Morgunblaðið - 19.12.2017, Side 27
með því að elda beikon og egg
fyrir mig. Það var bara svo
notalegt að sitja hjá þér, lesa
blöðin saman og spjalla. Svo var
planið að hittast næst í janúar
2018. Við hlökkuðum báðir svo
til að eiga góða tíma saman. Nú
er ég þakklátur að hafa getað
komið til þín á spítalann í des-
ember og átt með þér nokkra
dýrmæta daga.
Þegar ég gekk inn til þín á
spítalanum sagðir þú: „Ertu
kominn, nafni minn“ og brostir
svo blítt til mín. En þessa síð-
ustu viku sem við áttum saman
var það nú ég sem faðmaði og
kreisti þig eins og tannkrems-
túbu og sagði bless, elsku nafni
minn.
Þröstur Rúnar Jóhannsson.
Baráttan um yfirráðin yfir
auðlindum hafsins er tvímæla-
laust einn þýðingarmesti kaflinn
í sögu sjálfstæðisbaráttu okkar
því án efnahagslegs sjálfstæðis
er hið pólitíska sjálfstæði lítils
virði. Leiðtogar þjóðarinnar
höfðu kjark til þess á sínum
tíma að berjast fyrir útfærslu
landhelginnar og síðan fiskveiði-
lögsögunnar og Landhelgis-
gæslan hafði það ábyrgðarmikla
hlutverk að framfylgja þeirri
stefnu. Þar stóðu skipherrar
Landhelgisgæslunnar í broddi
fylkingar við aðstæður sem voru
í senn viðkvæmar og hættu-
legar. Einn þessara manna sem
við eigum svo mikið að þakka
var Þröstur Sigtryggsson.
Þröstur var fæddur að Núpi í
Dýrafirði árið 1929. Hann hóf
sjómennsku 1947 og fljótlega
upp úr því hóf hann störf um
borð í varðskipunum. Að af-
loknu námi í Stýrimannaskól-
anum, sem Þröstur lauk með
hæstu einkunn, varð hann stýri-
maður á varðskipunum 1953.
Sjö árum síðar var Þröstur orð-
inn skipherra og starfaði sem
slíkur nánast óslitið til ársins
1990, þegar hann settist í helg-
an stein.
Þröstur fékkst við ýmislegt á
ferli sínum hjá Landhelgisgæsl-
unni. Hann var á ýmsum varð-
skipum, í stjórnstöð og flug-
deild. Á ofanverðum sjötta
áratugnum var hann einn af
fyrstu stýrimönnum Gæslunnar
sem sinntu eftirliti með land-
helginni úr Catalina-flugbátum
við mjög frumstæðar aðstæður.
Þegar Vestmannaeyjagosið stóð
yfir annaðist Þröstur stjórn og
skipulag búslóðaflutninga úr
Heimaey fyrir hönd Land-
helgisgæslunnar.
Fyrst og fremst verður
Þrastar þó minnst fyrir frammi-
stöðu sína í þorskastríðum átt-
unda áratugarins. Þar þótti
hann ganga fram af mikilli hug-
dirfsku en um leið fádæma yfir-
vegun og gætni. Það voru eig-
inleikar sem skiptu sköpum á
þessum viðsjárverðu tímum
þegar erlend herskip sigldu um
Íslandsmið með gínandi fall-
byssukjafta og samskipti þjóð-
arinnar við önnur og stærri ríki
voru á suðupunkti.
Þrátt fyrir að tímarnir væru
alvarlegir var Þröstur sjálfur
jafnan léttur í lund. Sjálfsævi-
saga hans geymir margar
skemmtilegar sögur enda var
Þröstur frábær sagnamaður
með kímnigáfu í ríkari mæli en
flestum okkar er gefin. Á efri
árunum hélt Þröstur ágætu
sambandi við sinn gamla vinnu-
stað, nú síðast í febrúar síðast-
liðnum þegar hann kom í mjög
ánægjulega heimsókn í Skóg-
arhlíðina með öldungaráði
Landhelgisgæslunnar.
Um leið og við hjá Land-
helgisgæslunni vottum börnum
Þrastar og öðrum ástvinum
innilega samúð minnumst við
sannkallaðs heiðursmanns. Hafi
orðið „Landhelgisgæslumaður“
átt vel við einhvern þá er það
Þröstur Sigtryggsson.
Georg Kr. Lárusson,
forstjóri Landhelgisgæslu
Íslands.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2017
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Aðalfundur Sjómannafélags
Íslands verður haldinn
fimmtudaginn 28. desember kl. 17.00
að Skipholti 50d
Fundarefni:
1. Hefðbundin aðalfundarstörf.
Trúnaðarmannaráð SÍ.
Tilboð/útboð
Útboð 20579 – RS Síma- og
fjarskiptaþjónusta
Ríkiskaup, fyrir hönd aðila að rammasamningum
á samningstíma, óska eftir tilboðum í síma og fjar-
skiptaþjónustu. Útboðinu er skipt upp í tvo hluta,
annar hlutinn byggir á beinum kaupum og hinn
hlutinn byggir á kaupum með örútboðum.
Hvorum hluta er skipt í eftirfarandi fjóra flokka:
farsími, talsími, internet og gagnaflutningur.
Heimilt er að bjóða í einstaka flokka útboðsins að
því tilskildu að allar skal kröfur séu uppfylltar í
viðeigandi flokki. Markmið samnings er að lækka
fjarskiptakostnað og auka þjónustu opinberra
fyrirtækja og stofnana sem eru aðilar að ramma-
samningum ríkisins. Nánari upplýsingar í útboðs-
gögnum á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is.
Opnun tilboða 7. febrúar 2018 kl. 14:00 hjá
Ríkiskaupum.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóga með Hildi kl. 9:30,
gönguhópur 1 kl. 10:15, vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl. 10:50 og
kaffið á sínum stað kl. 14:30. Eftir kaffi kemur til okkar skólahljómsveit
vestur- og miðbæjar og flytja valin tónverk kl. 15. Verið velkomin.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16.
Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leib. kl.
12.30-16. MS-fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt.
Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni,
Allir velkomnir. s: 535-2700.
Boðinn Stofukórinn syngur nokkur lög í andyri Boðans kl. 14.00.
Bridge og Kanasta kl. 13.00.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bútasaumshópur kl. 9-12, glerlist 9-13,
hópþjálfun stólaleikfimi með sjúkraþjálfara kl. 10:30-11:15, allir vel-
komnir. Ferð í Bónus kl. 12:15 rúta fer frá Skúlagötu/Klapparstíg, lita-
slökun kl. 13-14:30, frjáls spilamennska 13-16:30, kaffiveitingar kl.
14:30-15:30, bókaklúbbur kl. 15-16 í handverkstofu. Logy með fatasölu
frá kl. 11-13. Verið velkomin.
Furugerði 1 Morgunverður frá 8:10-9:10 í borðsal, fjöliðjan í kjallara
opin frá kl. 10:00, heitt kaffi á könnunni. Upplestur framhaldssögu á 9.
hæð k.l 10:00. Stólaleikfimi með Olgu kl. 11:00 í innri borðsal. Hádeg-
isverður kl. 11:30-12:30 í borðsal. Ganga kl. 13.00 ef veður leyfir.
Boccia í innri borðsal kl. 14:00. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30 í borðsal.
Bókabíll við Furugerði kl. 15:45-16:30
Garðabæ Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá
09:30-16:00. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara í síma
617-1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 14:00-15:45. Vatns-
leikfimi Sjál. Kl. 8:20/15:00. Qi Gong Sjál. kl. 9:00.. Gönguhópur fer frá
Jónshúsi kl. 10:00. Boccia Sjál. kl. 11:50. Karlaleikfimi Sjál. kl. 13:00.
Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14:45.
Gjábakki Kl. 9.00 handavinna, kl. 10.00 stólaleikfimi, kl. 13.00 handa-
vinna, kl. 13.00 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14.00
hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 16.00 dans.
Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12.
Gullsmári Myndlist kl 9:00. Boccia kl. 9:30. Ganga kl 10:00. Málm
/Tréskurður / Silfursmiði og Kanasta kl. 13:00. Leshópur kl. 20:00.
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 -16, morgunkaffi
og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, jóga kl. 9 hjá
Ragnheiði, morgunleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30. Helgistund
kl. 14, séra María Ágústsdóttir, kl. 14.30 Guðrún Lára Ásgeirsdóttir
kynnir bækur sínar, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið
kl.8.50, Thai Chi kl.9, leikfimin með Guðnýju kl.10, Bónusbíll kl.14.55,
brids kl.13, bókabíll kl.14.30, enskunámskeið jólafrí byrjar aftur í
janúar, síðdegiskaffi kl. 14.30, allir velkomnir óháð aldri. Nánari í síma
411-2790.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og kaffi og meðlæti er selt á vægu
verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari
upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi kl. 07.15. Kaffispjall í króknum kl. 10.30.
Pútt Risinu kl. 10.30. Í dag kl. 15.00 verða Litlu jóli / söngur og
súkkulaði í salnum á Skólabraut. Nemendur Tónlistarskólans spila
jólalögin, Upplestur og bókaumræða, Við fáum væntanlega leynigest
sem tekur lagið. Heitt súkkulaði og annað góðgæti í boði. Þetta er
stund fyrir alla, unga sem aldna og allir því hjartanlega velkomnir.
Stangarhylur 4 Skák kl. 13.00, allir velkomnir.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Sumarbústaðalóðir
til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með
aðgangi að heitu og köldu vatni í
vinsælu sumarhúsahverfi í landi
Vaðness í Grímsnes- og Grafnings-
hreppi. Vaxtalaus lán í allt að eitt ár.
Allar nánari upplýsingar gefur Jón í
síma 896-1864 og á facebook síðu
okkar vaðnes-lóðir til sölu.
Til sölu
Tilboð
Hagerty kristal spray 1890 kr.
Hagerty silfur spray. 1790 kr
Slovak Kristal Dalvegi 16 b,
Kópavogur kaldasel@islandia.is
s. 5444333
Bókhald
NP Þjónusta
Tek að mér bókanir og umsjá
breytinga.
Hafið samband í síma 649-6134.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Notalegir inniskór
Teg. 005 - stærðir 37-42- verð
kr. 4.500,-
Teg. 629 - stærðir 37-41 - verð
kr. 3.990,-
Teg. 627 - stærðir 37-41 - verð
kr. 3.990,-
Teg. 6069 - stærðir 37-42 - verð
kr. 3.990,-
Teg. 808 - stærðir 41-45 - verð
kr. 4.500,-
Teg. 824 - stærðir 41-46 - verð
kr. 4.500,-
Laugavegi 178, sími 551 2070.
Opið mán. - fös. kl. 10–18,
Laugardaga kl. 10 - 14
Laugardaga 10 - 14.
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Bolur 3990 , Buxur 6900
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílar
Mercedes Benz 316 CDI maxi
4x4. framl. 07.2016. Ekinn. 11.100
km. Hátt og lágt drif. Rafmagns- og
upp-hitaðir speglar. Hiti í sæti. For-
hitari. Bakmyndavél. Navigation.
Fjaðrandi bílstjóra sæti. Dráttarbeisli
ofl. Tilboð. 6.900.000 + vsk
Uppl. kaldasel@islandia.is
og sími 820 1071
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á