Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Page 56
SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2017
Mathilda Maj, níu ára íslensk stúlka í Kaupmannahöfn,
ákvað að grípa til sinna eigin ráða og skrifa bréf, ekki til
jólasveinsins heldur símafyrirtækis, þar sem hún óskar
þess að fá iPhone í gjöf. „Hún bað um iPhone 5S því hún
átti iPhone 5S sem hún týndi fyrir tveimur árum og er
ennþá mjög leið yfir því. Hún er búin að óska sér að fá
iPhone í langan tíma en ekki fengið enn. Mamma mín
stakk upp á því að hún skrifaði bréf til jólasveinsins og
kannski myndi ósk hennar rætast,“ segir mamma Mat-
hildu, Jóhanna Björg Christensen, en fjölskyldan hefur
verið búsett í Danmörku í tvö og hálft ár.
„Hún settist niður og byrjaði að skrifa og teikna,“ segir
hún og bætir við að amman hafi furðað sig á því að bréfið
hafi verið stílað á YouSee og þótt jólasveinninn vera kall-
aður furðulegum nöfnum þarna í Danmörku. Það er hins-
vegar aldeilis ekki svo því YouSee er stærsta síma-
fyrirtækið þar í landi. „Hún ákvað bara að klippa út
milliliðinn og fara beint í YouSee og var viss um að það
myndi virka betur. Jólasveinninn þyrfti hvort eð er
að fara þangað,“ segir Jó-
hanna Björg.
„Hún fór með bréfið í
búð YouSee nálægt okkur
og þeim fannst þetta svo
krúttlegt að þetta fer alla
leið í efstu stjórn hjá þeim.
Þeir hringdu svo í okkur í
byrjun vikunnar og sögðu
að forstjórinn hjá YouSee
hefði ákveðið að gefa henni síma
og hann sendi verslunarstjórann í
búðinni í jólasveinabúning hingað
og forstjórinn kom líka og fleiri
starfsmenn og gáfu henni síma,“
segir Jóhanna Björg, þannig að
jólaóskir geta sannarlega ræst.
Verslunarstjórinn í YouSee-búðinni
á Amager kom uppáklæddur fær-
andi hendi með símann.
Heimsókn frá Símasplæsi
Mathilda Maj, níu ára íslensk stúlka í
Kaupmannahöfn, fékk síma í gjöf eft-
ir að hafa klippt út milliliðinn og sent
óskalistann beint á símafyrirtækið.
Sigurður A. Magnússon ferðaðist
í þrjá mánuði um Indland í kring-
um áramótin 1960-1961 en viðtal
hans við Dalai Lama birtist í
Morgunblaðinu á aðfangadag
1960. Þar segir Sigurður frá því að
Dalai Lama hafi snemma kunnað
langa texta utanbókar en í Tíbet
er algengt að ungbörn kunni
heilar bækur utanbókar, jafnvel
böm á öðru ári. Sigurður skrifar:
„Hann kvaðst sjálfur þekkja mann
í Lhasa, Pamana nokkurn Vatika,
sem þuldi heilar bækur utanbókar
tveggja ára gamall. Vestrænir vís-
indamenn ættu að rannsaka þetta
fyrirbæri. Fræðimenn í Tíbet
hefðu komið fram með ýmsar
skýringar, en með nútímavís-
indum væri kannski hægt að finna
fyllri skýringu.
Vísindin mættu aldrei missa
sambandið við trúarbrögðin og
heimspekina, því sannleikurinn
væri takmark allra þessara
greina andlegrar viðleitni manns
ins. Dalai Lama lyfti bollanum
sem hann hélt á og bætti við:
Hvað er þessi bolli? Vísindin geta
gefið okkur ýtarlega skýringu, en
ekki endanlega, því engir tveir
bollar eru nákvæmlega eins, þó
hugtakið sé eitt og óbreytilegt.
Þetta er heimspekilegt hugtak,
sagði hann og lagði frá sér boll-
ann með barnslegu brosi. Annars
langar mig til að nema nútíma-
vísindi, hef mikinn áhuga á tækni-
framförum síðustu ára. Þegar við
hittumst næst get ég kannski gef-
ið betri skýringu á ýmsu sem ég
er að velta fyrir mér nú.“
GAMLA FRÉTTIN
„Hvað er
þessi
bolli?“
M. K. Pannikar, fyrrverandi sendiherra Indlands í París og Peking, Humayun Kabir,
menntamálaráðherra Indlands, Sigurður og Rajendra Prasad, forseti Indlands.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
David Letterman
sjónvarpsmaður
Dave Allen
leikari
Guðmundur Oddur Magnússon
(Goddur) prófessor
Mynd/Jóhanna Björg Christensen
////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////