Morgunblaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum
g auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu
g fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
R
o
o
HVAÐ HENTAR
ÞÍNU STARFSFÓLKI?
Hjá okkur færðu ljúffengan mat
úr fyrsta flokks hráefni.
• Fjölbreytta rétti úr fiski, kjöti og grænmeti.
• llmandi og nýbökuð brauð, rík af korni og fræjum.
• Gómsætar súpur, lagaðar með hollustu að leiðarljósi.
• Brakandi fersk salöt og ávexti.
• Við komum til móts við ykkar óskir
kryddogkaviar.is
kryddogkaviar@kryddogkaviar.is
Sími 515 0702 og 515 0701
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Verð á íbúðum í fjölbýli í Reykjavík
lækkaði í fjórum póstnúmerum af
sex á fjórða ársfjórðungi í fyrra.
Þetta kemur fram í greiningu Þjóð-
skrár Íslands sem unnin var fyrir
Morgunblaðið.
Sé verðið flokkað með og án ný-
bygginga í póstnúmerunum sex er
niðurstaðan sú að verðið lækkaði í
níu tilvikum af tólf.
Verðið lækkaði hlutfallslega mest
í miðborg Reykjavíkur, 101 Reykja-
vík, eða um 3,3%. Án nýbygginga
lækkaði verðið um 2,5%. Í krónum
talið lækkaði verðið um 18 og 13
þúsund á fermetra. Það samsvarar
1,8 og 1,3 milljónum á 100 fermetra.
Verðið hækkaði um 0,1% í Hlíð-
unum og Holtunum í Reykjavík,
105 Reykjavík, eða um rúmar 400
krónur á fermetra. Án nýbygginga
lækkaði verðið hins vegar um 0,6%,
eða um rúmar 2.600 krónur. Hækk-
unin samsvarar 40.000 kr. en lækk-
unin 260.000 kr. á 100 fermetra.
Þá lækkaði verðið um 1,7% í
Vesturbænum, 107 Reykjavík, og
um 1,5% án nýbygginga. Þessar
lækkanir samsvara 8.000 og 7.400
krónum á fermetra, eða 800 til 740
þúsund á hverja 100 fermetra.
Seljahverfið sækir á
Verðið hækkaði um 5,5% í Selja-
hverfinu, 109 Reykjavík, eða um
19.000 krónur á fermetra. Sama
hækkun var án nýbygginga. Þessi
hækkun samsvarar 1,9 milljónum á
hverja 100 fermetra.
Verðið lækkaði hins vegar um
1,2% í Breiðholtinu, 111 Reykjavík,
eða um 4.700 krónur á fermetra.
Sama lækkun var án nýbygginga.
Þessi lækkun samsvarar 470 þús-
und krónum á hverja 100 fermetra.
Loks lækkaði verðið um 1,6% í
Grafarvogi, 112 Reykjavík, eða um
6.500 krónur á fermetra. Sama
lækkun var án nýbygginga. Þessi
lækkun samsvarar 650 þúsund
krónum á hverja 100 fermetra.
Veitir aðeins vísbendingu
Tekið skal fram að mismargir
kaupsamningar eru að baki meðal-
tali hvers fjórðungs. Þá eru gæði
húsnæðis mismunandi. Verktaki
sem ræddi við Morgunblaðið í
trausti nafnleyndar benti til dæmis
á að sala á nýju fjölbýlishúsi í
grónu hverfi gæti haft mikil áhrif á
einum fjórðungi. Það megi ekki
gera of mikið úr sveiflum milli
fjórðunga.
Sé meðalverðið borið saman milli
fjórða fjórðungs 2016 og 2017 kem-
ur í ljós að verðið í áðurnefndum
sex póstnúmerum hefur hækkað
um 7,7% til 18,5%. Það er mikil
hækkun á raunverði. Tólf mánaða
verðbólga mælist nú 1,9%.
Fram kom í Morgunblaðinu í lok
október að meðalverð seldra íbúða
í fjölbýli í tveimur hverfum í
Reykjavík lækkaði milli 2. og 3.
fjórðungs 2017. Virtist það fyrsta
vísbendingin um lækkanir eftir
stöðuga hækkun fasteignaverðs
síðustu ár.
Þurfa að lækka verðið
Samkvæmt öruggum heimildum
Morgunblaðsins hafa fjárfestar
gripið til þess ráðs að lækka verð í
nýjum fjölbýlishúsum á höfuð-
borgarsvæðinu. Var það gert til að
örva eftirspurn.
Dæmi um slíkt er fjölbýlishúsið
Álalind 10. Samkvæmt tölvupósti
frá fasteignasala var verð margra
íbúða lækkað. Til dæmis lækkaði
verð á einni úr 59 í 56 milljónir og á
annarri úr 58,5 í 55,5 milljónir. Þá
fór verð á íbúð úr 63,5 milljónum í
59,5 milljónir og á annarri úr 64,5 í
59 milljónir. Tvö síðarnefndu dæm-
in samsvara 9,3% og 6,7% lækkun.
Minni verðbólga en ella
Jón Bjarki Bentsson, aðalhag-
fræðingur Íslandsbanka, segir
þessar tölur koma á óvart. Grein-
ing Íslandsbanka hafi spáð 7%
hækkun fasteignaverðs á landsvísu
í ár. Það samsvari ríflega 0,5%
hækkun á mánuði.
Ef verðið hækki minna en Grein-
ingin spáði muni draga úr verð-
bólgu í ár. Húsnæðisliðurinn hafi
enda drifið verðbólguna á síðustu
misserum. Hann bendir á að hægt
hafi á hækkunum á fjórða fjórð-
ungi. Jafnframt dragi jafnan úr
veltu í desember.
Hann telur rétt að bíða eftir
nýjum tölum um veltu og verð í
janúar áður en frekari ályktanir
eru dregnar af þróuninni.
Má í þessu efni rifja upp að án
húsnæðisliðarins hefði verið verð-
hjöðnun á síðustu misserum. Verð
innfluttra vara hefur enda lækkað.
Verðið lækkar í nokkrum hverfum
Verð seldra íbúða í fjölbýli í Reykjavík lækkaði í fjórum póstnúmerum af sex á fjórða fjórðungi 2017
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir þessa óvæntu þróun geta haldið aftur af verðbólgu í byrjun árs
Verðþróun seldra fasteigna í fjölbýli í sex póstnúmerum í Reykjavík
Frá fyrsta ársfjórðungi 2013 til fjórða ársfjórðungs 2017
Meðalkaupverð á fermetra: Allar fjölbýliseignir Án nýbygginga Allar fjölbýliseignir Án nýbygginga Allar fjölbýliseignir Án nýbygginga
PÓSTNÚMER 101 PÓSTNÚMER 105 PÓSTNÚMER 107
2013, 1. ársfj. 322.855 307.187 282.399 282.348 296.904 296.904
2013, 4. ársfj. 340.493 329.095 289.335 289.188 320.347 320.347
2014, 1. ársfj. 369.513 350.156 300.058 300.058 321.159 321.159
2014, 4. ársfj. 381.953 368.065 341.410 331.217 350.509 350.509
2015, 1. ársfj. 397.432 375.052 344.972 332.582 351.419 351.419
2015, 4. ársfj. 411.175 406.334 363.621 365.365 396.280 396.280
2016, 1. ársfj. 460.152 454.071 371.082 370.784 375.231 375.231
2016, 4. ársfj. 466.881 467.003 426.932 428.013 438.161 442.418
2017, 1. ársfj. 508.796 509.204 457.910 460.254 452.071 458.135
2017, 2. ársfj. 524.890 519.997 472.403 475.093 496.373 488.188
2017, 3. ársfj. 535.641 528.629 474.056 476.025 487.842 483.854
2017, 4. ársfj. 517.914 515.377 474.493 473.397 479.705 476.417
Breyting frá 1. ársfj. 2013 60,4% 67,8% 68,0% 67,7% 61,6% 60,5%
Breyting frá 4. ársfj. 2016 10,9% 10,4% 11,1% 10,6% 9,5% 7,7%
Breyting frá 3. ársfj. 2017 -3,3% -2,5% 0,1% -0,6% -1,7% -1,5%
PÓSTNÚMER 109 PÓSTNÚMER 111 PÓSTNÚMER 112
2013, 1. ársfj. 212.661 212.661 218.244 200.269 230.538 230.538
2013, 4. ársfj. 222.018 222.018 215.927 213.849 246.824 246.824
2014, 1. ársfj. 215.884 215.884 229.469 229.469 258.802 258.802
2014, 4. ársfj. 248.506 248.506 245.027 245.027 271.871 271.871
2015, 1. ársfj. 257.300 257.300 256.260 254.917 282.956 282.956
2015, 4. ársfj. 274.397 274.397 283.964 283.658 302.448 302.448
2016, 1. ársfj. 286.238 286.238 300.681 299.505 311.454 310.259
2016, 4. ársfj. 326.471 326.471 325.226 325.226 345.901 344.489
2017, 1. ársfj. 354.031 354.031 353.906 353.906 379.147 379.147
2017, 2. ársfj. 374.037 374.037 371.527 372.659 402.136 402.136
2017, 3. ársfj. 349.129 349.129 390.058 390.058 403.870 403.870
2017, 4. ársfj. 368.323 368.323 385.348 385.348 397.344 397.344
Breyting frá 1. ársfj. 2013 73,2% 73,2% 76,6% 92,4% 72,4% 72,4%
Breyting frá 4. ársfj. 2016 12,8% 12,8% 18,5% 18,5% 14,9% 15,3%
Breyting frá 3. ársfj. 2017 5,5% 5,5% -1,2% -1,2% -1,6% -1,6%
Heimild: Þjóðskrá Íslands