Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017 Vasi frá Postulínu og verk eftir Rán Flygenring. Fjölskyldan hefur komið sér afskaplegavel fyrir á Seltjarnarnesinu en þaufestu kaup á íbúðinni síðastliðið vor. Aðspurð hvað sé í eftirlæti í hverfinu nefnir Auður Ýr garðinn. „Við eigum rosalega stór- an og fallegan garð sem er æðislegt að hanga í á sumrin og drekka vín. Ég elska líka hvað við erum nálægt sjónum.“ Auður segist sjálf vera afslappaður safnari sem sést vel á heimilinu. Þar smá finna sam- ansafn fallegra muna sem koma úr öllum átt- um. Auður segir þó mikilvægast af öllu að gera heimilið að stað sem þér líður vel á. „Ég reyni að passa mig á því að falla ekki í einhverjar tískugryfjur og fylgi því hvað mér þykir fallegt. Ég elska að gera heimilið mitt hlýlegt með nóg af kertum, teppum og bókum.“ Aðspurð hvaðan hjónin sæki innblástur inn á heimilið segir Auður bækur ofarlega á lista. „Ég er að gera mitt besta í að gera heimilið mitt eins og heima hjá Gunnjónu í bókinni Blómin á þakinu,“ svarar Auður Ýr sem segir jafnframt uppáhaldsstað sinn á heimilinu vera í sófanum með góðan kaffi- bolla í hendi. Hjónin segjast reyna að kaupa sem minnst nýtt inn á heimilið. „Rosalega margt höfum við fengið úr geymslum fjölskyldumeðlima og vina eða af sölusíðum á Facebook eða á bland.is. Hugsanlega versla ég mest af öllu í blómabúðum.“ Aðspurð að lokum hver sé griðastaður fjöl- skyldunnar á heimilinu svarar hún: „Við elsk- um að kúra öll saman uppi í rúmi. Ylfa klifr- ar yfirleitt upp í rétt áður en við þurfum að fara á fætur á morgnana og við tökum smá augnablik saman þar áður en við byrjum daginn. Mér finnst það ótrúlega mikilvægt.“ Elísabet Ylfa bergður á leik fyrir ljósmyndara. Borðstofan er björt og hlýleg í senn. Sjöur Arne Jacobsen koma vel út við tekk-borðið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skemmtilegt, gamalt jólasveinaskraut. Auður Ýr og tíkin Þula. Huggulegt heimili á Seltjarnarnesi Hjónin Auður Ýr Elísabetardóttir húðflúrari og Marinó Sigurðsson húsgagnasmiður búa í heillandi íbúð á Seltjarnarnesi ásamt dóttur þeirra Elísabetu Ylfu, og samoyed-tíkinni Þulu. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is HÖNNUN Hönnunarmarkaður á Þorláksmessu Hinn 23. desmber verður haldinn Þorláksmessu jólamarkaður hjá þeim Karítas Sveinsdóttur og Hafsteini Júlíussyni, eigendum HAF Store. Markaðurinn er haldinn á Geirsgötu 7, Verbúð 4, 101 Reykjavík. Þar verða fallegar hönnunarvörur tíl sölu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.