Morgunblaðið - 29.12.2017, Síða 67
Innsetningu gegn stríði í hjarta austur-þýsku borgarinnar Dresden var ætlað að endurskapa ein-
hverja áleitnustu myndina frá borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Undir handleiðslu listamannsins
Manaf Halbouni voru þrír strætisvagnar, sem eru um 12 metra langir og vega um 12 tonn hver,
reistir upp á endann fyrir framan hina glæsilegu Frúarkirkju, sem var endurreist úr rústum á tíunda
áratug 20. aldar á Neumarkt-torginu. Verkið var afhjúpað í febrúar.
Verk Halbounis var byggt á ljósmynd frá 2015 af þremur illa útleiknum strætisvögnum, sem
voru látnir standa upp á endann á götu í Aleppo og áttu að mynda götuvígi til bráðabirgða til að
vernda almenna borgara á meðan átök geisuðu milli hermanna sýrlensku stjórnarinnar og upp-
reisnarsveita. Halbouni er 33 ára. Móðir hans er frá Dresden og hann ólst upp í Damaskus. Sagði
hann að hann gæti ekki þurrkað þessa mynd úr huga sér.
Strætisvagnarnir kveiktu umræðu hlaðna tilfinningum í Dresden, sem var nánast jöfnuð við
jörðu skammt frá lokum síðari heimsstyrjaldar þegar slíkt eldhaf kviknaði í loftárásum banda-
manna að tugir þúsunda manna létu lífið. Nú er borgin pólitískt vígi íhaldsafla á meðan Þýskaland
glímir við spurninguna hvernig eigi að hýsa þúsundir flóttamanna, sem daglega koma til landsins.
Greinargerð listamannsins: Manaf Halbouni
Í Sýrlandi var ég alltaf Þjóðverjinn vegna þýskrar mömmu minnar.
Þegar ég flutti til Þýskalands varð ég Sýrlendingurinn. Ég lít ekki á
mig sem aðlagaðan. Ég er þó frá staðnum. Ég þarf ekki að aðlagast.
Í þessu strætisvagnaverki vann ég á mörgum ólíkum stigum.
Dresden var jöfnuð við jörðu í sprengjuárásunum ’45 og margir hafa
gleymt hvernig borgin leit út eftir stríðið. Strætisvagnarnir minna líka
fólk, sem nú lifir á stríðstímum á að það muni einnig fá tækifæri til að
endurreisa sínar borgir. Ekkert stríð heldur áfram til eilífðar. Það tók
langan tíma í Dresden að endurreisa marga hluta borgarinnar, 72 ár,
og þeir eru enn ekki búnir.
En hægri jaðarinn reyndi að skilgreina verkið sem arabískt eða
íslamskt. Á meðan innsetningin stóð fóru þeir á hverjum mánudegi að
vögnunum og fóru að hrópa á þá. Það var fyndið að fylgjast með því.
Strætisvagnarnir högguðust ekki. Þeir voru miklu sterkari en fólkið,
sem öskraði. Stundum var sem þetta væri þerapía fyrir þetta fólk, því
að það er ekki hamingjusamt og á sín vandamál og hér hafði það
þetta fyrirbæri, sem það gat öskrað á. Og gat síðan farið aftur heim.
© Manaf Halbouni. Á vegum
The New York Times Syndicate.
Manaf Halbouni fékk innblástur af strætisvögnum, sem stillt var upp til að verja íbúa Aleppo.
Verkið er í Dresden, sem var sprengd í loft upp 1945. Hræsni stendur á borðum mótmælenda.
Sebastian Kahnert/Agence France-Presse Getty Images
„Minnisvarði“
eftir Manaf Halbouni í Dresden í Þýskalandi
Eyðileggingin í Dresden eftir loftárásir bandamanna í febrúar 1945 var gríðarleg. Listamaðurinn
ber sögu Dresden saman við eyðilegginguna í Aleppo í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi.
Walter Hahn/Agence France-Presse Getty Images
Makoto Azuma fylgdist með blómaverki úr smiðju sinni svífa til himins í yfir 100 feta hæð upp í
heiðhvolfið. Í öðrum tilraunum sínum hefur japanski garðlistamaðurinn fryst blóm í ísjökum, kveikt
í þeim og látið þau reka út á reginhaf.
Verk hans hafa sterka tengingu við hverfulleika blóma og ófullburða tilfinningar, sem við tengj-
um oft við náttúruna – hina hverfulu fegurð og depurð sem fólgin er í lífi og dauða, í hinu sterka og
hinu fíngerða.
Azuma beindi sjónum sínum í sínu nýjasta verki, „Lífsins blóm: kafað ofan í hið óþekkta“, niður
á við, að hafsbotninum. Í ágúst létu hann og teymi hans vandaða blómvendi og bonsaítré síga of-
an í Suruga-flóa í Japan, skammt frá rótum Fuji-fjalls. Listaverkið er nýjasta innsetningin í seríu, „Í
blóma“, þar sem blómum er stillt upp í ónáttúrulegu umhverfi og aðstæðum og hefur verið skrá-
sett með ljósmyndum og myndskeiðum.
Greinargerð listamannsins: Makoto Azuma
Við hugsum sjaldan um hið djúpa haf, en þar hófst lífið. Í þessu
verkefni vildi ég tefla saman andstæðum, lífverum, blómum, og hinu
dimma, óþekkta dýpi. Það leiddi af sjálfu sér að velja heimaland mitt
Japan, eyju sem er framarlega í tækni tengdri hafinu. Við völdum
Suruga-flóa vegna þess að þar er dýpstu gjána í Japan að finna.
Í þrjú ár skipulögðum við, teymi mitt og ég, hvernig ætti að láta
blómaskreytingarnar og myndavélarnar síga niður í þetta háþrýsti-
umhverfi. Við fórum í samstarf við Sjávar-, jarðvísinda- og tæknistofn-
un Japans og gerðum tilraunir í laugum. Ég valdi ýmis sterk og litrík
blóm, sem myndu hreyfast tignarlega í hafstraumunum. Þegar við
vorum loks tilbúin að hefja tökur fórum við á fimm staði í flóanum þar
sem dýpið var allt frá 300 til 1.000 metrar.
Þegar við höfðum látið blómin detta vakti mesta furðu mína hvað
þau voru lífseig. Við lentum í miklu roki fyrsta daginn, en blómin
brotnuðu hvorki né krömdust. Þess í stað voru þau sveigjanleg og
breyttu um lögun og liðu niður á hafsbotninn. Litirnir urðu jafnvel
sterkari neðansjávar.
© Makoto Azuma. Á vegum The New York Times Syndicate.
„Lífsins tré: kafað
ofan í hið óþekkta“
eftir Makoto Azuma í Suruga-flóa í Japan
Í nýjasta verki sínu setti Azuma flókna og vandlega gerða vendi og bonsai-tré á botn Suruga-
flóa í Japan. Sagði listamaðurinn að mesta furðu sína hefði vakið hvað blómin voru lífseig.
AMKK
Í verkum sínum setur Makoto Azuma blóm og plöntur í fjandsamlegt umhverfi og kallar fram
ólíka blöndu tilfinninga með því að tefla saman andstæðum. Þrjú ár fóru í skipulag verksins.
AMKK
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 29. 12. 2017 67