Morgunblaðið - 22.01.2018, Síða 27
á sama stað og verið samt að
ferðast. Ef til vill má líka líta á ljóðið
sem táknmynd fyrir samtíma okkar
hér á Íslandi, rútan er föst á jökli og
enginn veit hvað verður um farþeg-
ana; eina leiðin burt úr ógöngunum
virðist vera lestur, skáldskapur.“
Það vekur eftirtekt blaðamanns
hversu ljóðið kallast á við nýlegt
rútuslys þar sem tveir kínverskir
ferðamenn létu lífið. Spurður nánar
um tilurð ljóðsins, sem sent var í
keppnina löngu fyrir slysið, segir:
„Þegar ég heyrði um rútuslysið
rann mér kalt vatn milli skinns og
hörunds vegna þess að það hafði svo
mikla skírskotun til ljóðsins,“ segir
Sindri og bendir á að ljóðið endur-
spegli landfræðilegar og menning-
arlegar andstæður. „Ljóðið tæpir
líka á umgengni við náttúruna og
þeirri vá sem henni fylgir. Í ljóðinu
er farartækið að sameinast auðninni
sem ferðafólkið er komið til að dást
að og þannig er ferðin hugsanlega
að drepa ferðamennina. Í lok ljóðs-
ins birtist lesandi stúlka sem er nið-
ursokkin í aðra veröld. Þegar við
skiljum við hana er hún stödd í
göngum sem eru bæði óræð og eró-
tísk – í senn táknmynd dauðans og
lífsins. Ljóðið talar meðal annars til
þeirra áhrifa sem ör fjölgun ferða-
manna hefur haft hérlendis að und-
anförnu, fjölgun sem virðist vera að
tálga forvitnilegar myndir í þjóðar-
sálina,“ segir Sindri og tekur fram
að ljóðið sé þannig marglaga „eins
og gott ferðalag þarf að vera“.
Þess má að lokum geta að við at-
höfnina í gær voru einnig tilkynnt
úrslit ljóðasamkeppni grunnskóla
Kópavogs og þar bar Henrik Her-
mannsson, nemandi í 7. bekk í
Hörðuvallaskóla, sigur úr býtum
fyrir ljóðið „Myrkrið“. Í öðru sæti
varð Eyrún Flosadóttir í 9. MSJ
Kársnesskóla og í því þriðja Sandra
Diljá Kristinsdóttir í 8. bekk Sala-
skóla.
Morgunblaðið/Eggert
Ánægður Sindri Freysson hlaut í gær Ljóðstaf Jóns úr Vör.
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018
Í þessu landi
leynast engir brautarpallar
með þokuskuggum að bíða tvífara
sinna
Engar mystískar næturlestir
sniglast gegnum myrkrið á hraða
draumsins
Engir stálteinar syngja
fjarskanum saknaðaróð
Í þessu landi
situr rúta föst á jökli
Hrímgaðar rúður
Framljósaskíma að slokkna
Frosin hjól að sökkva
Andgufa sofandi farþega
setur upp draugaleikrit
Og á aftasta bekk
les kínversk stúlka
um lestargöng sem opnast og
lokast
eins og svart blóm
Kínversk stúlka
les uppi á jökli
SIGURLJÓÐ ÁRSINS 2018
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Elly (Stóra sviðið)
Þri 23/1 kl. 20:00 aukas. Mið 7/2 kl. 20:00 aukas. Fös 2/3 kl. 20:00 aukas.
Fim 25/1 kl. 20:00 59. s Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Lau 3/3 kl. 20:00 aukas.
Fös 26/1 kl. 20:00 60. s Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Sun 4/3 kl. 20:00 aukas.
Lau 27/1 kl. 20:00 61. s Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Fös 9/3 kl. 20:00 aukas.
Þri 30/1 kl. 20:00 aukas. Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Lau 10/3 kl. 20:00 aukas.
Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Lau 17/3 kl. 20:00 aukas.
Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Lau 24/2 kl. 20:00 aukas.
Þri 6/2 kl. 20:00 aukas. Sun 25/2 kl. 20:00 aukas.
Allra síðustu sýningar leikársins!
Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið)
Mið 24/1 kl. 20:00 8. s Fim 1/2 kl. 20:00 11. s Sun 11/2 kl. 20:00 14. s
Sun 28/1 kl. 20:00 9. s Fös 2/2 kl. 20:00 12. s Fim 15/2 kl. 20:00 15. s
Mið 31/1 kl. 20:00 10. s Fim 8/2 kl. 20:00 13. s
Byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar.
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Sun 28/1 kl. 20:00 48. s Lau 3/2 kl. 20:00 50. s
Fös 2/2 kl. 20:00 49. s Fös 9/2 kl. 20:00 51. s
Draumur um eilífa ást
Medea (Nýja sviðið)
Mið 24/1 kl. 20:00 6. s Mið 31/1 kl. 20:00 8. s
Sun 28/1 kl. 20:00 7. s Fim 1/2 kl. 20:00 9. s
Stuttur sýningatími. Allra síðustu sýningar!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 28/1 kl. 13:00 aukas. Sun 4/2 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas.
Allra síðustu sýningar.
Skúmaskot (Litla sviðið)
Lau 27/1 kl. 13:00 7. s Sun 4/2 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas.
Sun 28/1 kl. 13:00 8. s Lau 10/2 kl. 13:00 aukas.
Búðu þig undir dularfullt ferðalag!
Hafið (Stóra sviðið)
Fös 26/1 kl. 19:30 10.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 11.sýn
Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 19.sýn
Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi .
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 28/1 kl. 13:00 Sun 11/2 kl. 13:00
Sun 4/2 kl. 13:00 Sun 18/2 kl. 13:00
Fjölskyldusöngleikur eftir Góa!
Faðirinn (Kassinn)
Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn
Þri 30/1 kl. 19:30 Auka Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn
Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Mið 14/2 kl. 19:30 Auka
Fös 2/2 kl. 19:30 Auka Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Efi (Kassinn)
Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Mið 7/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn
Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn
Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Lau 3/3 kl. 19:30 13.sýn
Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn
Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka
Margverðlaunað og spennandi verk !
Ég get (Kúlan)
Lau 27/1 kl. 13:00 5.sýn Fim 8/2 kl. 13:00 7.sýn
Lau 27/1 kl. 15:00 6.sýn Fim 8/2 kl. 15:00 8.sýn
Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar
Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið)
Lau 3/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 15:00
Lau 10/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 13:00
Lau 10/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 15:00
Brúðusýning
Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 25/1 kl. 20:00 Fös 2/2 kl. 22:30 Lau 10/2 kl. 22:30
Fös 26/1 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 20:00 Fim 15/2 kl. 20:00
Fös 26/1 kl. 22:30 Lau 3/2 kl. 22:30 Fös 16/2 kl. 20:00
Lau 27/1 kl. 20:00 Fim 8/2 kl. 20:00 Fös 16/2 kl. 22:30
Lau 27/1 kl. 22:30 Fös 9/2 kl. 20:00 Lau 17/2 kl. 20:00
Fim 1/2 kl. 20:00 Fös 9/2 kl. 22:30 Lau 17/2 kl. 22:30
Fös 2/2 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 20:00 Sun 18/2 kl. 21:00 Konudagur
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 7/2 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00
Mið 14/2 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00
Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00
Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG PÍPARA?
kómík“. „Ég er þessi manneskja
sem fer í leikhús og hlær á óviðeig-
andi stöðum. Ég veit ekki hvort það
er út af taugaveiklun eða að ég sé
með svona skrítinn húmor,“ segir
Lóa. „Ég fór á Hystory, leikrit
Kristínar Eiríksdóttur, þar sem ég
hló og hló á meðan pabba og
mömmu stökk ekki bros á vör þegar
þau sáu sömu sýningu. Það hvarfl-
aði að mér að þetta væri kynslóða-
vandamál.“
Með sviðsskrekk fyrir
hönd leikaranna
Lóaboratoríum er fyrsta leikritið
sem Lóa skrifar, ef frá eru talin
verkefni sem hún vann í leikrit-
unaráföngum hjá Háskóla Íslands
þar sem hún útskrifaðist með meist-
aragráðu í ritlist. Að auki gerði Lóa
handrit að sjónvarpsþáttum Hug-
leiks Dagssonar um listamanninn
Hulla, og handrit að teiknimynda-
atriðum sem fléttað var saman við
Áramótaskaupið 2015.
Þó að leikritið virðist hafa heppn-
ast vel þá á Lóa ekki sjö dagana
sæla um þessar mundir því hún
virðist hafa tekið það að sér að hafa
sviðsskrekk fyrir hönd alls leikara-
hópsins. „Það sér mig enginn á
meðan á sýningunni stendur, en ég
er alveg rosalega meðvirk gagnvart
þeim sem þurfa að standa á sviði og
mér líður illa yfir að hafa komið
leikkonunum í þessa aðstöðu,“ segir
Lóa glettin á meðan blaðamaður
hughreystir hana og þykist hafa það
fyrir satt að leikarar hafi gaman af
að koma fram.
Lóa kemur reglulega fram með
hljómsveitinni FM Belfast og segist
glíma við alveg sama sviðsskrekk-
inn nú og hún gerði þegar hún spil-
aði fyrst með bandinu fyrir tólf ár-
um: „Sviðsskrekkurinn er kominn
svo djúpt inn í stoðkerfið hjá mér að
ég fæ hreinlega martraðir. Ég held
að svona myndasögunördar eins og
ég séu ekki mikið sviðsfólk að upp-
lagi, og að við unum okkur betur við
að hanna sviðsmyndina eða stýra
ljósunum.“
Það stefnir engu að síður í áhuga-
verða sýningu: „Stemningin er góð
en það er skrítin tilfinning að vera
komin á þennan stað. Frumsýningin
síðar í vikunni er afrakstur vinnu
sem hófst í fyrravor og ég hef vita-
skuld ekki stjórn á lokaútgáfunni
enda hefur leikhópurinn þurft að
breyta, stytta og færa til, en mér
hefur þótt gaman að geta fylgst
með ferlinu.“
lífs
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ljósmynd / Þorbjörn Þorgeirsson
Frumraun Elma Lísa Gunnarsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir í hlut-
verkum sínum. Verkið fjallar um óbærilegan núning milli nágranna.
Spaugilegt „Maður labbar oft
inn á svona örleikrit í lífi fólks,
og heyrir brot af bráðskemmti-
legum samtölum. Við erum ein-
hvern veginn alltaf að fara
sömu leiðina, með samviskubit
yfir því að vera á bíl en ekki á
hjóli, en látum samt hjólafólkið
fara í taugarnar á okkur,“ seg-
ir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir.