Morgunblaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 35
„Að loknu verslunarprófi fórum við nokkrar vinkonurnar til Svíþjóðar í ævintýraleit. Þar vorum við að vinna og leika okkur í heilt ár. Þá var ég 18 ára og þetta var auðvitað mikil upp- lifun og áreiðanlega töluvert þrosk- andi.“ Jóhanna sinnti ýmsum störfum og var þá m.a. þjónustustjóri við Versl- unarbankann og Íslandsbanka á ár- unum 1981-88, var útibússtjóri við Verslunarbankann og síðan við Ís- landsbanka 1988-90, sveitarstjóri og síðar bæjarstjóri í Vogum á Vatns- leysuströnd 1990-2006, útibússtjóri við Arion banka í Reykjanesbæ og síðar í Hafnarfirði 2006-2013 og hefur starfrækt eigið fyrirtæki frá 2015 sem sér um útleigu á nokkrum húsum til erlendra ferðamanna. „Mér fannst mér kastað út í djúpu laugina er ég tók að mér að vera sveitarstjóri í Vogum, 32 ára. En ég áttaði mig fljótlega á því að þarna var maður allt í öllu – allt frá því að stugga við flökkukindum til þess að gera stóra fasteigna- eða verktaka- samninga. Það var alltaf nóg að sýsla og þessi 16 ár liðu því hratt.“ Jóhanna sat í stjórn launanefndar sveitarfélaga, í Hafnarsambandi sveitarfélaga, í stjórn Hitaveitu Suðurnesja, var stjórnarformaður í Atvinnuþróun og sat í jafnréttisnefnd Arion banka. Jóhanna æfði og keppti í handbolta með ÍBK á sínum yngri árum og síð- an með Haukum og nældi þar í nokkra titla. Allar götur síðan hefur hún verið dugleg að stunda útivist og hreyfingu, hefur farið mikið á skíði, stundað golf og syndir nánast dag- lega: „Þegar útivist og hreyfingu sleppir nýt ég þess að eyða frítím- anum í matreiðslu, bjóða góðum vin- um og kunningjum í matarboð, hlusta á klassíska tónlist og lesa spennandi glæpasögur eftir íslenska og erlenda höfunda. Ég ætla einmitt að halda upp á af- mælið með veglegri tónleikaveislu. Þá verður byrjað á því að fara á óperu í Stokkhólmi og síðan á nokkra tón- leika í Vínarborg og endað síðan á Mozart í Salzburg. Ég er auðvitað full eftirvæntingar.“ Fjölskylda Eiginmaður Jóhönnu er Ólafur Ey- þór Ólason, f. 20.4. 1960, múrara- meistari. Foreldrar hans: Óli Þór Hjaltason, f. 25.4. 1935, d. 6.2. 1996, múrarameistari í Keflavík, og Sigur- veig Þorleifsdóttir, f. 14.2. 1933, d. 13.1. 2009, listamaður í Keflavík „Við Ólafur Eyþór kynntumst á bítlaballi í Keflavík 1978 og höfum því verið saman í tæp 40 ár.“ Sonur Jóhönnu og Ólafs Eyþórs er Eyþór Ólafsson, f. 8.7. 1997, náms- maður, búsettur í Vogum. Systkini Jóhönnu eru Sævar Reynisson, f. 23.10. 1952, viðskipta- fræðingur í Garðabæ; Guðmundur Óli Reynisson, f. 17.7. 1954, krana- maður í Keflavík; Gunnar Reynisson, f. 5.2. 1962, d. 26.10. 1963, og Guðný Reynisdóttir, f. 22.2. 1965, sálfræð- ingur Reykjavík. Foreldrar Jóhönnu voru Reynir Jónsson, f. 26.8. 1925 d. 21.10. 2016, eggjabóndi í Keflavík, og Hjálmfríður Guðný Sigmundsdóttir, f. 16.9. 1922, d. 23.9. 2004, húsfreyja í Keflavík. Jóhanna Reynisdóttir Petólína Elíasdóttir húsfreyja í Rekavík Pétur Tryggvi Jóhannsson b. í Rekavík á Hornströndum Bjargey Halldóra Pétursdóttir húsfreyja á Hælavík á Hornströndum Hjálmfríður Guðný Sigmundsdóttir húsfreyja í Keflavík Sigmundur Guðnason ljóðskáld og bjargmaður á Hælavík á Hornströndum og vitavörður á Hornbjargi Hjálmfríður Ísleifsdóttir húsfreyja í Hælavík Guðni Kjartansson b. í Hælavík Bergþóra Káradóttir starfsm. í Reykjaneshöll Kári Jónsson vörubílstj. í Keflavík Jóna Sæmundsdóttir bæjarfulltr. í Garðabæ Sigurveig Sæmundsdóttir fyrrv. skólastj. Flataskóla Oddur Sæmundsson skipstj. og útgerðarm. í Keflavík Sæmundur Jónsson framkvstj. í Garðabæ Þórleifur Bjarnason ámsstjóri og rithöfundurnFriðrik Guðni skáld Ingibjörg Guðnadóttir húsfr. í Hlöðuvík Margrét Pétursdóttir húsfreyja á Kóngsstöðum Sigurður Frímann Jónsson b. á Kóngsstöðum í Svarfaðardal Júlíana Sigurveig Sigurðardóttir húsfreyja á Dalvík Jón Valdimarsson sjóm. á Dalvík Rósa Guðrún Sigurðardóttir húsfr. á Syðri-Másstöðum Valdimar Jónsson b. á Syðri-Másstöðum í Eyjafirði Úr frændgarði Jóhönnu Reynisdóttur Reynir Jónsson eggja- og fjárb. í Keflavík Petólína Sigmundsdóttir húsfr. á Ísafirði Tryggvi Guðmundsson lögm. á Ísafirði Erna Guðmundsdóttir þroskaþjálfi í Hveragerði Björgvin Guðmundsson rafmagnsverkfr. í Rvík Stefanía Halldóra Guðnadóttir húsfr. í Hælavík og á Hesteyri Guðni Kolbeinsson kennari og þýðandi Jakobína Sigurðardóttir rithöfundur í Garði í Mývatnssveit Fríða Á. Sigurðardóttir rithöfundur í Rvík Ásdís Sigurðardóttir húsfr. í Hólabrekku í Laugardal, síðar í Rvík Kristján S. Sigurðsson yfirlæknir í Keflavík Guðmundur Jóhann Sigurðsson skipasmiður í Keflavík ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018 ALLT FYRIR HÁR & HÚÐ harvorur.is Modus Hár- og Snyrtistofa - Smáralind | Modus Hársnyrtistofa - Glerártorgi Sími: 527 2829 harvorur.is Árni Eiríksson, kaupmaður ogleikari, fæddist í Reykjavík26. janúar 1868. Hann var sonur Eiríks Ásmundssonar í Grjóta og k.h., Halldóru Árnadóttur, frá Brautarholti á Kjalarnesi. Árni var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Þóru Sigurðardóttur, missti hann 1904. Með henni átti hann tvö börn sem náðu fullorðinsárum, Dag- nýju og Ásmund, sem bæði fluttu til Kanada um 1920. Hópur afkomenda Ásmundar býr í Kanada. Seinni kona Árna, Vilborg Run- ólfsdóttir, var Vestur-Skaftfellingur. Henni kvæntist Árni 1910, og bjuggu þau á Vesturgötu 18 í Reykjavík. Börn þeirra voru fjögur: Guðrún Svava, Gunnar, Þóra og Laufey. Barnabörn Árna og Vilborgar urðu 12 talsins. Meðal þeirra eru Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, og Valur Valsson, fyrrverandi bankastjóri Ís- landsbanka. Árni gerðist verslunarmaður og vann lengi hjá Birni Kristjánssyni, en stofnaði eigin verslun 1910. Árni var mikill áhugamaður um leiklist og einn af stofnendum og burðarásum Leikfélags Reykjavík- ur. Hann var formaður Leikfélags- ins 1904-10 og aftur 1913-15. Hann var einhver þekktasti og ötulasti leikari hér á landi á sinni tíð og urðu hlutverk hans um 100 talsins. Þá var Árni einn af frammámönnum Góð- templarareglunnar, en í hana gekk hann ungur. Í minningargrein í Landinu segir: „Með andláti Árna Eiríkssonar er horfinn mikilhæfur og einkennilegur Reykvíkingur – örlyndur og skap- mikill kappsmaður, sem veitti örðugt að láta hlut sinn, en þó hinn sam- vinnuþýðasti að öllum jafnaði, af- burða hagsýnn kaupsýslumaður, hugsjónamaður með mikilli siðferði- legri alvöru og óvenjulega listelskur maður, gæddur allmiklum lista- mannshæfileikum.“ Árni lést úr lifrarkrabbameini 10. desember 1917, aðeins 49 ára gamall. Merkir Íslendingar Árni Eiríksson 95 ára Jón Benediktsson 85 ára Jón Guðmundur Bergsson Tómas Jónsson 80 ára Gísli Kristinsson Valdís S. Kristmundsdóttir 75 ára Friðsemd Ingibjörg Ólafsdóttir Heidrun Charlotte Vogt Kjartan Welding Ágústsson Rannveig Gísladóttir 70 ára Birgir Kristjánsson Björn Björnsson Björn H. Magnússon Bryndís Kristjánsdóttir Kristján Ásgeir Möller Kristján Vídalín Óskarsson Margrét L. Þórisdóttir Rúnar Lárusson Salbjörg Sigríður Nóadóttir Thomas Kjartan Kaaber 60 ára Davíð Davíðsson Friðrik Ómar Guðbrandsson Guðbjörn Tryggvason Hildur Einarsdóttir Hilmar Halldórsson Jóhanna Reynisdóttir Karólína Grönvold Guðnadóttir Ragna Ragnars Sigríður Magnúsdóttir Valtýr Grétar Einarsson Þórunn Eiríksdóttir 50 ára Glenn A. Barkan Helgi Kárason Hulda Sjöfn Kristinsdóttir Janina Grazyna Burakowska Knútur Hreinsson Sigríður Bína Olgeirsdóttir Sigurður Kaldal Sævarsson Stefán Þór Lúðvíksson Særún Lísa Birgisdóttir Þóra Egilsdóttir 40 ára Andrés Jakob Guðjónsson Baldvin Gunnar Ringsted Giedrius Moliusis Guðlaug Þóra Kristinsdóttir Hjálmdís Bergl. Bergmannsdóttir Jennifer Edda Harnisch Justyna Krynska Mihajlo Zivojinovic Ólafur Ingi Guðjónsson Sanita Hildarson Vittorio Tenerini 30 ára Atli Björn Gústavsson Díana Gestsdóttir Helena Benediktsdóttir Jasmine Christine Knowles Jón Auðunn Bogason Maria-Cristina Stefanoaia Óskar Rúnarsson Pawel Woskresinski Piotr Andrzej Freda Sigurður Rúnar Steinarsson Snædís Kristmundsdóttir Sofia Tames Garibaldi Vigdís Margrétard. Jónsdóttir Vignir Jónsson Þóra Björk Bjartmarz Til hamingju með daginn 30 ára Sigurður ólst upp í Reykjavík, býr þar, er þyrluflugmaður að mennt og hefur unnið við úrverk að undanförnu. Systkini: Ægir Þór, f. 1979; Kristrún, f. 1984; Erna Guðrún, f. 1989; Ólöf Rún, f. 1991, og Bjarki Rúnar, f. 1996. Foreldrar: Steinar Magn- ússon, f. 1946, og Mar- grét Aðalsteinsdóttir, f. 1964. Þau eru búsett í Reykjavík. Sigurður Rúnar Steinarsson 30 ára Díana ólst upp á Selfossi, býr þar, lauk prófi í íþróttafræði og er íþróttaþjálfari hjá UMFS og skyndihjálparkennari. Maki: Árni Páll Hafþórs- son, f. 1989, verslunar- stjóri hjá Nova á Selfossi. Synir: Elmar Snær, f. 2013, Elimar Leví, f. 2016. Foreldrar: Rannveig Árnadóttir, f. 1967, og Gestur Traustason, f. 1960. Stjúpfaðir: Brynjar Jón Stefánsson, f. 1960. Díana Gestsdóttir 30 ára Atli Björn ólst upp á Seltjarnarnesi, býr þar, hefur stundaði nám í raf- eindafræði og starfar hjá Verkfærasölunni. Systkini: Jóhanna Krist- ín, f. 1972; Einar, f. 1975; Sigríður Ósk, f. 1989, og Kolbrún Helga, f. 1993. Foreldrar: Sigríður Guð- laugsdóttir, f. 1951, starf- aði við Landakotsskóla, og Gústav Magnús Ein- arsson, f. 1951, starfs- maður hjá Advania. Atli Björn Gústavsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.