Morgunblaðið - 22.01.2018, Side 18

Morgunblaðið - 22.01.2018, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018 ✝ Garðar Svein-bjarnarson var fæddur á Ysta- Skála undir Eyja- fjöllum 14. maí 1925. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Eiri 9. janúar 2018. Foreldrar Garð- ars voru Svein- björn Jónsson bóndi á Ysta-Skála, f. 14.1. 1882, d. 13.7. 1971, og kona hans Sigríður Anna Ein- arsdóttir frá Varmahlíð, f. 29.7. 1885, d. 20.11. 1943. Systkini Garðars voru Sigríður, f. 1908, d. 1986; Þórný, f. 1909, d. 1995; Eyþór, f. 1911, d. 1929; Guð- björg, f. 1913, d. 1959; Jón Þor- berg, f. 1915, d. 1991; Svein- björn, f. 1916, d. 1996; Sigurjón, f. 1918, d. 1965; Þóra Torfheið- ur, f. 1921, d. 1987; Ásta, f. 1923, d. 2013; Svava, f. 1926; Einar, f. 1928, d. 2004. Garðar kvæntist Sigríði Kjartansdóttur (Stellu) frá Ey- vindarholti undir Eyjafjöllum, f. 14.10. 1930, d. 13.3. 2015, þann 1. október 1954. Foreldrar hennar voru Kjartan Ólafsson bóndi í Eyvindarholti, f. 17.2. 1898, d. 31.10. 1982, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir frá Ysta-Skála f. 10.1. 1900, d. 11.6. ríður, f. 1965, maður hennar er Stefán Þór Pálsson, synir þeirra eru a) Eyþór Páll og b) Hilmar. Garðar ólst upp á Ysta-Skála með fjölskyldu sinni. Hann lauk prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni. Tók síðan próf frá Samvinnuskólanum, var eitt ár í lýðskóla í Svíþjóð og lauk prófi frá Kennaraskólanum 1951. Garðar vann m.a. við sveita- störf, 16 ára gamall vann hann við grjótvinnslu í Öskjuhlíð fyr- ir flugvöllinn og 1943 vann hann í Kaldaðarnesi í 5 mánuði við byggingu herbragga. Eitt sumar var Garðar saltari á Eld- borginni á Grænlandsmiðum. Garðar var farkennari um ára- bil og kenndi víða um landið. Garðar hóf búskap með Sigríði konu sinni árið 1954 að Strönd á Rangárvöllum. Garðar var þá skólastjóri við heimavistarskól- ann á Strönd. Árið 1958 fluttu þau til Reykjavíkur, þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Vann Garðar þá við að byggja og selja hús. Árið 1967 settu Garð- ar og Stella á stofn verslun og unnu bæði við verslunina í 26 ár. Útför Garðars fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 22. jan- úar 2018, og hefst athöfnin klukkan 11. 1989. Börn Garðars og Stellu eru 1) Kjartan, f. 1955, sambýliskona Ant- onía Guðjónsdóttir, synir þeirra eru a) Garðar, b) Ey- steinn, unnusta Tania Sofia Abranja, barn þeirra er Emma og c) Kári, fyrir á Ant- onía soninn Guðjón Berg Jakobsson, börn Anton Snær og Lúkas Páll. 2) Guð- björg, f. 1956, maður Stefán Laxdal Aðalsteinsson, börn þeirra eru a) Kristjana Björk, maður Agnar Tr. Lemacks, börn þeirra eru Alexander, f. og d. 2009, og Júlíana Elsa, b) Garðar, kona Magdalena Sig- urðardóttir, börn þeirra eru Guðbjörg Lóa og Gunnhildur og c) Aðalsteinn. 3) Anna Birna, f. 1959, maður hennar er Jón Ingvar Sveinbjörnsson, sonur Jóns er Sveinbjörn, kona er Hafdís Ósk Pétursdóttir, börn þeirra eru Sævar Daði, Klara Hlín og Dagur Kári. 4) Guðrún Þóra, f. 1962, sambýlismaður Sigurjón Ársælsson, sonur Guð- rúnar og Sveins Víkings Gríms- sonar er a) Þórarinn Víkingur. Sonur Sigurjóns er Ásgeir, unn- usta Frida Mårtensson. 5) Sig- Fögur eru klettabeltin sem fjöllin skarta. Fríð er sveit um sumarlangan dag. Hið efra skín á ísjöfurinn bjarta. Yndislegt er landið við glitrofið sólarlag. Á heiðlöndum er himneskt að skoða. Þegar heiðríkjan upp hefur staðið. Horfa á hnjúkana og tindanna roða. Hlusta á niðinn sem er upphafsins orðið. Blundaðu ekki um vorsins björtu nætur. Þá blámóðan líður með hlíðum fjalla. Skynjaðu við sólris hvernig lífið lætur. Ljósroðinn er að kalla á okkur alla. (Garðar Sveinbjarnarson) Fjöllin voru þér hugleikin, elsku pabbi. Í dag hvílir þú í faðmi þeirra við hlið mömmu. Við kveðjum þig með hlýju og kæru þakklæti fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Blessuð sé minning þín. Kjartan (Daddi), Guðbjörg (Dídí), Anna Birna, Guðrún Þóra, Sigríður (Sirrý). Í dag kveð ég elskulegan föð- ur minn. Á þessum tímamótum leitar hugur minn aftur til bernskunnar. Mínar fyrstu minningar eru góðar og bjartar. Við bjuggum í mjög lítilli íbúð en okkur leið vel saman. Á þessum tíma voru þrjú systkini fædd af fimm. Við sváfum systkinin í sama herbergi. Ég man eftir hlýjum og góðum pabba sem svæfði okkur á hverju kvöldi. Hann sagði okkur ævintýri og sögur, fór með ljóð og söng fyrir okkur. Ég minnist gönguferða um miðbæinn og niður á höfn að skoða skipin. Á sumrin dvaldi mamma með okkur systkinin í sveitinni hjá móðurforeldrum okkar undir Eyjafjöllum. Pabbi var að vinna í Reykjavík og kom austur um helgar. Við sátum uppi á háum hól og biðum með óþreyju eftir að farartæki pabba birtist á gamla þjóðvegi 1, við Litlu Dím- on. Þegar pabbi nálgaðist hlup- um við eins hratt og við gátum á móti honum. Hundurinn Sámur og heimalningarnir tveir fylgdu fast á eftir. Pabbi kom með brjóstsykur og ópal og gaf okkur krökkunum og voru lömbin æst í nammið. Í sveitinni fór hann með okkur systkinin í göngutúra. Hann stakk blóðbergi í nasirnar til að lykta betur af náttúrunni. Við fórum einnig að heimsækja föðurafa okkar á Ysta-Skála í sömu sveit. Þar fæddist pabbi og ólst upp ásamt ellefu systkinum. Það var góður og glaðvær hópur sem alltaf var gaman að hitta. Svava er nú eina eftirlifandi systkinið. Pabbi var ætíð svolítið utan við sig. Amma bað pabba eitt sinn um að kaupa fyrir sig tóm- ata og gúrkur í Eden í Hvera- gerði. Þegar pabbi lagði af stað frá Eden tók hann eftir því að fólkið í rútu einni var að veifa til hans. Pabbi veifaði glaðlega á móti og fannst þetta skemmti- legar manneskjur. Þegar hann var kominn á áfangastað innti amma hann eftir grænmetinu. Þá varð pabbi svolítið kindarleg- ur og sagði: nú skil ég af hverju fólkið var að veifa mér. Hann hafði sett pokann með grænmet- inu upp á þakið á bílnum, en gleymt pokanum þegar hann ók af stað. Það var mikið hlegið að þessari sögu. Pabbi var alltaf svo kátur og sagði skemmtilega frá. Eftir að mamma og pabbi luku störfum áttu þau margar gæða- stundir og nutu þess að vera saman. Sérstaklega í landinu sínu á Brú og í Eyvindarholti. Þá varð pabba tíðrætt um hvað þetta væri nú mikið lúxuslíf á þessu unaðslega gósenlandi. Pabbi kunni svo sannarlega að njóta og var ævinlega þakklátur fyrir það sem hann hafði. Pabbi þjáðist af heilabilun síð- ustu tíu árin. Það má því segja að hluti af honum hafi verið farinn frá okkur. Árið sem mamma dó var hann kominn í dagvist fyrir heilabilaða á Eir og var hann þar í rúmlega eitt ár. Síðustu tvö árin dvaldi hann á Hjúkrunarheim- ilinu Eir. Pabbi heimsótti okkur systkinin öðru hvoru um helgar og alltaf hafði hann gaman af því að fara austur undir Eyjafjöll. Hugur hans var ætíð þar. Elsku pabbi minn, hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín. Guðbjörg (Dídí). Í dag kveð ég tengdaföður minn Garðar Sveinbjarnarson. Garðar átti langt og gott líf og kveður sáttur þennan heim á 93. aldursári. Garðar var ljós yfirlit- um, brosmildur og hlýr og hvers manns hugljúfi. Hann var eins og segir í textanum „vænn við menn og málleysingja“ og var samband hans við börnin mín, barnabörn og heimilisdýrið, hundinn Sám, einstakt. Vissulega var líf hans ekki alltaf dans á rósum en þrátt fyrir það tókst hann á við lífið af æðruleysi, jákvæðni og gleði. Hann bjó við þá gæfu að vera heilsuhraustur stærstan hluta lífs síns. Síðari ár glímdi hann við skerta heyrn og heilabilun. Banamein hans var krabbamein. Garðar var skarpgreindur, vel máli farinn og átti auðvelt með nám. Hann sótti sér menntun hér heima og erlendis. Hann lauk samvinnuskólaprófi 1947, gekk í lýðháskóla í Svíþjóð og lauk kennaraprófi 1951. Hann tók að sér hin ýmsu störf í gegn- um tíðina, eins og almenn bú- störf, vinnu við grjótnám og braggasmíði fyrir herinn á stríðsárunum, fiskveiðar við Grænland, kennslu víða um land og húsasmíði. Að lokum vann hann við verslunarstörf í 26 ár. Samband hans og eiginkonu hans, Sigríðar eða Stellu eins og hún var ætíð kölluð, var ástríkt og gjöfult. Bæði áttu þau rætur að rekja til Eyjafjalla og var hugur þeirra ætíð þar. Allar þær frístundir sem þau áttu voru nýttar til að fara austur að Ey- vindarholti og þar var ekki setið auðum höndum. Sá tími var því miður takmarkaður vegna mik- illar vinnu þeirra. Aftur á móti áttu þau mörg góð ár í sveitinni þegar þau hættu verslunar- rekstrinum. Missir hans var mik- ill þegar Stella dó í mars 2015. Hann var þá kominn með heila- bilun og var einstakt hvað hún hugsaði vel um hann þrátt fyrir að vera orðin mikið veik sjálf. Garðar undi sér vel við spila- mennsku og var alltaf í sambandi þegar hann tók í spil. Garðar unni náttúrunni og naut þess að vera úti undir ber- um himni. Oft á ferðum okkar var hreinn unaður að heyra gamla kennarann segja frá. Hann var góður sögumaður og lýsingar hans á umhverfinu voru stórbrotnar með skemmtilegum fettum og brettum og bending- um. Hann þekkti nánast öll fjöll, dali, ár og býli og oftast fylgdu skemmtilegar sögur með. Mér er minnisstæð ævintýraleg ferð okkar upp á Hamragarðaheiði í leit að gulli. Hann unni börnum og barna- börnum sínum og mundi nöfn þeirra. Alltaf var hann viljugur að taka þátt í leikjum þeirra, hvort sem málið var að stífla ár eða grafa út hella. Heimilishund- urinn Sámur tók miklu ástfóstri við afa sinn og voru þeir nánast óaðskiljanlegir þegar þeir hitt- ust. Stundum fóru þeir saman í ævintýraleit í sveitinni og létu oft ekki vita hvert ferðinni var heit- ið. Einn dag þegar menn voru að huga að heimferð voru þeir týnd- ir. Þrátt fyrir ítarlega leit leið langur tími þar til þeirra skiluðu sér, skítugir en kátir. Með þessum fátæklegum orð- um kveð ég ástkæran tengdaföð- ur minn og þakka fyrir áratuga samveru. Í dag fer Garðar enn og aftur austur undir Eyjafjöllin til fundar við ástvini. Ég veit að þar verða fagnaðarfundir. Takk fyrir allt, Garðar minn. Stefán Laxdal. Elsku afi, þakka þér fyrir samveruna og kærleikann. Fyrir okkur ertu svo margt. Verslun- armaður, ævintýramaður, sjó- maður, kennari og bóndi en og fyrst og fremst yndislegur afi okkar sem kenndi okkur svo ótalmargt. Við vorum svo lánsöm að eign- ast svona uppátækjasaman og elskulegan afa. Þú glæddir æsku okkar með ævintýrum og sögum, og þegar við uxum úr grasi breyttistu lítið og gleðistundirn- ar héldu áfram. Það var stutt í öll ævintýrin þegar þú varst nálægt. Það var auðséð að sveitin undir Eyjafjöllum var þar sem þér leið best og sú gleði smitaðist til allra sem ykkur heimsóttu. Þig skorti sjaldan verkefni í sveitinni og nóg var af viljugum aðstoðar- mönnum í barnabarnahópi þín- um. Uppátæki þín fólu meðal annars í að renna fyrir fisk í hinu beljandi Markarfljóti með hand- saumuðu neti sem skilaði oftar fiski en nokkur önnur veiðistöng hefði gert. Leitin að gulli með því að grafa út helli kenndan við prest einn sem faldi sig þar árla daga. Þú varst sannfærður um að þar leyndist gull og í ánni Ljósá sem rennur steinsnar frá Prestshelli. Einn daginn munum við finna gullið. Það var ekkert sem þér var ofviða, og til marks um það er þegar þú óðst í Mark- arfljótinu, þá 87 ára gamall, til þess eins að ná fiski í soðið. Þú gafst þér ávallt tíma til að spjalla og ræða um daginn og veginn, milli þess sem þú sýndir listir þínar í handahlaupi áttræð- ur. Þú varst gull af manni með einstaklega gott hjartalag sem sýndi mikinn náungakærleik sem er til eftirbreytni. Nokkuð sem við systkinin reynum að tileinka okkur úr fari þínu. Hlátur og gleði hafa alltaf einkennt þig og þú áttir það til að lýsa upp her- Garðar Sveinbjarnarson Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN NÍELS STEFÁNSSON (Númi), rafverktaki Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 13. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 26. janúar klukkan 13. Blóm og kransar er afþakkað, en þeim sem vilja minnast Stefáns er bent á að styrkja Slysavarnafélagið Landsbjörg. Guðríður Stefánsdóttir Guðmundur Ágúst Ingvarsson Hrafn Stefánsson Sonja I. Einarsdóttir Örn Stefánsson Ólöf Stefánsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, FRIÐJÓN SKARPHÉÐINSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 19. janúar. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 26. janúar klukkan 15. Starfsfólki deildar 2C á Sóltúni eru færðar hugheilar þakkir fyrir alla umhyggju og umönnun. Jónína Garðarsdóttir Sigríður Friðjónsdóttir Víðir Þorsteinsson Hólmfríður Friðjónsdóttir Magnús Friðjónsson Olga Ólafsdóttir Garðar Friðjónsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÞORLEIFSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk föstudaginn 19. janúar sl. Jarðsett verður í Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. janúar klukkan 15. Unnur Halldórsdóttir Anna Pálína Jónsdóttir Hörður Sigurðsson Halldór Þór Jónsson Anna Valgarðsdóttir Hulda Hrönn Jónsdóttir Ragnar Ragnarsson Jóna Bára Jónsdóttir barnabörn og langafabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA DANÍELSDÓTTIR frá Guttormshaga í Holtum, Mánatúni 2, lést 13. janúar sl. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 26. janúar klukkan 13. Steinn Guðmundsson Trausti Steinsson Kolbrún Steinsdóttir Jón Elvar Björgvinsson Guðmundur S. Steinsson Berglind Steinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku besta amma. Sit hér í söknuði og minn- ingarnar um þig eru svo margar að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Það var alltaf mjúkur og hlýr faðmur sem ég hafði hjá þér. Ég er svo þakklát fyrir hvað ég fékk að vera mikið hjá þér sem barn. Þú hafðir alltaf tíma fyrir mig þrátt fyrir að húsið væri fullt af fólki og nóg að gera hjá þér. Minnist stundanna þegar við sátum saman og lögðum kapal og allir bollarnir sem þú last úr fyrir mig, ég hef ekki tölu á þeim. Í mínum veikindum 1992 var ég mikið hjá þér í heilun, þar sem þú lagðir mig á borðstofu- borðið og ég fann hitann frá töfrahöndunum þínum. Auðvit- að passaðir þú upp á að ég hefði mjúkt undir mér og mér væri hlýtt. Dætrum mínum, Söru og Kristínu, fannst alltaf svo gott að fá að gista hjá „gömlu Guðrún Kristófersdóttir ✝ Guðrún Krist-ófersdóttir fæddist 10. desem- ber 1925. Hún lést 7. janúar 2018. Útför Guðrúnar fór fram 13. janúar 2018. ömmu“ eins og þær kölluðu þig. Alltaf svo rólegt og yndislegt að vera hjá „gömlu ömmu“. Þær tala oft um stundirnar þegar þær sváfu hjá þér, fengu nammi og þegar þær vöknuðu sast þú á stól fyrir framan þær, brost- ir og sagðir: „Góð- an daginn, elskurnar, sváfuð þið vel?“ Það er mikið tómarúm sem þú skilur eftir og óendanlegar minningar sem við eigum um þig, elsku amma okkar. Núna vitum við að þú ert laus við þjáningar og ég er viss um að þú kíkir á okkur annað slagið. Elsku amma, þakka þér fyrir að vera besta amma í heimi og fyrir allt sem þú hefur gert fyr- ir okkur. Eigum eftir að sakna þín endalaust. Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu mér. Því ég er að gráta og kalla eftir þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á haf? Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað? (Höf. ók.) Hvíldu í friði. Þórey, Sara Ósk, Kristín og Lennon.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.