Morgunblaðið - 19.12.2017, Side 14

Morgunblaðið - 19.12.2017, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017 Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Kamasa verkfæri – þessi sterku Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Næsta hátíðleg er þessi stund, háttvirtu landsmenn!, nú þegar að því er komið, að vér skulum setja alþing. Vart mun það orð finnast, er hér á Íslandi bæði rifji upp fyrir mönnum svo margar endurminn- ingar fornaldarinnar, og glæði svo margar vonir hins komanda tíma, sem þetta eina orð: alþing.“ Þetta eru fyrstu orðin sem mælt voru á endurreistu Alþingi Íslend- inga 1. júlí 1845 og komu úr munni Carls Emils Bardenfleth, stiftamt- manns og konungsfulltrúa. Nú þarf ekki lengur að seilast eftir rykfölln- um bókum á söfnum til að kynna sér hvað hinar gömlu kempur höfðu til málanna að leggja á þing- fundum á 19. öld og á fyrri hluta hinnar 20.; Alþingistíðindi frá upp- hafi og fram til lýðveldisstofnunar 1944 hafa verið sett á vefinn sem pdf-skjöl og eru nú öllum aðgengi- leg. Ræður Jóns Sigurðssonar for- seta, Hannesar Hafstein ráðherra, Jóns Þorlákssonar, Ólafs Thors, Jónasar Jónssonar frá Hriflu, Her- manns Jónassonar, Einar Olgeirs- sonar og fleiri þingskörunga frá fyrri tíð geta því gengið í endurnýj- un lífdaganna. Samkvæmt upplýsingum frá Al- þingi hefur ekki unnist tími til að ljúka við birtingu Alþingistíðinda frá 1944, en það stendur til. Aftur á móti er hægt að leita í ræðutextum rafrænt allt frá 1939 og texta þing- skjala frá 1943 á vefsíðu þingsins. Þá er hægt er að leita rafrænt í málum og málsheitum frá og með þinginu 1907. Prentútgáfu Alþingistíðinda var hætt árið 2009. Eru umræður og þingskjöl nú aðeins aðgengileg á vef Alþingis, althingi.is. Hins vegar stendur til að gefa þingtíðindin út frá þessum tíma og áfram eins og um prentaða bók væri að ræða sem hægt er fletta fram og aftur í. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Prentmál Alþingistíðindi með umræðum og þingskjölum voru prentuð frá endurreisn þingsins og allt til 2009. Nú eru tíðindin að koma á vefinn. Gömul Alþingis- tíðindi á vefnum  Hægt að lesa ræður þingskörunga og kynna sér mál sem lögð voru fram Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Fyrir um viku afhentu Hópkaup á einu bretti 667 Enox 55" og 65" snjallsjónvörp, en öll þessi tæki seldust á tilboði sem Hópkaup gerði viðskiptavinum sínum. Frá því í haust hafa yfir 1.600 Enox- snjallsjónvörp selst hér á landi, skv. upplýsingum frá Hópkaupum. Eru sjónvörpin á verðbilinu 70-199 þúsund krónur, allt eftir stærð. „Verðlagningin er þannig að fólk sér sér leik á borði að tryggja sér nýtt sjónvarpstæki. Þetta er þýskt merki sem hefur verið framleitt áratugum saman. Við kaupum sjónvörpin milliliðalaust og í stórum gámum og þannig náum við góðu verði,“ segir Jóhann Hólm Kárason, hjá Hópkaupum, við Morgunblaðið. „Ég skal ekkert segja til um það hvort fólk sé nú að endurnýja flat- skjáina sem það keypti árið 2007, það er auðvitað alltaf einn og einn að endurnýja tækið sitt. En þannig er nú bara gangur lífsins, við höf- um ekki séð svo mikla sölu í einu og nú.“ Hópkaup fyrirframselja sjón- vörpin í netsölu og eru þau fram- leidd þegar búið er að kaupa þau, en þannig næst gott innkaupsverð, að sögn Jóhanns. Undirbúa sig fyrir HM Í verðkönnun sem gerð var af framleiðanda þann 20. nóvember sl., reyndust Enox-snjallsjónvörp, 55" til 75" að stærð, að meðaltali 50% ódýrari í tilboðum Hópkaupa en sambærileg tæki hjá sam- keppnisaðila, skv. upplýsingum frá Hópkaupum. Hópkaup seldu 65" sjónvörpin á 99 þúsund krónur og 55" á tæplega 70 þúsund. Stærstu tækin, 75 tommu, voru á 199 þús- und krónur. Jóhann telur ekki útilokað að fólk sé nú að kaupa sér sjónvörp til að geta horft á HM í Rússlandi á stórum skjá í gæðum, þegar þar að kemur. Elko er einnig stórtækur selj- andi á sjónvarpstækjum. Þar hefur verið töluverð sala að undanförnu. „Við skoðuðum tölur frá Hagstofu og það hefur verið mikil mag- naukning síðustu ár og hún hefur slegið 2007 út. Það ber að nefna að árið 2008 var betra í sjónvarpssölu en 2007 vegna þess að viðskipta- vinir nýttu tækifærið og keyptu á „gamla genginu“ birgðir sem keyptar voru inn á hagstæðara gengi fyrir hrun. Magnaukning frá 2010 nemur 60% samkvæmt tölum frá Hagstofu á meðan verðhjöðnun er í kringum 30%. Aðalskýringin er talsvert lægra verð á sjónvörp- um útaf afnámi vörugjalda, tolla auk aukinnar hagkvæmni í fram- leiðslu. Árið 2016 var söluhæsta ár í sjónvörpum frá upphafi í magni,“ segir Sindri Snær Thorlacius hjá Elko. Metsala er nú á stórum snjallsjónvarpstækjum  Selja fleiri skjái en fyrir hrun  Hópkaup seldi 1.600 tæki Sjónvarpsframleiðsla Hópkaup seldu hátt í 700 tæki á einu bretti. Tækin eru sett saman í Þýskalandi, allt eftir pöntunum hverju sinni. Líkt og fyrir hrun » Sala á sjónvarpstækjum er nú meiri en hún var árið 2007, árið fyrir bankahrunið. » Töluverð sala var einnig árið 2008 þegar sjónvarpstæki voru seld á hagstæðu verði. » Frá árinu 2010 hefur seldum sjónvarpstækjum fjölgað um 60%. Á sama tíma hafa tækin lækkað í verði um 30%. Trausti Harðarson, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar, vill að komið verði upp áhorfendastúkum fyrir erlenda ferðamenn. Á síðasta fundi nefndarinnar lagði hann fram svohljóðandi til- lögu: „Lagt er til að menningar- og ferðamálaráð hefji skoðun á hug- mynd þeirri/verkefni að setja upp listamanna hannaðan áhorfenda- bekk/áhorfendastúku sem gæti tek- ið góðan fjölda í sæti, við sjóinn með- fram Sæbraut fyrir ferðamenn og borgarbúa til að fjöldinn gæti setið saman og horft á Esjuna, Skarðs- heiði og Akrafjall og fylgst með fal- legri náttúru Íslands við höfuðborg- ina. Áhorfendastúkur eins og þessar eru þekktar á ferðamannastöðum þar sem fólk þarf að fá góðan tíma til að njóta þess að horfa á umhverf- ið, náttúruna og annað fólk í leik og starfi. Vinsælir bekkir/stúkur eins og þessar í erlendum borgum eru t.d. rauðu tröppurnar við Times Square í New York og tröppurnar við Robson Square í Vancouver.“ Afgreiðslu tillögunnar var frest- að. sisi@mbl.is Vill fá stúkur fyrir ferðamenn á Sæbraut Morgunblaðið/Eggert Sæbraut Fjölmargir ferðamenn ganga meðfram strandlengjunni við Sæ- braut og virða fyrir sér útsýnið út á sundin blá og yfir fjallahringinn.  Geti horft á Esjuna frá Sæbraut

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.