Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Síða 10
Þetta er saga um það hvernig á ekki aðvenja barn af snuði. Ég var rosalega mikill snuddukrakki og átti örugglega hundrað snuð, það var alveg svakalegt,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- kona sem er nú í hlutverki Ellyar í Borgar- leikhúsinu. „Það var á aðfangadag að það bönkuðu nokkrir jólasveinar upp á, fimm gaurar, sem mamma og pabbi höfðu hringt í og beð- ið um að koma. Og mamma rétti einum þeirra fullan glæran poka af snuðunum mínum. Og þeir sögðu bara: takk fyrir og gleðileg jól! Og löbbuðu í burtu. Þetta voru hörmungarjól. Það var grenjað öll jólin. Ég var mjög sein að hætta með snuð og var fjögurra ára að verða fimm. Það var mjög tímabært að hætta,“ segir hún. „En ég skil ekki hvernig þeim datt þessi tímasetning í hug en þau hlæja að þessu í dag. Þeim fannst þetta rosalega sniðugt þegar þau fengu þessa hugmynd. En svo var ekki. Ég man mjög vel eftir þessu, ég man hvað ég var ótrúlega sár. Ég man líka að þau voru með sam- viskubit yfir þessu,“ segir hún. KATRÍN HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR LEIKKONA Snuddulaus hörmungarjól Katrín átti hörmungarjól þegar foreldrar gáfu jólasveinunum öll snuðin. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Ég var svo sár út í mömmu fyrir að hafa rétt jólasvein- inum pokann. Og ég var sár út í jólasveinana líka fyrir að hafa tekið þetta af mér. Mikil vonbrigði. Í minningunni grét ég öll jólin. Ég hef aldrei getað fyrirgefið jólasveinunum þetta,“ segir Katrín og hlær. Jól sem aldrei gleymast Getty Images/iStockphoto Margir eiga sögur af eftirminnilegum jólum. Sumir brenna sósuna, gleyma gjöfum úti í bæ, detta í hálku, eða jafnvel eignast barn á sjálfum jólunum. Sunnudagsblaðið fékk nokkra þjóðþekkta einstaklinga til að rifja upp ógleymanleg jól Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Pétur Magnússon petur@mbl.is Kristín Helga kann góðar sögur af liðnum jólum. Eftirminnileg gjöf frá eiginmanninum, þáverandi kærasta, hitti ekki í mark. Morgunblaðið/Kristinn Ýmislegt hefur nú gengið á um jólin.Þetta er mjög fjölskyldudramatísk hátíð,“ segir rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir. Hún byrjar á að rifja upp jól endur fyrir löngu þegar þau hjónin voru ungt par í útlöndum. „Við Helgi vorum að læra í Utah, fyrir börn og buru. Við vorum þarna tvö ein og þá fékk ég eftirminnilegustu gjöf sem ég hef fengið. Af því að ég var með svo mikla heimþrá. Þá heyrði maður ekkert í fólkinu sínu svo vik- um skipti og fékk kannski bréf á sex, sjö vikna fresti. Þarna fyrir jólin fékk ég kassa í pósti frá mömmu og fór á pósthúsið að sækja. Ég tók upp úr honum lopapeysur sem hún hafði prjónað á okkur og mat. Ég man ennþá hvað mér leið vel og ég man eftir mér á pósthúsinu með tárin í augunum. Þarna var íslenskur lopi, laufabrauð og harð- fiskur,“ segir Kristín Helga dreymin. „Svo voru það ein jól að elsku Helgi minn gaf mér ofnpott. Við vorum bara búin að vera saman í tvö ár. Mamma hans er alveg rosalega góður kokkur og hún eldaði oft svo fína rétti í svona ofnpotti. Það vakti nú ekkert annað fyrir honum en að hvetja mig til að ná tökum á þessari færni. Þannig að hann gaf mér þennan ofnpott. Ég varð nátt- úrlega sjóðandi fúl, ég lét hann alveg heyra það,“ segir hún og hlær. „Þetta er ekki ástargjöf í tilhugalífi. Þannig að ég mundi þetta alveg í eitt ár. Það vant- aði flísar á eldhúsgólfið þannig að ég keypti fullt af korkflísum og pakkaði þeim inn og gaf honum þarna árið eftir. Hann fékk ekkert að gleyma ofnpott- inum, það var búið að tala um það í ár. En eftir það fórum við nú að haga okk- ur sæmilega og setja meiri rómantík í gjafirnar,“ segir hún. „Svo voru það jólin sem einn gestur kom með tvo kjölturakka. Þeir eru nú kallaðir jóladónarnir. Þeir hlupu inn í eitt barnaherbergið og gerðu stykkin sín í barnarúmið. Svo uppgötvaðist það á milli rétta og það varð uppi fótur og fit og eigandinn ákvað bara að keyra þá heim. Þeir væru ekki húsum hæfir,“ segir hún og skellihlær. „Þeir fengu þá þetta viðurnefni, jóla- dónarnir.“ KRISTÍN HELGA GUNNARSDÓTTIR RITHÖFUNDUR Óvinsæll ofnpottur og jóladónar Ég man eftir því að faðir minn var skipstjóri og stýri-maður á togurum í langan tíma þegar ég var strákur. Það var alltaf gaman þegar hann kom úr siglingum og keypti fyrir mig æðislega flott tindátasett, það voru ekki allir strákar sem áttu svona. Svo gaf hann mér líka box- hanska sem ég á enn í dag. Þetta var þegar Muhammad Ali hét Cassius Clay,“ segir Björgvin Halldórsson, tón- listarmaður. „Það er ýmislegt sem fer stundum úrskeiðis eins og á öllum tónleikum, segir Björgvin, en síðustu ár hefur hann staðið fyrir Jólagestum Björgvins, einum stærstu og stjörnuprýddustu jólatónleikum ársins. „Stundum gleyma söngvarar textanum sínum og þá eru góð ráð dýr. Þá þarf bara að finna upp eitthvað nýtt og redda sér. Það eru ekki allir sem taka eftir því, en þeir sem þekkja og vita taka eftir því og minnast kannski á það. Ég man eftir einu at- viki sem var svolítið skemmtilegt, en kom sér svolítið illa. Þá vorum við með jóla- gestina í Laug- ardalshöllinni og Páll Óskar var að taka þátt í fyrsta skipti, það eru kannski þrjú eða fjögur ár síðan. Hann kom í svakalega flottu dressi, hvítur al- hjúpur með stórum kraga og með LED ljós- um sem kviknaði á og búningurinn verður eins og geimskip. Svo var búið að testa þetta og svo byrja lögin og hann labbar fram og gengur niður stigan, og þá kviknaði ekki á búningnum, svo hann fer aðeins til baka og hljómsveitin bíður og svo kemur hann ljóslifandi til baka. Svo kom hann fram á svið og negldi það.“ BJÖRGVIN HALLDÓRSSON Tindátar og tónleikastúss Morgunblaðið/Árni Sæberg Björgvin á enn í dag boxhanskana sem faðir hans gaf honum í jólagjöf. „Ég á margar góðar minningar frá jólum,“ segir leikarinn Guðjón Davíð, betur þekktur sem Gói. „En kannski sú skondnasta er frá jólum 2008. Þannig er að sonur okkar Ingu fæddist í sept- ember það árið og jólin á eftir fórum við að pæla í hvernig jólin ættu að vera. Nú vorum við fjöl- skylda þannig að ég var alveg gallharður á að við skyldum vera heima hjá okkur. Bara við þrjú. Þetta var okkur svolítið metnaðarmál. Okkur fannst svo mikið atriði að gera þetta bara á tempói sonar okkar. Hann gæti sofnað þegar hann væri þreyttur og ekkert verið að dúða hann í bíl og hlunkast með hann á milli staða,“ segir Gói. „Við vorum ótrúlega spennt að búa til okkar jól,“ segir Gói og seg- ir þau hafa planað þetta mikið. „Svo var auðvit- að fenginn fimm kílóa kalkúnn til að taka þetta alla leið. Ég er oft að hugsa til baka, jóla- myndin í huga mér af þessum jólum er þannig að við sitjum við borðstofuborðið, ég og Inga, og Óskar (þriggja mánaða) liggur í vöggunni sinni og fimm kílóa risakalkúnn með öllu tilheyrandi á borðinu. Alveg óborganlegt. Kalkúnninn var stærri en Óskar sjálfur. Við vorum alveg með þetta.“ GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON LEIKARI Kalkúnninn stærri en barnið Morgunblaðið/Golli Gói ákvað að taka jólin alla leið þrátt fyrir að þau væru bara tvö í mat og keypti fimm kílóa kalkún. JÓLASÖGUR 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.