Morgunblaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018
FÆREYJAR
2 fullorðnir með fólksbíl.
verð á mann frá
ISK14.700
DANMÖRK
2 fullorðnir með fólksbíl.
verð á mann frá
ISK27.400
Vikulegar siglingar allt árið til Færeyja og Danmerkur.
Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600
Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 |
info@smyril-line.is | www.smyrilline.is
Taktu bílinn með
til Færeyja eða
Danmerkur
Bæklingurinn
okkar fyrir 2018 er
kominn út. Í honum
finnur þú fullt af
tilboðum og
verðdæmum. Hægt
er að nálgast hann á
www.smyrilline.is
Bókaðu
núna og
tryggðu
þér pláss
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Stephany Mayor, leikmaður Ís-
landsmeistaraliðs Þórs/KA í knatt-
spyrnu, og Tryggvi Snær Hlinason,
landsliðsmaður í körfubolta úr Þór,
voru útnefnd íþróttakona og íþrótta-
karl Akureyrar 2017. Kjörinu var
lýst í hófi í menningarhúsinu Hofi á
miðvikudaginn.
Viktor Samúelsson kraftlyft-
ingamaður úr KFA og sundkonan
Bryndís Rún Hansen í Óðni urðu í
öðru sæti. Þetta var í 39. skipti sem
íþróttamaður Akureyrar er kjörinn.
Mexíkóska landsliðskonan
Stephany Mayor var lykilmaður í
akureyrska Íslandsmeistaraliðinu,
var bæði markahæst og átti flestar
stoðsendingar á Íslandsmótinu og
var kjörin besti leikmaður Íslands-
mótsins af leikmönnum.
Tryggvi var burðarás í Þórsliðinu
á síðasta keppnistímabili, var í
landsliðshópnum sem lék á EM en
hæst bar frammistöðu hans á Evr-
ópumóti 20 ára og yngri: Ísland lék
þar í A-deild með öllum bestu liðum
álfunnar, tölfræði leiddi í ljós að
framlag Tryggva var meira en nokk-
urs annars á mótinu og hann var val-
inn í fimm manna úrvalslið keppn-
innar. Í haust hófst ferill Tryggva
sem atvinnumanns þegar hann gekk
til liðs við Spánarmeistara Valencia.
Bryndís Hansen, sem stundar nú
nám við háskólann á Hawaii og
keppir í bandarísku háskóladeild-
inni, varð fjórfaldur Íslandsmeistari
á árinu og vann til sex verðlauna á
smáþjóðaleikunum.
Viktor Samúelsson var ósigraður
innanlands og varð Íslandsmeistari
fjórða árið í röð. Nýliðið ár var hans
fyrsta í alþjóðlegum flokki fullorð-
inna og vann hann silfurverðlaun í
bekkpressu á EM auk þess að ná
fjórða sæti í samanlögðu.
Í þriðja sæti í kjörinu varð júdó-
fólkið Anna Soffía Víkingsdóttir og
Alexander Heiðarsson úr Draupni.
Hófið var á vegum Íþróttabanda-
lags Akureyrar og Frístundaráðs.
Félög sem áttu landsliðsfólk og Ís-
landsmeistara fengu viðurkenningu og
heiðursviðurkenningar Frístundaráðs
hlutu Ágúst H. Guðmundsson fyrir
mikið og óeigingjart starf fyrir körfu-
boltadeild Þórs og Hrefna Hjálmars-
dóttir fyrir ötult starf í þágu skáta-
hreyfingarinnar.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sú besta Stephany Mayor, Íslandsmeistari og leikmaður Íslandsmótsins.
Mayor og Tryggvi
best á Akureyri
Hrefna
Hjálmarsdóttir
Sá besti Tryggvi Snær Hlinason,
landsliðsmaður í körfubolta úr Þór.
Ágúst Herbert
Guðmundsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fækkað hefur um 147 fjós hér á landi
á síðustu tíu árum eða um liðlega
fimmtung. Framleiðslan hefur aukist
á sama tíma þannig að þau bú sem
eftir standa bæta stöðugt við sig og
meðalbústærðin eykst. Á sama tíma
og fjósum fækkar hefur fjósum sem
útbúin eru með mjaltaþjóni eða -þjón-
um fjölgað. Nú eru 180 fjós með
mjaltaþjóna.
Snorri Sigurðsson hefur tekið sam-
an skýrslu um þróun fjósgerða og
mjaltatækni síðustu tvö árin. Er hún
gerð fyrir Landssamband kúabænda
og hafa sams konar upplýsingar verið
teknar saman á tveggja ára fresti í
mörg ár.
Básafjós í minnihluta
Nú eru 573 fjós í landinu og hefur
þeim fækkað um 45 á tveimur árum.
Fram kemur að nú eru lausa-
göngufjós í fyrsta skipti orðin fleiri en
básafjós. Mikill meirihluti kúastofns-
ins er hýstur í lausagöngufjósum, eða
um 69%.
Fyrir sex árum voru um 100 fjós
með mjaltaþjónum. Þau eru nú 180
talsins eða liðlega 30% allra fjósa í
landinu. Það segir þó ekki alla söguna
um framleiðsluna því fram kemur í
skýrslunni að meðalnyt úr lausagön-
gufjósum með mjaltaþjóna er talsvert
meiri en úr fjósum með aðra mjalta-
tækni. Meðalafurðirnar eru 6.537 kg
á móti 5.500 til liðlega 6.000 kg úr öðr-
um fjósum. Þá eru flest stærstu bú
landsins með mjaltaþjóna.
Eftir eru fjögur bú í landinu þar
sem mjólkað er með vélfötutækni,
fyrirrennara rörmjaltakerfisins.
Kerfið skilar mjólkinni í fötur sem
bera þarf í mjólkurhús. Ekki eru
mörg ár síðan síðasti bóndinn sem
handmjólkaði hætti framleiðslu.
180 fjós komin
með mjaltaþjóna
Fjósum fækkað um 20% á áratug
Morgunblaðið/Ómar
Mjaltaþjónn Miklar breytingar
hafa orðið á fjósum og mjaltatækni.