grím hins vegar auk verka eftir
Sindra Freysson, Dag Jóhannesson
og Donal Boyd. „Hver mynd er í tak-
mörkuðu upplagi, prentuð á þykkan
umhverfisvænan pappír, árituð og
númeruð,“ segir María, en eftir-
prentin af myndum Huldu og Stein-
gríms eru gefin út í 200 eintökum,
enda ekki aðeins ætluð fyrir íslensk-
an markað.
„Í ljósi þess að Listasafn Íslands á
verk eftir bæði Huldu og Steingrím
fannst okkur safnbúð listasafnsins
vera rétti staðurinn fyrir söluna á
listprentunum, en safnbúð Lista-
safns Íslands er eina verslunin sem
selur verkin, en einnig fást þau á
vefnum okkar,“ segir María og
bendir á að sérstök kynning verði í
Listasafni Íslands á morgun,
fimmtudag, kl. 16 til að kynna nýja
samstarfið. Þar kynna Hulda og
Steingrímur verk sín og Sindri les
ljóð. Nánari upplýsingar eru á:
reykjavikprint.com.
„Fleiri geti notið“
Svanir Tvö þeirra verka eftir Huldu Hákon sem rata á prent.
Listprent af
verkum Huldu og
Steingríms
Íraun er harla fátt að frétta afsinfóníutónleikum, nema ef tilvill einhver nái að fremjameinleg axarsköft. Þetta er
borgaraleg uppákoma, vel smurður
ritúall með föstum leikatriðum, þaul-
æfðum. Fréttirnar liggja í deilunum,
smáatriðunum, t.a.m. í verkefnavali,
afköstum hljómsveitarstjóra og sól-
ista líkt og á fimmtudaginn var. En
það telst vart fréttnæmt lengur að
Víkingur Heiðar trekki að gestina
enda líklega einn sá dáðasti hérlendis
innan þess sígilda. Uppselt var í Eld-
borg. En nú bar svo við að selt var í
efri svalir ofan sviðs, í sæti sem telj-
ast vart bjóða upp á fulla upplifun
enda hlutverk þeirra fyrst og síðast
að brjóta upp hljóðbylgjur og end-
urkasta líkt og hringsvalirnar í Norð-
urljósum.
Verkefni kvöldsins eru stórvirki,
hvort á sinn eigin hátt; innhverfur og
íhugandi píanókonsert Mozarts – sem
var reyndar frumraun Richards
sjálfs á tónleikasviðinu þegar hann
var 21 árs gamall – og svo úthverf en
á sama tíma sjálfhverf hetjuhljóm-
kviða með Strauss sjálfan sem fyrir-
mynd. Fíngerðar en skýrt mótaðar
fraseringar svifu úr höndum hljóm-
sveitarstjórans sem leiddi hljómsveit-
ina óaðfinnanlega út tónleikana.
Húmblá heimsmynd c-moll-tónteg-
undarinnar gefur c-moll-píanókon-
serti Mozarts einstakan karakter
sem bæði hljómsveit og einleikari
miðluðu af smekkvísi. Meðhöndlun
Víkings minnti á fumlaust langflug
gráhegra undir c-moll-radar; hljóm-
urinn í senn kröftugur, yfirvegaður
og tignarlegur en umfram allt
áreynslulaus, sér í lagi í kadensunum.
Snerpa og fingrafimi sem fyrr aðdá-
unarverð.
Richard Strauss var skrautlegur
fýr. Hann sagðist geta greint gaffal
frá hnífi út frá hreinu músíkölsku
tónrænu sjónarmiði! Og þekkt er
ævarandi ást hans á franska horninu.
Hetjulífs-tónsmíðin var samin í kjöl-
far sjö tónaljóða, en nú var hans eigið
fjölskylduportrett undir í þessari
annars knöppu tónhugmynd – hann
sjálfur var hetjan í upphafskaflanum.
Andhetjur, keppinautar og öfund-
armenn hans tóku við í öðrum kafla
og loks eiginkonan, söngkonan; þver-
úðugt, daðurgjarnt og eksentrískt
ólíkindatól. Konsertmeistari hljóm-
sveitarinnar túlkar þetta epíska
kvendi á fiðlu. Sigrún Eðvaldsdóttir
fór mikinn með háspennu/lífshættu-
sólóleik eins og hennar er eðli, en fór
á stundum yfir strikið, því miður.
Maður hefur áður spurt sig á hvaða
riðstraumi fiðlarinn gangi sem brýst
um á hæl og hnakka líkt og í raf-
magnsstól. Leikurinn var vissulega
safaríkur, villtur og ögrandi en stund-
um á kostnað nákvæmni; í raun helst
til grófur á köflum. Hljómsveitin
marseraði því næst á sannfærandi
hátt gegnum vígvöll hetjanna. Hetju-
líf er á köflum myrk tónsmíð en þó
ákaflega stemningsfull, í senn seið-
andi og nútímaleg í knöppu formi,
sem naut sín loks til fulls hér innan-
lands í Eldborgarsalnum.
Morgunblaðið/Hari
Dáður „En það telst vart fréttnæmt lengur að Víkingur Heiðar trekki að gestina enda líklega einn sá dáðasti hér-
lendis innan þess sígilda,“ segir í rýni. Píanistinn Víkingur Heiðar ásamt Dima Slobodeniouk hljómsveitarstjóra.
Hvunndagshetjulíf
Eldborg í Hörpu
Sinfóníutónleikar bbbbn
Píanókonsert nr. 24 í c-moll, K. 491
(1786) eftir W.A. Mozart. Hetjulíf (Ein
Heldenleben), op. 40 (1896) eftir Rich-
ard Strauss. Einleikari: Víkingur Heiðar
Ólafsson. Stjórnandi: Dima Slobo-
deniouk. Fimmtudaginn 30. nóvember
2017 kl. 19.30.
INGVAR
BATES
TÓNLIST
GUÐ BLESSI ÍSLAND ★★★★★ Fréttablaðið
Elly (Stóra sviðið)
Mið 6/12 kl. 20:00 35. s Mið 27/12 kl. 20:00 42. s Fös 19/1 kl. 20:00 57. s
Fös 8/12 kl. 20:00 auk. Fim 28/12 kl. 20:00 43. s Lau 20/1 kl. 20:00 58. s
Lau 9/12 kl. 20:00 36. s Fös 29/12 kl. 20:00 44. s Þri 23/1 kl. 20:00 aukas.
Sun 10/12 kl. 20:00 37. s Lau 30/12 kl. 20:00 aukas. Fim 25/1 kl. 20:00 59. s
Fim 14/12 kl. 20:00 38. s Fös 5/1 kl. 20:00 53. s Fös 26/1 kl. 20:00 60. s
Fös 15/12 kl. 20:00 39. s Lau 6/1 kl. 20:00 54. s Lau 27/1 kl. 20:00 61. s
Lau 16/12 kl. 20:00 40. s Sun 7/1 kl. 20:00 55. s Lau 3/2 kl. 20:00 64. s
Þri 26/12 kl. 20:00 41. s Fös 12/1 kl. 20:00 56. s Sun 4/2 kl. 20:00 65. s
Stjarna er fædd!
Guð blessi Ísland (Stóra sviðið)
Fim 7/12 kl. 20:00 11. s Sun 17/12 kl. 20:00 Lokas.
Þetta er 11. september Íslendinga, gjörsamlega.
Medea (Nýja sviðið)
Fös 29/12 kl. 20:00 Frums. Fim 4/1 kl. 20:00 3. s Lau 6/1 kl. 20:00 5. s
Mið 3/1 kl. 20:00 2. s Fös 5/1 kl. 20:00 4. s Fim 11/1 kl. 20:00 6. s
Ástir, svik og hefndarþorsti.
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Fös 8/12 kl. 20:00 15. s Fös 15/12 kl. 20:00 18. s Fös 29/12 kl. 20:00 22. s
Sun 10/12 kl. 20:00 16. s Lau 16/12 kl. 20:00 19. s Fös 5/1 kl. 20:00 aukas.
Fim 14/12 kl. 20:00 17. s Mið 27/12 kl. 20:00 20. s Lau 6/1 kl. 20:00 aukas.
Draumur um eilífa ást
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 10/12 kl. 13:00 54. s Þri 26/12 kl. 13:00 56. s Sun 14/1 kl. 13:00 aukas.
Sun 17/12 kl. 13:00 55. s Sun 7/1 kl. 13:00 aukas. Sun 21/1 kl. 13:00 aukas.
Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 9/12 kl. 13:00 aukas. Lau 16/12 kl. 13:00 aukas. Þri 26/12 kl. 13:00 aukas.
Lau 9/12 kl. 16:00 aukas. Sun 17/12 kl. 13:00 aukas.
Sun 10/12 kl. 13:00 aukas. Sun 17/12 kl. 16:00 aukas.
Tilnefnd sem Barnasýning ársins á Grímunni. Eingöngu sýnd á aðventunni.
Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið)
Fim 11/1 kl. 20:00 Frums. Þri 16/1 kl. 20:00 4. s Sun 21/1 kl. 20:00 7. s
Lau 13/1 kl. 20:00 2. s Mið 17/1 kl. 20:00 5. s Mið 24/1 kl. 20:00 8. s
Sun 14/1 kl. 20:00 3. s Fim 18/1 kl. 20:00 6. s Sun 28/1 kl. 20:00 9. s
Saga íslensku þjóðarsálarinnar.
Natan (Litla sviðið)
Fim 7/12 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðasta sýning.
Skúmaskot (Litla sviðið)
Lau 6/1 kl. 13:00 Frums. Sun 7/1 kl. 13:00 2. s Lau 13/1 kl. 13:00 3. s
Búðu þig undir dularfullt ferðalag!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Lau 30/12 kl. 13:00 Sun 21/1 kl. 13:00
Sun 7/1 kl. 13:00 Sun 28/1 kl. 13:00
Fjölskyldusöngleikur eftir Góa!
Faðirinn (Kassinn)
Mið 6/12 kl. 19:30 Auka Fös 15/12 kl. 19:30 Auka Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn
Fim 7/12 kl. 19:30 Auka Lau 30/12 kl. 19:30 18.sýn Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn
Fös 8/12 kl. 19:30 16.sýn Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn
Lau 9/12 kl. 19:30 17.sýn Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Hafið (Stóra sviðið)
Þri 26/12 kl. 19:30 Frum Fös 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 19/1 kl. 19:30 7.sýn
Mið 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 13/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 8.sýn
Fim 4/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 14/1 kl. 19:30 6.sýn
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Lau 9/12 kl. 19:30 13.sýn Lau 6/1 kl. 19:30 15.sýn Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn
Fös 29/12 kl. 19:30 14.sýn Fös 12/1 kl. 19:30 16.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn
Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi .
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 9/12 kl. 11:00 301.s Sun 10/12 kl. 13:00 305.s Lau 16/12 kl. 14:30 309.s
Lau 9/12 kl. 13:00 302.s Sun 10/12 kl. 14:30 306.s Sun 17/12 kl. 11:00 310.s
Lau 9/12 kl. 14:30 303.s Lau 16/12 kl. 11:00 307.s Sun 17/12 kl. 13:00 311.s
Sun 10/12 kl. 11:00 304.s Lau 16/12 kl. 13:00 308.s Sun 17/12 kl. 14:30 312.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Smán (Kúlan)
Sun 10/12 kl. 19:30 19.sýn
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 6/12 kl. 20:00 Mið 13/12 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Efi (Kassinn)
Lau 13/1 kl. 19:30 Frum Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka
Sun 14/1 kl. 19:30 2.sýn Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn
Mið 17/1 kl. 19:30 Auka Fös 2/2 kl. 19:30 8.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn
Fim 18/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 23/2 kl. 19:30 13.sýn
Sun 21/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 24/2 kl. 19:30 14.sýn
Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 Auka
Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn
Margverðlaunað og spennandi verk !