Morgunblaðið - 22.01.2018, Side 17

Morgunblaðið - 22.01.2018, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018 Er andi í flöskunni? Engu er líkara en sjálfur Aladín sé hér að breiða úr sér á himninum við Ægisíðu. Eggert Þriðjudaginn 16. janúar sl. birti Morgunblaðið við- tal við Kristínu Ómars- dóttur skáld. Þótt ég þekki lítið til Kristínar vakti viðtalið áhuga minn, því fyrirsögnin tengdist beint og óbeint erindi sem ég átti að flytja síðar þennan sama dag fyrir nemendur mína í lögfræði. Fyrirsögnin var svo hljóð- andi: „Frjáls manneskja þarf fyrst og fremst að hugsa.“ Í viðtalinu segir nánar um þetta: „Kristín segir að frjáls manneskja þurfi fyrst og fremst að hugsa og það geti verið þrautin þyngri, að hugsa, mað- ur nenni því ekki, þess vegna sé auðveld- ara að afsala sér sjálfstæðinu fyrir alls konar þægindi og freistingar og vél- rænan lífsstíl, og það hafi hún oft gert, en í mun minna mæli þegar hún var yngri.“ Það var gott að lesa þessi einlægu orð Kristínar, enda þekkti ég sjálfan mig í þeim. Svo þakklátur var ég fyrir þessa setningu að ég klippti hana út úr blaðinu og hef gengið með hana á mér síðustu daga. Til þessara orða hef ég svo vitnað tvo kennsludaga í röð, því þarna held ég að skáldinu hafi tekist að segja í fáum orðum það sem ég hef, í vanmætti hugs- ana minna, aðeins getað orðað í of löngu máli. Orð Kristínar lýsa vandamáli okk- ar, sem föllum daglega í freistni hugs- unarleysis og týnumst í hugsunarþoku. Ég hallast jafnvel einnig að því að þessi setning Kristínar geti komið að gagni við að varpa ljósi á og skilja ögn betur hina pólitísku orðræðu, sem alltof sjald- an getur kallast samræða. Til skýringar á síðastnefndu atriði leyfi ég mér að setja eftirfarandi hugsanir á blað, í þeirri von að þær gætu mögulega komið einhverjum öðrum að gagni. Ein leiðin til að komast hjá því að hugsa heila – og sjálfstæða – hugsun er að gangast einhverri hugmyndafræði á hönd. Kostirnir við slíkt eru augljósir fyrir þá sem þekkja sjálfa sig í tilvitnaðri lýsingu skáldsins Kristínar. Á vettvangi hugmyndafræðinnar kynnumst við oftar en ekki heildstæðu hugmyndakerfi (kenningum) sem geyma allsherjarskýr- ingar á flestu eða jafnvel öllu sem gerist. Í ljósi hug- myndafræðinnar verður mótlætið skiljanlegt, órétt- lætið beiskara og réttlætis- krafan óskilyrt. Á öldinni sem leið ruddu alræmd kenningarkerfi sér til rúms. Breiðfylkingar alls kyns -ista boðuðu „fagn- aðarerindi“ mismunandi -isma. Hér nægir að nefna kommúnisma og nasisma, en fylgismenn hvorrar hug- myndafræði um sig létu tilganginn helga meðalið þegar kom að því að brjóta heilu þjóðirnar og meginlöndin undir alræðis- og helstefnur sínar. Ef skrum, skraut- sýningar og lúðrablástur dugðu ekki var stutt í hótanir, kúgun, ofbeldi, manndráp og fjöldamorð. Þegar hugmyndafræð- ingarnir höfðu tekið völdin var lítið rými skilið eftir fyrir frjálsa hugsun. Á því stigi er nefnilega mikilvægara að allir hugsi eins. Allt skal þá lúta einni yfir- drottnandi hugmyndafræði, sem umber enga gagnrýni, þolir engum að andæfa og hatast við frjálsa hugsun. Ég nefni þetta hér því hugsanaletin sem Kristín Ómarsdóttir gerði að umtalsefni í áður- nefndu viðtali er ekki bara óholl okkur sjálfum, heldur er hún samfélaginu öllu háskaleg, svo sem dæmin sanna. Getur verið að hér sé komin einhver skýring á því óþoli gagnvart skoðunum annarra, sem einkennir svo mjög póli- tíska umræðu? Gætu samskipti okkar og rökræða batnað ef við hættum að láta aðra hugsa fyrir okkur, efuðumst oftar um eigin sannfæringu, værum örlítið gagnrýnni á eigin fullyrðingar og færum að hlusta á aðra með opnum huga þess manns sem í hjarta sínu getur viður- kennt að hann hafi ekki öll svör á reiðum höndum? Eftir Arnar Þór Jónsson » Getur verið að hér sé komin einhver skýring á því óþoli gagn- vart skoðunum annarra, sem einkennir svo mjög pólitíska umræðu? Höfundur er héraðsdómari. „Frjáls manneskja þarf fyrst og fremst að hugsa“ Arnar Þór Jónsson 22. janúar er dag- urinn sem Élysée- sáttmálinn milli Frakka og Þjóðverja var undirritaður árið 1963. Báðar þjóðir fagna í dag vináttu sem tókst á milli þeirra svo nú eru þær nánustu bandamenn í stjórnmálum, efna- hagsmálum, vísindum og menningu. Það var sem sé fyrir 55 árum sem forseti Frakklands, Charles de Gaulle, og kanslari Sam- bandsríkis Þýskalands, Konrad Adenauer, undirrituðu sáttmálann sem vísaði veginn til nánari sam- vinnu Frakka og Þjóðverja. Þessi sáttmáli var síður en svo sjálfgefinn. Árið 1963 voru minning- arnar úr síðari heimsstyrjöld, að ógleymdri þeirri fyrri, mönnum enn ofarlega í huga. Á 70 ára tímabili höfðu Frakkar og Þjóðverjar eldað saman grátt silfur og háð þrjár styrjaldir sem skildu bæði lönd eftir í sárum. En þjóðum okkar beggja tókst að sættast og í stað aldagam- allar andúðar auðnaðist þeim að bindast svo föstum böndum tryggð- ar, virðingar og samvinnu að ein- stætt er. Nú sýna allar skoðana- kannanir að Þýskaland er það land sem Frakkar hafa mestar mætur á og gagnkvæmt. Sagan geymir eng- an örlagadóm, það hafa Þjóðverjar og Frakkar sýnt fram á. Élysée-sáttmálinn er lítt þekktur með öðrum þjóðum en hann lýsir fyrst og fremst vinnulagi. Þetta vinnulag kveður á um reglulega fundi, á öllum stigum stjórnkerfis og stjórnsýslu þjóðanna okkar beggja, í því skyni að leiða fram sameiginlega fransk-þýska afstöðu. Þannig er þar tekið fram að „ríkisstjórnir beggja landa skulu ætíð ráðgast við áður en ákvörðun er tekin í mikilvægum ut- anríkismálum, og þá sérstaklega í málum sem lúta að sameiginlegum hagsmunum beggja þjóða, með það fyrir augum að komast eins og kost- ur er að áþekkri niðurstöðut.“ Þetta verklag hefur sannað gildi sitt. Engin tvö ríki í veröldinni vinna jafnnáið saman, hvort sem um ræðir samráð þýska kanslarans og franska forsetans, samráðsfundi þjóðþinga beggja landa, vinatengsl 2.200 bæja og borga eða meira en 180 samstarfsverkefni háskóla og vísindastofnana, og kynni milli meira en átta milljóna ungmenna fyrir tilstilli Fransk-þýsku ung- mennastofunnar. Fransk-þýska ráð- herraráðið setur viðmið tvisvar á ári og efnir til átaksverkefna á vett- vangi þjóðanna til að dýpka sam- band þeirra. Utanríkisráðherrar landanna eiga náið samstarf og skipti á sendifulltrúum eru tíð. Sum sendiráða okkar og menningarstofn- ana deila húsnæði, eins og raunin er í Dakka og Ramallah. Og ekkert lát er á samstarfinu: Í tilefni af 55 ára afmæli Élysée-sáttmálans munu þjóðþingin í Frakklandi og Þýska- landi samþykkja sameiginlega ályktun þar sem þess er óskað að ríkisstjórnir Frakklands og Þýska- lands vinni að nýjum Élysée- sáttmála með það að leiðarljósi að efna til nýrra markvissra verkefna sem staðfesti gildi og ávinning af vináttu og samstarfi Frakka og Þjóðverja. En samband þjóðanna stuðlar jafnframt að viðgangi Evrópu. Það er upp úr samskiptum Frakka og Þjóðverja sem sameiginlegi mark- aðurinn, sameiginlega myntin og Schengen-svæðið spruttu. Frakkar og Þjóðverjar eiga sér ólíka menn- ingu, sögu, stjórnkerfi og fara ólíkt að við að taka ákvarðanir. Þeim ber að leita sameiginlegrar afstöðu sem umræður innan Evrópusambands- ins byggjast síðan á. Þótt það komi oft í hlut Þjóðverja og Frakka að varpa fram nýjum hugmyndum, í ljósi þess hve samvinna með þeim er náin og hve ríkin skipta miklu máli í ESB (með 40% vergrar landsfram- leiðslu og 30% íbúa) þá eru það ætíð öll aðildarríki sambandsins sem taka ákvarðanir á vettvangi þess. Það er í þessu samhengi sem þjóðir okkar beggja gangast við ábyrgð sinni, andspænis sögu og framtíð álfu sem ber skylda til að tala einum rómi ef hún vill komast af. Þessari sameiginlegu ábyrgð sleppir ekki við landamæri Evrópusambandsins heldur nær hún líka til landa utan þess, eins og Íslands, samkvæmt samningum þar að lútandi. Élysée-sáttmálinn var frumkvæði hugrakkra stjórnmálaleiðtoga með framtíðarsýn og ber enn þann dag í dag vitni um kraftmikil samskipti Frakka og Þjóðverja og sameigin- legan vilja þjóðanna okkar beggja til að leggja sitt af mörkum til við- gangs Evrópu, sem ekki sé bara efnahagssvæði heldur samfélag um skýra framtíðarstefnu og gildi. Eftir Herbert Beck og Graham Paul » Vinátta og samvinna Frakka og Þjóðverja stendur styrkum fótum og hefur sífellt breikkað og dýpkað frá undir- ritun Élysée-sáttmálans fyrir 55 árum. Herbert Beck Höfundar eru sendiherrar Þýska- lands og Frakklands á Íslandi. Samband Frakka og Þjóðverja – Élysée-sáttmálinn 55 ára Graham Paul

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.