Morgunblaðið - 06.12.2017, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 340. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR.
1. „Alltíeinu búið að stinga typpi …“
2. Tryggð stig gegn Íslendingum
3. Tilkynnti færslu Gillz til lögreglu
4. „Ég skil við í fullkominni sátt“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tónlistarmaðurinn Teitur Magn-
ússon heldur menningarkvöld á
Húrra við Tryggvagötu í kvöld kl. 20.
Jón Gnarr, Kristín Eiríksdóttir, Dóri
DNA, Oddný Eir og Fríða Ísberg munu
lesa upp úr nýútkomnum bókum sín-
um, Kristín Anna Valtýsdóttir verður
með atriði, Haukur Valdimar Pálsson
fremur gjörning og Mads Mouritz
spilar og syngur dönsk gæðalög.
Morgunblaðið/Stella Andrea
Teitur heldur menn-
ingarkvöld á Húrra
„Miðill – Efni –
Merking: Leið-
angur að list
Önnu Líndal“ er
heiti fyrirlestrar
sem Ólöf K. Sig-
urðardóttir, safn-
stjóri Listasafns
Reykjavíkur, flytur
í Safnahúsinu við
Hverfisgötu í dag kl. 12. Ólöf er sýn-
ingarstjóri Leiðangurs, yfirlitssýn-
ingar á verkum Önnu Líndal á Kjar-
valsstöðum og mun fjalla um aðdrag-
anda og markmið sýningarinnar og
rekja hvernig Anna hefur notað ólíka
miðla til að nálgast viðfangsefni sín.
Leiðangur að list
Síðustu tónleikar haustdagskrár
Jazzklúbbsins Múlans verða haldnir
í kvöld kl. 21 á Björtuloftum, 5.
hæð Hörpu. Á þeim kemur MIMRA
fram ásamt hljómsveit
og mun hún kynna
tónlist af nýútkom-
inni plötu sinni,
Sinking Island.
MIMRA er lista-
mannsheiti tón-
listarkonunnar
Maríu Magn-
úsdóttur.
MIMRA í Múlanum
Á fimmtudag Víða norðan 10-18 m/s en 18-23 m/s SA-til, dregur
úr vindi með deginum, fyrst vestanlands. Él á NA- og A-landi, en
bjartviðri S- og V-lands. Talsvert frost.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Úrkomulítið SV-lands eftir hádegi en élja-
gangur í öðrum landshlutum og norðaustan 18-23 m/s suðaust-
antil í kvöld. Frost yfirleitt 0 til 8 stig.
VEÐUR
Haukar þurftu að hafa fyrir
hlutunum í 23:19-sigrinum á
botnliði Gróttu í 9. umferð Ol-
ísdeildar kvenna í handbolta í
gærkvöldi. Með Lovísu
Thompson sjóðheita innan
sinna raða var Grótta yfir í
hléi en Haukar náðu
yfirhöndinni með því
að taka hana úr
umferð í síðari
hálfleik og
lönduðu fjögurra
marka sigri. »4
Stórleikur Lovísu
dugði ekki til
„Ég er mjög ánægð með árangurinn.
Þetta fór alveg fram úr væntingum,“
segir Þuríður Erla Helgadóttir, en hún
náði besta árangri sem íslensk lyft-
ingakona hefur náð á heimsmeist-
aramóti þegar HM í ólympískum lyft-
ingum fór fram í Kaliforníu í síðustu
viku. Hún er í ítarlegu viðtali í
íþróttablaðinu í dag. » 1
Náði besta árangri ís-
lenskrar lyftingakonu
Manchester United og Juventus
tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 16-liða
úrslitum Meistaradeildar Evrópu
karla í knattspyrnu. Bæði hafa þau
sigrað í keppninni í gegnum tíðina.
Spænska stórliðið Atletico Madrid er
hins vegar úr leik og fer því í Evr-
ópudeildina. Atletico spilaði úrslita-
leikinn í keppninni fyrir einu og hálfu
ári síðan. »4
United og Juventus
áfram í 16-liða úrslit
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Landverðir sem starfa á friðlýstum
svæðum og í þjóðgörðum landsins
eru komnir í nýjan og samræmdan
einkennisfatnað. Það eru þægilegar
og lagskiptar flíkur sem duga eiga
við allar aðstæður árið um kring.
Gunnar Hilmarsson fatahönnuður
sá um útfærsluna á þessum fatnaði,
en haft var samráð við fjölda fólks
og erlendar fyrirmyndir hafðar til
hliðsjónar. Útgangspunkturinn var
sá að ferðamenn sem á náttúru-
verndarsvæði koma gætu af ein-
kennandi klæðnaði þekkt landverð-
ina og leitað til þeirra um upplýs-
ingar og aðstoð.
Útivistarfatnaðurinn nýi er úr
vatnshrindandi efni og á brjóst
jakka eru auðkenningar festar með
frönskum rennilás, eins og slíkt er
kallað. Eru landverðir þá annars
vegar með skjaldarmerkið á vinstra
brjósti á sinni flík og svo einkenn-
ismerki þess staðar sem þeir starfa
á og á ermi enska orðið ranger –
það er vörður. Á lit eru fötin græn;
og kannski ekki ósvipuð her-
mannabúningum. Til viðbótar við
regnheldu flíkurnar fær hver land-
vörður flíspeysu með hverjum um-
gangi, svo að fólk ætti að vera fært í
flestan sjó, eins og máltækið segir.
Sígildur og látlaus stíll
„Við leituðum fyrirmynda meðal
annars erlendis að einkennisfatnaði
sem hönnuðurinn vann svo áfram
með. Stíllinn er annars mjög sígild-
ur og látlaus og fólk er ánægt með
útkomuna,“ segir Ólafur A. Jónsson,
sviðsstjóri náttúru hjá Umhverfis-
stofnun, í samtali við Morgunblaðið.
Þar vann fólk að þessu verkefni með
starfsmönnum hjá Vatnajökuls-
þjóðgarði og þjóðgarðinum á Þing-
völlum. Hjá þessum stofnunum
starfa landverðir sem sinna fjöl-
þættu hlutverki, svo sem við gæslu,
umhirðu, ýmsar framkvæmdir og
síðast en ekki síst að leiðbeina fólki.
Yfir sumarið eru um 100 manns
starfandi við landvörslu á landinu
öllu, en færri á veturna.
Til hægðarauka
„Við erum mjög ánægð með út-
komuna. Þetta er snyrtilegur
klæðnaður og dugar vel. Mér finnst
hönnunin góð og það er til hægð-
arauka að allir sem sinna land-
vörslu, sama á hvaða stað þeir eru,
séu í auðkennandi fötum,“ segir
Guðjóna Björk Sigurðardóttir,
rekstrarstjóri þjóðgarðsins á Þing-
völlum. Þar starfa í vetur alls tíu
landverðir, fimm á hverri vakt, og
hafa nóg að gera því þó nú sé hávet-
ur koma hundruð og stundum þús-
undir ferðamanna á Þingvelli dag-
lega.
Landverðir í hermannalitum
Einkennisbúningar starfsfólks í
þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Landverðir Frá vinstri: Guðmundur Jón Kjartansson, Rúna Kristín Stefánsdóttir, Angela Margerita Jauch, Una Sóley Stefánsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir
og Pawel Adam Lopatka. Þau sinna landvörslustörfum í þjóðgarðinum á Þingvöllum og eru öll komin í nýju einkennisbúningana sem vekja eftirtekt.
„Landverðir
eru í lykilhlut-
verki við
vernd og við-
hald náttúru.
Sé ástand
svæða gott
ætti upplifun
gesta af heim-
sókn að verða
góð,“ segir Jón Björnsson
þjóðgarðsvörður á Snæfells-
nesi. Hann segir starf land-
varða hafa breyst mikið á síð-
ari árum og fleiri verkefni séu
nú á þeirra könnu. Á Snæfells-
nesi sé eftirlit með ýmsum
menningarminjum vaxandi
þáttur í starfinu.
GÓÐ UPPLIFUN GESTA
Jón Björnsson
Lykilhlutverk