Morgunblaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018
✝ SteingrímurSveinbjörn Ei-
ríksson fæddist í
Reykjavík 8. febr-
úar 1951. Hann
varð bráðkvaddur
14. janúar 2018.
Foreldrar hans
voru Eiríkur Magn-
ússon rafvélavirki,
f. 6.1. 1921, d. 5.8.
2006, og Sigríður
Sveinbjörnsdóttir
hjúkrunarkona, f. 10.10. 1915,
d. 28.1. 2015.
Alsystkini Steingríms eru:
Lilja, f. 18.3. 1947, hennar
eiginmaður er Bragi Líndal
Ólafsson, f. 11.2. 1945, og
stúlka, f. 20.2. 1953, d. 20.2.
1953. Systkini samfeðra eru:
Eva Katrín, f. 30.11. 1972, henn-
ar eiginmaður er Michael Wal-
ter Ditto, f. 5.6. 1967, og Bragi
Magnús, f. 22.10. 1974, d. 16.9.
2014.
Steingrímur kvæntist Bjarn-
heiði Magnúsdóttur, f. 31.1.
Steingríms er Anna Dagný
Halldórsdóttir, f. 22.12. 1959.
Dóttir þeirra er 3) María Ellen,
f. 16.10. 1995. Dætur Önnu Dag-
nýjar eru Elín Viola og Elsa
Annette Magnúsdætur, báðar f.
18.5. 1979.
Steingrímur lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð 1971 og hóf síðan
nám í lögfræði við Háskóla Ís-
lands. Með námi starfaði hann í
Landsbanka Íslands á sumrin.
Hann lauk lögfræðiprófi 1977.
Hann hlaut réttindi sem héraðs-
dómslögmaður árið 1980 og
réttindi sem hæstaréttarlög-
maður 2000.
Hann hóf störf hjá Iðnaðar-
banka Íslands hf. í júlí 1977.
Hann var forstöðumaður lög-
fræðisviðs bankans frá 1983 til
1989 og síðar framkvæmda-
stjóri eignarhaldsfélagsins Iðn-
aðarbankinn hf. frá 1990 til
1992. Síðar á ferlinum átti hann
sæti í stjórn margra félaga.
Árið 1990 stofnaði hann lög-
mannsstofu í Reykjavík og hef-
ur rekið hana ásamt Árna
Einarssyni til dauðadags.
Útför Steingríms fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 26. janúar
2018, og hefst athöfnin klukkan
11.
1951, þann 10.
ágúst 1974. Þau
skildu. Börn þeirra
eru: 1) Harpa Sig-
ríður, f. 4.12. 1979.
Hennar eiginmaður
er Ólafur Karel
Jónsson, f. 1.8.
1963. Synir Hörpu
Sigríðar og Ingv-
ars J. Snæbjörns-
sonar, f. 16.7. 1975,
eru: a) Arnar Óli, f.
6.6. 2005, b) Steinar Ingi, f. 8.4.
2008. Börn Ólafs Karels og Guð-
rúnar Klöru Sigurbjörnsdóttur,
f. 20.3. 1966, eru: c) Íris Ósk, f.
14.8. 1984, d) Unnur Lilja, f.
11.10. 1989, d. 12.4. 1990, e) Jón
Karel, f. 12.9. 1991, f) Anton
Örn, f. 17.6. 1993.
2) Helga Ína, f. 15.6. 1983.
Hún er í sambandi með Bjarka
Ólafssyni, f. 5.9. 1974. Sonur
hennar og Geirs Guðjónssonar,
f. 24.12. 1971, er Steingrímur
Geir, f. 20.3. 2008.
Fyrrverandi sambýliskona
Í dag kveð ég pabba minn og
besta vin minn.
Ég get ekki lýst því með orð-
um hvað ég á eftir að sakna hans
mikið og hann skilur eftir sig
stórt skarð í lífi mínu. Þegar ég
lít til baka þá er efst í huga mér
þakklæti fyrir allar minningarn-
ar sem ég á með honum og hvað
hann kenndi mér margt.
Við systurnar fórum í ófáar
veiðiferðirnar með honum upp í
Skugga og áttum góða tíma sam-
an þar sem hann kenndi okkur
að veiða og svo síðar barnabörn-
unum. Við töluðum saman í síma
á hverjum degi og símtölin urðu
oft ansi löng því pabbi hafði alltaf
margt að segja. Pabbi vildi alltaf
allt fyrir alla gera, var traustur
og kenndi mér að koma vel fram
við alla og að allir eru jafnir
sama hvaða titla fólk ber.
Ég er ótrúlega þakklát fyrir
að hann leiddi mig upp að altar-
inu þegar við Kalli giftum okkur
og hvað hann var glaður þann
dag og ánægður með manns-
efnið mitt.
Ég mun halda minningu um
besta pabba í heimi og góðan
mann á lofti og ég sé þig seinna,
elsku pabbi minn.
Þín
Harpa.
Elsku pabbi.
Mig langar til að minnast þín í
eftirfarandi orðum. Það sem er
mér efst í huga er þakklæti fyrir
alla þá væntumþykju og ást sem
þú sýndir mér og lést mig alltaf
finna að ég væri þér mikils virði.
Frá því ég var lítil kallaðir þú
mig oft „Gullið mitt“, það var svo
fallegt.
Þú varst góður og heiðarlegur
maður og hef ég alltaf verið stolt
að þú værir pabbi minn. Þú hafð-
ir svo mikla trú á mér og sýndir
þú mér alltaf að þú værir stoltur
af mér, það er dýrmætt. Þú hef-
ur alltaf verið besti pabbi í öllum
heiminum, alltaf til staðar, ráða-
góður og gott að tala við. Hafðir
þú frá mörgu að segja, varst
fróður um marga hluti og oft ef
ég spurði þig spurninga þá voru
svörin oft löng, mjög löng, þá
þurfti ég að vera þolinmóð og
hlusta til enda. Símtöl okkar á
milli voru oftast í lengri kantin-
um og það var enginn leið að
hætta að tala við þig, þú hafðir
bara svo mikið að segja.
Ég á mjög góðar minningar
þar sem við vorum að veiða í
Skugga, dýrmæt augnablik þeg-
ar annað okkar veiddi fisk, þá
skiptumst við á kossum og ósk-
uðum hvort öðru til hamingju.
Það var alltaf svo gaman að veiða
með þér. Ótal aðrar góðar minn-
ingar á ég um þig sem ég geymi í
mínu hjarta.
Ég er svo ánægð að Stein-
grímur Geir hafi fengið að kynn-
ast þér og að hann muni líka eiga
minningar um afa sinn.
Minningin um góðan föður og
afa mun lifa áfram í hjörtum okk-
ar
Þar til við hittumst á ný, elsku
besti pabbi minn.
Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum
í líknarmildum föðurörmum þínum
og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þínu föðurhjarta.
(Matthías Jochumsson)
Þín dóttir,
Helga.
Sá dagur er runninn upp að ég
fylgi elsku pabba mínum síðustu
sporin, miklu fyrr en ég nokkurn
tímann átti von á. Pabbi minn var
einstakur maður, með sterka
réttlætiskennd og vildi öllum vel.
Pabbi var stoð mín og stytta í
svo mörgu sem ég tók mér fyrir
hendur, þá sérstaklega í náminu
en ég þakka honum fyrir ómet-
anlegan stuðning og hvatningu,
hann var alltaf svo stoltur af mér.
Lögfræðin og heimspekin á bak-
við hana var okkar sameiginlega
áhugamál og hefur hann búið
mér gott veganesti sem ég er svo
þakklát fyrir.
Elsku besti pabbi minn, ég
kveð þig með miklum söknuði og
með svo brotið hjarta. Þinn tími
átti ekki að koma strax, ég átti
svo margt eftir ólært af þér og
svo ótal margt sem við áttum eft-
ir að gera. Stundirnar og tíminn
sem við áttum saman eru mér
núna dýrmætar minningar, þú
varst einstakur og góður maður
og kenndir mér svo margt um líf-
ið og tilveruna. Núna passar
mamma uppá mig og ég passa
uppá mömmu.
Þín dóttir og litla gull,
María Ellen.
Það var reiðarslag í lítilli fjöl-
skyldu þegar það var tilkynnt á
sunnudeginum fyrir viku að
Steingrímur, bróðir og mágur,
hefði orðið bráðkvaddur þá um
nóttina. Maður fer í stuttan
göngutúr og kemur ekki heim
aftur. Ýmis minningabrot rifjast
upp í huganum. Foreldrar systk-
inanna, Steingríms og Lilju,
höfðu verið innlyksa í Danmörku
á stríðsárunum og komu heim í
stríðslok með tvær hendur
tómar. Vera foreldranna á stríðs-
tímum í Danmörku hafði áhrif á
systkinin. Þau eru alin upp við að
fara vel með og sýna útsjónar-
semi. Fjölskyldan hóf að byggja
hús að Skeiðarvogi 159 og flutti
þangað 1954. Þar ólst Steingrím-
ur upp til fullorðinsára. Hann var
í sveit í nokkur sumur hjá ömmu
sinni og afa í Lækjarbug á Mýr-
um og fór seinna á unglingsárun-
um að vinna ýmis störf sem gáf-
ust í sumarfríum. Vinnusemi var
honum því eiginleg sem endur-
speglaðist í því að hann átti alltaf
afar erfitt með að taka sér frí frá
störfum. Steingrímur lærði á pí-
anó í Barnamúsíkskólanum og
fram á menntaskólaár. Hann
hafði gríðarlegan áhuga á Íslend-
ingasögunum og kunni til dæmis
Njálu nánast utanbókar. Hann
kynnti sér vel ýmsa þætti í sjálf-
stæðisbaráttu Íslendinga og var
vel að sér um margt sem gerðist í
seinni heimsstyrjöldinni.
Skömmu eftir bílpróf eignað-
ist Steingrímur Willys-jeppa
með blæju, sem hann hafði mikið
yndi af. Voru ófáar skíðaferðir
farnar á honum í Kerlingarfjöll.
Einnig var hann ónískur að lána
systur sinni hann þegar hún
þurfti að skreppa auralítil á ball.
Hún vakti því stundum athygli
stuttpilsuð á stríðskerrunni.
Steingrímur lýkur prófi í lög-
fræði meðan við hjónin erum bú-
sett 6 ár í Bandaríkjunum. Er við
komum heim í lok árs 1980 vill
svo til að við Steingrímur hófum
báðir að byggja hús á sama tíma.
Fjármunir voru af skornum
skammti og varð því að nota allan
frítíma, nætur og helgidaga í
byggingarvinnu til að spara út-
gjöld. Við hjálpuðumst að og ekki
er langt síðan Steingrímur
minntist þess þegar við vorum að
rífa steypumót er þíðu gerði á
páskum. Við unnum mjög vel
saman og höfum alla tíð verið
góðir vinir.
Sigríður, móðir þeirra syst-
kina, var miðpunktur kjarnafjöl-
skyldunnar. Hún og Steingrímur
voru alla tíð náin. Sigríði vantaði
8 mánuði í að ná hundrað ára
aldri. Hún bjó að Skeiðarvogi 159
til ársins 2010 er hún flutti á
hjúkrunarheimilið Eir. Gott
samband var milli systkinanna,
Steingríms og Lilju. Þau áttu oft
löng símtöl á kvöldin, sérstak-
lega í seinni tíð. Það var mjög
gott að leita til Steingríms ef
þurfti að ganga frá einhverjum
málum lagalegs eðlis. Þau voru
leyst fljótt og vel. Hann sagði það
einhvern tíma að hann mundi
seint líða einhverjum að hlunn-
fara sína fjölskyldu. Steingrímur
var réttsýnn maður, hjálpsamur
og sanngjarn. Hann reyndi til
hins ýtrasta að finna lausnir fyrir
fólk og oft tók hann að sér mál þó
að litlar líkur væru á því að hann
fengi greiðslu fyrir. Hann sást
kannski ekki alltaf fyrir og var
því oft undir miklu vinnuálagi.
Minningin lifir um góðan
dreng sem við kveðjum af hrærð-
um hug.
Hvíldu í friði, elsku Steini.
Lilja og Bragi.
Eitt sinn verða allir menn að
deyja, söng Vilhjálmur heitinn
Vilhjálmsson svo fallega og lagið
hefur hljómað í huga mér undan-
farna daga. En þótt þetta viti allir
erum við samt aldrei undir það
búin þegar höggið kemur og alltaf
er það jafn þungt.
Í dag kveðjum við þig, Stein-
grímur minn, allt of fljótt. Þú
varst maður svo margra kosta og
það vita þeir sem þig þekktu.
Skarpgreindur, raungóður, mað-
ur sátta og réttlætis og umfram
allt drengur góður. Klettur fyrir
svo marga en minnst fyrir þig
sjálfan. Lífið reyndist þér oft erf-
itt og bylturnar voru nokkrar en
alltaf stóðstu upp aftur, sterkur
en líka meyr og til þess þarf bæði
kjark og þrek.
Saman eignuðumst við yndis-
lega dóttur, hana Maríu Ellen,
sem þú varst svo stoltur af, Gullið
mitt, eins og þú kallaðir hana. Og
þrátt fyrir að við slitum samvist-
um varst þú alla tíð hluti af mínu
lífi og dætra minna og reyndist
þeim vel og þar eru eldri systurn-
ar Elsa og Elín ekki undan-
skildar. María Ellen valdi að læra
lögfræði og þú fylgdir henni af
stað ykkur báðum til ánægju og
byggðir með henni þann grunn
sem hún verður nú sjálf að vinna
úr. Til þess hefur hún hæfileikann
og hann kom frá þér.
Sporin hennar Maríu Ellenar
verða þung í dag. Að fylgja þér til
grafar er ekki það sem hún átti
von á svo fljótt. Og jafnþung
verða sporin fyrir systur hennar
Hörpu og Helgu. Saman hafa þær
undirbúið kveðjustundina í dag af
mikilli umhyggju og ást til þín.
Þær munu styrkja hver aðra í
sorginni.
Ég veit að þú vakir yfir þeim
öllum.
Far vel, minn kæri,
Anna Dagný Halldórsdóttir.
Við Steingrímur Eiríksson
kynntumst fyrir mörgum árum.
Sameiginlegur óvinur leiddi okk-
ur saman og tengdi æ síðan órofa
böndum. Baráttan við þennan
fjandmann var oft fyrirgerðar-
mikil í okkar vináttu. Í þeim slag
skiptum við gjarnan um hlutverk
reglulega. Hjálparhella gærdags-
ins var skyndilega hjálparþurfi í
dag og öfugt.
Sagt er að fátt sameini menn
betur en átök við sameiginlegan
fjanda. Við Steingrímur kynnt-
umst hvor öðrum vel í þessum
slag, bæði veikleikum og styrk-
leikum hvor annars. Á vandræða-
tímabili eigin lífs bjó ég hjá Stein-
grími og þá var mikið spjallað.
Ævir okkar beggja höfðu verið
keimlíkar. Við héldum út í lífið
fullir af háleitum hugsjónum og
draumum. Brotalamir og óvinur-
inn slægi gerðu að verkum að
okkur tókst að klúðra ýmsu sem
betur hefði mátt fara.
Við nauðaþekktum fjölmargar
tilfinningar í fari hins, samvisku-
bit, sektarkennd, gleði, þakklæti
og sátt. Þetta sameinaði okkur og
gerði okkur færari um að styðja
hvor annan. Við vitnuðum oft í sr.
Hallgrím Pétursson þegar hann
segir:
Þá blindur leiðir blindan hér,
báðum þeim hætt við falli er.
Steingrímur var gáfaður mað-
ur, stálminnugur og raungóður.
Hann var stoltur af skyldleika
sínum við þjóðskáldið Matthías
Jochumsson sem var langafi
hans. Oft vitnaði hann í líf sr.
Matthíasar og þá sérstaklega efa-
semdir hans um eigin tilveru og
innstu rök tilverunnar. Íslands-
klukka Laxness var honum kær
enda kunni hann bókina utanað
og lifði sig inn í persónu Jóns
Hreggviðssonar. Hann var raun-
góður og hjálpsamur og alltaf
mátti leita til hans bæði um lög-
fræði og öll viðvik. Dæturnar
þrjár, Harpa, Helga og María
Ellen, voru honum sérlega hjart-
fólgnar og hann vildi allt fyrir
þær gera.
Oft ræddum við um dauðann
og sömdum um það að sá okkar
sem lengur lifði mundi skrifa
minningargrein um hinn og bera
síðasta spölinn. Nú er komið að
skilnaðarstundu. Steingrímur
varð fyrri til og nú fellur það í
minn hlut að kveðja þennan vin
minn hinstu kveðju. Líf okkar Jó-
hönnu er fátækara en áður og
skarð hans verður ekki fyllt. Að
leiðarlokum viljum við bæði færa
fram þakklæti fyrir árin sem við
áttum saman og senda aðstand-
endum Steingríms innilegar sam-
úðarkveðjur.
Óttar Guðmundsson.
Við urðum félagar og vinir í
lagadeild Háskóla Íslands fyrir
um 40 árum. Sú vinátta hélst þó
að við færum í sitt hvora áttina.
Líklega dró okkur saman gáski
og gleðiþörf.
Háskólaárin liðu við nám,
djarfar framtíðarhugmyndir,
daglegt fjölskyldustreð og þær
lífsnautnir sem tíðkuðust á þeim
tíma.
Steingrímur kom mér fyrir
sjónir á háskólaárunum sem
glæsilegur ungur maður sem
hafði allt sem einn maður þarf.
Hann var vel menntaður píanó-
leikari, víðlesinn, greindur og
snyrtimenni til orðs og æðis. Ein-
faldast er kannski að segja: Öll-
um líkaði vel við Steingrím vegna
mannkosta hans.
Að námi loknu hóf hann störf
sem lögfræðingur Iðnaðarbank-
ans og mörgum árum seinna við
rekstur sinnar eigin lögmanns-
stofu í samstarfi við dr. Gunnlaug
Þórðarson og Árna Einarsson.
Ekki veit ég annað en að lög-
fræðistörf hans hafi verið vamm-
laus og nákvæm.
Á tíðum samverustundum okk-
ar hér áður fyrr var margt rætt,
nánast allt milli himins og jarðar.
Steingrímur var þannig samvist-
um að af hans fundi fór maður
fróðari um málefni, hugmyndir
og samfélag. Ég minnist margra
stunda okkar með sérstakri
ánægju og fiðringi sem fylgir
upprifjun skemmtilegra atvika.
Steingrímur var fyrrihluta ævi
sinnar lukkunnar pamfíll, en
veikindi ollu því líklega að dró úr
farsældinni þegar leið á.
Hann var afkomandi Matthías-
ar Jochumssonar þjóðskálds, og
var hreykinn af því. Steingrími
kippti í kynið því hann átti létt
með að yrkja og var oft hnyttinn
og skemmtilegur.
Eins og góðir vinir gera þá lof-
uðum við hvor öðrum að skrifa
vinsamleg eftirmæli um hinn sem
fyrr félli frá. Báðir höfðum við
sterka vitund um að jarðlífið tek-
ur enda og töldum okkur trú um
það að við óttuðumst ekki um-
breytinguna – og jafnvel hlökk-
uðum til hennar.
Nú hefur Steingrímur hafið
sína nýju vegferð en eftir sit ég
með dóm ellinnar sem er sá að
horfa á eftir vinum, kunningjum
og ættingjum yfir um. Því fylgir
einkennileg kennd. Það er eins og
allt hverfi í þögn og móðu minn-
inganna og umhverfið líkist sífellt
meir eyðimörk þar sem þú ert
einn á ferð.
Einhvern veginn held ég að
Steingrímur vinur minn sé
ánægður með vistaskiptin.
Ég kveð hann með þessari fal-
legu kveðju: Skemmtu þér vel,
kæri gamli vinur, og njóttu þess
sem býðst.
Syrgjendum sendi ég sam-
úðarkveðjur.
Pétur Einarsson.
„Kenn oss að telja daga vora,
að vér megum öðlast viturt
hjarta“ segir í Davíðssálmum,
okkur til áminningar um „dauð-
ans óvissan tíma“. Andlát Stein-
gríms æskuvinar, skólabróður,
samstarfsmanns, reglubróður og
samferðamanns í lífinu bar brátt
að. Það er forn skilningur að visk-
an og fleiri góðir eiginleikar búi í
hjartanu. Nútímafólk venst því að
allt búi í blákaldri skynsemi hug-
ans, en við vitum þó að án hins
góða hjartalags getur hún, ásamt
atorku mannsins, verið beinlínis
hættuleg.
Feður okkar voru samstarfs-
menn og vinir og það leiddi til
kynna okkar systkinanna við
Steina. Við fundum að þar fór
drengur góður sem lét góðgirni
og hjálpsemi ráða för. Hann átti
viðkvæma lund sem bjó yfir erf-
iðri reynslu á ungum aldri, en
kannski var það samt hún sem olli
því að margir leituðu aðstoðar
hans og leiðbeininga á lífsins leið.
Við lékum okkur saman, unnum
saman hjá Olís á sumrin og áttum
frábærar stundir saman í MH.
Hann var sem einn okkar bræðra
alla tíð. Það atvikaðist svo þannig
að við urðum samstarfsmenn í
Iðnaðarbankanum. Ég var í hópi
þeirra sem önnuðust rekstur og
lánveitingar, hann var löglærður
ráðgjafi og þurfti stundum að inn-
heimta lán. Hann var laginn í
samskiptum við þá sem áttu erf-
itt, gaf sér góðan tíma til að skýra
málin og var fæddur „kennari“.
Skýringar hans voru oft mynd-
rænar og festust vel í minni.
„Afurðalán“ voru algeng í land-
búnaði og sjávarútvegi og sett
voru hliðstæð lög um veðsetningu
iðnaðarvara. „Þú verður að muna
að þau eru öðruvísi að því leyti að
veðið heldur ekki gagnvart
grandlausum þriðja manni,“
sagði hann við mig. Ég spurði:
„Já, en hvað þýðir þetta?“ „Það
þýðir það, að ef þú mætir manni á
Lækjartorgi í buxum frá Dúk hf.
með saltfisk undir hendinni,
hvort tveggja veðsett bankanum
en keypt í góðri trú, þá máttu
taka saltfiskinn, ekki buxurnar.“
Um Steina gæti gilt það sem
einhver sagði að „margur hefði
orðið hamingjusamari ef hann
hefði skemmt sér aðeins minna“.
Hann háði langa glímu við Bakk-
us og gekk á ýmsu í þeirra sam-
skiptum. Ánægjulegt er að hugsa
til þess að síðustu 14 árin eða svo
hafði hann betur, með stuðningi
jafningja innan AA. Sambúðin við
þann „yfirmann“ tekur mikið til
sín og önnur sambönd standa
höllum fæti á meðan. Hann eign-
aðist þó þrjár dætur, sem færði
honum mikla lífsfyllingu. Leik-
konan Zsa Zsa Gabor, sem
reynslumikil átti ein átta hjóna-
bönd að baki, mun hafa sagt við
vinkonu sína: „Þú þekkir ekki
mann í raun fyrr en þú hefur skil-
ið við hann.“ Þetta kom í hugann
af því að Steingrímur hefur alltaf
verið hjálparhella sinna fyrrver-
andi kvenna og reynst þeim
„betri en enginn“, eins og oft er
sagt.
Laugardagskvöldið 13. janúar
sl. töluðum við saman í hálftíma
um heima og geima. Ekki bar á
neinu óvenjulegu. Þetta var
kvöldið sem hann brá sér í sína
síðustu kvöldgöngu. Hans stóra
og hlýja hjarta hætti skyndilega
að slá. Fyrir hönd okkar Áslaug-
ar, móður minnar og systkina,
færi ég honum þakkir fyrir sam-
fylgdina og hans nánustu okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Steingrímur
Eiríksson
HINSTA KVEÐJA
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Við söknum þín. Hvíldu í
friði, elsku afi.
Þínir afastrákar,
Arnar Óli,
Steingrímur Geir
og Steinar Ingi.
Ég kveð þig, hugann heillar
minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæll á ljóssins friðarströnd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(G. Jóh.)
Hjartans þakkir fyrir
allt og allt.
Bjarnheiður.