Morgunblaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018 ✝ Vilhjálmur G.Skúlason fædd- ist í Vestmannaeyj- um 30. maí 1927 Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 11. jan- úar 2018. Foreldrar hans voru Skúli Gríms- son frá Nikhóli og Karólína M. Haf- liðadóttir frá Fjós- um í Mýrdal. Hann átti eina syst- ur, Halldóru, sem lést 2004. Vilhjálmur var kvæntur Krist- ínu Guðrúnu Gísladóttur, f. 1.11. 1919, d. 9.4. 1996, dóttur hjón- anna Gísla Gíslasonar og Sigríð- ar Guðmundsdóttur. Vilhjálmur og Kristín áttu eina dóttur, Kar- ólínu Margréti, hún er gift Stein- ari Gíslasyni og eiga þau þrjú börn, Vilhjálm Skúla, Sonju Hrund og Davíð Atla. Langafa- börnin eru þrjú, Myrra, Hlynur og Elmar Helgi. Stjúpsonur Vil- hjálms var Gísli Eiríksson, f. 1944, d. 2013. Eftirlifandi eigin- kona hans er Inga Rósa Guðjóns- dóttir og eiga þau tvær dætur, Kristínu Guðrúnu og Hrönn. Árið 1998 kynntist Vilhjálmur Þórunni Óskarsdóttur og lágu leiðir þeirra saman þar til hún lést árið 2016. Skipaður í nefnd af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1973 til að gera tillögur að endur- skoðun á lyfsölulögum nr. 30/ 1963. Skipaður í nefnd af heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra 1978-1979 til þess að gera tillögur um tilhögun lyfjadreif- ingar í landinu. Vilhjálmur tók virkan þátt í fé- lagsstörfum og var m.a. formað- ur ÍBH 1955-1956, formaður LFÍ 1958-1959, heiðursfélagi og sæmdur gullmerki þess félags árið 2000, formaður Lionsklúbbs Hafnarfjarðar 1965-1966, Melvin Jones-félagi og sæmdur heiðurs- merki árið 2000, formaður Nor- ræna félagsins í Hafnarfirði 1979. Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1966-1978 og 1982-1986, for- maður bæjarráðs Hafnarfjarðar 1982-1986, fulltrúi í fræðsluráði Hafnarfjarðar 1966-1978, þar af formaður 1974-1978, formaður bygginganefndar íþróttahúss í Hafnarfirði 1969 og fulltrúi í íþróttanefnd. Félagi í the Society of Sigma Xi. Kjörinn af bæjar- stjórn Hafnarfjarðar í nefnd til þess að semja við Reykjavíkur- borg um lagningu hitaveitu í Hafnarfjörð. Ritstjóri Tímarits um lyfjafræði frá upphafi 1966- 1974 og Borgarans í Hafnarfirði 1966-1976. Vilhjálmur fékkst við ritstörf og eftir hann liggja ýmsar grein- ar og bækur. Vilhjálmur verður jarðsung- inn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 26. janúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 15. Vilhjálmur varð stúdent frá MA, stærðfræðideild, 1949. Hann hóf nám við Lyfjafræðinga- skóla Íslands haust- ið 1949, stundaði verknám í Hafnar- fjarðarapóteki 1949-1951 og í Reykjavíkurapóteki 1951-1952. Exam. pharm. 1952. DfH í Kaupmannahöfn 1952-1954. Cand. pharm. 1954. Framhalds- nám við University of North Carolina 1959-1964. MSc 1963 og PhD 1964. Lyfjafræðingur í Hafnar- fjarðarapóteki 1954-1959 og 1963-1964. Stundakennari við HÍ frá 1963. Aðstoðarmaður eftir- litsmanns lyfjabúða sumrin 1964- 1967. Starfsmaður lyfjaskrár- nefndar 1964-1967. Sérfræð- ingur á efnafræðistofu Raunvís- indadeildar Háskólans 1967-1969. Skipaður dósent við HÍ 1969 og gegndi því starfi til 1972 er hann var skipaður pró- fessor í lyfjaefna- og lyfjagerðar- fræði, forstöðumaður rann- sóknastofu í lyfjafræði lyfsala 1972-1997. Í lyfjaskrárnefnd og síðar lyfjanefnd frá 1969-1999. Leiðir okkar lágu fyrst saman haustið 1963, hann að hefja starf sem stundakennari við Háskóla Ís- lands, undirrituð að hefja nám í lyfjafræði við sömu stofnun. Vilhjálmur lagði alúð og metnað í kennsluna og var ótrúlega um- burðarlyndur og þolinmóður gagn- vart nemendum. Kennslumáti hans var að kríta á töfluna efna- fræðiformúlur og -ferla og spurði síðan hvort við skildum þetta. Einn nemandi svaraði ávallt neit- andi og fór Vilhjálmur því á ný yfir ferlana og náðist með því nokkur skilningur nemandans. Þó fór svo að hann kom að máli við mig eins- lega og spurði hvers vegna ég skildi aldrei neitt. Ekki stóð á svari, nemandinn var ólesinn, átti ekki kennslubókina. Því betur sem ég kynntist þess- um kennara mínum þeim mun bet- ur líkaði mér við hann. Mér er því bæði ljúft og skylt að minnast þessa ágæta manns. Leiðir okkar áttu eftir að liggja saman í starfi í áratugi eða frá hausti 1967 til árs- loka 1996, í upphafi hjá lyfjaskrár- nefnd, síðar lyfjanefnd uns Lyfja- stofnun var sett á laggirnar. Vilhjálmur var nefndarmaður í lyfjanefnd. Auk þess sinnti hann ákveðnum verkefnum fyrir nefnd- ina sem sérfræðingur eða við mat á lyfjaefna- og lyfjagerðarfræði- legum gögnum, sem framleiðend- um bar að senda með umsóknum um skráningu sérlyfja hér á landi. Til þessa verks nýtti Vilhjálmur eitt síðdegi í hverri viku. Kom á sama tíma og fór á sama tíma. Vilhjálmur skilaði ávallt skrif- legri matsgerð um hverja umsókn þar sem gerð var grein fyrir þeim upplýsingum sem lágu fyrir og töldust viðunandi eða ábótavant og þá jafnframt þeim ágöllum sem óskað var úrbóta á. Í þessu fólst mat á öllu viðkomandi framleiðslu og gæðum þeirra hráefna, bæði virkra og óvirkra, sem notuð voru til lyfjagerðar; einnig mat á fram- leiðslu og gæðum sjálfra lyfjanna í endanlegri gerð, umbúðum þeirra, geymsluaðstæðum og -þoli. Vilhjálmur skipulagði tíma sinn ítarlega, enda ótrúlega afkasta- mikill og áhugasviðið vítt. Sem prófessor við Háskóla Íslands stundaði hann rannsóknir og skrif- aði fjölda greina um málefni sem sneru að lyfjafræði. Þá sinnti hann margvíslegum öðrum áhugamál- um, sem að litlu leyti verða talin hér. Hann var félagsmálamaður og tók m.a. þátt í stjórnmálum og beindist áhugi hans á því sviði fyrst og fremst að verkum til hagsbóta fyrir heimabæ hans, Hafnarfjörð. Vilhjálmur var myndarlegur maður, stæltur og íþróttamanns- lega vaxinn og lagði alla tíð stund á líkamsrækt enda öflugur íþróttamaður á yngri árum, sem lék bæði handbolta og knatt- spyrnu með íþróttafélagi Hauka og átti um skeið sæti í stjórn þess félags. Hann var kurteis og hæv- erskur, heilsteyptur og sam- kvæmur sjálfum sér og gat verið fastur fyrir. Hann hélt sér frekar til hlés en var góður hlustandi og velviljaður. Nokkur samskipti átti ég við Kristínu, þá mætu konu Vil- hjálms, sem lést eftir erfið veik- indi. Hún var húmoristi, skemmti- leg og glaðvær. Það er með þakklæti fyrir sam- fylgd sem Vilhjálmur G. Skúlason er kvaddur, maðurinn sem hafði áhuga og vilja til að bæta mannlíf og gera heiminn betri en hann er. Guðbjörg Kristinsdóttir. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Haukum Það var einn sólríkan sumar- dag fyrir margt löngu að við strákarnir, þá 10–12 ára, vorum í fótbolta á Flensborgartúni. Kem- ur þá fullorðinn maður og spyr hvort hann megi vera með. Jú, það var auðsótt. Þarna var kominn Villi Skúla, hávaxinn og spengi- legur. Lék hann listir sínar með boltann við mikla hrifningu okkar strákanna. Og hann átti síðar eftir að slá enn betur í gegn þegar við þessir strákar fréttum af undraefni sem notað væri í handbolta, „harpic“. Efnið var ekki til á almennum markaði en okkur var bent á að tala við Villa Skúla, sem þá vann í apótekinu. Við þangað og næsta dag afhenti hann okkur krukku með þessu undraefni, sem reynd- ist svo vera íblönduð trjákvoða. Þetta efni hefur reynst handbolta- fólki vel en er eitur í augum starfs- fólks íþróttahúsanna. Umræddir strákar urðu svo Íslandsmeistar- ar í sínum aldursflokki ári síðar. Vilhjálmur gekk ungur til liðs við Hauka. Spilaði handbolta og fótbolta, varð Íslandsmeistari í 2. fl. í handbolta 1944 og 1945. Hann lék í fræknu lið ÍBH sem vann 2. deild 1956 undir stjórn Alberts Guðmundssonar. Var kjörinn knattspyrnumaður ársins 1952. Hann lagði sitt af mörkum við uppbyggingu félagsins, sat í aðal- stjórn um margra ára skeið, vara- formaður frá 1949 til 1952. Átti sæti í Knattspyrnuráði Hafnar- fjarðar og sat í síðustu bygginga- nefnd íþróttahússins við Strand- götu. Nú að leiðarlokum eru öll þessi störf í þágu félagsins þökkuð og fjölskyldu Vilhjálms Skúlasonar sendar innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Knattspyrnufélags- ins Hauka, Bjarni H. Geirsson. Það hefur sjálfsagt ekki hvarfl- að að mörgum að sonur alþýðu- fólks sem staldraði við í Vest- mannaeyjum árið 1927 í leit sinni eftir tækifærum í þéttbýlinu ætti eftir að ná langt. En æviferill Vil- hjálms Skúlasonar, frænda okkar, var farsæll og sigrum prýddur. Vilhjálmur ólst upp á Selvogs- götu í Hafnarfirði, sonur Skúla Grímssonar sjómanns og Karólínu M. Hafliðadóttur húsmóður. Hann hafði góða líkamlega burði og hóf snemma að spila fótbolta með Haukum í Hafnarfirði, varð Ís- landsmeistari með félaginu, lét til sín taka í félagsstarfi og var valinn besti knattspyrnumaður Hauka árið 1952. En áhugi hans einskorð- aðist ekki við íþróttir. Villi fór til náms í Menntaskól- ann á Akureyri, innritaðist síðar í lyfjafræðinám við Háskóla Íslands sem hann lauk með fullnustuprófi frá Konunglega danska lyfjafræð- ingaskólanum í Kaupmannahöfn. Árið 1959 hóf hann framhaldsnám í lyfjaefnafræði við háskólann Chapel Hill í Norður-Karólínu, sem hann lauk með doktorsprófi árið 1964. Eftir heimkomuna starfaði hann við Háskóla Íslands, fyrst sem sérfræðingur, þá dósent en varð loks prófessor í lyfjaefna- fræði árið 1972 og gegndi því starfi til 1997. Eftir hann liggur fjöldi fræði- greina og bóka í faginu en áhuga- svið hans lá víða. Ein þeirra bóka sem hann þýddi á sjöunda ára- tugnum var stjórnmálafræðirit Robert F. Kennedy, Í leit að betri heimi, sem hann heillaðist af og miðlaði framfarasinnuðum hug- myndum í samfélagsmálum. Villi átti síðar eftir að láta til sín taka í stjórnmálum en hann settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrir Óháða borgara árið 1966 og kom að mörgum framfaramálum næstu tvo áratugi, lagningu hita- veitu, bættu gatnakerfi og skipu- lagningu nýrra bæjarhverfa. Heimsóknir á Arnarhraun 30, heimili Villa og Stínu, voru alltaf ánægjulegar. Húsbóndinn var stöðugt að miðla fróðleik til gesta sinna, ef það voru ekki kenningar Linus Pauling um gildi C-vítamíns eða gagnsemi sótthreinsunar frá Louis Pasteur, þá voru aríur meistara óperuheimsins settar á fóninn eða bolta haldið á lofti úti í garði. Villa var mikið í mun að miðla fróðleik til almennings og var annt um lýðheilsu. Hann ritaði greinar og bækur þar sem hann greindi frá skaðsemi ávana- og fíkniefna og sýndi fram á hollustu lýsis og nauðsyn vítamína og steinefna fyrir mannslíkamann. Villi sinnti ritstörfum fram á síðasta dag og gaf nýlega út ævisögu Giuseppe Verdi, sem hann virti bæði sem tónlistarmann og samfélags- frömuð. Við kveðjum nú góðan vin sem var okkur öllum mikil og góð fyr- irmynd, ötulan fræðimann sem starfaði dyggilega undir merki lífsins. Þorfinnur Skúlason, Skúli Valtýsson. Vilhjálmur G. Skúlason, vinur fjölskyldunnar og velgjörðar- maður minn, er fallinn frá í virðu- legri elli. Ég minnist hans eins og göngumaður á heiði sem misst hefur sjónar á mikilvægu kenni- leiti. Vilhjálmur var mikill maður í mínum augum, bæði að vallarsýn og ekki síður hið innra. Föður- bræður mínir töluðu jafnan í aðdá- unartón um hann sem flinkan og kappsaman knattspyrnumann. Hann var reiknandi rökhyggju- maður og jarðbundinn í besta lagi, enda varð hann síðar prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Af kurteisi tók hann þátt í að rök- ræða andleg og jafnvel yfirskilvit- leg mál, en hugur hans samþykkti aldrei neitt sem ekki var hægt að sanna með efnislegum rannsókn- um eða kerfisbundnum rökum. Vilhjálmur var mjög vel máli far- inn og hækkaði sjaldan róminn, en mörgum þótti hann óvæginn gagnvart þeim sem hann taldi fara frjálslega með muninn á réttu og röngu. Næmur eins og hann var á tilfinningablæbrigði tónlist- ar gerði hann samt þá hugsun að sinni að þar sem rök orða og talna þrýtur tekur tónlistin við. Vil- hjálmur var ástríðufullur óperu- unnandi. Verdi var hans maður. Hann skrifaði bók um þetta ítalska eftirlætistónskáld sitt og allar óperur hans. Bókina kallaði Vilhjálmur: Giuseppe Verdi, meistarinn frá Le Roncole. Meðan á skrifunum stóð fór hann um slóðir meistarans á Ítalíu til að skynja betur hljóminn í tónlist hans og ganga göturnar sem ítalskur almenningur gekk þegar hann fylgdi Verdi til grafar syngj- andi fangakórinn úr Nabúkkó. Vilhjálmur tók virkan þátt í stjórnmálum og var bæjarfulltrúi í Hafnarfirði fyrir Óháða borgara sem tóku við stjórn bæjarins árið 1966. Þar fékk hann utan lyfja- fræðinnar fullnægt þörf sinni fyrir að vinna samborgurum sínum mesta gagn sem hann mátti. Einnig á stjórnmálasviðinu átti Vilhjálmur stórar fyrirmyndir: Martin Luther King, John og Ro- bert Kennedy svo aðeins séu nefndir þeir sem hann skrifaði sérstakar bækur um. Eiginkonu sína, Kristínu Gísladóttur, missti Vilhjálmur 1996 en þau eignuðust eina dóttur, Karólínu. Henni og fjölskyldu hennar votta ég samúð mína. Seinustu ár bjó Vilhjálmur með Þórunni Óskarsdóttur sem einnig er látin. Blessuð sé minning Vilhjálms G. Skúlasonar. Sigurþór Aðalsteinsson. Kveðja frá Lyfjafræðideild Frá því fyrsta lyfjabúðin var stofnsett hér á landi árið 1760 og fram á fyrri hluta síðustu aldar fór lyfjafræðinám fram í apótekum. Lyfjafræðingaskóli Íslands var stofnaður 1940 og Háskóli Íslands hóf kennslu til fyrrihluta lyfja- fræðináms árið 1957 innan Læknadeildar. Til að öðlast full starfsréttindi þurftu nemendur að bæta við sig námi við erlenda há- skóla, og héldu flestir til Dan- merkur. Vilhjálmur G. Skúlason kom til starfa í Háskóla Íslands að loknu doktorsnámi í Bandaríkjunum og lagði drjúgt af mörkum til sögu og þróunar lyfjafræði á Íslandi. Lengi vel var hann eini fastráðni kennarinn í lyfjafræði og stóð vaktina ásamt stundakennurum sem leiðbeindu í verklegum æf- ingum. Auk yfirgripsmikillar bók- námskennslu bar Vilhjálmur ábyrgð á náminu í heild. Það kom sér vel að hann var sterklega byggður og mikill vinnuþjarkur. Hann tók jafnframt þátt í starfi Lyfjafræðingafélags Íslands, var m.a. ritstjóri Tímarits um lyfja- fræði, starfaði í Lyfjanefnd ríkis- ins, svo fátt eitt sé nefnt. Í lok sjöunda áratugarins komu fleiri kennarar til starfa og þau ásamt Vilhjálmi börðust fyrir og lögðu grunn að mestu breytingum sem orðið höfðu á lyfjafræðinámi frá upphafi. Árið 1982 hófst kennsla til fimm ára kandídats- prófs sem veitti full starfsréttindi. Ákvörðun um að flytja námið heim frá Danmörku var þó um- deild. Margir töldu Ísland of fá- mennt til að standa undir gæða- miklu lyfjafræðinámi og atvinnu- tækifærum fyrir útskrifaða. Þegar horft er tilbaka, leikur enginn vafi á um að tilkoma fimm ára námsins lagði grunn að gríð- arlegri uppbyggingu lyfjafræð- innar sem faggreinar og leiddi til stóraukinna atvinnutækifæra fyr- ir útskrifaða nemendur. Starfs- vettvangur nær til apóteka, sjúkrahúsa, lyfjaiðnaðar, grósku- mikilla rannsókna í lyfjavísindum, nýsköpunar, lyfjaskráninga, gæðaeftirlits og fjölbreyttra stjórnunarstarfa. Á Íslandi hefur byggst upp samkeppnishæfur al- þjóðlegur lyfjaiðnaður sem skap- ar veruleg útflutningsverðmæti. Vilhjálmur vann ötullega að því ásamt Sigurði Ólafssyni apótek- ara að raungera þá hugsjón Sig- urðar að Reykjavíkur apótek við Austurvöll yrði háskólaapótek. Þetta olli straumhvörfum, því ekki bara styrktust tengsl skóla og at- vinnulífs heldur urðu tekjur af rekstri apóteksins undirstaða þess að húsnæði við Haga á Hofs- vallagötu var endurgert fyrir starfsemi lyfjafræðinnar. Starfið þar hófst 1994. Árið 2000 urðu aftur merkileg tímamót þegar sjálfstæð Lyfja- fræðideild var stofnuð við Há- skóla Íslands. Í dag stendur starf deildarinnar með miklum blóma. Vísindastarf sem og doktorsnám hefur eflst til muna. Kennarar eru í öflugu innlendu og alþjóðlegu samstarfi og hafa lagt drjúgt af mörkum til nýsköpunar. Kennarar og nemendur Lyfja- fræðideildar minnast Vilhjálms G. Skúlasonar með virðingu og þakk- læti fyrir hans brautryðjandastarf og fyrir hans framlag til fram- þróunar fagsins og velgengni nemenda. Við vottum fjölskyldu hans innilega samúð. Hákon Hrafn Sigurðsson, forseti Lyfjafræðideildar Há- skóla Íslands. Ég hitti Vilhjálm G. Skúlason í fyrsta sinn í fjölskylduferð til Chapel Hill í Norður-Karólínu, þar sem hann var við doktorsnám. Ég var átta ára gömul og fjöl- skylda mín þá búsett í Suður-Kar- ólínu. Leiðir okkar lágu svo saman á ný þegar ég hóf nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands og aftur enn síðar þegar við urðum samstarfs- menn við skólann. Þegar ég hóf lyfjafræðinámið bar Vilhjálmur hitann og þungann af kennslu í greininni. Kennarar í raunvísindum önnuðust kennslu í efnafræði, stærðfræði, örveru- fræði og öðrum undirstöðugrein- um en Vilhjálmur kenndi einn megnið af bóknámi í sérgreinum lyfjafræðinnar. Verklegar æfing- ar fóru fram í kjallara Aðalbygg- ingar og á 4. hæð Reykjavíkur apóteks við Austurvöll, þar sem á þessum tíma voru framleidd stungulyf, töflur, smyrsli, mixtúr- ur og stílar. Vilhjálmur samdi talsvert af kennsluefni á íslensku og fylgdist vel með nýjungum, meðal annars gegnum störf sín fyrir Lyfjanefnd ríkisins og evr- ópsku lyfjaskrárnefndina. Hann hafði jafnframt mikinn áhuga á sögu lyfjafræðinnar, og vitnaði óspart í kempur á borð við Paul Ehrlich og Alexander Fleming. Ein kennslustund er mér sér- lega minnisstæð því hún hafði mjög mótandi áhrif á alla mína framtíð. Í henni var fjallað um efnafræði náttúruefna sem notuð eru í lyfjagerð. Rannsóknir Vil- hjálms á þessum tíma snerust um innihaldsefni í kava-plöntunni sem vex á Kyrrahafseyjum. Hann nefndi í framhjáhlaupi að afskap- lega lítið væri vitað um innihalds- efni í íslenskum plöntum, hvort heldur væri efnafræði eða líf- virkni. Hann hvatti okkur nem- endur til að gefa þessu gaum. Þarna kviknaði áhugi minn á því sviði lyfjafræðinnar sem átti eftir að verða viðfang mitt í doktors- námi í London og kennslu og rannsóknum síðar við Háskóla Ís- lands. Ég verð Vilhjálmi ævinlega þakklát fyrir að hafa kveikt þenn- an neista og fyrir að hafa boðið mér sumarstarf við rannsóknir. Þegar ég sneri heim að loknu framhaldsnámi höfðu Vilhjálmur og öflugt samstarfsfólk hans bar- ist fyrir því að lyfjafræðinámið yrði lengt þannig að unnt yrði að ljúka fullu námi til starfsréttinda á Íslandi. Fram að þeim tíma höfðu nemendur þurft að fara utan til að ljúka kandídatsprófi. Áform um lengingu námsins mættu tals- verðri mótstöðu, því margir ótt- uðust að ekki yrði hægt að standa með sóma að slíku námi á Íslandi. Þetta átti eftir að reynast afar far- sæl ákvörðun og gott dæmi um hverju djörf framtíðarsýn og eftirfylgni getur skilað. Óhætt er að fullyrða að þarna var lagður grunnur að þeirri miklu uppbygg- ingu á ótalmörgum sviðum lyfja- fræðinnar sem við höfum orðið vitni að og þetta hefur aftur skap- að fjölbreytt atvinnutækifæri þeim sem útskrifast úr náminu. Vilhjálmur G. Skúlason lagði drjúgt af mörkum með metnaði sínum, þrautseigju og ósérhlífni. Fyrir vikið hefur Lyfjafræðideild byggt á traustum grunni og hefur með öflugum hætti skilað sínu til samfélagsins. Ég þakka Vilhjálmi alla sam- fylgd, stuðning og innblástur. Ég votta dóttur hans og aðstandend- um innilega samúð. Kristín Ingólfsdóttir. Góður vinur og Lionsfélagi, Vil- hjálmur Skúlason, er látinn. Hann var stofnfélagi í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar árið 1956 og síðast- ur stofnfélaganna til að kveðja þennan heim. Vilhjálmur naut ætíð mikils trausts og voru honum falin ótal mörg verkefni fyrir klúbbinn sem hann sinnti af mik- illi samviskusemi. Starfsárið 1971-72 var hann rit- ari í stjórn Lionsumdæmisins á Íslandi og hafði í henni forustu ásamt klúbbfélögum sínum, þeim Ásgeiri Ólafssyni sem var um- dæmisstjóri og Eggerti Ísakssyni sem var gjaldkeri. Klúbburinn naut um langt árabil atorku og þekkingar þessara ágætu manna og býr að því enn. Vilhjálmur var gerður að heiðursfélaga í Lions- klúbbnum árið 1976 og að ævi- félaga 1991, auk þess hlaut hann fjölmargar aðrar viðurkenningar fyrir störf sín, bæði innlendar og frá alþjóðahreyfingunni. Vilhjálmur var afskaplega virk- ur í sínum Lionsstörfum og eigin- kona hans, Kristín Gísladóttir, var ætíð með á konukvöldum og í ferðalögum þegar eiginkonunum var boðið með. Við félagarnir söknum góðs fé- laga og vottum aðstandendum hans samúð. F.h. Lionsklúbbs Hafnar- fjarðar, Halldór Svavarsson. Vilhjálmur G. Skúlason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.