Morgunblaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018 ✝ Andrés Magn-ússon fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1950. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 15. janúar 2018. Foreldrar hans voru hjónin Jensína Þóra Guðmunds- dóttir, f. 9. nóv- ember 1925, d. 20. maí 2007, og Magn- ús Truman Andrésson, f. 11. apríl 1921, d. 15. júní 2006. Syst- ur Andrésar eru Katrín Arndís, f. 12. febrúar 1944, gift Jack D. Sublett, d. 2014, Unnur, f. 28. desember 1947, gift Sævari Þór Sigurgeirssyni, og Þórhildur, f. 31. maí 1949, gift Einari Finn- bogasyni. Eiginkona Andrésar er Guð- nóvember 1998. 2) Linda Mjöll, f. 18. janúar 1979, gift Páli Jak- obssyni, f. 9. júní 1976. Börn þeirra eru Jakob Felix, f. 22. nóvember 2006, og Andrea Arna, f. 11. apríl 2008. Andrés ólst upp í Skjólunum í Reykjavík en fluttist ásamt fjöl- skyldu sinni í Reynihvamm í Kópavogi árið 1956. Andrés og Guðrún giftu sig árið 1976 og hófu búskap í Kjarrhólma í Kópavogi. Síðar byggðu þau sér parhús í Daltúni í Kópavogi, fluttu þangað árið 1984 og hafa búið þar síðan. Andrés lauk hefðbundinni skólagöngu úr Kópavogsskóla og fór þaðan í Verzlunarskóla Íslands og lauk verslunarprófi árið 1970. Eftir skólagöngu hóf Andrés störf á SKÝRR og starf- aði þar í rúm 30 ár allt til ársins 2002, eftir það starfaði hann við húsvörslu þar til hann veiktist sumarið 2016. Útför Andrésar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 26. jan- úar 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. rún Stefanía Brynj- ólfsdóttir. Þau giftu sig í Þingvalla- kirkju 22. maí 1976. Guðrún er, f. 25. janúar 1948 í Hvammsgerði í Vopnafirði, dóttir hjónanna Hildar Aðalbjargar Bjarnadóttur, f. 30. apríl 1922, d. 18. febrúar 2010, og Brynjólfs Sigmundssonar, f. 11. mars 1902, d. 11. mars 1984. Andrés og Guðrún eignuðust tvær dætur: 1) Hildur Brynja, f. 17. febrúar 1977, maki Egill Örn Petersen, f. 13. janúar 1974. Dætur þeirra eru Linda María, f. 12. nóvember 2003, og Guðrún Lilja, f. 25. júlí 2006, fyrir á Eg- ill soninn Róbert Nökkva, f. 10. Það er með miklum söknuði sem ég kveð þig, elsku pabbi minn. Þú varst alveg einstaklega ljúfur og góður pabbi, nærvera þín var þægileg og góð. Þá var skemmtilegi húmorinn aldrei langt undan og alltaf var stutt í smitandi hláturinn þinn. Pabbi var barngóður og naut sín vel í afahlutverkinu og sóttu börnin mjög í afa sinn sem gaf þeim tíma og hlustaði alltaf á þau. Helsta áhugamál pabba var veiði og naut hann þess að vera úti í náttúrunni, í kyrrðinni að veiða. Við fjölskyldan fórum saman í veiðiferðir og einnig fór pabbi öll sumur að veiða í Elliða- ánum með afa og seinni árin með tengdasonum eða vinum, þarna naut hann sín vel. Nú síðasta sumar fórum við fjölskyldan til Tenerife og áttum saman frábærar stundir sem mér þykir svo vænt um. Þótt sorgin sé yfirþyrmandi þá er ég þakklát fyrir svo ótal margt. Eftir lifa ómetanlegar minningar, ferðalög innanlands og utan, veiðiferðir og allar ynd- islegu stundirnar í Daltúninu þar sem öllum leið svo vel. Þessar góðu minningar mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Elsku pabbi minn, ég á eftir að sakna þín svo mikið og vona að þú hafir vitað hversu þakklát ég er fyrir að hafa fengið að vera dóttir þín. Þið mamma gerðuð allt fyrir okkur systurnar og fyr- ir það verð ég ævinlega þakklát. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. (Hugrún) Takk fyrir allt. Þín dóttir, Hildur Brynja. Elsku pabbi minn. Mikið svakalega var ég heppin að eiga þig sem pabba. Ég er svo ánægð að sálin mín hafi komið til þín og mömmu, sem hafið alltaf verið til staðar fyrir mig alla mína æsku og fullorðinsár. Þeg- ar Palli minn kom inn í líf mitt og ykkar þá tókst þú og auðvitað mamma honum opnum örmum. Ekki þarf nú að minnast á hversu spenntur þú varst að eignast barnabörn. Þau voru sko velkomin og nutum við Palli, Jakob Felix og Andrea Arna góðs af því að Daltúnið stóð okk- ur öllum ávallt opið, til lengri og styttri dvalar, á meðan við bjuggum erlendis og eftir að við fluttum heim 2008. Þú varst svo einstaklega barn- góður og bara góður í gegn. Þeir sem fengu að kynnast þér í lífinu voru heppnir, því þú varst ein- stakur! Ég held að öllum hafi lið- ið vel í návist þinni enda ekki annað hægt þegar að hjartalagið var eins og þitt. Við systurnar, sem erum bestu vinkonur, erum svo ríkar. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri fyrirmynd í lífi mínu. Góð- hjartaðri pabba hefðum við ekki getað fengið. Eftir að barnabörn- in komu í heiminn hafa þau einn- ig notið góðs af öllu því sem við Hildur systir höfum fengið frá þér í uppeldinu. Mér þykir svo óskaplega vænt um þetta líf sem við áttum sam- an. Ég er þakklát. Við höfum gert óendanlega mikið af hlutum saman, öll fjölskyldan, enda mjög samheldin fjölskylda. Þið mamma hafið hjálpað okkur Palla endalaust með börnin, hús- ið, Lísu og svo mætti lengi telja. Það er ein skemmtileg minn- ing sem mig langar að rifja upp en það eru ormaveiðarnar sem áttu sér stað í júlí 2016, rétt eftir að þú greindist. Þessar veiðar komust bara ansi nálægt fisk- veiðunum og eftir þessi kvöld voru allir ormar frá Bæjartúni til Daltúns, komnir í fötu í mosa og á leið í Gufudalsána, þar sem við veiddum yfir 80 fiska, þvílíkt ævintýri! Ég vildi að við hefðum átt miklu fleiri ár saman. Enda lang- aði þig og okkur öll að halda áfram að njóta lífsins og upplifa allt sem það hefur upp á að bjóða. Við bara fáum ekki alltaf að vera við stjórnina í okkar eig- in lífi. Ég veit ekki af hverju og skil ekki af hverju! Það eina sem ég veit er að þú naust lífsins og það er það sem skiptir máli. Ég elska þig svo ótrúlega mik- ið og ég hefði aldrei getað fengið betri pabba. Þín ástkæra dóttir, Linda Mjöll. Falleg sumarnótt í gleðskap í Hafnarfirði fyrir 20 árum mark- aði fyrstu kynni mín af verðandi tengdaföður mínum, Andrési Magnússyni. Ekki vissi ég þá að við myndum síðar tengjast fjöl- skylduböndum, en þarna vakti hann athygli mína þar sem gleðin skein úr augum og brosi, sérlega dagfarsprúður, hafði frá mörgu að segja og ekki síður hlustaði hann af einskærum áhuga á það sem við unga fólkið höfðum fram að færa. Spjölluð- um við lengi kvölds um veiði, fót- bolta og heima og geima. Það var því enginn kvíði þegar vonbiðill- inn var formlega kynntur fyrir honum rétt um ári síðar. Naut ég þeirra forréttinda að fara oft til veiða með Andrési, það var sú iðja sem hann hafði hvað mest yndi af og hafði alla tíð stundað stíft með föður sín- um. Segja má að hann hafi geng- ið í barndóm í hvert sinn sem haldið var til veiða. Hafði hann margar veiðisögur að segja og var óþreytandi í að miðla þekk- ingu sinni á veiðilistinni. Ekki lét Andrés duga að hugsa um veiði yfir sumarið heldur nýtti vetr- artímann til fluguhnýtinga og flugustangagerðar. Vandaði hann þar til verka sem og hann gerði í öllu öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Fjölskylduböndin voru Andr- ési mikilvæg, bæði nánasta fjöl- skylda og frændgarðurinn. Barnabörnin voru í miklu uppá- haldi og sóttu þau í afa sinn enda var hann alltaf til í að hlusta á þau af mikilli athygli og tilbúinn að kenna þeim nýja og skemmti- lega hluti. Sótti hann í að hafa sitt nánasta fólk í kringum sig og var þá alltaf stutt í hláturinn og gleðina. Ætíð var hann umvafinn fríðu kvennaföruneyti, alinn upp með þremur systrum, eignaðist tvær dætur og meirihluti barna- barna stelpur sem ásamt tengda- móður minni stjönuðu í kringum sinn mann og nutum við tengda- synir góðs af. Snemmbært er genginn góður maður sem átti inni fjölmörg ár er örlögin gripu í taumana. En minningarnar lifa og líkt og við fyrstu kynni 20 árum áður áttum við gott samtal stuttu fyrir and- látið. Sami áhuginn og gleðin þar sem við rifjuðum upp veiðisögur og aðrar skemmtilegar minning- ar. Egill Örn Petersen. Ég kveð Andrés frænda með miklum söknuði. Hann var já- kvæður, með þægilega nærveru, skemmtilegur og ótrúlega fynd- inn. Það var alltaf gaman að vera með Andrési. Hann sá hlutina í jákvæðu ljósi og kom yfirleitt með skemmtilegan vinkil á þau mál sem um var rætt. Einnig komu oft lúmskar athugasemdir frá honum sem voru alltaf mjög fyndnar. Leiðir okkar lágu oftast sam- an í Reynihvamminum hjá ömmu og afa. Þar horfðum við á leikinn með afa og fengum svo kaffi í hálfleik hjá ömmu. Einu skiptin sem ég sá hann stressaðan var þegar við vorum að horfa á ís- lenska landsliðið í handbolta spila í beinni útsendingu í sjón- varpinu. Það var mjög skemmti- legt að vera með þá. Hann var mikill veiðimaður og ég var svo heppinn að veiða með honum í nokkur skipti, bæði á Ís- landi og í Ohio og Flórída í Bandaríkjunum. Í Flórída þá fórum við útá sjó með frændum okkar frá Bandaríkjunum, og veiddum ýmsar tegundir af fisk- um sem við frá Íslandi höfðum ekki séð áður. En samt veiddi Andrés mest í þeirri ferð. Það var gott að geta komið reglulega til Andrésar á spítal- ann síðustu vikurnar. Alltaf tók hann mér fagnandi og heimsókn- irnar urðu yfirleitt lengri en maður gerði ráð fyrir enda leið mér alltaf vel með honum. Það er mjög sárt að þurfa að kveðja þennan góða mann langt fyrir aldur fram. Innilegar samúðarkveðjur til Guðrúnar, Hildar Brynju, Lindu Mjallar og fjölskyldu þeirra. Takk, Andrés, fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Pétur. Okkar ástkæri góði bróðir hef- ur kvatt þetta líf allt of ungur. Það var mikil gleði þegar hann Andrés bróðir fæddist, fjórða barn foreldra okkar en áður vor- um við þrjár systurnar. Við bjuggum í fjölskylduhúsinu Sörlaskjóli 58 sem pabbi okkar og afi byggðu. Hann var kröftugur lítill drengur og byrjaði fljótt að ganga en samt rólegur og aldrei með læti, þó voru nokkrar ferð- irnar sem pabbi þurfti að fara með hann á slysó. Þegar Andrés var um fimm til sex ára gamall þá flytjumst við fjölskyldan að Reynihvammi 29 í Kópavogi sem foreldrar okkar byggðu og varð seinna fjölskylduhúsið sem sam- einaði okkar fjölskyldu. Okkur er minnistætt þegar við systurnar fengum eitt hjól sam- an og þurftum að skiptast á að hjóla á því en prinsinn á heim- ilinu fékk auðvitað sitt eigið hjól en það fannst okkur bara alveg sjálfsagt og settum ekkert út á það. Andrés hafði lært á harmon- ikku hjá Karli Jónatanssyni. Ein af mörgum minningum okkar af Andrési var þegar hann sat á sviðinu í Kópavogsbíói eða fé- lagsheimili Kópavogs þar sem skólaskemmtanir fóru yfirleitt fram á þessum tíma. Þar situr hann ljóshærður burstaklipptur og sallarólegur á stól á miðju sviðinu og voru það stoltar syst- ur sem sátu í salnum og horfðu aðdáunaraugum á litla bróður sinn spila. Andrés var með tónlistina í blóðinu og þegar hann var á ung- lingsaldri þá fóru þeir vinirnir eitthvað að bralla saman í bíl- skúrsbandi en það varð ekkert meira úr því. Síðar heillast hann af veiðiskap með föður sínum og lærir fluguhnýtingar. Í fram- haldi af því urðu þeir miklir veiðifélagar og urðu veiðiferðirn- ar margar og fasti punkturinn voru Elliðaárnar á hverju sumri. Enski boltinn var í miklu uppáhaldi hjá honum alveg fram á síðasta dag. Kom þá fjölskyldu- húsið sterkt inn og voru allir vel- komnir þangað að horfa á bolt- ann. Það sem stendur upp úr hjá okkur systrunum er ferðin okkar sem við fórum vorið 2014 til Ohio í Bandaríkjunum og vorum þar öll systkinin saman í tvær vikur fyrir utan nokkra daga sem Andrés skellti sér í sérstaka veiðiferð með frændum sínum til St. Petersburg í Flórída sem hann hafði ekki upplifað áður og varð sú ferð ógleymanleg. Andrés bróðir leysti sín mál með nákvæmni, hann var einlæg- ur, kurteis með góðan húmor og alltaf stutt í hláturinn. Við biðjum góðan Guð að vernda og blessa fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti Þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs a minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Katrín (Kata), Unnur og Þórhildur (Lólý). Ég kveð góðan frænda og vin sem verður sárt saknað. Frá því ég var lítill man ég eftir Andrési sem miklum veiðimanni. Þeir feðgar, Andrés og afi á Reyni- hvammi, voru miklir veiðifélagar og veiddu mikið í Elliðaánum, Hlíðarvatni, Víðidalsá og víðar. Sögurnar úr þessum veiðitúrum fannst mér alltaf skemmtilegar og því var það mikill heiður þeg- ar þeir félagar buðu mér að koma með í veiði. Ekki skemmdi það fyrir að afi var yfirleitt á nýj- um bílum og fékk ég alltaf að vera bílstjórinn í þessum ferðum. Vorum við allir afar sáttir við það fyrirkomulag. Við fórum nokkur ár á silungasvæðið í Víði- dalsá og voru það sannkölluð for- réttindi að fá að upplifa veiðitúra með þeim. Í síðasta skipti sem ég talaði við Andrés sýndi ég hon- um bók um Víðidalsá og mundi hann vel eftir þeim helstu veiði- stöðum sem þar var talað um og jafnvel einstaka steinum í ánni þar sem hann setti í fisk. Þegar ég hugsa til Andrésar sé ég bros og heyri hlátur, ég hugsa um mann sem sýndi því áhuga sem var verið að tala um og var góður hlustandi. Mann sem var rólegur en hafði einstakt lag á því að gera nánast hvaða aðstæður sem er fyndnar. Mann sem var góður og umhyggjusam- ur, sem alltaf var gaman að hitta. Svona er mín minning um Andr- és. Ég þakka fyrir allar stundirn- ar, kæri Andrés frændi minn. Guð gefi Guðrúnu konu þinni, Hildi Brynju og Lindu Mjöll dætrum ykkar og fjölskyldum þeirra styrk á þessum erfiðu tím- um. Magnús Jens. Í dag kveð ég gamlan skóla- bróður og æskufélaga með trega. Leiðir okkar lágu saman í Gaggó Kópavogi, einnig bjuggum við í sömu götu. Fljótlega kom í ljós sameiginlegur áhugi okkar á tón- list. Við byrjuðum að æfa saman á gítarana okkar í kjallaranum heima í Reynihvammi. Og þetta vatt upp á sig. Fleiri bættust í hópinn og endaði með því að við stofnuðum unglingahljómssveit. Æfðum við okkur á ýmsum stöðum í Kópa- voginum og komum fram víða. Þetta voru góðir tímar sem ég minnist með þakklæti. Andrés virkaði á mig sem spennandi, skemmtilegur og áhugaverður félagi. Sóttist ég eftir vinfengi hans. Hann var líka dagfarsprúð- ur og þægilegur í umgengni. Þekking hans á tónlist og lestur nótna kom okkur oft að góðum notum, þegar við vorum að glíma Andrés Magnússon HINSTA KVEÐJA Elsku afi minn. Það var mjög gaman að koma heim til ykkar ömmu eftir skóla og láta ömmu stjana við okkur. Við fórum oft að veiða saman, það var líka mjög gaman. Og það var alltaf skemmtilegt að horfa á fótboltann saman. Að lokum, síðastliðna helgi vann Arsenal-Crystal Pa- lace 4-1! Ég elska þig og mun alltaf sakna þín. Þinn Jakob Felix. Þetta ljóð orti ég til þín, elsku afi minn: Afi skemmtilegi og góði auðvitað sá fróði. Veiðir út um allt þó það sé kalt! Hann á dæturnar Lindu og Hildi. Þær eru sko algjör yndi. En ekki meira sagt er hér, því þetta ljóð á enda er. Þín nafna, Andrea Arna. Elskulegi afi minn var með hjarta úr gulli. Hann var alltaf til í að hlusta á mann og gefa sér tíma með manni. Það var alltaf gam- an að vera með afa, honum fannst mjög gaman að veiða og kenndi mér það. Afa verður sárt saknað. „Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð.“ (Valdimar Briem) Hvíldu í friði, elsku afi. Linda María. Nú er elsku afi minn far- inn frá okkur og ég á eftir að sakna hans. Ég á marg- ar góðar minningar um afa og gleymi til dæmis aldrei hversu gaman var að fara með afa í Gufudalsá og veiða með honum. Afi var svo góður, jákvæður og hugulsamur og mun ég sakna hans sárt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Guðrún Lilja. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.