Morgunblaðið - 22.01.2018, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hef-
ur ákveðið að landsfundur flokks-
ins verði helgina 16.-18. mars nk. í
Laugardalshöll. Boðað hafði verið
til landsfundar 3.-5. nóvember sl.,
en vegna síðustu þingkosninga var
honum frestað. Var þá þegar
ákveðið að fundurinn yrði haldinn á
fyrsta ársfjórðungi 2018.
Í tilkynningu segir að dagskrá
landsfundar verði með hefðbundnu
sniði og í samræmi við ákvæði
skipulagsreglna Sjálfstæðisflokks-
ins.
Í aðdraganda landsfundar vinna
málefnanefndir flokksins að drög-
um að ályktunum. Á vettvangi
nefndanna gefst flokksmönnum
tækifæri til að koma að mótun
stefnu flokksins. Starf málefna-
nefnda verður kynnt á heimasíðu
flokksins.
Á landsfundi verður forysta
Sjálfstæðisflokksins kjörin. Þá eru
stjórnir átta málefnanefnda flokks-
ins kjörnar þar, til þess að leiða
málefnastarfið milli landsfunda.
Landsfund-
ur haldinn
í mars
Morgunblaðið/Ómar
Sjálfstæðisflokkur Landsfundur
verður haldinn um miðjan mars.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Fimm konur eru í efstu sjö sætum
á lista Sjálfstæðisflokksins á Sel-
tjarnarnesi að loknu prófkjöri
flokksins sem fór fram á laugar-
daginn. Ásgerður Halldórsdóttir,
sitjandi bæjarstjóri á Seltjarnar-
nesi, leiðir lista flokksins í bæjar-
félaginu en hún hlaut örugga
kosningu í efsta sætið með 463 at-
kvæði af 711 greiddum atkvæð-
um.
Magnús Örn Guðmundsson, við-
skiptafræðingur og bæjar-
stjórnarfulltrúi, skipar annað sæti
listans. Magnús skipaði áður 5.
sæti listans og færist því upp um
þrjú sæti fyrir komandi kosn-
ingar. Verður hann því að teljast
hástökkvari prófkjörsins.
12 einstaklingar buðu fram
Alls gáfu 12 einstaklingar kost
á sér prófkjörinu. Greidd atkvæði
voru sem fyrr segir 711 og voru
26 seðlar auðir og ógildir. Talin
atkvæði voru því 685. Listi Sjálf-
stæðisflokksins í komandi sveitar-
stjórnarkosningum á Seltjarnar-
nesi er því eftirfarandi:
Í fyrsta sæti er Ásgerður Hall-
dórsdóttir bæjarstjóri. Í öðru sæti
er Magnús Örn Guðmundsson. Í
þriðja sæti er Sigrún Edda Jóns-
dóttir. Bjarni Torfi Álfþórsson
skipar fjórða sæti listans. Ragn-
hildur Jónsdóttir skipar fimmta
sætið, Sigríður Sigmarsdóttir sit-
ur í sjötta sæti og Guðrún Jóns-
dóttir í því sjöunda.
5 konur í efstu 7 á Nesinu
Morgunblaðið/Eggert
Á kjörstað 711 einstaklingar kusu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Nesinu.
Ásgerður vann Magnús Örn fór upp um þrjú sæti
Stjórnmálaflokk-
ar á Íslandi efna
til morgunverðar-
fundar á Grand
Hótel Reykjavík í
dag kl. 8.30 undir
kjörorðinu Hvað
svo? Markmið
fundarins er að
ræða næstu skref
#metoo innan stjórnmálanna og
leita svara við spurningunum,
hvernig félagasamtök eins og stjórn-
málaflokkar geti beitt sér fyrir því
að minnka líkur á því að hvers kyns
áreitni sé liðin, og í hvað farveg sé
eðlilegast að mál tengd áreitni fari
innan stjórnmálaflokkanna.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra flytur opnunarávarp.
Meðal fyrirlesara er Gestur
Pálmason markþjálfi sem ræðir
sjónarhorn karlmanna sem vilja axla
ábyrgð. Fundurinn er öllum opinn
og án endurgjalds. Sýnt verður beint
frá fundinum á Youtube. Húsið verð-
ur opnað kl. 8 og boðið verður upp á
léttan morgunverð.
Stjórnmála-
flokkar samein-
ast í #metoo