Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017 Vasi frá Postulínu og verk eftir Rán Flygenring. Fjölskyldan hefur komið sér afskaplegavel fyrir á Seltjarnarnesinu en þaufestu kaup á íbúðinni síðastliðið vor. Aðspurð hvað sé í eftirlæti í hverfinu nefnir Auður Ýr garðinn. „Við eigum rosalega stór- an og fallegan garð sem er æðislegt að hanga í á sumrin og drekka vín. Ég elska líka hvað við erum nálægt sjónum.“ Auður segist sjálf vera afslappaður safnari sem sést vel á heimilinu. Þar smá finna sam- ansafn fallegra muna sem koma úr öllum átt- um. Auður segir þó mikilvægast af öllu að gera heimilið að stað sem þér líður vel á. „Ég reyni að passa mig á því að falla ekki í einhverjar tískugryfjur og fylgi því hvað mér þykir fallegt. Ég elska að gera heimilið mitt hlýlegt með nóg af kertum, teppum og bókum.“ Aðspurð hvaðan hjónin sæki innblástur inn á heimilið segir Auður bækur ofarlega á lista. „Ég er að gera mitt besta í að gera heimilið mitt eins og heima hjá Gunnjónu í bókinni Blómin á þakinu,“ svarar Auður Ýr sem segir jafnframt uppáhaldsstað sinn á heimilinu vera í sófanum með góðan kaffi- bolla í hendi. Hjónin segjast reyna að kaupa sem minnst nýtt inn á heimilið. „Rosalega margt höfum við fengið úr geymslum fjölskyldumeðlima og vina eða af sölusíðum á Facebook eða á bland.is. Hugsanlega versla ég mest af öllu í blómabúðum.“ Aðspurð að lokum hver sé griðastaður fjöl- skyldunnar á heimilinu svarar hún: „Við elsk- um að kúra öll saman uppi í rúmi. Ylfa klifr- ar yfirleitt upp í rétt áður en við þurfum að fara á fætur á morgnana og við tökum smá augnablik saman þar áður en við byrjum daginn. Mér finnst það ótrúlega mikilvægt.“ Elísabet Ylfa bergður á leik fyrir ljósmyndara. Borðstofan er björt og hlýleg í senn. Sjöur Arne Jacobsen koma vel út við tekk-borðið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skemmtilegt, gamalt jólasveinaskraut. Auður Ýr og tíkin Þula. Huggulegt heimili á Seltjarnarnesi Hjónin Auður Ýr Elísabetardóttir húðflúrari og Marinó Sigurðsson húsgagnasmiður búa í heillandi íbúð á Seltjarnarnesi ásamt dóttur þeirra Elísabetu Ylfu, og samoyed-tíkinni Þulu. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is HÖNNUN Hönnunarmarkaður á Þorláksmessu Hinn 23. desmber verður haldinn Þorláksmessu jólamarkaður hjá þeim Karítas Sveinsdóttur og Hafsteini Júlíussyni, eigendum HAF Store. Markaðurinn er haldinn á Geirsgötu 7, Verbúð 4, 101 Reykjavík. Þar verða fallegar hönnunarvörur tíl sölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.