Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Blaðsíða 38
Hverju ætlar þú að klæðast um jólin? Ég er á leiðinni til Taílandsmeð fjölskyldunni svo ég verð bara í bikiníi og sandölum meðbumbuna út í loftið og sólarvörn á kantinum um jólin. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Stíllinn minn er frekar afslapp- aður og ómeðvitaður. Mér finnst ég ennþá vera stelpa en er samt kona og líður vel þarna mitt á milli. Ég klæði mig eins og mér finnst þægilegt en dubba mig stundum upp og fer í fína gírinn. Hvað heillar þig við tísku? Hvað fólk getur virst vera alls konar týpur eftir því hvernig það klæðir sig. Áttu þér uppáhaldsflík eða fylgihlut? Burberry-kápuna hennar mömmu sem mamma hennar gaf henni. Jú, og ullarsokkar og föðurland. Ég er hryllileg kuldaskræfa og geng alveg frá vinkonum mínum (og stundum kærasta líka) með ósmart of- notkun á þessum ómissandi flíkum mínum. Ertu með eitthvert tískuráð til óléttra kvenna? Svo sann- arlega, að kaupa sér óléttuflíkur sem ná yfir bumbuna og þrengja ekki að maganum. Ég fann æðislegt pils í Tvö líf sem ég fer varla úr. Mér finnst alveg smart að vera í smá víðum skyrtum eða kjólum, annað en þegar ég tók þriggja barna törn 2005-10 og var yf- irleitt í þröngu til að viðra kúluna. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Mér hefur alltaf þótt Audrey Hepburn glæsileg. Mamma, í Sveitabúðinni Sóley, er samt smartasta kona sem ég þekki og karlmaðurinn sem ég er heilluð af í stíl er Þorleifur Kamban, svo áreynslulaust svalur. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó þegar kemur að fatakaupum? Kauptu þér það sem þig raunverulega vant- ar. Ég fer ekkert endilega eftir því samt, sem sést kannski best á yf- irhafnasafninu mínu … Áttu þér einhvern uppáhalds- fatahönnuð? Er Janus í ullar- fatabúðinni fatahönnuður? Hvar kaupir þú helst föt? Ég versla aðallega í Uniqlo og Monki og stundum finn ég fallegar flíkur í Rauða kross búðinni. Ég væri samt til í að eiga fyrir vönduðum konufötum í Stefánsbúð og Geysi, verðandi bráðum kona. Hvað er í snyrtitöskunni? Sensai Luminous sheer fo- undation, jedúddamía hvað það getur bjargað óléttum andlitum, og Bobby Brown sólarpúður og maskari. Clarins glossinn dagsdaglega og Mac varalit fyrir spari, litur fer eftir skapi. Annars fylgir kókosolía mér allt í lífinu. Hver hafa verið bestu kaupin þín? Líklega Hunter- stígvélin mín, mér finnst ég skemmtilega smart í þeim í slabbinu við gulu regnkápuna frá 66 sem kærastinn gaf mér. Mér líður eins og Línu Lang- sokk í þessari samsetningu. Hvaða tískutímaritum/bloggum fylgistu með? Er áskrifandi að tímarit- inu Glamour. Reyndar var það til þess að fá hettupeysu sem mér fannst smart en stóru dæturnar, 12 og 13 ára, eignuðu sér síðan. Andrea Eyland hefur gaman að því að klæða sig upp. Morgunblaðið/Hari Bikiní í stað jólakjóls Hunter-stígvélin eru alltaf svöl. Andrea verslar mikið í Monki. Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir, höf- undur bókarinnar Kviknar sem kom út fyrir jólin, er með persónulegan og afslappaðan stíl. Andrea klæðist þægilegum og hlýjum flíkum en hefur þó gaman að því að dubba sig upp við tækifæri. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Audrey Hepburn var alltaf flott. Andrea segir Sensai Luminous sheer- farðann ómissandi fyrir óléttar konur. Leikkonurnar Meryl Streep, Jessica Chastain og Emma Stone eru meðal þeirra sem tilnefndar eru til Golden Globe-verðlaunana og munu klæðast svörtu á hátíðinni hinn 7. janúar næstkomandi. Leikkonunar tjá þannig samstöðu og mótmæla kynferðislegri áreitni sem hefur verið mjög áberandi í Hollywood að undanförnu og auðvitað víðar. Sýna samstöðu í svörtu TÍSKA 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.