Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Side 32
MATUR Til að nýta matinn yfir hátíðirnar er gott ráð að eiga tartalettur. Gott erað fylla þær með ýmsu góðgæti; kjöti og grænmeti blönduðu í sósu. Það er sett í tartalettur og inn í ofn. Jólamaturinn í nýjum búningi! Afgangana í tartalettur 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017 Ljósmynd/Björn Árnason Ég er mjög hrifin af svonaléttum kökubotnum í de-sert eftir þunga hátíðar- máltíð. Kampavínið gerir líka rosalega mikið fyrir kremið en að sjálfsögðu er hægt að nota freyðivín eða cider í staðinn. Með fyllinguna þá má að sjálf- sögðu sleppa því að lita kremið en mér finnst dálítið skemmti- legt að fá svona bleika miðju í hvítri og gylltri köku. Svo skreytti ég hana með jarðar- berjum sem ég hjúpaði með hvítu súkkulaði og dýfði ofan í gulllitað kökuskraut. Þessi slær alltaf í gegn hjá mínum gestum,“ segir matreiðslumeistarinn Hrefna Rósa Sætran. SVAMPBOTNAR 4 stk egg 120 g sykur 120 g hveiti 1 tsk lyftiduft 3 msk kökuskraut (ég notaði gullitað) Þeytið saman eggin og sykurinn þar til létt og ljóst. Sigtið svo hveitið saman við og lyftiduftið og blandið saman. Skiptið deig- inu í tvennt og bætið kökuskraut- inu út í annað deigið. Smyrjið tvö kökuform og klæðið botninn með smjörpappír. Bakið botnana við 180°C í 20 mínútur. SMJÖRKREM 250 g smjör við stofuhita (ósaltað) 500 g flórsykur 6-8 msk kampavín eða freyðivín (má líka nota eplacider ef þú vilt sleppa áfengi) ½ tsk vanillufræ (eða fræ innan úr ½ vanillustöng) Skerið smjörið í bita og þeytið það á fullri ferð í hrærivél. Bætið flórsykrinum saman við í skömmtum. Þynnið svo kremið með kampavíninu. Ef kremið er of þykkt þá bætirðu við meira kampavíni. Setjið svo vanillu- kornin út í í lokin. JARÐARBERJAFYLLING 1/3 af smjörkreminu 8-10 stk jarðarber 1 tsk bleikur matarlitur Skerið jarðarberin niður í litla bita. Blandið þeim við smjör- kremið og litið með bleika litn- um. Má alveg sleppa að lita kremið en það er skemmtilegt að hafa bleika miðju. KAKAN SETT SAMAN Setjið annan botninn á kökudisk. Smyrjið jarðarberjafyllingunni á botninn og dreifið henni vel yfir. Leggið hinn botninn ofan á og þrýstið vel ofan á. Setjið smjör- kremið í sprautupoka og spraut- ið vel ofan á og allan hringinn. Sléttið svo úr kreminu með pönnukökuspaða. Trikkið er að setja fullt af kremi og svo eyða bara miklum tíma í að slétta úr því. Skreytið svo með súkklaði- húðuðum jarðarberjum og gull- lituðu kökuskrauti eða því sem höfðar til þín. Jarðarberja- og kampavínskaka Hrefna Rósa Sætran er hrifin af léttri svampbotnaköku eftir þunga jólamáltíð. Fyrir 6-8 KARAMELLUBOTN 150 g sykur 50 g möndlur 100 g haframjöl 50 g möndlumjöl FYLLING 250 g Philadelphia rjómaostur 250 ml 18 % sýrður rjómi 250 ml rjómi 3 msk flórsykur 1 vanillustöng 2 msk ljóst síróp TOPPUR kirsuberjasósa hvítt súkkulaði Setjið sykur á pönnu og bræðið þar til hann er orðinn gylltur á lit. Saxið möndlur gróflega á meðan. Þegar sykurinn er tilbúinn, takið þá af pönnunni og bætið söxuðum möndlum, haframjöli og möndlumjöli út í. Blandið vel saman á pönn- unni. Hellið á bökunarpappír og dreifið vel úr blöndunni. Kælið. Brjótið niður og setjið í eftirréttaglösin. Gerið því næst fyllinguna. Hrærið rjómaost og sýrðan rjóma saman. Best er að nota sýrðan rjóma með háa fituprósentu og ég mæli með 18% sýrðum rjóma frá Mjólku. Bætið fræjum úr vanillu- stöng saman við ásamt flór- sykri og sírópi og hrærið sam- an. Hrærið rjóma í annarri skál. Blandið síðan varlega saman við með sleif. Deilið fyllingunni á glösin yfir kara- mellubotninn. Hellið að lokum kirsuberja- sósu yfir fyllinguna og skreyt- ið með rifnu hvítu súkkulaði. Geymið í kæli þar til eft- irrétturinn er borinn fram. Frá grgs.is. Vanillubúðingur með karamellubotni og hvítu súkkulaði Jólalegir eftirréttir Eftir hangikjötið, rjúpuna, hnetusteikina, kalkúninn eða nautið þarf eitthvað sætt í munninn. Kaka, ís, búðingur eða frómas gæti verið málið! Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.