Morgunblaðið - 19.12.2017, Side 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
áreiðanlegur hitagjafi
10 ára ábyrgð
Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Söfnum í neyðarmatar-
sjóð fyrir jólin til matarka
hjá Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í
fyrir jólin
Guð blessi ykkur öll
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sam-
einuðu þjóðunum, beitti í gær neitunarvaldi sínu á
fyrirhugaða ályktun Sameinuðu þjóðanna þar sem
þeirri ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjafor-
seta að færa sendiráð landsins í Ísrael til Jerúsal-
em var hafnað. Öll hin ríkin fjórtán í öryggisráðinu
samþykktu tillöguna.
Bretar, Frakkar, Ítalir og Japanar voru á meðal
þeirra þjóða sem greiddu atkvæði með tillögunni,
en öll þessi ríki eru talin til helstu bandamanna
Bandaríkjanna. Í tillögunni, sem Egyptar lögðu
fram, sagði meðal annars að allar ákvarðanir um
stöðu Jerúsalem „hefðu ekkert lagalegt gildi“ og
að það bæri að afturkalla þær. Þá kvað tillagan á
um að stöðu Jerúsalem þyrfti að leysa með við-
ræðum á milli Ísraela og Palestínumanna, á sama
tíma og hún hvatti ríki heims til þess að forðast
það að opna sendiráð í borginni.
Móðgun sem verður geymd en ekki gleymd
Haley sagði eftir atkvæðagreiðsluna að Banda-
ríkin myndu ekki leyfa neinum að segja sér hvar
þau mættu hafa sendiráð sín. „Það sem við sáum
hér í öryggisráðinu í dag var móðgun. Henni verð-
ur ekki gleymt,“ sagði Haley. Bætti hún við að til-
lagan hefði verið enn eitt dæmið um að afskipti
Sameinuðu þjóðanna af deilunum fyrir botni Mið-
jarðarhafs væru frekar til hins verra.
Gert er ráð fyrir að Mike Pence, varaforseti
Bandaríkjanna, heimsæki Jerúsalem á morgun,
en Palestínumenn hafa mótmælt komu hans og
sagt að þeir muni ekki ræða við hann. Þá höfðu
forvígismenn Palestínumanna lofað því að þeir
myndu vísa málinu til allsherjarþings Sameinuðu
þjóðanna ef Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu,
en það fundar í dag.
Beittu neitunarvaldinu
Bandaríkjamenn felldu umdeilda tillögu um Jerúsalem Aðrir sögðu já
Þessi sex mánaða gamli pandahúnn var kynntur fyrir
fjölmiðlum í gær, en hann fæddist í Ueno-dýragarð-
inum í Tókýó, höfuðborg Japans, hinn 12. júní sl.
Húnninn hefur fengið nafnið Xiang Xiang, sem er
dregið af kínverska stafnum fyrir orðið „ilmur“, og
verður hægt að fylgjast með honum á netinu.
AFP
Nýr pandabjörn kynntur til sögunnar
Fjölmargir ferðalangar urðu
strandaglópar þegar rafmagnið fór
af alþjóðaflugvellinum í Atlanta í
Bandaríkjunum á sunnudaginn. Tók
mestallan gærdaginn að greiða úr
þeim flækjum sem rafmagnsleysið
olli, en flugvöllurinn er jafnan talinn
sá umsvifamesti í heimi.
Rafmagnið fór af vellinum í um
ellefu klukkutíma og neyddust sum-
ir farþegar til þess að bíða allan
þann tíma um borð í flugvélum sín-
um en aðrir hópuðust saman á göng-
um flugstöðvarbyggingarinnar.
Delta-flugfélagið, sem notar flug-
völlinn sem sína helstu tengimiðstöð,
tilkynnti að líklega yrði að fresta um
300 flugferðum í gær vegna ástands-
ins, í þeirri von að það myndi liðka
fyrir því að koma aftur á eðlilegri
starfsemi vallarins. Verið er að
rannsaka orsakir rafmagnsleysisins.
Rafmagnið
fór af flug-
vellinum
Fjöldi farþega
festist í Atlanta
Rómverska stór-
skáldið Públíus
Óvidíus Nasó,
einnig þekktur
sem Óvíd, hlaut í
gær uppreist æru
þegar borgar-
stjórn Rómar sam-
þykkti einhljóða
að nema úr gildi útlegðardóm, sem
Ágústus, fyrsti keisari Rómaveldis,
felldi yfir Óvidíusi árið 8 e.Kr.
Mjög er á reiki hvers vegna skáldið
var neytt til þess að yfirgefa Róma-
borg og setjast að í bænum Tomis við
Svartahaf, en talið er að Ágústusi
keisara hafi mislíkað verkið „List ást-
arinnar“, þar sem Óvidíus fór á
spaugsaman hátt yfir samskipti
kynjanna. Náðunin kemur helst til
seint, en Óvidíus lést árið 17 e.Kr, eða
fyrir 2.000 árum.
RÓMAVELDI TIL FORNA
Borgarstjórn Rómar
náðar Óvidíus
Fjöldi fólks lést í
gærmorgun í ná-
grenni Tacoma í
Washington-ríki
þegar farþegalest
frá Amtrak-
fyrirtækinu fór af
sporinu og lenti á
þjóðvegi. Olli
slysið því að lestarvagnar hentust
fram af brú og beint á þjóðveginn.
Enginn af akandi vegfarendum varð
þó fyrir lestinni.
78 farþegar voru um borð í lest-
inni auk fimm í áhöfn hennar. Lestin
var á leiðinni milli Seattle og Port-
land í Oregon-fylki á teinum sem ný-
lega höfðu verið lagðir.
Ed Troyer, talsmaður lögreglu-
embættisins í Pierce-sýslu, sagði að
aðkoman hefði verið hræðileg, en
gat ekki gefið upp nákvæma tölu um
manntjón í slysinu.
BANDARÍKIN
Fjöldi lést eftir að
lest fór af sporinu
Um 5.500 manns komu saman við
Hofburg-höllina í Vínarborg í gær til
þess að mótmæla þegar ný ríkis-
stjórn tók við völdum í Austurríki.
Ríkisstjórnin er samsteypustjórn
tveggja flokka, Þjóðarflokksins,
ÖVP, og Frelsisflokksins, FPÖ, en
sá síðarnefndi er talinn í hópi hægri-
sinnaðra pópúlistaflokka.
Á meðal stefnumála flokksins er
að koma í veg fyrir komu ólöglegra
innflytjenda til Austurríkis, skatta-
lækkanir og viðnám gegn frekari
miðstýringu Evrópusambandsins,
en hann styður þó
veru Austurríkis
innan sambands-
ins.
Sebastian
Kurz, kanslari
Austurríkis og
leiðtogi ÖVP, tók
við flokknum í
maí síðastliðnum
og náði að
tryggja honum sigur í síðustu þing-
kosningum sem haldnar voru í októ-
ber. Kurz hefur meðal annars fengið
viðurnefnið „undrabarnið“, en hann
er einungis 31 árs að aldri og yngsti
leiðtogi ríkisstjórnar í heimi.
Mikill viðbúnaður lögreglu
Lögreglan í Vínarborg kallaði út
um 1.500 lögreglumenn til þess að
gæta öryggis við embættistökuna og
voru þeir til reiðu ef fyrirhuguð mót-
mæli myndu breytast í óeirðir.
Þegar á reyndi komu einungis um
5.500 manns til þess að mótmæla
hinni nýju ríkissstjórn og fóru mót-
mælin að mestu friðsamlega fram.
Ný ríkisstjórn tekin við
Frelsisflokknum mótmælt við embættistökuna í Vín
Sebastian Kurz