Morgunblaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018
Þeir sem á annað
borð vilja sjá, hljóta nú
að viðurkenna að
Reykjavíkurborg er illa
stjórnað: Óheyrileg
skuldasöfnun í einstöku
góðæri, skattatekjur í
hæstu hæðum en borg-
in á tímabundinni
undanþágu frá gjör-
gæslu ríkisins. Hús-
næðis- og lóðamál í
ólestri. Yfirvöld kennd
við ,,gegnsæi“ og
,,hverfalýðræði“
treysta sér ekki lengur
til að spyrja íbúa álits á
þjónustu borgarinnar
vegna snautlegs
samanburðar við ná-
grannabæjarfélögin.
Metnaðarleysi í skóla-
málum, vaxandi ólæsi
eða torlæsi. Gatnakerfi
skortir viðhald og
endurnýjun, en sætir
dýrum skemmdar-
verkum yfirvalda, sem
fjandskapast við að-
alsamgöngutæki
borgarbúa, fjöl-
skyldubílinn. Skrifstofubákn tútnar
sífellt út og nærist á skuldasúpu og
aukinni skattheimtu ásamt kostn-
aðarsömum en tilgangslitlum nefnd-
um, á meðan börn og unglingar búa
við viðhaldsleysi í skólum og leik-
skólum. Loftmengun iðulega verri en
í gömlum stóriðjuborgum. Skaðvæn-
leg undanlátssemi við peningaöfl í
lóða- og skipulagsmálum. Slök lög-
gæsla, frjór jarðvegur fyrir erlenda
glæpahringi og vændisþjónustu.
Hálfónýtt Orkuveituhús, tíu milljarða
króna minnisvarði um umhyggju ,,fé-
lagshyggjuaflanna“ fyrir almanna-
hag. Borgarstjóri, sem
víkur sér undan allri
ábyrgð á mistökum svo
og þöggun stofnana yfir
stærsta umhverfisslysi í
sögu Reykjavíkur, en
lætur sig þó aldrei
vanta á mannamót.
Nýr valkostur, nýtt
upphaf
Spurt er: Hvernig í
ósköpunum stendur á
því, að Sjálfstæðis-
flokknum hefur ekki
tekist að bjóða upp á
raunhæfan valkost við
þetta furðulega
stjórnarfar? Svar
flestra er á einn veg:
Skort hefur forystu-
menn auk þess sem
bankahrunið rýrði al-
mennt traust á flokkn-
um, enda aldrei gert
upp á gagnrýninn hátt.
Málflutningur borg-
arstjórnarflokksins,
með fáeinum undan-
tekningum, hefur verið
slitróttur og ómarkviss
(eins og málflutningur
og stefnumörkun Sjálf-
stæðisflokksins yfir-
leitt) og klofningur ríkt um skipulags-
mál, þar sem minnihluti flokksins
hefur fylgt vinstri flokkunum að
málum.
Nú bregður hins vegar svo við, að í
leiðtogakjöri hefur gefið kost á sér
maður, Eyþór Arnalds, sem margir
vona að geti veitt flokknum nýja og
verðuga forystu. Það sem einkum
vekur traust mitt á Eyþóri er að hann
er maður, sem er ekki aðeins fær um
að tala við fólk, heldur hefur þegar
látið verkin tala í öðru bæjarfélagi.
Þegar Eyþór gerðist oddviti sjálf-
stæðismanna í Árborg 2010, stefndi í
raun í gjaldþrot bæjarfélagsins og
eftirlitsnefnd sveitarfélaga hafði
byrjað eftirlit með fjárreiðum þess.
Þegar Eyþór lét af störfum í lok kjör-
tímabilsins hafði skuldahlutfall miðað
við tekjur bæjarfélagsins lækkað úr
206% í 130% þrátt fyrir skattalækk-
anir. Bæjarfélagið var laust undan
niðurlægjandi eftirliti ríkisins.
Þessum árangri náði Eyþór ekki síst
með því að minnka yfirbyggingu
bæjarins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í
leiðtogatíð hans reis úr 25% í 40% og
loks í 51% sem veitti flokknum hrein-
an meirihluta í bæjarstjórn 2014. Nú
nýtur Árborg verka Eyþórs og íbúum
fjölgar ört vegna aðstreymis fólks,
sem einkum flýr Reykjavík vegna
misráðinnar skipulagsstefnu borgar-
stjórnarmeirihlutans og minnihluta
Sjálfstæðisflokks.
Prýðilegur árangur Eyþórs í Ár-
borg og mikil reynsla úr viðskiptalíf-
inu, gæti orðið honum að miklu gagni
við að vinda ofan af rösklega 112
milljarða skuldabagga Reykjavíkur-
borgar. Málflutningur Eyþórs um
borgarmálin ber líka með sér jákvæð-
an kraft, hugmyndaauðgi og alþjóð-
lega sýn.
Eyþór er ekki aðeins maður at-
hafna með báða fætur á jörðinni,
hann er listamaður líklegur til að efla
enn frekar líflegt lista- og menningar-
líf í borginni. Þörf fyrir slíkan mann í
borgarstjórastólinn er augljós, þegar
litið er yfir nýrisin hús og teikningar
af öðrum húsum í miðbænum og á
þéttingarreitum, þar sem hver þuml-
ungur lands er gjörnýttur. Hér þarf
breytt viðhorf til að samræma nota-
gildi og fegurð.
Við þurfum nýtt upphaf í Reykja-
vík, köllum Eyþór Arnalds til starfa
fyrir okkur í leiðtogakjörinu á laugar-
dag.
Er ekki nóg komið? –
Eyþór Arnalds til forystu
Eftir Þór
Whitehead
» Það sem
einkum vek-
ur traust mitt á
Eyþóri er að
hann er maður,
sem er ekki að-
eins fær um að
tala við fólk,
heldur hefur
þegar látið verk-
in tala í öðru
bæjarfélagi.
Þór Whitehead
Höfundur er prófessor emeritus í
sagnfræði.
Málefni eldri borg-
ara eru málefni alls
þjóðfélagsins og varða
fólk á öllum aldri.
Hækkandi meðalaldur
Íslendinga hefur leitt
til þess að eldri borg-
urum fjölgar hlutfalls-
lega hraðar en þjóð-
inni í heild. Útlit er
fyrir mikla fjölgun
eldri borgara í
Reykjavík á næstu árum og þarf
þjónusta borgarinnar að taka mið
af þessari þróun.
Vinstri meirihlutinn í Reykjavík
hefur verið áhugalítill um mörg
hagsmunamál eldri borgara í
Reykjavík. Úr þessu þarf að bæta
enda er mikilvægt að borgaryfir-
völd séu í sem bestu samstarfi við
eldri borgara um málefni þeirra.
Kaldar kveðjur til
eldri borgara
Þegar Samfylkingin komst í
meirihluta borgarstjórnar árið
2010 var eitt fyrsta verk hennar að
hætta að veita afslátt eða niðurfell-
ingu á fráveitugjaldi (holræsa-
skatti) til tekjulágra elli- og
örorkulífeyrisþega sem löng hefð
var fyrir hjá Reykjavíkurborg.
Undirritaður flutti þá tillögu um
það í borgarstjórn að taka slíkan
afslátt upp á ný og náði málið fram
að ganga.
Hækkun fasteignagjalda
Fasteignaskattar og -gjöld hafa
hækkað upp úr öllu valdi í Reykja-
vík á undanförnum árum. Megin-
orsökin er húsnæðisstefna vinstri
meirihlutans, sem leitt hefur til
gífurlegrar hækkunar húsnæðis-
verðs. En eins og
kunnugt er hækka
fasteignagjöld í sam-
ræmi við húsnæðis-
verð.
Ég tel að gera eigi
eldri borgurum kleift
að dvelja eins lengi á
heimilum sínum og
unnt er. Þarna skiptir
öflug heimaþjónusta
miklu máli en einnig
að opinber gjöld á
húsnæðið séu ekki of
íþyngjandi. Í Vest-
mannaeyjum hefur meirihluti
sjálfstæðismanna fellt niður fast-
eignagjöld á ellilífeyrisþega, 70 ára
og eldri, af íbúðarhúsnæði til eigin
nota. Þessi gjaldalækkun hefur
skilað góðum árangri og ég vil
beita mér fyrir því að hið sama
verði gert í Reykjavík.
Lóðir undir þjónustuíbúðir
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var
í meirihluta var mikil áhersla lögð
á að svara eftirspurn byggingar-
félaga eldri borgara í Reykjavík
eftir lóðum undir þjónustuíbúðir.
Að öðrum ólöstuðum átti Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson þar hvað
drýgstan hlut að máli, bæði sem
borgarfulltrúi og borgarstjóri,
enda lagði hann ætíð mikla áherslu
á gott samstarf borgaryfirvalda við
félög og samtök eldri borgara.
Á síðasta kjörtímabili úthlutaði
meirihluti Samfylkingar og Bjartr-
ar framtíðar engum lóðum fyrir
slíkar þjónustuíbúðir þrátt fyrir
margítrekaðar umsóknir þar um.
Undirritaður flutti þá tillögu í
borgarstjórn um að slíkt lóðafram-
boð yrði aukið og efnt til formlegra
viðræðna við byggingarfélög eldri
borgara. Gekk það eftir en þó er
um að ræða mun færri lóðir en
byggingarfélög eldri borgara hafa
óskað eftir. Er mikilvægt að þess-
um félögum, Félögum eldri borg-
ara og Samtökum aldraðra, verði
úthlutað fleiri lóðum sem fyrst.
Öldungaráð Reykjavíkur
Árið 2012 flutti undirritaður til-
lögu um að stofnað yrði Öldunga-
ráð Reykjavíkur og var það gert
2015. Ráðið fjallar um málefni eldri
borgara í Reykjavík og er borg-
arstjórn til ráðgjafar um þau. Ráð-
ið hefur þegar sannað gildi sitt og
hefur það m.a. látið eftirfarandi
málefni til sín taka: þjónusta
Reykjavíkurborgar við eldri borg-
ara, efnahagur eldri borgara, hús-
næðismál eldri borgara, skipulag
aldursvænna borga, stefnumörkun
Reykjavíkurborgar í málefnum
aldraðra.
Brýnt er að borgarstjórn
Reykjavíkur taki málefni eldri
borgara fastari tökum en gert hef-
ur verið á þessu kjörtímabili. Það
verður ekki gert með áframhald-
andi lausatökum undir forystu
Samfylkingarinnar heldur með því
að veita Sjálfstæðisflokknum
brautargengi í komandi borgar-
stjórnarkosningum. Ég óska eftir
stuðningi reykvískra sjálfstæðis-
manna til að stýra þeirri vinnu.
Málefni eldri borgara í Reykjavík
Eftir Kjartan
Magnússon » Brýnt er að borgar-
stjórn taki málefni
eldri borgara fastari
tökum en gert hefur
verið undir vinstri
stjórn á kjörtímabilinu.
Kjartan Magnússon
Höfundur er borgarfulltrúi og er í
framboði í leiðtogaprófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins á laugardag.
Það gerist oft rétt
fyrir kosningar að
flokkar eða ein-
staklingar reyna að
aðgreina sig frá öðr-
um, skapa sér sér-
stöðu eða reyna að
samsama sig við eitt-
hvert vinsælt „al-
menningsálit“. Vinna
sér þannig inn fylgi,
en skipta svo jafnvel
um skoðun síðar. Segja þá eftirá:
„Því miður var málið of langt
komið, þannig að ég náði ekki
mínu fram“ eða „við náðum ekki
meirihluta og þurftum mála-
miðlun“ eða jafnvel „við nánari
skoðun komu fram nýjar upplýs-
ingar sem ekki lágu á lausu“ …
o.s.frv. Þessi kosningabrella
heppnast oft ágætlega.
Borgarlína
Sum mál eru þess eðlis að þau
eru ekki kosningamál, en fjöl-
miðlar og einstaka frambjóðendur
reyna að stilla þeim upp sem
kosningamáli. Nú er umræða um
borgarlínu. Kemur lína, hver
borgar línu og borgar lína sig?
Málið orðið hápólitískt, sem áður
var algjör samstaða um að vinna
innan Samtaka sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu (SSH). Stað-
reyndin er aftur á móti sú að
borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins eru í raun ekki svo ósammála
um verkefnið enda Borgarlínan
mjög teygjanlegt hugtak. Borgar-
línan er allt frá því að vera léttlest
á teinum, liðvagnar á hjólum eða
bara forgangsakreinar fyrir al-
menningsvagna, sjúkra- og
slökkviliðsbíla. Fjölmiðlar hafa
aftur á móti helst áhuga á að
spyrja frambjóðendur og krefjast
svara hvort þeir séu á móti eða
með Borgarlínunni. Borgarlínan
er ekkert kosningamál þótt sumir
séu að reyna að kljúfa borgar-
stjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins
hvað þetta varðar. Umræðan
ásamt grínteikningum í fjölmiðlum
um Borgarlínu er komin mun
lengra en verkefnið sjálft.
Flugvöllur
Annað mál, sem nær því frekar
að vera kosningamál, er málefni
Reykjavíkurflugvallar. Það mál
var örugglega ekki orðið nógu
þroskað fyrir atkvæðagreiðslu
þegar kosningar fóru fram árið
2001. Þá var samþykkt með naum-
um meirihluta að flugvöllurinn
ætti að víkja fyrir árið 2016, en
ekkert var ákveðið hvert hann
færi. Hann situr enn sem fastast í
Vatnsmýrinni. Þetta ætti að vera
dæmi um það hve mikilvægt er að
almenningur sé vel og rétt upp-
lýstur í kosningum. Ekki má ógna
lýðræðinu með upplýsingaskorti
eða falsfréttum. Þetta virðist ekki
vera kosningamál hjá núverandi
frambjóðendum í leiðtogakjöri
sjálfstæðismanna nk. laugardag,
en gæti vissulega orðið kosninga-
mál í borgarstjórnarkosningum í
vor. Staðreyndin er auðvitað sú að
flugvellinum verður ekki lokað
fyrr en annar góður valkostur er
fundinn og þá með mjög löngum
aðdraganda.
Landspítali
Að lokum má nefna Landspít-
alamálið. Miðflokkurinn einn
flokka ætlar að koma inn með það
sem kosningamál. Hann spyr: „Ef
það er möguleiki á að byggja
nýjan flottan Landspítala þar sem
allt er glænýtt og í
samræmi við þarfir
nútímaheilbrigðisþjón-
ustu, hafa hann á góð-
um stað í fallegu um-
hverfi, skipuleggja
spítalann þannig að
hann virki sem öflug
heild og gera þetta
allt hraðar, hag-
kvæmar og betur en
áður var talið, er þá
ekki rétt að skoða
það?“ Dæmigerð ef-
spurning. Þann 1. apríl 2015 hafði
forsætisráðherra á þeim tíma, fv.
formaður Framsóknarflokksins,
áhuga á að flytja hann þangað
sem RÚV er í dag við Efstaleiti.
Margir héldu „réttilega“ að þetta
væri aprílgabb en nú á að fara
með hann eitthvað austar löngu
fyrir 1. apríl. Gera á óháða og fag-
lega staðarvalsgreiningu eins og
það er kallað. Það getur virkað vel
að hafa vinsælt mál eins og þetta
á dagskrá. Það snertir aftur á
móti ákvarðanir Alþingis, fram-
kvæmdavaldsins og sveitarstjórnir
á höfuðborgarsvæðinu. Land-
spítalamálið og flutningur spítal-
ans er dæmigert fyrir pólitískan
ómöguleika eins og það er kallað.
Hvort sem mönnum líkar betur
eða verr þá ber að virða þá
ákvörðun sem tekin var fyrir
löngu og unnið hefur verið eftir í
mörg ár.
Þurfum að horfa til mun
lengri tíma í skipulagsmálum
Verkefnin og hin pólitíska bar-
átta á að snúast um að bæta al-
menningssamgöngur og aðstöðu
fyrir gangandi og hjólandi, sam-
hliða því að gera bílnum kleift að
vera hindrunarlaust þarfasti
þjónninn. Hann þarf að geta ekið
greiðlega um götur bæjarins og fá
bílastæði. Innanlandsflugið verður
áfram í Vatnsmýrinni í náinni
framtíð og Landspítali – háskóla-
sjúkrahús verður áfram við Hring-
braut. Þar verður meðferðarkjarni
spítalans með bráðamóttöku,
myndgreiningum, skurðstofum,
gjörgæslu og legudeildum fyrir
veikustu sjúklingana auk rann-
sóknarhúss, allt í nánum tengslum
við rannsókna- og kennslustarf-
semi háskólanna á svæðinu. Verk-
efni borgarstjórnar er að bæta
samgöngur þangað. Síðan þarf að
huga að staðarvali fyrir annan
spítala á öðrum stað, sem þarf
ekki að vera háskólasjúkrahús.
Það er einfaldlega öryggisatriði og
mikilvægur valkostur fyrir heil-
brigðisstarfsfólk og sjúklinga að
hafa líka annan valkost. Varðandi
samgöngumál svo og fleiri innviða-
mál höfuðborgarsvæðisins þarf að
horfa til lengri tíma, langt fram á
síðari helming þessarar aldar. Það
hefur verið vanrækt í áratugi, en
um það virðast núna allir fram-
bjóðendur í leiðtogakjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík vera
sammála.
Hvaða mál eru
kosningamál?
Eftir Þorkel
Sigurlaugsson
Þorkell Sigurlaugsson
»Kemur lína, hver
borgar línu og borg-
ar lína sig? Varðandi
innviðamál þarf að horfa
til lengri tíma, langt
fram á síðari helming
þessarar aldar.
Höfundur er viðskiptafræðingur og
formaður allsherjar- og mennta-
málanefndar Sjálfstæðisflokksins.
thorkellsig@gmail.com
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS