Morgunblaðið - 19.12.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.12.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017 Pantaðu jólagjafirnar á ELKO.is KÄRCHER PREMIUM 5 SKÚRINGARVÉL O CITIZ & MILK KAFFIVÉL KITCHENAID HRÆRIVÉL MARSHALL ACTON HÁTALARI 29.995 29.995 79.99524.995 Bi rt m eð fy rir va ra um m yn da br en gl og /e ða pr en tv ill ur . NESPRESS Þau tölulegu gögn sem voru að- gengileg um frumsýningu norrænna kvikmynda í Danmörku, Finnlandi og Íslandi bentu til þess að markaðs- hlutdeild þeirra væri 3-7%. Hér fór hver landsmaður að með- altali 4,3 sinnum í bíó 2016. Fær- eyingar og Finnar fóru minnst í bíó. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Flest sæti í kvikmyndahúsum á hverja 1.000 íbúa voru á Íslandi árið 2016 eða 20 á hverja 1.000 íbúa. Ís- lendingar voru duglegastir allra Norðurlandaþjóða að fara í bíó á árinu 2016 og verð bíómiða var lægst hér á landi miðað við Norðurlönd. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Kulturanalys Norden um kvik- myndasýningar í norrænum kvik- myndahúsum, Film på bio i Norden. Greiningin nær til aðildarlanda Nor- ræna ráðherraráðsins og fjallar um árið 2016. Þetta er fyrsta skýrslan í nýrri röð um norræna menningar- tölfræði. Fjöldi kvikmyndahúsa, sýningar- sala og kvikmyndasæta breyttist lít- ið á flestum Norðurlandanna frá 2010 til 2016. Kvikmyndahúsum og sætum fækkaði í Svíþjóð en fjölgaði í Danmörku á þessu árabili. Bandarískar myndir ríkjandi Flestar kvikmyndir sem frum- sýndar voru í norrænum kvik- myndahúsum voru norðuramer- ískar, frá 48% í Finnlandi upp í 90% á Íslandi. Finnar frumsýndu flestar innlendar kvikmyndir sem voru 19% frumsýninga en hér á landi voru ein- ungis 2% frumsýndra kvikmynda innlendar árið 2016. Engar inn- lendar myndir voru frumsýndar í Færeyjum eða Grænlandi árið 2016. Bíóheimsóknir Færeyinga voru 1,3 en Finna 1,6 á mann árið 2016. Yfir heildina varð lítils háttar aukning á heimsóknum í kvikmyndahús á Norðurlöndum á tímabilinu frá 2005 til 2016, að undanskildu Íslandi þar sem fjöldi kvikmyndahúsaheim- sókna stóð í stað. Mest sóttu kvikmyndir ársins í hverju Norðurlandanna árið 2016 voru innlend framleiðsla. Markaðshlutdeild innlendrar kvikmyndaframleiðslu var hæst í Finnlandi (29%), með tilliti til seldra miða, en lægst á Íslandi (6%). Markaðshlutdeild norðuramer- ískra kvikmynda var hæst á Íslandi (90%), í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð var markaðshlutdeild þeirra á bilinu 60-65% en í Finnlandi 48%. Markaðshlutdeild kvikmynda annars staðar frá en frá Norður- löndum, öðrum Evrópulöndum og Bandaríkjunum var frá því innan við 1% og upp í 6% árið 2016. Heildartekjur af miðasölu voru hæstar í Svíþjóð og fylgdi Noregur fast á eftir. Hver bíómiði kostaði svipað í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð og árið 2015 en ódýrast var að fara í kvikmyndahús á Íslandi. Konur eru í minnihluta Hlutföll karla og kvenna í helstu stöðum (leikstjórar, framleiðendur og handritshöfundar) eða helstu hlutverkum mynda sem nutu inn- lends stuðnings eða voru frum- sýndar á Norðurlöndum voru yf- irleitt alltaf utan 40-60% bilsins sem oft er miðað við varðandi jafnrétti. Í kvikmyndum í fullri lengd sem fengu fjárhagslegan stuðning árið 2016 voru innan við 40% með konu í aðalhlutverki í flestum flokkum og norrænum löndum. Hlutur kvenna sem leikstjóra og handritshöfunda í Svíþjóð og framleiðenda á Íslandi voru undantekning. Hlutur karla og kvenna í aðalhlutverkum í finnskum kvikmyndum sem frumsýndar voru 2016 var jafn, en annars staðar á Norðurlöndum var hlutur karla í að- alhlutverkum mun stærri en kvenna. Íslendingar eiga metið í bíóferðum  Flest bíósæti á hverja 1.000 íbúa á Norðurlöndum eru á Íslandi  Við förum oftar í bíó en aðrir Norðurlandabúar  Langflestar kvikmyndir sem sýndar eru hér koma frá Norður-Ameríku Getty Images/iStockphoto Bíó Gerð var úttekt á norræna kvikmyndahúsamarkaðnum árið 2016. Í henni kemur m.a. fram að Íslendingar eru duglegir að sækja kvikmyndahúsin. Það er ódýrara að fara í bíó á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum. Emilía var vinsælasta eiginnafn ný- fæddra stúlkna í fyrra og Alexander vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja. Næstvinsælust voru nöfnin Emma og Elísabet hjá stúlkum og Aron og Mikael hjá drengjum. María var vinsælasta annað eigin- nafn nýfæddra stúlkna og þar á eftir Ósk og Rós. Vinsælasta annað eigin- nafn drengja var Þór og þar á eftir Máni og Hrafn. Þetta kemur fram á vefsíðu Hag- stofu Íslands. Þar segir einnig að rúmlega helmingur allra afmælis- daga sé á tímabilinu apríl til sept- ember. Í upphafi þessa árs áttu flestir afmæli hinn 27. ágúst, eða 1.054 Íslendingar. 216 áttu afmæli á hlaupársdag, sem er sá dagur ársins sem fæstir eiga afmæli. Næstfæstir áttu afmæli á jóladag, 689, og á gamlársdag, en þá á 741 Íslendingur afmæli. Tíu algengustu einnöfnin og fyrstu eiginnöfnin í byrjun þessa árs voru þau sömu og árið 2012. Guðrún er algengasta kvenmannsnafnið og á eftir koma Anna og Kristín. Jón er algengasta karlmannsnafnið, þá Sig- urður og svo Guðmundur. Anna María og Jón Þór Algengustu tvínefni kvenna voru Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín og þau algengustu hjá körl- um voru Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Þetta voru einnig algeng- ustu tvínefnin fyrir fimm árum. Um 80% landsmanna heita 200 al- gengustu nöfnunum og hafa sömu 20 nöfnin verið algengust hér á landi síðastliðin 100 ár. Emilía, Alexander, Aron og Emma eru vinsælust  Jón og Guðrún algengustu eiginnöfnin „Viðbragðsgeta í heilbrigðisþjónustu hér þarf að vera í samræmi við land- fræðilegar aðstæður. Á sjúkrahúsi og heilsugæslu þarf að vera hægt að sinna öllum helstu tilvikum sem koma upp í stað þess að svo oft þurfi að senda fólk sem slasast eða veikist með flugi upp á land,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum, við Morgunblaðið. Í gær fór þyrla frá Landhelgis- gæslunni í tvígang í sjúkraflug til Eyja. Fyrri ferðin var um nóttina þegar sækja þurfti sjómann sem slas- aðist um borð í skipi fyrir sunnan landið. Ekki var hægt að senda sjúkraflugvél til Eyja vegna hvass- viðris og lítils skyggnis og því var þyrlan kölluð til. Þá fór þyrlan í annað Eyjaflug síðdegis og lenti þá vestast og syðst í bænum, nærri svokölluðum Ofanleitishamri. Þar er vegurinn sem meðal annars liggur suður á Stór- höfða og lokar lögregla honum í til- vikum eins og þessum svo þyrlan geti lent og áhöfnin sinnt sínu erindi. Það sem af er ári hefur Mýflug far- ið 104 sjúkraferðir til Vestmannaeyja og þyrlur Gæslunnar þrjár til fimm, að því er kemur fram á eyjar.net. Þá hefur Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, greint frá því að bið eftir sjúkraflugi frá Eyjum sé of löng. „Á eyju þarf ýmis grunnþjónusta að vera fyrir hendi, svo sem á sjúkra- húsi. Það gengur ekki að konur héðan úr Eyjum þurfi yfirleitt að fæða börn sín uppi á landi. Þegar nýr einstak- lingur bætist í fjölskyldu á það að vera gleðitími allra, en þar sem fæð- ingardeildin hér er ekki starfrækt þurfa konurnar upp á land og á með- an er fjölskyldan splundruð. Þessu verður að breyta og þá þarf pólitískan vilja til,“ segir Elliði Vignisson. sbs@mbl.is Þjónusta fylgi aðstæðum  Gæsluþyrla fór tvær ferðir til Eyja í gær  Sjúkrahús og heilsugæsla þurfa að geta sinnt helstu málum sem upp koma Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vestmannaeyjar Viðbragðsgetan sé fyrir hendi, segir bæjarstjórinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.