Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Page 24
VIÐTAL 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017 M ér líður alltaf best á kóræf- ingu en ekki fer ég að bjóða þér þangað,“ segir Þorgerð- ur Ingólfsdóttir létt í bragði þegar við erum að mæla okkur mót gegnum símann. „Ætli sé þá ekki bara best að þú komir hingað heim. Það fer vel á því, úr því við ætlum að líta yfir farinn veg, hér liggur nefnilega sagan mín; foreldrar mín- ir byggðu þetta hús þegar ég var pínulítil. Þetta er minn staður.“ Nokkrum dögum síðar stend ég á tröpp- unum hjá Þorgerði og Knut Ødegård á Hof- teignum í Laugardalnum og hún tekur á móti mér með þessu bjarta brosi sem einkennir allt hennar fas. Býður mér í bæinn. Foreldrar hennar, Ingólfur Guðbrandsson og Inga Þor- geirsdóttir, sem þá kenndu bæði við Laugar- nesskólann, reistu húsið árið 1947 og Þorgerð- ur, sem er elst fimm dætra þeirra, minnist þess að hafa hangið í pilsfaldi móður sinnar meðan á framkvæmdum stóð, ásamt systur sinni, Rut. Síðar fæddust Vilborg, Unnur María og Inga Rós. Og snemma beygðist krókurinn. „Mamma, sem var mesti listamaðurinn og músíkölskust af okkur öllum, hafði heyrt yndislega tóna í út- varpinu þegar hún var barn, fiðluleik, og gleymdi því ekki meðan hún lifði. Þetta settist svo sterkt að henni að hún ákvað að ef hún eignaðist börn skyldu þau fá tækifæri til að læra á þetta dásamlega hljóðfæri. Við syst- urnar lærðum því allar á fiðlu og svo önnur hljóðfæri eftir atvikum,“ segir Þorgerður en fjórar þeirra gerðu tónlist að ævistarfi sínu. Fiðlarinn á baðinu Æft var af kappi í hverju einasta herbergi hússins, þar á meðal eldhúsinu og baðinu. Eld- húsinu vegna þess að þar var langur spegill sem litlu fiðlararnir gátu mátað sig við með hljóðfærið og baðinu út af því að hljómurinn þar var svo góður. Á kvöldin voru systurnar svo sungnar alúðlega í svefn. „Sagt er að húsið syngi, sjálft við undirleik og ekki ætla ég að draga það í efa,“ segir Þorgerður. Faðir þeirra var í tónlist, hann var kennari og stjórnaði kórum og æfði sig gjarnan heima, auk þess sem ýmsir meistarar orðsins og tóns- ins voru heimilisvinir. „Við systurnar drukkum menningu og listir í okkur eins og mjólk. Ég fæ aldrei fullþakkað það uppeldi sem ég fékk. Tónlistin varð snemma inntakið í mínu lífi og ég man ekki eftir mér öðruvísi en að hún hafi verið í andrúminu,“ segir Þorgerður. Það var mikið líf og fjör í húsinu en föðurfor- eldrar Þorgerðar bjuggu lengi þar og gerðu áfram eftir að foreldrar hennar skildu og Ing- ólfur flutti í burtu. Þá var Þorgerður orðin sautján ára. „Það var ekki auðvelt að vera ein- stæð móðir með fimm börn á þessum tíma en mamma var kjarkmikil og einstök hetja og bætti við sig kennslu til að endar næðu saman. Þetta þjappaði okkur systrunum bara enn frekar saman en við höfum alla tíð verið afar náin fjölskylda,“ segir Þorgerður. Stendur öllum opið Hofteigurinn hefur raunar verið miðpunktur fjölskyldunnar alla tíð. Og er enn. „Þegar mamma dó, fyrir sjö árum, kom ekki til greina að húsið færi úr fjölskyldunni,“ segir Þorgerð- ur og niðurstaðan varð sú að hún og eigin- maður hennar, norska skáldið Knut Ødegård, fluttu í húsið. Og húsið stendur öllum opið og er sann- kallað fjölskylduhús. „Það má segja að hingað komi einhver ættingi okkar á nær hverjum degi. Það gleður og þannig viljum við hafa það.“ Þegar setið er í stofunni á Hofteigi fer ekki á milli mála að á þessu heimili hverfist allt um tónlist. Og bækur. Knut sest okkur til sam- lætis, nýkominn heim frá Noregi, þar sem hann var tilnefndur til virtra verðlauna í bók- menntum en tvær nýjar bækur hans komu út nú í haust. „Ég er að láta af störfum fyrir aldurs sakir. Þetta þótti heppilegur tímapunktur en í októ- ber síðastliðnum voru fimmtíu ár frá því að fyrsta kóræfing Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð fór fram,“ segir Þorgerður, spurð um tímamótin. Fyrsta æfingin var 18. október 1967, það hafði Þorgerður punktað hjá sér í minnisbók og á nóturnar, sem var miðvikudagur, eins og 18. október 2017. „Við héldum upp á þetta þann dag og það var stórkostleg stund. Kór- félagar fjölmenntu ásamt vinum og velunn- urum Hamrahlíðarkóranna,“ segir Þorgerður en yfir tvö þúsund manns hafa sungið með kór- unum tveimur, eldri og yngri, á þessum fimm- tíu árum. „Þetta er eins og fjölskylda mín og fjölmargir kórfélagar hafa haldið tryggð við okkur Knut og eru meðal okkar nánustu og bestu vina.“ Á afmælishátíðinni flutti borgar- stjórinn í Reykjavík ræðu og tilkynnti að borg- in hefði tekið þá ákvörðun að útnefna Þorgerði heiðursborgara Reykjavíkur, þann sjöunda í röðinni. Í byrjun október voru tónleikar með Sinfón- íuhljómsveit Íslands í Hörpu, þar sem 140 kór- félagar stigu á svið og tóku þátt í flutningi á Sálmasinfóníu Stravinskíjs. „Við litum á þessa tónleika sem hluta af afmælishátíðinni og það var yndislegt að gleðjast með Sinfóníu- hljómsveit Íslands enda stórkostlegt hvað hún hefur treyst okkur gegnum tíðina, allt frá fyrstu tónleikum okkar saman árið 1975.“ Hvergi nærri hætt 1. nóvember síðastliðinn tók Hreiðar Ingi Þor- steinsson við af Þorgerði sem stjórnandi Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð. Þorgerður verður þó eitthvað viðloðandi starfið nú um há- tíðirnar, enda hefðirnar margar, og hún stjórnar eldri kórnum sínum áfram, Hamra- hlíðarkórnum. „Ég er hvergi nærri hætt,“ seg- ir hún brosandi, „og hef aðgang að syngjandi fólki úti um allan heim.“ „Lífið er kóræfing fyrir Þorgerði,“ bætir Knut við. „Þegar hún kemur heim veit ég alltaf hvort gengið hefur vel eða illa á æfingu dags- ins – það heyrist á fótatakinu,“ segir hann og brosir. Sumir sem sungið hafa í Kór MH hafa hald- ið áfram að þróa tónlistarhæfileika sína meðan aðrir hafa litið á sönginn sem viðbót við sína menntun og róið á önnur mið. Í afmælishófinu var fólk úr ýmsum áttum samankomið. „Kór- fjölskyldan mín er ótrúlega litskrúðug og það er ríkidæmi að eiga allt þetta fólk að vinum. Það er mikil lífsgæfa að fá að vinna með ungu og heilbrigðu fólki, ekki síst þegar maður hef- ur sjálfur svo mikla ástríðu og elskar viðfangs- efnið, músíkina, út af lífinu. Ungt fólk er svo ferskt og forvitið og opið í hugsun. Það getur verið erfiðara að ná einhverju fram með eldra og reyndara fólki þar sem það er komið með fastmótaðri skoðanir. Unga fólkið á dirfsku, þor, bjartsýni og ímyndunarafl.“ Fyrst og fremst uppeldisstarf Hún segir kórstarfið sitt fyrst og fremst hafa verið uppeldisstarf. „Ég hef tekið við ómót- uðum unglingum sem eru að þreifa fyrir sér á Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þannig syngur vináttan! Meðan sumar konur fá skartgripi að gjöf, aðrar ilmvatn, þá fær Þorgerður Ingólfsdóttir tónverk. Og ræður sér ekki fyrir kæti. Eftir fimmtíu ár og meira en tvö þúsund söngvara lætur þessi kórmóðir Íslands nú af störfum sem stjórnandi Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð. Því fer þó fjarri að Þorgerður sé sest í helgan stein; tónlist verður hluti af lífi hennar svo lengi sem hún dregur andann. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is „Þetta var bara tilraun þegar ég byrj- aði og ég hugsaði alls ekki langt fram í tímann. En þarna lá þá gæfa mín,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir eftir hálfa öld sem stjórnandi Kórs MH.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.