Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Side 14
Það er ekkert sem lyftir manniupp fyrir jólin eins og takt-föst hamarshögg, eldglær- ingar og glóandi járn. Þetta er mjög vinsælt hjá krökkunum enda hafa fæst þeirra séð eldsmið að störfum. Það er virkilega gaman að geta fangað athygli þeirra í allri tækni- væðingunni sem tröllríður sam- félaginu nú um stundir. Þá er ég ekki frá því að það sjáist iðulega fortíðarglampi í augum eldra fólks, sem er skiljanlegt því áður fyrr var smiðja á hverjum bæ.“ Þetta segir Einar Gunnar Sig- urðsson eldsmiður, en Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins, rakst á hann fyrir tilviljun þegar hann var að leita að jólalegu myndefni á dögunum. Einar hefur boðið upp á eldsmíði á aðventunni undanfarin ár í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Mosfellsbæjar. Hann var að smíða hjörtu þegar Árna bar að garði, en er með sitthvað fleira uppi í erm- inni. „Við handverksmenn erum aldrei við eina fjölina felldir,“ segir Einar kíminn. Aflið sem Einar notast hér við er yfir hundrað ára gamalt og hand- snúið, en lofti er dælt undir kolin til að viðhalda glóðinni í aflinu. „Yfir- leitt er ég þó rækilega raftengdur í smiðjunni,“ segir Einar en bætir við að skemmtilegt sé til hátíðabrigða að vera eingöngu með steðjann og hamarinn á viðburðum sem þessum. Íslenskir eldsmiðir eru á bilinu þrjátíu til fjörutíu talsins og segir Einar markmið þeirra fyrst og fremst að kynna handverkið al- menningi og stuðla að því að það falli ekki í gleymskunnar dá. „Eld- smiðurinn var um tíma í bráðri út- rýmingarhættu, en með samstilltu átaki hefur tekist að snúa vörn í sókn. Það er mikilvægt að halda þessari þekkingu lifandi. Í dag hef- ur þessi iðja þó fyrst og fremst list- rænt gildi.“ Í skóginum stóð eldsmiður einn Einar Gunnar Sigurðsson eldsmiður hefur undanfarin ár glatt skógfarendur á höfuðborgarsvæðinu á aðventunni. Þetta árið smíðar hann jólahjörtu fyrir börnin. Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017 ELDSMÍÐI

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.