Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Síða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Síða 53
24.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Elf (2003) er sígild grínjólamynd með Will Ferrell í aðalhlutverki sem álfurinn Buddy sem er í raun og veru ekki álfur. Í henni leikur Edward Asner jóla- sveininn sjálfan. John Goodman leik- ur jólasvein sem hefur misst jólaandann og ætlar ekki að afhenda börnum gjafir á jóla- nótt í The Year Without a Santa Claus (2006). Eins og í fleiri jólamyndum er það ungur drengur sem hjálpar honum til þess að átta sig á ný á raunverulegum tilgangi jólanna. TÓNLIST Mariah Carey upplýsti í nýlegu viðtali að hárið á henni hefði frosið þegar hún tók upp myndbandið við jólalag sitt, „All I Want for Christmas Is You“. Lagið kom út í nóv- ember árið 1994 og hefur notið mikilla vinsælda síðan og fær Carey góðan jólabónus árlega vegna þessa en hún fær greiddar ríflega 50 milljónir króna árlega í stefgjöld af lag- inu. Í viðtali við Hello! sagði hún að hárið á henni hefði fros- ið við tökur á myndbandinu, sem var tekið upp á Super-8 mm filmu til að ná fram þeirri tilfinningu að þetta væri heima- myndband. Hún var ennfremur að frjósa við tökurnar enda ekki mikið klædd og leggur áherslu á að snjórinn hafi ekki verið tilbú- inn, heldur alveg ekta. Hún segist hafa haft efasemdir um að taka upp jólaplötu svona snemma á ferlinum en sér alls ekki eftir því nú að hafa gert það. Hárið á Carey fraus Jólaplata hennar kom út árið 1994. FÓLK Leikkonan Hiep Thi Le er látin. Hún er þekkt fyrir hlutverk sitt í mynd Olivers Stone, Heaven & Earth frá 1994 þar sem hún lék aðalhlutverk á móti Tommy Lee Jones. Dánarorsök hennar var magakrabbamein. Le, sem fæddist í Víetnam, var aðeins 46 ára. Hún lék hlutverk mannvinarins Le Ly Hay- slip í mynd Stone en þær urðu góðar vinkon- ur utan hvíta tjaldsins. Le fékk mikið lof fyrir leik sinn og og var ákveðinn frumkvöðull meðal leikara af asískum uppruna í banda- rískum kvikmyndum. Fyrir utan að vera leik- kona var hún þekktur kokkur og rak tvo veit- ingastaði í Kaliforníu. Hiep Thi Le látin Hiep Thi Le í hlutverki Le Ly Hayslip.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.