Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Blaðsíða 14
Það er ekkert sem lyftir manniupp fyrir jólin eins og takt-föst hamarshögg, eldglær- ingar og glóandi járn. Þetta er mjög vinsælt hjá krökkunum enda hafa fæst þeirra séð eldsmið að störfum. Það er virkilega gaman að geta fangað athygli þeirra í allri tækni- væðingunni sem tröllríður sam- félaginu nú um stundir. Þá er ég ekki frá því að það sjáist iðulega fortíðarglampi í augum eldra fólks, sem er skiljanlegt því áður fyrr var smiðja á hverjum bæ.“ Þetta segir Einar Gunnar Sig- urðsson eldsmiður, en Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins, rakst á hann fyrir tilviljun þegar hann var að leita að jólalegu myndefni á dögunum. Einar hefur boðið upp á eldsmíði á aðventunni undanfarin ár í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Mosfellsbæjar. Hann var að smíða hjörtu þegar Árna bar að garði, en er með sitthvað fleira uppi í erm- inni. „Við handverksmenn erum aldrei við eina fjölina felldir,“ segir Einar kíminn. Aflið sem Einar notast hér við er yfir hundrað ára gamalt og hand- snúið, en lofti er dælt undir kolin til að viðhalda glóðinni í aflinu. „Yfir- leitt er ég þó rækilega raftengdur í smiðjunni,“ segir Einar en bætir við að skemmtilegt sé til hátíðabrigða að vera eingöngu með steðjann og hamarinn á viðburðum sem þessum. Íslenskir eldsmiðir eru á bilinu þrjátíu til fjörutíu talsins og segir Einar markmið þeirra fyrst og fremst að kynna handverkið al- menningi og stuðla að því að það falli ekki í gleymskunnar dá. „Eld- smiðurinn var um tíma í bráðri út- rýmingarhættu, en með samstilltu átaki hefur tekist að snúa vörn í sókn. Það er mikilvægt að halda þessari þekkingu lifandi. Í dag hef- ur þessi iðja þó fyrst og fremst list- rænt gildi.“ Í skóginum stóð eldsmiður einn Einar Gunnar Sigurðsson eldsmiður hefur undanfarin ár glatt skógfarendur á höfuðborgarsvæðinu á aðventunni. Þetta árið smíðar hann jólahjörtu fyrir börnin. Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017 ELDSMÍÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.