Morgunblaðið - 19.12.2017, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.12.2017, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017 ✝ Þröstur Sig-tryggsson skip- herra fæddist 7. júlí 1929. Hann lést 9. desember 2017. Foreldrar hans voru hjónin Hjalt- lína Margrét Guð- jónsdóttir, kennari og húsfreyja, frá Brekku á Ingjalds- sandi, f. 4.7. 1890, d. 30.1. 1981, og séra Sigtryggur Guðlaugsson, prestur og skólastjóri á Núpi, frá Þröm í Garðsárdal, f. 27.9. 1862, d. 3.8. 1959. Bróðir Þrast- ar var Hlynur veðurstofustjóri, f. 5.11. 1921, d. 14.7. 2005. Hinn 22.5. 1954 kvæntist Þröstur Guðrúnu Pálsdóttur sjúkraliða, f. 23.9. 1933, d. 25.8. 2013. Foreldrar hennar voru Bjarnheiður Jóna Guðmunds- dóttir húsmóðir, f. 7.9. 1910, d. 10.8. 1976, og Páll Þorbjarnar- son, skipstjóri og alþingis- maður, f. 7.10. 1906, d. 20.2. 1975. Börn Þrastar og Guðrúnar eru: 1) Margrét Hrönn, maki Sigurður Hauksson. Sonur Mar- grétar er Þröstur Rúnar Jó- hannsson. 2) Bjarnheiður Dröfn, maki Sigurjón Þór Árnason. Þröstur kenndi tvo vetur við grunnskólann á Þingeyri. Reri einnig frá Þingeyri á eigin trillu, Palla krata, sumrin 1993 og 1994. Hann var skólastjóri barnaskólans á Núpi 1981 til 1983 og kenndi einnig við Hér- aðsskólann á Núpi. Þröstur var mikill áhugamað- ur um golf á þessum árum og stofnaði golffélagið Glámu á Þingeyri, ásamt því að teikna merki félagsins. Hann falaðist eftir jörð og fékk þar sem hann hannaði og gerði níu holu golf- völl. Æskuslóðir voru honum hugleiknar og gerði hann æsku- heimili sitt, Hlíð í Dýrafirði, að menningarminjasafni. Átti hann hugmynd að ritun sögu Núps- skóla. Sú hugmynd varð að veruleika og kom bókin, sem Aðalsteinn Eiríksson ritaði, út í sumar, á 110 ára afmæli stofn- unar skólans. Minningabrot Þrastar, bókin „Spaugsami spörfuglinn“, komu út 1987. Í tilefni gullbrúðkaups og 75 ára afmælis Þrastar gaf hann út diskinn „Hafblik“ með eigin lögum. Þröstur var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1976. Hin síðari ár var hann virkur í starfi eldri borg- ara í Grafarvogi og var í stjórn menningardeildar í Borgum þegar hann lést. Útför Þrastar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 19. desember 2017, klukkan 15. Börn þeirra eru Sigtryggur Örn Sigurðsson, Rúna Björg, Ellen Dögg og Árni. 3) Sig- tryggur Hjalti, maki Guðríður Hallbjörg Guðjóns- dóttir, hún lést 1995. Synir Sig- tryggs eru Þröstur, Guðjón Örn og Hlynur. Fyrir átti Þröstur Kolbrúnu Sigríði, maki Magnús Pétursson. Þeirra synir eru Sigurður Hannes, Pétur Örn, Davíð Þór og Friðjón. Langafabörn Þrastar eru 24. Eftir lát eiginkonu sinnar eignaðist Þröstur góðan félaga og vin, Hallfríði Skúladóttur. Þröstur ákvað nokkuð snemma að hans ævistarf yrði á sjó. Hann tók inntökupróf upp í annan bekk farmanna í Stýri- mannaskólanum haustið 1952 og útskrifaðist frá Stýrimanna- skólanum 1954 og lauk prófi í varðskipadeild í sama skóla 1954. Hann réðst þá sem stýri- maður hjá Landhelgisgæslunni og varð fastráðinn skipherra 1960 og starfaði þar til hann lét af störfum árið 1990. Með því fyrsta sem ég man, elsku pabbi, var hvað það var alltaf mikið fjör þegar þú komst heim af sjónum. Eltingaleikur, grettukeppni þar sem þú tókst apagrettuna, hókus pókus og þú varðst galdrakarl. Svo var farið í feluleiki, þú komst okkur systrum tveggja og fjögurra ára fyrir bak við hurð og leitaðir á meðan við biðum skríkjandi eft- ir að þú fyndir okkur. Síðar urðu Rauðhólar, Heiðmörkin og Nauthólsvík kjörin til eltinga- og feluleikja. Bíltúrar á bryggj- una þar sem ég ákaflega stolt sitjandi í fanginu á þér mátti stýra. Eftir að þú hættir að vinna fórstu vestur í Dýrafjörð á sumrin og fluttir mér reglulega fréttir af lómaparinu og ungum þeirra fyrir vestan og hvernig þú fylgdist með þeim koma upp ungunum, færa þeim síli og kenna að verða sjálfbjarga. Þú unnir náttúrunni og þótti svo gaman að segja sögur og frá- sagnarhæfileikar þínir gerðu allt svo ljóslifandi fyrir mér. Þeir voru skemmtilegir bíl- túrarnir, hvort sem var á Reykjanesið eða einhvern góðan stað fyrir vestan. Þú varst svo fróður og svo áttirðu til að stríða mér með því að fara að mér þótti hættulegar leiðir. Ég man þig, skemmtilegi, tryggi pabbi minn, spilandi á orgelið, að semja lög, að horfa á boltann, knúsandi nafna þinn, að taka ljósmyndir sem voru listaverk unnin af alúð eins og allt sem þú tókst þér fyrir hend- ur. Takk, pabbi minn, fyrir að gefa mér svo margar fallegar minningar um þig. Ég sakna þín. Margrét Hrönn. Hvar getur maður byrjað, elsku afi, þegar maður sest nið- ur og fer að rifja upp allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Þegar ég hugsa til baka er eiginlega dálítið ósanngjarnt að kalla þig afa minn, miðað við okkar nána samband, því þú gekkst mér í raun í föðurstað. Fyrsta minning mín er þegar þú varst í landi í nokkurra daga stoppi. Minningin er mjög skýr. Þú kallaðir í mig brosandi og sagðir: „Komdu til afa, nafni minn,“ tekur mig svo í faðm þinn, heldur þétt utan um mig og kreistir mig eins og tann- kremstúbu sem lítið sem ekkert er eftir í. Ég hef ekki verið meira en þriggja ára þarna, en ég gerði mér samt grein fyrir hversu vænt þér þótti um þenn- an svokallaða nafna þinn. Fyrstu sex árin mín átti ég heima hjá þér. En eftir að ég flutti í Kópavoginn eyddi ég samt oft helgunum með þér og ömmu. Það var uppáhaldstíminn minn. Þið leyfðuð mér að vaka fram eftir og horfa á laugar- dagmyndina á RÚV, sem á þeim tíma var annaðhvort amerísk kúrekamynd, eða dans- og söngvamynd. Eftir bíó last þú Andrésar Andar-blöðin. Það var nánast eins og Andrés Önd væri hjá okkur því tilþrifin voru það mikil. Þér þótti svo gaman að skemmta öðrum. Hvort sem það var að segja sögur, sýna galdra- brögð eða spila á hljóðfæri. Fyrir utan að gefa góðar ráð- leggingar um lífið kenndir þú mér svo margt. Það voru góðar stundir sem við áttum saman í Bláfjöllum þar sem þú kenndir mér á skíði. Svo þegar ég óx upp úr skíðagallanum vildir þú kaupa nýjan. Það voru ansi margir gallar að velja úr. En einn var bestur, langléttastur og hlýjastur. En hann var líka sá dýrasti. Afgreiðslumaðurinn sagði við þig: „Hann er nú svo ansi dýr þessi, á strákurinn þetta virkilega skilið?“ Þú fuss- aðir yfir þessu og svaraðir strax: „Hann á það svo sann- arlega skilið, hann nafni minn,“ og keyptir hann. Þú kenndir mér líka að kafa með snorkel á Kanarí. Við byrj- uðum æfingarnar í lauginni en svo fórum við loks í sjóinn sam- an þegar þér fannst ég tilbúinn til þess. Þvílíkt ævintýri fyrir ungan tíu ára dreng. Okkar samband var einstak- lega náið þó ég hafi flutt til Hong Kong. Við töluðum reglu- lega saman. Þú gafst mér góð ráð, við spjölluðum um fréttir og svo göntuðumst við líka. Þú og amma komuð nokkrum sinn- um í heimsókn til Hong Kong og ég til Íslands reglulega líka. Þegar ég var á landinu kom ég alltaf til ykkar í kaffi á hverjum degi, oft tvisvar á dag. Í heim- sóknum mínum varst þú enn að stjana við hann nafna þinn allt fram á síðasta dag, til dæmis Þröstur Sigtryggsson Elsku amma, á meðan ótal margar minningar streyma í gegnum hugann fyllist hjartað af hlýju og sökn- uði. Í Hjallalandinu var alltaf líf og fjör. Þar hittust dætur þínar á sumrin til þess að tana á meðan við frænkurnar lékum okkur og afi sló grasið með rúllusláttuvélinni. Þar varstu með saumaherbergi, en þú varst mjög dugleg að sauma á okkur föt, t.a.m. 17. júní föt, en þú saumaðir á okkur frænk- urnar pils, peysu og legghlífar. Mikið svakalega vorum við fín- ar. Í Hjallalandinu var jólaboð á jóladag, afi sá til þess að það væri dansað í kringum jólatréð. Á páskunum fenguð þú og afi barnabörnin til ykkar og leyfð- uð okkur að gista. Þið dróguð okkur í messu klukkan átta á páskadagsmorgun, en okkur fannst það allt í lagi, við vorum með afa og ömmu. Þú hafðir svo mikið dálæti á börnum. Manstu þegar ég og Bryndís Erla vorum kisurnar þínar og vildum bara skríða og mjálma út um allt. Þú settir skál með mjólk á gólfið og leyfðir okkur að lepja hana upp. Okkur fannst þú vera besta amma í heimi að taka þátt í leiknum okkar. Það var líka alltaf pláss „í millunni“ hjá ykkur afa, það var svo gott að kúra þar, þótt það væru hrotur í afa. Takk fyrir að kenna mér á skíði. Takk fyrir að taka okkur alltaf með og gefa okkur tíma. Afi kenndi mér að horfa til fjalla og athuga færið en þú kenndir mér að það er engin skíðaferð án þess að taka með heitt kakó og nesti. Þú varst Nanna Lára Pedersen ✝ Nanna LáraPedersen fæddist 7. júní 1931. Hún lést 5. desember 2017. Útför hennar fór fram 18. desember 2017. svo mikil húsmóðir. Söngurinn í bílnum á leiðinni, þú hafðir svo gaman af því að syngja. Þegar þið minnkuðu við ykk- ur og fluttuð í Fannafoldina var samt alltaf nóg pláss fyrir fólkið ykkar. Þar var líka dansað í kringum jólatréð. Þar bjargaðir þú hárinu mínu þegar Bryndís Erla fékk lánað krullujárnið þitt og flækti það í hárinu mínu. Það sem við gátum hlegið eftir á. Þú hafðir lúmskt gaman af því þegar ég fór einu sinni með þig á bjórsjoppuna eins og þú kallaðir það. Þegar einhver þar spurði hvort ég væri með mömmu minni, en varð svo hissa þegar ég sagði, nei ömmu. Manstu þegar ég og Rósa vinkona komum suður eina helgi í borgar- og menn- ingarferð. Við sváfum svo til alla helgina. Þér fannst við hafa heldur lítið úthald af ungum dömum að vera. Þú varst sko með alla afmæl- isdaga á hreinu, en þegar meirihlutinn af 19 barnabörn- um var farinn að eignast börn bjó ég til afmælisbók handa þér. Þér fannst svo þægilegt að hafa svona bók. Við fylltum svo bara inn í hana þegar bættist í hópinn. Það skipti þig nefnilega máli að vera alveg viss um hvaða dag hver átti. Þú og afi létuð fjölskylduna skipta máli. Þið voruð alltaf dugleg að kíkja í heimsókn til allra, hringja og spyrja frétta. Elsku amma mín, mikið á ég eftir að sakna þín og afa. Ferð í Grafar- voginn verður aldrei söm aftur. Ég veit að afi hefur tekið á móti þér opnum örmum. Þú vissir sem var að hann var ekki sá þolinmóðasti og lést hann því ekki bíða of lengi eftir þér. Hvíldu í friði elsku amma mín, takk fyrir allt og allt. Þín Olga. Elsku amma mín, þá er víst komið að kveðjustund. Margs er að minnast og margt er hér að þakka, eins og segir í ljóð- inu. Sérstaklega er ég þakklát fyrir síðustu mánuðina sem þið afi voruð á Eiri. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri til að kynnast á öðru tímabili lífsins og fengið að taka þátt í daglegu lífi ykkar þar. Það var alltaf svo gaman að fá þig til okkar á hárgreiðslustofuna á fimmtu- dögum, alltaf svo glöð og kát og vildir spjalla við alla. Jafnvel þá daga sem þér leið ekki sem allra best var alltaf stutt í húm- orinn. Þarna sá ég hvað þú varst ótrúlega félagslynd, kynntist fullt af fólki og hafðir gaman af lífinu. Það var alltaf svo notalegt að kíkja við hjá þér í lok vinnu- dagsins, stundum bara til að segja bless, eða kíkja aðeins saman til afa, eða eiga notalegt spjall um lífið og tilveruna, fyr- ir þær stundir er ég óendalega þakklát. Þú varst mikil fjölskyldu- manneskja, mundir alla afmæl- isdaga og fylgdist með fólkinu þínu, hélst vel utan um hópinn þinn. Gast alltaf sagt manni hvað var að gerast hjá hinum í fjöl- skyldunni. Þegar við systurnar vorum litlar og bjuggum fyrir norðan vorum við alltaf svo spenntar að fá ykkur í heimsókn. Biðum allan daginn þegar við vissum að von væri á ykkur. Fengum að vita hvernig bíll- inn væri á litinn og komum okkur svo fyrir einhvers staðar þar sem við sáum vel til bíla- ferða og biðum, en þið voruð reyndar alltaf alveg ótrúlega lengi á leiðinni. En að sjálf- sögðu komuð þið með lakkrís með ykkur, svo að ykkur fyr- irgafst alveg. Núna getum við huggað okk- ur við það að þið afi eruð sam- einuð aftur, hann þurfti aðeins að bíða eftir þér í tvo mánuði og ég er viss um að þið eruð dansandi saman núna í sum- arlandinu. Ástarkveðja, Sólveig Harpa Reynisdóttir. Maja vinkona mín til 65 ára er lát- in. Hugurinn reikar aftur til fyrstu kynna okkar, sem voru í Húsmæðraskóla Reykja- víkur árin 1952-1953. Við Maja vorum herbergisfélagar og deildum tveimur herbergjum með sex öðrum nemum. Maja var staðföst í að fara í Hús- mæðraskólann, hann var eina framhaldsnám hennar en hún þráði alltaf skóladvöl. Eftir skól- ann stofnuðum við vinkonurnar saumaklúbb og héldum hópinn allt fram á þennan dag. Síðast fór ég í saumaklúbb til Maju í Mörkinni, þar sem hún bjó síð- ustu árin. Við Maja vorum góðar María Eggertsdóttir ✝ María Eggerts-dóttir fæddist 23. nóvember 1929. Hún lést 6. desem- ber 2017. Útför Maríu fór fram 18. desember 2017. vinkonur og töluð- um saman minnst einu sinni í viku í símann. Þá gengum við oft saman niður Laugaveginn, fór- um á kaffihús og nutum samverunn- ar. Maja var mikil fjölskyldukona og átti góða að. Hún var trygg og traust vinkona, jafnlynd og var sú sem allir leituðu til í gleði og sorg. Við Maja ferðuð- umst svolítið saman, bæði í orlofi húsmæðra og öðrum kvenna- ferðum. Við fórum bæði til Du- blin og Edinborgar og var gam- an að versla með Maju í þessum ferðum. Hún var dugleg að hjálpa mér að gera góð kaup og hafði ég voða gaman af þessum verslunarferðum okkar vin- kvennanna. Maja skilur eftir sig góðar minningar. Ég sakna þín, Maja mín, og þakka þér ára- langa vináttu. Ragnhildur Einarsdóttir. „Guð ræður en mennirnir þenkja.“ Fyrir þér hafði Guð lokaorðið og oft kvaddir þú okkur með orðunum „ef Guð lofar“. Þú uppálagðir okkur að leggja erfið mál og traust okkar á Guð, kennd- ir okkur að signa okkur áður en farið var í bol og biðja bænir – bæði að kvöldlagi og þegar eitt- hvað bjátaði á. Ef það dugði ekki til þá minntir þú okkur á með „hvað ertu að hafa áhyggjur af Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir ✝ Guðrún Matt-hildur Sigur- bergsdóttir fæddist 20. nóvember 1930. Hún lést 23. nóv- ember 2017. Útför Guðrúnar Matthildar fór fram 11. desember 2017. þessu, það er ekki eins og þú hafir drepið mann!“. Þú söngst fyrir okkur, spilaðir á gítarinn og áttir alltaf bros, faðmlag og enda- lausan tíma og ást. Gleðin var ríkjandi hjá þér og þú áttir heiðurssess í hjarta okkar allra þar sem þú ríktir með leik og söng, jóðli og stutt í sprellið – einkum er okkur minnisstætt bragðið með fölsku tennurnar. Þú hafðir líka alltaf tíma fyrir ís. Jólafrómas, afakaka og enda- lausar kræsingar þar sem alveg sama var hversu miklu var hest- húsað, viðkvæðið var „viltu ekki meira, þú ert bara ekkert búin að borða“. Fyrir þér voru allir jafnir og nutu góðs af þinni einskæru hlýju. Þú varst hrein og bein og óhrædd við að segja skoðanir þín- ar – sérstaklega um hversu mik- ilvæg fjölskyldan væri, bindindi á reykingar og vín og að hafa góða og sterka trú og sýna hana í verki, þá helst með náungakærleik. Sem dæmi um hversu vinsæl og skemmtileg þú varst að þegar þú lagðist inn á Landspítalann fyrir 15 árum eftir að hafa fengið lítið hjartaáfall komu yfir 100 manns í heimsókn og flestir með blóm. Þegar á leið dvölina voru gestir og gangandi farnir að spyrja hvort spítalinn hefði átt af- mæli. Þú gafst ríkulega af þér og ættir þú tvennt af einhverju þá fannstu iðulega einhvern til að gefað annað og minntir okkur á að lán er lán, gjöf er gjöf og sala er sala. Við erum þér mjög þakklát fyrir að reynast okkur góð fyrir- mynd í lífinu, einkum sem heims- ins besta mamma og amma. Þú varst stolt af okkur öllum og elsk- aðir okkur öll af heilu hjarta en þá sérstaklega hann Jón þinn. Við munum núna hugsa jafn vel um hann og þú gerðir við okkur öll. Elsku mamma, amma og langamma, Guð veri með þér og við sjáumst aftur. Við sjáumst áreiðanlega aftur. Ef Guð lofar. Þín um alla tíð Jóhanna. Gunna, Binni, Alexandra Nótt. Þurý, Ömmi, Svana Ösp, Steinar Ari, Jóhanna Laufey, Erla Sjöfn, Helga Margrét, Axel Peter. Erla, Pietro, Elma Lind. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.