Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Side 18
VIÐTAL
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017
endilega til í að ílengjast við að hreinsa þá. Það
getur verið erfitt fyrir alla sem koma að, en á
sama tíma mikilvægt. Ég held að við þurfum að
halda þessari hreinsun áfram en út frá nýjum
vinklum, og þá sérstaklega kvenlægum vinkl-
um. Fyrir mér snýst þetta ekki um hvort við
segjum sögu Eikar aftur, hvort ég leik hana eða
einhver annar, heldur að við séum ekki að
hjakka í sama farinu og leitum dýpra.
Svo gleymist auðvitað oft að listin end-
urspeglar þá umræðu og þá hluti sem eru að
gerast í þjóðfélaginu, eins og á tímum Veðra-
móta, þar sem umræða um ofbeldi gegn ung-
mennum á ríkisreknum vistheimilum galopn-
aðist. Oftast fjalla einmitt mest spennandi
verkefnin sem í boði eru um erfið mál sem sam-
félagið er að taka á og mér finnst mikilvægt að
segja þær sögur. En stundum fáum við nóg.
Eins og við getum horfst í augu við skrímslið í
smá stund en viljum svo fara heim, getum ekki
meir. „Er nú ekki komið nóg?“. Það á við ótrú-
lega margt annað, svo sem #metoo bylting-
una.“
Örugg mynd ekki til
Segirðu mjög oft nei við tilboðum um hlutverk?
„Já, mjög oft. Það þýðir samt ekki að ég taki
einungis að mér verkefni sem þykja örugg veð-
mál, maður þarf að taka áhættur í lífinu, af
við að þetta sé hið eðlilega, að kona sér forseti.“
Það voru þó ekki bara konur sem höfðu áhrif
á Heru.
„Þegar ég horfði á bíómyndir voru karakter-
ar sem höfðuðu til mín oft karlar, Al Pacino eða
Sean Penn á tímabili. Ég aðskildi aldrei karl- og
kvenhlutverk. Þessi Al Pacino var bara geggj-
aður sem Scarface og ég sá ekkert því til fyrir-
stöðu að ég gæti leikið hann, alveg eins og ein-
hver strákur eða karlmaður. Það vantaði
hreinlega kvenfyrirmyndirnar sem ég gat sótt
til á hvíta tjaldinu, það er að segja, konur fengu
sjaldnar geggjuðu hlutverkin sem karlkyns
leikararnir voru að fá. Þótt flottar leikkonur
væru auðvitað á hvíta tjaldinu voru öll lætin
voru sköpuð í kringum þá og konurnar oftar en
ekki á svæðinu til að styðja þeirra sögur.
Það var ekki fyrr en ég var orðin 15 ára sem
ég fór að fatta muninn á því hvað það þýddi í
raun og veru að vera stelpa eða strákur, bara í
lífinu yfirhöfuð og svo hægt og rólega líka að
kynin fengju ekki sömu tækifæri og sömu hlut-
verk. Þegar ég byrjaði að leika þótti mér því af-
ar gaman að fá að spreyta mig á að leika bæði
kyn. Enda hundleiðinlegt að binda sig aðeins við
það sem er ætlast til af manni.
Auðvitað skiptir máli í þessum heimi hvernig
þú ert að upplagi, hvernig þú lítur út, hvort þú
ert karl eða kona, ungur eða gamall og svo
framvegis. En heimurinn er svo miklu skemmti-
legri þegar við horfum á meira en það sem
greinir okkur að utan. Ég held að þetta hafi sem
betur fer breyst mikið. Svo trúi ég því að við
munum sjá fleiri flottari kvenrullur með hverju
árinu sem líður, boltinn er byrjaður að rúlla.“
Eitt skref áfram og 20 aftur á bak
Er þetta þá allt á uppleið með kvenhlutverkin?
„Já, en vissulega er þetta að mörgu leyti enn
skakkt. Ég lenti á spjalli við framleiðanda um
daginn, um kvikmynd sem hafði ekki höfðað til
kvenna þó það hafi verið upplagið. Hann hafði
það alveg á hreinu af hverju það var. Það vant-
aði sem sé sterka karlkyns persónu með kon-
unni. Mitt álit var að myndin gekk ekki upp því í
henni birtist „sterka“ konan úr frá því hvernig
margir karlmenn sjá „sterkar“ konur; þær
mega vera harðar, sexí, eiga ástkonur en eru í
raun bara kúl nærfataauglýsing fyrir einhverja
karlmenn og þeirra hugaróra. Og konurnar
sjálfar eru ekkert að tengja.
Hvað með kvenpersónur sem eru ekki alltaf
geggjað málaðar, í besta mögulega formi og í
flottustu fötum bæjarins? En eru samt ótrúlega
harðar, áhugaverðar og flottar, einmitt fyrir að
vera sama um hvernig aðrir sjá þær.
Þarna ákvað þetta ákveðna framleiðslufyrir-
tæki að taka áhættu á sögu með konu í aðal-
hlutverki, fyrir konurnar þarna úti sem vilja sjá
flottar konur í aðalhlutverkum en tók feilspor,
kannski þar sem mjög fáar konur komu til
dæmis að gerð myndarinnar. Þegar myndin
gengur illa komust þeir að þeirri niðurstöðu að
það væri konunni að kenna, það hafi bara vant-
að karl við hennar hlið. Eitt skref áfram, 20 aft-
ur á bak.“
Hera segir mikinn misskilning þarna á ferð.
„Bransinn og heimurinn, sem er ennþá ansi
karllægur, geta auðvitað haft aðrar hugmyndir
um hlutverk kvenna en konurnar sjálfar. Mikill
vinur minn sagði við mig um daginn: „Hera,
leiktu nú einhverja svolítið sterka kvenpersónu
næst.“ Hann hafði áhyggjur af hlutverkavali
mínu og áhrifum þess á minn feril. Þetta angr-
aði mig svolítið því þeir eru fleiri karlmennirnir
í kringum mig sem hafa svolitlar áhyggjur af
þessu, að ég sé alltaf að leika einhver fórnar-
lömb og eru þá að vísa til Vonarstrætis, Veðra-
móta og Smáfugla.
Þá spyr maður sig til dæmis hvort fólk, bæði
konur og karlar, upplifi Eik í Vonarstræti sem
sterka persónu eða veika. Í mínum huga er hún
mjög sterk persóna. Það er ekki það sama að
vera í erfiðum aðstæðum og glíma við vonda
hluti og að vera „veik“ manneskja. Í erfiðum að-
stæðum fær persónan einmitt oft að sýna styrk
sinn. Styrkur þarf ekki að vera konan sem öskr-
ar „fokk jú“ á karlmanninn. Styrkur getur líka
verið konan sem lifir það af sem hún þolir. Ég
held að það sem ég og vinur minn höfum í raun
verið að ræða sé hvort við séum til í að vera
ennþá að gera kvikmyndir um sömu erfiðu við-
fangsefnin. Kannski snýst þetta frekar um það
að við erum til í að velta steinum en erum ekki
ýmsum ástæðum. Ég reyni samt að treysta á
innsæið og gera mismunandi hluti.“
Það hlýtur að vera erfiðara að taka áhættu
eftir að maður er kominn á þennan stað, kominn
með aðalhlutverk í mynd eins fremsta kvik-
myndaleikstjóra heims, Peters Jacksons og að
leika í myndum á móti Ben Kingsley?
„Auðvitað hefur það áhrif. En þá vil ég frekar
taka áhættu sem ég stend með frá upphafi, eins
og á nýjum kvenleikstjórum eða pólitískum
handritum. Ég sækist ekki í verkefni þar sem
það er fyrst og fremst haft að leiðarljósi að út-
koman sé söluvænleg út frá einhverjum staðli,
Hollywood-froða þar sem allt er fyrirfram gefið
hvernig útkoman á að vera. Ég vil þá frekar
taka sénsinn á einhverju sjálfstæðu og skrýtnu.
„Örugg mynd“ er ekki til. Það getur oltið á
svo mörgu hvort mynd verður góð eða ekki.
Stundum eru bestu handritin í höndum ein-
hverra sem þú ert ekki eins viss með þegar
kemur að leikstjórn en þú ákveður að taka séns-
inn, og öfugt. Ef það tekst ekki þá verður bara
að hafa það, þú prófaðir. Ég held að allir leik-
arar, jafnvel þeir „stærstu og bestu“ hafi gert
alls konar misgott. Ég trúi því að góðir hlutir
komi með því að sprengja þægindarammann.“
Tökum á Mortal Engines lauk í júlí og þú seg-
ist hafa í nægu að snúast. Hvað ertu með marga
að vinna í umboðsmálum fyrir þig?
„Ég ákvað að bæta í umboðsmannateymið
mitt í Los Angeles í september en ég hef verið
að bíða með það í nokkur ár, mér hefur fundist
þægilegra að hafa teymið í kringum mig ekki of
stórt. En eftir að Mortal Engines komst í frétt-
irnar streymdu alls konar boð inn, fólk var tilbú-
ið að fljúga til Íslands á Andaðu leiksýninguna
sem ég var að gera hér heima, og svo til Nýja
Sjálands í tökur og hitta mig þar, sem var frá-
bært en ég ákvað að bíða þar til þetta hefði
róast aðeins niður. Á endanum veitti þó ekki af
auka höndum svo að í millitíðinni tékkuðum við
vel á hverjum og einum, sem endaði með því að
ég réð þrjá nýja einstaklinga nú í haust. Ég er
búin að vera með sömu umboðskonuna í London
frá því ég var í skólanum og bætti svo við tveim-
ur „managerum“ í Los Angeles fyrir þremur ár-
um. Núna var ég að bæta við stórri umboðs-
skrifstofu og þremur nýjum umboðsmönnum
þar og þau hafa reynst frábærlega. Svo eru
náttúrulega flestir af þeim einnig með aðstoð-
armenn. Núna finnst mér oft skrýtið að þegar
ég sendi prufur er ég að senda þær á svona ell-
efu manns. Og þá er ekki meðtalinn lögfræðing-
urinn sem sér um alla samninga fyrir mig. Þetta
er ansi mikill pakki, en pakkinn hefur reynst
mér vel í alls konar aðstæðum.“
Þetta er dæmi sem Íslendingar fatta kannski
ekki, sérstaklega þar sem það er frekar auðvelt
Hera með Ben Kingsley í An Ordinary Man.
’Það fóru að renna á mig tværgrímur og ég fór að átta mig áhvað þetta var raunverulega stórt.Peter Jackson hefur ekki gert verkefni
í líkingu við þetta síðan hann gerði
Lord of the Rings og Hobbitann –
þetta gætu orðið nokkrar kvikmyndir
ef vel gengur, en byrjum á einni.“
Hera í hlutverki sínu í Mortal
Engine en mikil leynd hvílir
yfir söguþræði myndarinar.
um samskiptum pars á
hvíta tjaldinu, þar sem allt
umhverfi mótast af nánu
en um leið dularfullu sam-
bandi. Ég vissi að ef mér
tækist ekki að finna verð-
ugan félaga fyrir Ben Kings-
ley myndi myndin ekki
ganga upp. En Hera var
það; algjörlega frábær,
óttalaus og vel slípuð. Hún
sýndi Kingsley áhuga og
hvikaði hvergi. Henni
fannst sér aldrei ógnað og
með því öðlaðist hún ekki
aðeins virðingu hans held-
ur einnig persónu hans.
Hún gerði dramatíkina trú-
verðuga.
Hera er tímalaus; hún er
æskan en líka þroskuð
viska. Hún er aðgengileg
en um leið dularfull. Hún
er algjörlega óþreytandi,
yfirveguð, draumur kvik-
myndagerðarmannsins.“
Við trúðum því varla
þegar Hera samþykkti að
leika Hester Shaw og er-
um afar lukkuleg að hafa
hana með okkur.“
Greind og fókuseruð
Ben Kingsley leikari:
„Þegar ég vann í annað
skiptið með Heru var það í
kvikmyndinni An Ordinary
Man. Það var raunar ég
sem mælti með henni í
hlutverk Tönju. Hún er al-
vöru listamaður, fókuseruð
á starf sitt, með sjálfstjórn
og greind og það er mjög
gott að vera í kringum
hana og afar nærandi.“
Frábær og óttalaus
Brad Silberling, leikstjóri:
„Við gerð An Ordinary
Man vildi ég ná fram sönn-
Yndislegasti leikari sem
ég unnið með
Peter Jackson, leikstjóri og
framleiðandi:
„Það er ákveðin ró yfir
Heru sem er ákaflega sann-
færandi. Hún fangar augu
manns á hvíta tjaldinu og
maður getur ekki hætt að
horfa á hana.
Sem leikari veit Hera
upp á hár hvernig á að
skapa leikflutning. Hún er
alltaf sönn, alltaf ekta og
fyrst og fremst, hún er
ákaflega hugrökk. Það er
enginn efi í mínum huga að
hennar bíði glæstur frami.
Það vill líka svo heppilega
til að hún er einn yndisleg-
asti og mest gefandi leikari
sem ég hef nokkurn tímann
notið þess heiðurs að vinna
með.
Hvað segja þau um Heru?