Morgunblaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 26. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Heimilislíf: Ég skipti ekki um … 2. Innbrotið áfall fyrir alla … 3. Leita að manni vegna andláts … 4. Stórfellt gáleysi orsök dauða … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónleikar utan dagskrár á Myrkum músíkdögum verða haldnir í Mengi í dag og það á heldur óvenjulegum tíma, við sólarupprás kl. 10. Verkið Still Life No. 1 eftir Bandaríkjamann- inn Matt Evans, samið fyrir píanó og kór, verður þá flutt og kl. 14 verður annað verk eftir Evans flutt, For Rauder Thradur. Evans mun leika á tónleikunum og kór skipa nemendur úr Listaháskóla Íslands. Kl. 21 heldur svo Úlfur Eldjárn tónleika. Tónleikar við sólar- upprás í Mengi  Þorsteinn Cameron varð hlutskarpastur þátttakenda í ljós- myndarýni 2018 sem Ljósmynda- safn Reykjavíkur stóð fyrir 19.-20. janúar sl. en hún var hluti af dag- skrá Ljósmyndahátíðar Íslands. Í verðlaun hlaut hann styrk úr Minn- ingarsjóði Magnúsar Ólafssonar ljós- myndara að upphæð 500.000 kr. Þorsteinn er með BA-gráðu í ljós- myndun og í febrúar mun hann hefja meistaranám í ljósmyndun í Ástralíu. Varð hlutskarpastur í ljósmyndarýni  Árlegir Mozart- tónleikar verða haldnir á Kjarvalsstöðum kl. 18 á morgun á fæðing- ardegi tónskáldsins. Nemendur Söngskól- ans í Reykjavík koma fram með Kristni Erni Kristinssyni píanó- leikara. Tónleikar á fæðing- ardegi Mozarts Á laugardag Breytileg átt 3-8 m/s, skýjað og víða dálítil úrkoma en austan 8-13 og samfelldari rigning á láglendi norðaustan til. Hiti nálægt frostmarki. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðaustan 8-15 með slyddu eða snjókomu en úrkomulítið norðanlands. Víða rigning sunnan til síðdegis og hiti 1 til 5 stig en frost fyrir norðan. VEÐUR Ítalska körfuknattleiksliðið Stella Azzura krefst þess að fá jafnvirði rúmra átta millj- óna króna frá körfuknatt- leiksliði Njarðvíkur fyrir Kristin Pálsson. Krafan er sögð vera tilkomin vegna þess að ítalska félagið seg- ist hafa greitt skólagjöld fyrir Kristin við bandarískan háskóla sem hann stundaði nám í eftir að ferlinum hjá Stella Azzura lauk. Lausnar er leitað. »1 Krefjast milljóna fyrir Kristin Ísland mætir Sviss og Belgíu í hinni nýju Þjóðadeild knattspyrnusam- bands Evrópu, næstkomandi haust, eins og fram kom í gær. Ekki liggur hins vegar ljóst fyrir í dag hver mun stýra íslenska landsliðinu í þeim leikjum, en samningur Heimis Hall- grímssonar rennur út að loknu heims- meistara- mótinu í Rúss- landi. „Það er gagn- kvæmur áhugi á því að halda samstarfinu áfram,“ sagði Heimir við Morgunblaðið í gær. »1 Hver stýrir landsliðinu í Þjóðadeildinni í haust? Höttur á Egilsstöðum vann í gær- kvöld fyrsta leik sinn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos- deildinni. Hattarmenn lögðu Þór frá Akureyri, 86:75, í framlengingu á heimavelli í 15. umferð deildarkeppn- innar. Bikarmeistarar Tindastóls, KR og Þór úr Þorlákshöfn unnu einnig sína leiki. Síðarnefnda liðið sótti tvö stig í greipar Stjörnumanna. »2 Loksins fögnuðu leik- menn Hattar sigri ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Eftirmynd peysu sem myndhöggv- arinn Ásmundur Sveinsson klæddist gjarnan við störf sín er einn vinsæl- asti söluvarningurinn í safnbúð Ás- mundarsafns við Sigtún, sem hýsir verk þessa frumkvöðuls í íslenskri höggmyndagerð. Elísabet Bjarklind Þórisdóttir, verkefnastjóri safnsins, sem er eitt safnhúsa Listasafns Reykjavíkur, segir að hugmyndin hafi vaknað hjá starfsfólki Ásmund- arsafns eftir að stór ljósmynd af Ás- mundi í peysunni, sem líklega var tekin í kringum 1960, var hengd upp á vegg safnsins. Í kjölfarið var leitað til Sigur- laugar Helgu Emilsdóttur, áhuga- konu um prjón, sem var fengin til þess að taka upp mynstur peys- unnar og síðan tók Birgir Einars- son, prjónameistari hjá Prjónastof- unni Glófa, við keflinu og hannaði endanlegt útlit. Peysan er eingöngu seld í Ásmundarsafni og fæst í tvenns konar sniði; annað þeirra er „unisex“, fyrir bæði kyn, og hitt er karlasnið. Einstök eins og Ásmundur Nýja peysan er reyndar ekki ná- kvæm eftirgerð peysu Ásmundar. Sú upprunalega var að öllum lík- indum úr gervi- efni og var snið hennar nokkuð annað en er á nýju peysunni. „En okkur fannst ekki ann- að koma til greina en að láta prjóna hana úr ís- lenskri ull,“ segir Elísabet. Hún segir að fátt sé vitað um uppruna peysu Ás- mundar og ekki sé vitað hvort hún hafi verið búin til sérstaklega fyrir hann eða hvenær hann eignaðist hana. „En hann kunni augljóslega vel við sig í flík- inni, þar sem nokkuð margar ljós- myndir eru til af honum í henni,“ segir Elísabet. „Eins og Ásmundur er hún einstök. Þetta er ekki peysa sem hægt er að fá í hverri búð, því hún fæst hvergi í heiminum nema í Ásmundarsafni.“ Allir Ásmundar fá frítt í safnið Í ár er öllum sem heita Ásmundur boðið endurgjaldslaust á Ásmundar- safn og starfsfólk safnsins hvetur alla Ásmunda til að sækja safnið heim. Samkvæmt þjóðskrá bera 219 manns nafnið sem fyrsta eiginnafn og 13 Íslendingar bera það sem ann- að eiginnafn. Allir þessir Ásmundar mega taka með sér einn gest. Peysa Ásmundar er eftirsótt  „Þetta er ekki peysa sem hægt er að fá í hverri búð“ Morgunblaðið/Eggert Peysan góða Elísabet Bjarklind Þórisdóttir, verkefnastjóri Ásmundarsafns, með eftirgerð af peysu Ásmundar Sveinssonar. Peysurnar seljast vel, enda eru þær einstakar eins og Ásmundur, eins og Elísabet kemst að orði. Ásmundur Sveinsson fæddist á Kolstöðum í Dölum 20. maí 1893. Hann nam tréskurð hjá Ríkarði Jónssyni í Reykjavík, lauk sveinsprófi í tréskurði frá Iðnskólanum í Reykjavík og fór að því búnu í framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Stokkhólmi og París. Hann var einn frumkvöðla íslenskrar höggmyndalistar og sótti efnivið í verk sín jöfnum höndum í íslenska þjóðtrú og í tækniframfarir 20. aldarinnar. Verk Ásmundar eru víða um land, m.a. við Borg á Mýrum og á mörgum stöðum í Reykjavík, enda var afstaða hans til listarinnar sú að hún ætti að vera sem mest á meðal fólks og hluti af daglegu lífi. Ásmundur lést árið 1982 og ári síðar var Ásmundarsafn við Sigtún, sem var heimili hans og vinnustofa, opnað. FÉKK HUGMYNDIR SÍNAR ÚR ÞJÓÐSÖGUM OG TÆKNI Frumkvöðullinn Ásmundur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.