Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Blaðsíða 32
MATUR Til að nýta matinn yfir hátíðirnar er gott ráð að eiga tartalettur. Gott erað fylla þær með ýmsu góðgæti; kjöti og grænmeti blönduðu í sósu. Það er sett í tartalettur og inn í ofn. Jólamaturinn í nýjum búningi! Afgangana í tartalettur 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017 Ljósmynd/Björn Árnason Ég er mjög hrifin af svonaléttum kökubotnum í de-sert eftir þunga hátíðar- máltíð. Kampavínið gerir líka rosalega mikið fyrir kremið en að sjálfsögðu er hægt að nota freyðivín eða cider í staðinn. Með fyllinguna þá má að sjálf- sögðu sleppa því að lita kremið en mér finnst dálítið skemmti- legt að fá svona bleika miðju í hvítri og gylltri köku. Svo skreytti ég hana með jarðar- berjum sem ég hjúpaði með hvítu súkkulaði og dýfði ofan í gulllitað kökuskraut. Þessi slær alltaf í gegn hjá mínum gestum,“ segir matreiðslumeistarinn Hrefna Rósa Sætran. SVAMPBOTNAR 4 stk egg 120 g sykur 120 g hveiti 1 tsk lyftiduft 3 msk kökuskraut (ég notaði gullitað) Þeytið saman eggin og sykurinn þar til létt og ljóst. Sigtið svo hveitið saman við og lyftiduftið og blandið saman. Skiptið deig- inu í tvennt og bætið kökuskraut- inu út í annað deigið. Smyrjið tvö kökuform og klæðið botninn með smjörpappír. Bakið botnana við 180°C í 20 mínútur. SMJÖRKREM 250 g smjör við stofuhita (ósaltað) 500 g flórsykur 6-8 msk kampavín eða freyðivín (má líka nota eplacider ef þú vilt sleppa áfengi) ½ tsk vanillufræ (eða fræ innan úr ½ vanillustöng) Skerið smjörið í bita og þeytið það á fullri ferð í hrærivél. Bætið flórsykrinum saman við í skömmtum. Þynnið svo kremið með kampavíninu. Ef kremið er of þykkt þá bætirðu við meira kampavíni. Setjið svo vanillu- kornin út í í lokin. JARÐARBERJAFYLLING 1/3 af smjörkreminu 8-10 stk jarðarber 1 tsk bleikur matarlitur Skerið jarðarberin niður í litla bita. Blandið þeim við smjör- kremið og litið með bleika litn- um. Má alveg sleppa að lita kremið en það er skemmtilegt að hafa bleika miðju. KAKAN SETT SAMAN Setjið annan botninn á kökudisk. Smyrjið jarðarberjafyllingunni á botninn og dreifið henni vel yfir. Leggið hinn botninn ofan á og þrýstið vel ofan á. Setjið smjör- kremið í sprautupoka og spraut- ið vel ofan á og allan hringinn. Sléttið svo úr kreminu með pönnukökuspaða. Trikkið er að setja fullt af kremi og svo eyða bara miklum tíma í að slétta úr því. Skreytið svo með súkklaði- húðuðum jarðarberjum og gull- lituðu kökuskrauti eða því sem höfðar til þín. Jarðarberja- og kampavínskaka Hrefna Rósa Sætran er hrifin af léttri svampbotnaköku eftir þunga jólamáltíð. Fyrir 6-8 KARAMELLUBOTN 150 g sykur 50 g möndlur 100 g haframjöl 50 g möndlumjöl FYLLING 250 g Philadelphia rjómaostur 250 ml 18 % sýrður rjómi 250 ml rjómi 3 msk flórsykur 1 vanillustöng 2 msk ljóst síróp TOPPUR kirsuberjasósa hvítt súkkulaði Setjið sykur á pönnu og bræðið þar til hann er orðinn gylltur á lit. Saxið möndlur gróflega á meðan. Þegar sykurinn er tilbúinn, takið þá af pönnunni og bætið söxuðum möndlum, haframjöli og möndlumjöli út í. Blandið vel saman á pönn- unni. Hellið á bökunarpappír og dreifið vel úr blöndunni. Kælið. Brjótið niður og setjið í eftirréttaglösin. Gerið því næst fyllinguna. Hrærið rjómaost og sýrðan rjóma saman. Best er að nota sýrðan rjóma með háa fituprósentu og ég mæli með 18% sýrðum rjóma frá Mjólku. Bætið fræjum úr vanillu- stöng saman við ásamt flór- sykri og sírópi og hrærið sam- an. Hrærið rjóma í annarri skál. Blandið síðan varlega saman við með sleif. Deilið fyllingunni á glösin yfir kara- mellubotninn. Hellið að lokum kirsuberja- sósu yfir fyllinguna og skreyt- ið með rifnu hvítu súkkulaði. Geymið í kæli þar til eft- irrétturinn er borinn fram. Frá grgs.is. Vanillubúðingur með karamellubotni og hvítu súkkulaði Jólalegir eftirréttir Eftir hangikjötið, rjúpuna, hnetusteikina, kalkúninn eða nautið þarf eitthvað sætt í munninn. Kaka, ís, búðingur eða frómas gæti verið málið! Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.