Morgunblaðið - 22.01.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018
22. janúar 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 102.2 102.68 102.44
Sterlingspund 142.11 142.81 142.46
Kanadadalur 82.28 82.76 82.52
Dönsk króna 16.83 16.928 16.879
Norsk króna 13.03 13.106 13.068
Sænsk króna 12.752 12.826 12.789
Svissn. franki 106.86 107.46 107.16
Japanskt jen 0.9229 0.9283 0.9256
SDR 147.38 148.26 147.82
Evra 125.35 126.05 125.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.1075
Hrávöruverð
Gull 1335.8 ($/únsa)
Ál 2224.0 ($/tonn) LME
Hráolía 69.01 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Þýsk stjórnvöld
hafa gert bílafram-
leiðandanum Audi
að innkalla
127.000 bifreiðar
eftir að svindlbún-
aður fannst í
mengunarvarna-
búnaði. Bild am
Sonntag greindi frá
þessu um helgina.
Í tilkynningu frá Audi segir að bílarnir
sem um ræðir hafi verið hluti af sjálf-
viljugri innköllun fyrirtækisins á
850.000 dísilbílum sem ráðist var í í júlí
síðastliðnum.
Verður hugbúnaðurinn sem stýrir
vélum bílanna endurhannaður, prófaður
og sendur til stjórnvalda til samþykktar,
að sögn BBC.
Audi hefur verið gefinn frestur til
febrúar til að sýna fram á að ekki sé
hægt að nota nýja stjórnbúnaðinn til að
svindla á útblástursprófunum.
ai@mbl.is
Audi innkallar vegna
svindlbúnaðar
STUTT
Konur eru æðstu stjórnendur í ein-
ungis 20% allra fyrirtækja á Íslandi,
samkvæmt gögnum Creditinfo um
framúrskarandi fyrirtæki. Á ára-
bilinu 2010 til 2016 fjölgaði konum í
hópi forstjóra og framkvæmdastjóra
um 0,3 prósentustig á ári að meðal-
tali. Haldist sú fjölgun óbreytt áfram
mun það því taka um það bil eina öld
þar til fullt jafnræði næst á milli
kynja á meðal æðstu stjórnenda í ís-
lensku atvinnulífi.
Þegar litið er til samsetningar
stjórna í íslenskum fyrirtækjum út
frá kynjahlutföllum, þá kemur í ljós
að hlutfall kvenna í stjórnum nemur
24%. Í tilviki meðalstórra og stórra
fyrirtækja sem komast inn á lista
Creditinfo yfir framúrskarandi fyr-
irtæki 2017 má greina töluvert
hærra hlutfall kvenna í stjórnum.
Á meðal stórra fyrirtækja, sem
búa yfir heildareignum yfir einum
milljarði króna, er hlutfall kvenna í
stjórnum liðlega 30% hjá framúr-
skarandi fyrirtækjum. Hjá þeim
stóru fyrirtækjum sem ekki komast
inn á fyrrgreindan lista er hlutfallið
hins vegar tæplega 22%.
Konur eru hlutfallslega nokkru
færri í stjórnum meðalstórra fyrir-
tækja með eignir á bilinu 200 til
1.000 milljónir. Á meðal framúrskar-
andi fyrirtækja er hlutfall stjórnar-
kvenna 22%, en hjá þeim meðalstóru
fyrirtækjum sem ekki eru á listanum
er hlutfallið tæplega 18%.
Einungis 2,2% skráðra fyrirtækja
á Íslandi eru á lista Creditinfo yfir
framúrskarandi fyrirtæki, sem
kynntur verður með viðhöfn í Hörpu
á miðvikudaginn kemur. Til þess að
komast inn á listann þurfa fyrirtæki
að uppfylla ýmis skilyrði, m.a. um
20% eiginfjárhlutfall og jákvæða
rekstrarniðurstöðu síðastliðin þrjú
ár. sn@mbl.is
Morgunblaðið/Ernir
Creditinfo Konur eru æðstu stjórn-
endur í fimmtungi fyrirtækja.
Jafnræði næst
eftir hundrað ár
Stjórnarkonur
fleiri í framúrskar-
andi fyrirtækjum
„Það er mikilvægt að muna að þau
lög sem gilda í dag hér á landi um
persónuvernd byggjast á tilskipun
frá ESB sem var sett árið 1995.
Það segir sig sjálft að síðan þá hef-
ur tækniumhverfið og söfnun per-
sónuupplýsinga tekið miklum
breytingum,“ segir Elfur.
Nýja ESB-reglugerðin samræm-
ir lög um persónuvernd hjá öllum
Evrópusambandsríkjunum og ger-
ir stjórnvöldum auðveldara að
fylgja lögunum eftir. Þá eru ein-
staklingum veitt aukin réttindi til
að hafa áhrif á vinnsluna, m.a. með
því að hafa aðgang að persónuupp-
lýsingum sínum og fá þeim eytt ef
svo ber undir.
„Meginreglurnar eru þær sömu
og áður: öflun og vinnsla persónu-
upplýsinga þarf að vera unnin með
lögmætum og gagnsæjum hætti, í
skýrum tilgangi. Ekki skal afla
meiri persónuupplýsinga en þarf
né geyma þær lengur en nauðsyn-
legt er, og öryggi gagnanna skal
tryggt. Nýja löggjöfin bætir við
þeirri skyldu að fyrirtæki og stofn-
anir verða að geta sýnt fram á að
þau séu með virkum hætti að fylgja
meginreglunum eins og lögin kveða
á um.“
Snýst um hugarfar
Elfur segir nýju reglugerðina
ekki þýða að íslensk fyrirtæki og
stofnanir verði að ráðast í dýrar
fjárfestingar á nýjum hugbúnaði
og sérfræðiþjónstu, ella hætta á 20
milljóna evra sekt: „Lausnin er
ekki að kaupa nýjan hugbúnað,
heldur að stuðla að réttu hugarfari
og vinnubrögðum starfsmanna
þannig að við nálgumst vinnslu
persónuupplýsinga á réttan hátt og
höfum góða yfirsýn yfir vinnsluna.“
Reglugerðin á ekki bara við þá
sem safna miklu magni persónu-
upplýsinga og geyma á rafrænu
formi og bendir Elfur á að jafnvel
kladdi á hárgreiðslustofu þar sem
fært er inn með reglubundnum
hætti hvaða daga viðskiptavinir
komu á stofuna og hvaða vörur og
þjónustu þeir fengu falli undir lög
um persónuvernd. „Reglugerðin
tekur til allra sem snerta á upplýs-
ingum um einstaklinga. Huga þarf
að því hvaða upplýsingum er eðli-
legt að safna, hver hefur aðgang að
þeim og bæði hvernig og eftir hve
langan tíma þessum gögnum er
eytt.“
Nýju sektarheimildir Evrópu-
reglugerðarinnar eru mjög háar og
virðast settar til að tryggja að al-
þjóðleg og fjársterk fyrirtæki taki
fyrirmæli laganna alvarlega. Að-
spurð hvort smávægileg yfirsjón í
meðferð persónuupplýsinga geti
þýtt milljarða króna sektir fyrir
venjuleg íslensk fyrirtæki segir
Elfur að takmarkaðar líkur séu á
því. „Það á eftir að koma í ljós
hvernig sektarákvæðunum verður
beitt en reglur stjórnsýsluréttarins
um meðalhóf og leiðbeiningar-
skyldu eru mjög ríkar og munu
hafa áhrif á beitinguna. Þess vegna
skiptir það máli að vinna persónu-
upplýsingar með réttu hugarfari
og í skýrt skilgreindum tilgangi.“
Tryggja þarf að allir
stundi rétt vinnubrögð
Nýjum reglum fylgja háar sektir ef fyrirtæki trassa verndun persónuupplýsinga
Snýst ekki um dýra fjárfestingu heldur breytt hugarfar, segir sérfræðingur
AFP
Bylting Mikið hefur breyst frá því núgildandi lög um persónuupplýsingar
voru sett. Nýjar reglur ESB veita almenningi meiri vernd. Mynd úr safni.
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Íslensk fyrirtæki og stofnanir ættu
að fylgjast vel með nýrri reglugerð
um persónuvernd sem taka mun
gildi í Evrópusambandinu 25. maí
næstkomandi. Von er á að þessar
reglur taki gildi á Íslandi á sama
tíma en með
þeim verða lagð-
ar enn ríkari
skyldur á þá sem
safna og vinna
með persónu-
upplýsingar.
Ströng viðurlög
eru við því að
brjóta ákvæði
nýju Evrópu-
reglugerðarinn-
ar en fyrir alvar-
legustu brotin er heimilt að sekta
aðila um allt að 2-4% af veltu sam-
stæðunnar sem í hlut á eða 10-20
milljónir evra, eftir því hvor talan
er hærri.
Samtök upplýsingafyrirtækja
efna til ráðstefnu um nýju regl-
urnar á Hótel Nordica á fimmtu-
dag (www.taekniogpersonu-
vernd.is) en meðal ræðumanna
verður forstöðumaður persónu-
verndar hjá eBay í Bretlandi.
Mikið hefur breyst
Elfur Logadóttir mun þar fjalla
um innbyggða og sjálfgefna per-
sónuvernd en hún er lögfræðingur,
ráðgjafi í reglustjórn upplýsinga-
tæknifyrirtækja og rekur ráðgjaf-
arfyrirtækið ERA (www.era.is):
Elfur
Logadóttir