Morgunblaðið - 22.01.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.01.2018, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 2 2. J A N Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  18. tölublað  106. árgangur  FÁRÁNLEIKI ÍSLENSKRAR TILVERU SINDRI HLAUT LJÓÐSTAF FC SÆKÓ Á LEIÐ TIL NOREGS „KÍNVERSK STÚLKA LES UPPI Á JÖKLI“ 27 BOLTI FYRIR BATANN 12LEIKRIT LÓU HLÍNAR 26 Áform eru uppi um að reisa steinull- arveksmiðju vestan við Eyrarbakka, sem gæti skapað allt að 50 ný tækni- störf. Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir lóð undir verk- smiðjuna. Óskar Örn Vilbergsson og Þór Reynir Jóhannsson standa að verk- efninu. Verksmiðjan er enn á hug- myndastigi, að sögn Óskars. Mikið kapp er lagt á að verksmiðjan verði umhverfisvæn og sjálfbær. Að sögn Óskars gera spár þeirra bjartsýnustu ráð fyrir því að fram- kvæmdir geti hafist í fyrsta lagi í haust. Eftir það taki að minnsta kosti eitt og hálft ár að koma verk- smiðjunni í gang, miðað við að allar framkvæmdir gangi samkvæmt áætlun. Íbúum hefur fjölgað bæði á Eyrar- bakka og Stokkseyri og þegar eru í byggingu þar nokkur einbýlishús. Óskar Örn og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, eru sammála um að útflutningshöfnin í Þorlákshöfn skipti miklu máli þegar kemur að atvinnuuppbyggingu. »2 Vilja reisa verksmiðju  Árborg veitir vilyrði fyrir lóð undir steinullarverksmiðju Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Steinull Verksmiðja hefur starfað á Sauðárkróki frá árinu 1985. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Alþingi kemur saman í dag í fyrsta skipti á nýju ári. Stjórnmálaflokkarnir sammæltust um helgina um að hefja þingstörf á almenn- um leiðtogaumræðum um stöðu stjórnmál- anna. Fær hver flokkur 10 mínútna ræðu- tíma og eru efnistök frjáls. „Það var sam- komulag um að hleypa smá póli- tískri umræðu að. Flokkarnir ráða því sjálfir hvað verður tekið fyrir. Ekkert sérstakt er gefið upp annað en bara staða stjórn- málanna í byrjun árs og verkefni vorþingsins,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon, forseti Al- þingis. Fjármálastefna næstu fimm ára verður á dagskrá á morgun og síðan verða þingmannamál tekin fyrir á miðvikudag og fimmtudag. „Það er þá skipulagt að hver flokkur kemur einu for- gangsmáli að í slíkri umferð. Það kemur bara í ljós hvaða mál það verða þegar við förum að raða inn á dagskrána,“ segir Steingrímur. Fyrsta þingmannamál Vinstri grænna verður að sögn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanns VG, frumvarp til lækkunar á kosningaaldri sem var mælt fyrir á síðasta ári. Samfylkingin mun gera frumvarp um lengingu fæðingar- orlofs að sínu forgangsmáli. Þá mun þing- flokkur Framsóknar koma saman í dag og ákveða hvaða mál verður sett í forgang í vikunni að sögn Þórunnar Egilsdóttur, þingflokksformanns Framsóknar. Þingið kemur saman  Leiðtogaumræður verða á Alþingi í dag Þingmanna- mál » Lækkun kosn- ingaaldurs í 16 ár í sveitar- stjórnarkosn- ingum. » Endurgreiðsla vegna gler- augnakaupa fyrir börn. » Lenging fæð- ingarorlofs. M Alþingi hefur störf »4 og 16 Fyrir vöxt og framgang ferðþjón- ustunnar á Íslandi er há tíðni flug- ferða lykilatriði. Í því efni er mik- ilvægt að efla Keflavíkurflugvöll og Leifsstöð enn frekar sem skiptistöð í flugi yfir Atlantshafið. Þetta segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, nýr ferðamálastjóri. „Möguleikarnir felast í því að tengja landsbyggðina við Keflavík- urflugvöll með góðum sam- göngum. Með styttri dvalartíma fólks hér á landi segir það sig sjálft að fólk fer ekki út á land nema samgöngur séu góðar,“ segir Skarphéðinn sem telur að til að bæta sam- göngur og fjár- magna innviði sem fjölgun ferðamanna kall- ar á séu komu- gjöld besta lausnin. „Það eru ýmsar leiðir færar en sjálfur tel ég komugjöld besta kostinn í stöðunni,“ segir Skarphéðinn. sbs@mbl.is »6 Telur komugjöld vera besta kostinn Skarphéðinn Berg Steinarsson Alþjóðlegi snjódagurinn var hald- inn á skíðasvæðum landsins og úti um allan heim í gær. „Tilgangur dagsins er að hvetja fólk til að auka vægi þess að fara út í snjóinn og leika sér. Í tilefni dags- ins buðum við upp á kakó eins og öll hin árin sem við höfum tekið þátt í alþjóða snjódeginum,“ segir Guð- mundur Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli á Akureyri, við Morgun- blaðið. Alþjóðaskíðasambandið stendur að deginum og hvetur aðildarlöndin til þess að halda daginn hátíðlegan. Á Dalvík var boðið upp á kakó og kringlur, þrautabraut og tónlist og fjör í brekkunum, svo eitthvað sé nefnt. Á Siglufirði var börnunum einnig boðið upp á heitt kakó og súkkulaðistykki, auk þess sem af- sláttur var af lyftugjaldi á hinum ýmsu skíðasvæðum. Guðmundur Karl Jónsson í Hlíðar- fjalli segir að með hækkandi sól fari í hönd góðir skíðadagar og nú sé tími sólgleraugna og sólarvarna að bresta á. ge@mbl.is Skíðasvæði landsins héldu upp á alþjóðlega snjódaginn í gær Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Alþjóðlegi snjódagurinn Hrafnhildur Sigurbjörnsdóttir, Tryggvi Sigurbjörns- son og Hinrik Örn Brynjarsson nutu lífsins í blíðunni í Hlíðarfjalli á Akureyri. Heitt kakó og snjór og börnin brostu breitt Gleði Á skíðum skemmti ég mér, söng Helena Eyjólfs um árið. Það var líf og fjör í skíðabrekkum Hlíðarfjallsins í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.