Morgunblaðið - 22.01.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 22.01.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir passann, ökuskírteinið, ferilskrána o.fl. Skjót og hröð þjónusta Engar tímapantanir Góð passamynd skiptir máli Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Birgir Ingibergsson og Marcos, meðlimir í vík- ingafélaginu Víðförull, æfðu bardagalistir að hætti víkinga á Klambratúni um helgina. Þeir koma reglulega saman til æfinga og nýta hvert tækifæri sem gefst til að sveifla sverðum úti und- ir berum himni. Félagið var stofnað árið 2016 í Reykjavík. Tilgangur þess er að halda á lofti þeim menningararfi sem Ísland á frá víkingaöld, frá landnámi til ársins 1000. Víkingafélagið Víðförull grípur reglulega til vopna í æfingaskyni Morgunblaðið/Eggert Æfðu bardagalistir á Klambratúni Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Í skoðun er að reisa umhverfisvæna steinullarverksmiðju vestan við Eyr- arbakka þar sem allt að 50 ný tækni- störf gætu skapast. Bæjarstjórn Árborgar hefur sam- þykkt að veita vilyrði fyrir lóð vestan við Eyrarbakka til sex mánaða. Á lóðinni er fyrirhugað að byggja sjálf- bæra steinullarverksmiðju. Óskar Örn Vilbergsson og Þór Reynir Jóhannsson eru forsvars- menn að byggingu verksmiðjunnar. Óskar Örn segir að hún sé enn á hug- myndastigi en unnið sé hratt og vel í málinu. Óskar, sem er ættaður frá Eyr- arbakka og búsettur þar, segir að það megi flokka undir ævintýra- mennsku að fara út í slíkt verkefni að reisa steinullarverksmiðju. Það hafi hins vegar verið kannað áður með byggingu slíkrar verksmiðju en nið- urstaðan þá hafi verið að byggja hana á Sauðárkróki. Útflutningshöfnin skiptir máli Óskar segir að svarti sandurinn við Eyrarbakka og útflutningshöfnin í Þorlákshöfn hafi skipt máli þegar farið var að skoða staðsetningu á verksmiðjunni. „Ef af verður gengur viðskipta- módelið okkar út á það að framleiða steinull til útflutnings. Það skiptir því miklu máli að hafa vikulegar sigl- ingar frá Þorlákshöfn til meginlands Evrópu með flutningaskipinu Myki- nes,“ segir Óskar. Hann segir að fleiri komi að fjár- mögnun verkefnisins, en ekki sé tímabært að upplýsa nú hverjir það séu. Óskar segir að við hönnun á verk- smiðjunni verði gengið út frá því að hún verði umhverfisvæn og öll tækni sem notuð verði hafi það að mark- miði að gera framleiðsluna umhverf- isvæna. Verksmiðjan yrði þá sú eina í heiminum sem myndi nota þessa tækni. „Maður vill ekki vera að pissa í skóinn sinn. Ég bý hérna og ætla ekki að eyðileggja nærumhverfi mitt,“ segir Óskar. Kæmist í gagnið árið 2020 Miðað við spár þeirra bjartsýn- ustu má búast við að framkvæmdir við bygginguna gætu hafist næsta haust og verksmiðjan kæmist í gagn- ið einu og hálfu ári síðar, að sögn Óskars, sem ítrekar að verksmiðjan sé enn á hugmyndastigi. Enn sé eftir að skoða og kanna margt og því langt í land að hægt verði að taka ákvarðanir um framhaldið. Óskar Örn er húsasmíðameistari og viðskiptafræðingur MAcc og Þór Reynir er viðskiptafræðingur MAcc. Óskar segir að það sé um að gera að blanda saman og nýta þá þekkingu sem þeir félagarnir hafa. Fólksfjölgun á Eyrarbakka Ásta Stefánsdóttir, framkvæmda- stjóri Sveitarfélagsins Árborgar, segir að aðkoma Árborgar verði ein- göngu í gegnum lóðaúthlutun. „Það er mikil fólksfjölgun á Eyr- arbakka og Stokkseyri og töluvert verið að byggja af einbýlishúsum á svæðinu,“ segir Ásta. Hún tekur undir með Óskari að það skipti miklu að hafa útflutnings- höfn í Þorkákshöfn. Hún segir einnig að ef af verði muni um það að fá allt að 50 ný störf í sveitarfélagið. Stórhugur í Eyrbekkingum  Umhverfisvæn steinullarverksmiðja  Yrði eina verksmiðja sinnar tegundar í heiminum  Allt að 50 tæknistörf  Útflutningshöfnin í Þorlákshöfn skiptir máli  Framleiðsla gæti hafist árið 2020 Útflutningur Mykinesið siglir frá Þorlákshöfn til meginlands Evrópu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vonir standa til að svokallaður blind- flugsbúnaður (ILS) verði til taks á Akureyrarflugvelli í byrjun október, en búnaðurinn er liður í því að skipa flugvellinum stærri sess í millilanda- flugi á Íslandi. Þetta segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flug- vallasviðs hjá Isavia, en áætlaður kostnaður við verkið er talinn vera í kringum 100 milljónir króna. Jón Karl segir að enn sé eftir að taka ákvörðun um hvort gamall bún- aður á Keflavíkurflugvelli verði nýtt- ur í verkefnið eða nýr búnaður keyptur. „Við erum að vinna verk- efnið í samræmi við þá upphæð sem sett hefur verið í fjárlög. Ef það fjár- magn stenst og engu bætt við, getum við orðað það þannig að þetta rétt svo dugi fyrir eldri búnaðinum,“ seg- ir Jón Karl og bætir við að til lengri tíma litið væri skynsamlegra að kaupa nýjan búnað. Dugar í 10 ár í stað 15-20 ára „Það er hætt að framleiða þennan búnað sem til er á Keflavíkurflug- velli þannig að það gæti orðið vesen að fá varahluti, en þetta virkar nú al- veg. Það er hægt að láta þetta duga í 10 ár á meðan hinn myndi duga í 15- 20 ár,“ segir Jón Karl. Íslenskir flugmenn, sem þjálfaðir eru til að lenda fyrir norðan, geta lent með svokölluðum radarbúnaði sem þar er, en það getur reynst óvönum flugmönnum vandasamt. ILS-búnaður er því afar mikilvægur fyrir framgang millilandaflugs á Ak- ureyri, að sögn Jóns Karls. aronthordur@mbl.is Akureyrarflugvöllur búinn blindflugsbúnaði í október  Áætlaður kostn- aður í kringum 100 milljónir króna Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyrarflugvöllur Millilandaflug er hafið á flugvöllinn á Akureyri. Banaslys varð á Arnarnesvegi í fyrrinótt þegar bíll hafnaði á stein- vegg á hringtorgi á brúnni yfir Reykjanesbraut. Ökumaður, rúm- lega tvítugur karlmaður, var einn í bílnum og lést. Það sem af er ári hafa þrír látist í banaslysum í um- ferðinni, en það eru jafnmargir og samanlagður fjöldi banaslysa í jan- úar síðustu fimm ár. Í öllum til- vikum á þessu ári hafa ökumenn- irnir verið ungir karlmenn. Þórhildur Elín Elínardóttir, sam- skiptastjóri Samgöngustofu, segir erfitt að draga ályktanir þar sem tildrög slysanna séu enn óljós. Ung- ir karlmenn hafi þó lengi verið áhættuhópur. „Ungir karlmenn eru sá hópur sem hefur þurft hvað mesta um- hyggju. Ungt fólk er þó almennt að bæta sína aksturshegðun, enda sjáum við fækkun á slysum þar sem ungt fólk kemur við sögu,“ segir Þórhildur Elín. aronthordur@mbl.is Óvenjumörg bana- slys í upphafi árs Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í gær eftir að bíll þeirra valt út í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvar- lega slasaðir. Ferðamennirnir fengu að bíða í bíl annarra vegfar- enda eftir lögreglu, en voru þó kaldir og hraktir eftir óhappið. Kaldir og hraktir eftir bílveltu við Norðurá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.